Milli mála - 2019, Blaðsíða 126
126 Milli mála 11/2019
SJÁLFSMYND, FRAMANDLEIKI OG TUNGUMÁL Í VERKUM MATÉOS MAXIMOFF
balo – svín
bori – tengdadóttir
Gayziés – ekki-rómískur, hinir
kris – dómstóll, réttur
mulo – andi dáins karls/konu
pivli – ekkja
tchaxano – draugur
Romni – kona, eiginkona
Rom – karl, eiginmaður
tchera – tjald
terka – ung stúlka
ternear – ungur maður
tomnimé – heitmær, unnusta
vurdon – vagn
galbis – gullpeningar
plotchka – trúlofunarflaska, skreytt með gullpeningum
Notkun erlendra orða í texta getur verið vandasöm, ekki síst þegar
algeng orð sem auðvelt er að þýða eiga í hlut. Höfundur metur það
sjálfur hvort hann kýs að hafa erlend orð í texta sínum; þýðandi
vinnur hins vegar með texta þar sem ákvörðunin hefur þegar verið
tekin þegar hann kemur að textanum. Hann hefur auk þess það hlut-
verk að miðla verkinu til nýrra lesenda, merkingu þess, yfirbragði og
stíl. Það er því sjálfsagt að hann virði þá ákvörðun höfundar að hafa
erlend orð í textanum og þýði þau ekki. Það kemur þó ekki í veg fyrir
að sú ákvörðun vekji ýmsar spurningar, ekki síst varðandi merkingu
og skilning. Það er efalítið auðvelt fyrir flesta íslenska lesendur að
skilja orð eða setningu á ensku í þýddu verki. Í íslenskri þýðingu
Jóhönnu Bjarkar Guðjónsdóttir á fransk-kanadísku skáldsögunni
Nirliit eftir Juliana Léveillé-Trudel, sem gerist í norðanverðu Québec-
fylki í Kanada, má til dæmis finna þessar stuttu setningar: „I love
you! May I have your number? Can I run with you?“45 Þýðandinn gerir
væntanlega ráð fyrir að lesandinn skilji þessar setningar og þýðir þær
ekki, en þegar orðum úr tungumáli inúíta bregður fyrir fylgir þýð-
ing, til dæmis quallunaat „hvítt fólk“ (bls. 15 og 21) og uppialuk
45 Juliana Léveillé-Trudel, Nirliit, Reykjavík: Dimma, 2019, bls. 68.