Hvöt - 30.04.1949, Page 57

Hvöt - 30.04.1949, Page 57
H V ö T 55 byggðir að eðlisfari, að langvarandi og stöðug ofneyzla áfengis vann ekki á þeim. Höfundurinn hefur sjálfur þekkt eitt af þessum sjald- gæfu tilfellum. Það var áttræður ofdrykkjumaður, að því er virtist mjög heilsugóður, en af sex börnum hans var aðeins eitt á lífi, og þetta eina barn var úrkynjaður og lam- aður aumingi“. Og ennfremur segir hann: „Mönn- um hættir almennt til að líta á átt- ræðan mann, sem óvenjulegt fyrir- Ixæri orku og heilbrigði. Þeir gleyma því, að samkvæmt skoðun náttúru- fræðinga er hinn eðlilegi aldur mannsins 125 ár að meðaltali. Náttúrufræðingar hafa fundið, að í dýraríkinu gildir yfir leitt sú regla, að meðalaldur dýr- anna sé 5 sinnum sá tími, sem kalk- myndun heinanna tekur. Hjá mann- inum er þessi tími 20 til 25 ár, og eftir því ætti eðlilegur meðalladui lians að vera að minnsta kosti 100 til 125 ár. Og nái menn ekki þessum aldri, stafar það af því, að þeir kunna ekki að lifa heilbrigðu lífi i samræmi við lögmál náttúrunnar“. Menn kunna ekki að lifa heilbrigðu lífi. Það er hinn bitri sannleikur. Er ekki kominn tími til að læra það? Hvað ber að forðast til að ná því marki? Að hverju ber að keppa? Þeir, sem lesa Menningarpláguna miklu, fá svörin. Það mætti vitanlega segja margt og mikið um þennan stórmerka kafla bókarinnar og bókina í heild, en ekki verður farið út í það hér. Það hefur aldrei verið ætlun mín að skrifa rit- dóm um bókina, enda ekki á mínu færi. Ég hef minnst á bókina, vegna þess, að hún hefur mjög þýðingar- mikinn boðskap að færa, boðskap, sem enginn maður má án vera, boð- skap, sem myndi hefja mannkynið úr myrkri menningarleysis og mein- semda, ef eftir honum væri farið. Náttúrulækningafélag Islands er útgefandi bókarinnar. Formála skrif- ar Jónas Kristjánsson læknir, en Björn L. Jónsson eftirmála. Bókin er vönduð að öllum frágangi og 136 blaðsíður að stærð. Þeim ágætu mönnum ,sem hafa unnið að útgáfu þessarar bókar, verð- ur seint fullþakkað. Vonandi ber starf þeirra tilætlaðan árangur. (Leturbreytingar eru mínar). Melramálið hefur stundum vald- ið nokkrum misskilningi manna á meðal. Að minnsta kosti var búðar- maðurinn í hálfgerðum vandræð- um, er hann fékk svohljóðandi vöru- seðil: „Gjörið svo vel að senda mér með manninum til baka og skrifið í reikning minn: 10 hektara af stein- olíu, 3 telegrömm af saltpétri, 5 thermometra af lérefti og nokkur mónópól af eldspýtum. — Upp í þetta sendi ég yður fáein líteratúr af smjöri og' einn desimal af hangi- kjöti, sem ég hið yður selja.“

x

Hvöt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.