Milli mála - 2019, Blaðsíða 174
174 Milli mála 11/2019
STAÐIR
og taka verkefni með sér heim. Á síðasta vinnumatsfundi, sem var
haldinn fyrir nokkrum dögum, lýsti yfirmaðurinn yfir ánægju sinni
með störf hennar, samviskusemi og skyldurækni í vinnunni.
Vinnusemi, samviskusemi og skyldurækni. Þessi orð virðast sótt í
starfsmannahandbókina sem liggur á náttborðinu hennar og hún les
til að skilja hvernig yfirmenn hennar hugsa og starfa.
Hún kveikir ekki ljós inni í herberginu. Hún háttar sig í myrkri
því hún hefur skömm á líkama sínum. Slitin húð og rauðar rákir á
maga og lærum. Slappt holdið og lafandi húðin titrar meðan hún
gyrðir niður um sig og fer úr buxunum. Hún hefur lést mikið síðan
hún gerðist grænmetisæta. Það var stuttu áður en hún hóf störf hjá
fyrirtækinu. Ástæðan var fyrst og fremst væntumþykja til dýra en
auk þess vildi hún skera sig úr hópnum. Hún hafði lesið um slíkt í
bókinni Hvernig á að vera áberandi á skrifstofunni en þar var mönnum
ráðlagt að finna eitthvað sem gerði þá öðruvísi en aðra. Til allrar
óhamingju fyrir Soffíu voru þrír samstarfsmenn hennar líka græn-
metisætur og þeir voru alltaf í sviðsljósinu.
Í hádeginu, þegar hún fór inn í eldhúsið á efstu hæðinni til að hita
nestið sitt í örbylgjuofninum, rakst hún á eina af grænmetisætunum,
þessa sem vinnur í þjónustudeildinni. Hjartað tók að slá örar í brjósti
hennar. „Hvað er að frétta, Soffía? Hvernig hefurðu það?“ spurði
hann. „Hæ“, svaraði hún og starði niður á gólfið um leið og fing-
urnir krepptust um nestisboxið sem í var kínóa, karrí, brokkólí, tofu
og kókosmjólk. Soffía ákvað að flýja af hólmi, baðst afsökunar og
sagðist þurfa að skreppa á snyrtinguna. Hann var að lesa eitthvað í
símanum sínum á meðan hann beið og tók ekki eftir því að hún fór
fram en henni fannst að ef hún segði ekkert eða kæmi sér ekki út
myndi hjartað í henni hreinlega springa.
Seinna, í matartímanum, spjallaði einn vinnufélagi þeirra, sem
var frönsk eins og Soffía, um það nýjasta í stjórnmálum í Frakklandi.
Sarkozy, Hollande, Marion Le Pen. Marion Le Pen, Hollande, Sarkozy.
Soffía hefur áhuga á umræðuefninu og hafði þess vegna undirbúið í
huganum athugasemd ef efnið bæri á góma. Þegar umræðuefnið er
svo til útrætt spyr vinnufélagi hana hvað henni finnist um ástandið.
Hendur Soffíu taka að skjálfa. Hún setur frá sér gaffalinn, leggur
hann á diskinn og rennir þumalfingrunum eftir fingurgómunum,
alltaf hraðar og hraðar. Hún starir á diskinn og ímyndar sér að augu