Bændablaðið - 10.09.2020, Qupperneq 17

Bændablaðið - 10.09.2020, Qupperneq 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2020 17 Bænda 56-30-300 Lithium rafhalaða er 4kg og Microlift er álíka þungur og handtjakkur. ETMH 1,5ton. 238.000kr +vsk. Rafdrifin keyrsla. 0,6m gaflar. ETMH 1,5ton. 218.000kr +vsk. Rafdrifin keyrsla. 1,15m gaflar. ETMH 1,5ton. 258.000kr +vsk. Rafdrifin keyrsla + lyfting. ETMH 2,0ton. 298.000kr +vsk. Rafdrifin keyrsla + lyfting. AUKA LITHIUM RAFHLAÐA FYLGIR FRÍTT MEÐ FYRSTU 7 TJÖKKUNUM. .......... þegar við metum kostina, gæðin og verðið. Er svarið: Youtube kynning á: https://youtu.be/cPx7PPYvNUM SENDINGIN SEM COVID-19 TAFÐI ER KOMIN. ELDRI PANTANIR ÓSKAST STAÐFESTAR. Kraftmikill, léttur og lipur. TAKMARKAÐ MAGN: TILBOÐ Hljóðmerki fest á humar. Mynd / Svanhildur Egilsdóttir Hafrannsóknastofnun: Humar merktur með hljóðsendum Sextán leturhumrar voru merkt ir með hljóðmerkjum um borð í rann­ sóknaskipinu Bjarna Sæmunds­ syni á veiðislóð í Jökul dýpi fyrir skömmu. Merk ingin var unnin í samvinnu við hafrann sókna­ stofnun Spánar. Tilraunin er liður í því að varpa ljósi á atferli tegundarinnar, en humar dvelur langdvölum en oft óreglubundið í holum eða göngum sem hann grefur ofan í botnleirinn. Þannig ræður atferlið öllu varðandi veiðanleika humarsins, en afla­ brögðin sveiflast mjög eftir tíma sólarhringsins, birtu og dýpi en að jafnaði er veiðin best þegar þörunga­ blóminn stendur hvað hæst á vorin. Sextán humrar merktir Á heimasíðu Hafró segir að settir hafi verið niður 9 strengir með hlustun­ arhljóðduflum með 100 metra bili á tveimur svæðum, á 115 og 195 metra dýpi. Merktir voru 16 humrar á hvoru svæði, þar af þrjú kvendýr. Merkin gefa frá sér hljóðmerki á 30 til 50 sekúndna fresti í um 70 daga. Merkin voru fest við bakskjöld dýrsins. Gæta þurfti sérstaklega að því að ekkert ljós gæti skaðað sjón þeirra og var því unnið í rauðu vinnu­ umhverfi og humarinn veiddur í vörpu að næturlagi. Humrunum var svo komið fyrir á hafsbotninum í búri festu við myndavélagrind sem á var myndavél er tók upp sleppinguna. Á hvoru svæði var einnig sett niður straumsjá sem gefur upplýsingar um straum og straumstefnu. Samvinnuverkefni með Spánverjum Sambærileg rannsókn var fram­ kvæmd í fyrsta sinn við strendur Barcelona síðastliðinn vetur. Merkingin við Íslandsstrendur var unnin í samvinnu við hafrannsókna­ stofnun Spánar. Stefnt er að því að taka hlustun­ arduflin upp 7. nóvember í lok rann­ sóknaleiðangurs á ástandi sjávar. Humarmerkingin er hluti af sér stöku tímabundnu fjárfestingarátaki í kjöl­ far heimsfaraldurs og var styrkt af atvinnuvega­ og nýsköpunarráðu­ neytinu. Vonast er til að rannsóknin varpi ljósi á þann tíma sem hvert dýr dvelur í holu sinni og gefi upplýsingar um heimasvæði hvers dýrs. /VH Línuívilnun: Ráðherra skerðir heimildir Sífellt færri smábátar notfæra möguleika sinn til línuívilnunar. Helstu ástæður þess eru að veiði­ heimildir hafa í auknum mæli færst til stærstu krókaaflamarks­ bátanna sem flestir eru með beitn­ ingarvél og fá því ekki ívilnun. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir að landssambandið hafi á undanförnum árum brugðist við þessari þróun og hvatt ráðherra til að beita sér fyrir breytingu á lögum þannig að allir dagróðrabátar á línu fái ívilnun. Með því yrði tryggt að veiðiheimildir til hennar mundu nýt­ ast að fullu. Skerðingu mótmælt „Við höfum mótmælt því harðlega að viðmiðunarafli til línuívilnunar væri skertur og skorað á sjávar­ útvegsráðherra að beita sér fyrir breytingum þannig að línuívilnun mundi gilda fyrir alla dagróðrabáta minni en 30 brúttótonn og styttri en 15 metrar. Við landbeitningu yrði hún 30% (er nú 20%), 20% (15%) við uppstokkun og 10% (0%) fyrir báta með beitningarvél. Jafnframt höfum við krafist þess að línuívilnun í ýsu yrði aukin verulega, færi úr 20% í 45%, 15% í 30% og 0% í 15% hjá fyrrgreindum flokkum.“ Ráðherra ekki orðið við ósk LS Að sögn Arnar hefur ráðherra ekki orðið við beiðni LS. „Ráðherra hefur borið fyrir sig að verið væri að endurskoða reglur um 5,3% pott­ inn. Þrátt fyrir þá endurskoðun hefur hann skert hlut línuívilnunar um tugi prósenta. Þorskveiðiheimildir til línuívilnunar á nýbyrjuðu fisk­ veiðiári eru 1.800 tonnum lægri en fyrir tveimur árum, hafa lækkað um 60%.“ Færðir skör neðar Örn segir að í þessu sambandi sé rétt að vekja athygli á að samhliða því sem þorskveiðiheimildir til línuívilnunar eru skertar dregur úr möguleikum á færslu til strandveiða þegar vel árar á þeim bæ. „Ónýttar heimildir frá línuívilnun til strandveiða eða öfugt verða vart til staðar. Að okkar mati er sannarlega við hæfi að slá tvær flugur í einu höggi þegar smábátaútgerðin er annars vegar. Staða hundruð sjálfstæðra útgerðarmanna er færð skör neðar og möguleikar þeirra á að keppa um aflaheimildir við stærri útgerðir eru rýrðar verulega.“ /VH Landssamband smábátaeigenda hefur mótmælt því harðlega að viðmiðunarafli til línuívilnunar séu skertar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.