Fjölrit RALA - 10.05.1988, Page 6

Fjölrit RALA - 10.05.1988, Page 6
2 INNGANGUR Þorsteinn Tómasson Sú skýrsla sem hér birtist um störf Rannsóknastofnunar landbúnaðarins er með svipuðu sniði og skýrslan sem út kom 1985 og nær til þriggja ára. Skýrslan er tengd verkefnaskrá og auk lýsinga á helstu verkefnum er getið um niðurstöður þar sem þær liggja fyrir. ítarleg skýrsla sem þessi er mikilvægt gagn um starfsemi stofnunarinnar, sérstaklega í ljósi þeirrar miklu umræðu sem nú á sér stað um starfsemi og skipulag leiðbeininga, kennslu og rannsókna í þágu íslensks landbúnaðar. Á fjárlögum fyrir árið 1988 gerðist það að fjárveitingar til reksturs tilraunastöðva stofnunarinnar víða um land drógust saman um nær helming og ljóst er að stofnunin stendur frammi fyrir talsverðum breytingum sem koma munu fram á næstu árum. Á þvl tímabili sem skýrslan nær til hafa áherslur í verkefnavali breyst nokkuð. Rannsóknir í þágu loðdýraræktar hafa aukist verulega á sviði fóðrunar, erfða og húsvistar. Tekin hafa verið upp verkefni tengd fiskeldi og fiskirækt. Verkefni á sviði landgræðslu og gróðurverndar hafa aukist verulega og áherslur á þessu sviði hafa að nokkru breyst með auknu vægi á leit að nýjum tegundum landgræðsluplantna, fræræktarrannsóknir og þróun nýrra ræktunaraðferða. Starfsemi fæðudeildar stofnunarinnar er að breytast nokkuð í framhaldi af því að styrkveitingum Kellogg stofnunarinnar til uppbyggingar rannsókna og kennslu í þessum fræðum er lokið. Af því tilefni var haldin alþjóðleg ráðstefna hér á landi í ágúst 1986. Samstarf ýmissa stofnana og fyrirtækja einkennir 1 æ ríkari mæli verkefnaskrá stofnunarinnar. Fjárveitingar Rannsóknasjóðs rannsóknaráðs, framleiðnisjóðs og landgræðslu- og landverndaráætlunar til rannsókna hafa verulega stuðlað að þeirri þróun. Á þessu tímabili kemst tilraunafjósið á Möðruvöllum í gagnið. Takmarkaður framleiðsluréttur setur þó rekstri búsins nokkrar skorður. Tilraunafjós Búnaðarsambands Suðurlands og Rala á Stóra Ármóti var tekið í notkun vorið 1987 og eru nú hafnar tilraunir í því. Hefur því orðið veruleg breyting til batnaðar á aðstöðu stofnunarinnar til að takast á við verkefni á sviði nautgriparæktar. Á liðnu ári fékkst leyfi til að hefja framkvæmdir við byggingu bútæknihúss á Hvanneyri sem var orðið mjög brýnt. f árslok 1987 var samþykkt í stjórn Rala starfsáætlun til næstu fimm ára og er áætlunin hin þriðja sem stofnunin vinnur í samfloti með öðrum rannsóknastofnunum atvinnuveganna. Aðstaða til landbúnaðar er að mörgu leyti sérstæð hér á landi, miðað við þær aðstæður sem ríkja hjá nágrannaþjóðum. Ýmsir þættir í umhverfinu torvelda landbúnaðarframleiðslu en aðrir opna möguleika til hagstæðrar framleiðslu. Til að nýta þessa aðstöðu sem best er okkur nauðsyn á virku rannsókna- og þróunarstarfi til öflunar og miðlunar þekkingar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.