Bændablaðið - 10.09.2020, Page 51

Bændablaðið - 10.09.2020, Page 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2020 51 Stöndum saman að Íslenskum landbúnaði Frá því Ísland byggðist hefur landbúnaður verið samofinn íslensku samfélagi. Fólk þurfti að hafa mat ofan í sig og sína, þar með voru fjölskyldur aðallega með eitthvað af sauðfé og mjólkurkúm auk þess sem það hafði kartöflur og fleira til ræktunar. Með þessu móti hafði fólk mat ofan í sig og sína, sem sagt fæðuöryggi. Hér áður fyrr hafði fólk til sveita ekki annað en landbúnaðarafurðir til að nærast á, þeir sem bjuggu við sjó og vötn urðu sér einnig úti um fisk. Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um bændur undanfarin ár, bæði jákvæð en meira hefur borið á þeirri neikvæðu. Mest hefur borið á gagnrýni hvað varðar umönnun dýra og landsins okkar. Þessi gagnrýni er mjög góð að ég tel og hafa bændur tekið sig mikið á bæði í umönnun dýra sinna og ekki síst hvernig á að fara með það land sem þeir ráða yfir og nýta. Mikill fjöldi bænda eru að græða upp land og eru í verkefni sem ber nafnið „Bændur græða landið“ (sjá https://land.is/baend- ur-graeda-landid/). Í þessu verkefni hafa bændur staðið sig mjög vel og lagt mikla og ómetanlega vinnu í þetta verkefni. Ég get fullyrt að allflestir bænd- ur huga vel að sínum dýrum og þykir vænt um þau. Þeir eru með- vitaðir um þau lög og reglur sem þessu fylgir. Bændur hafa tileinkað sér gæðastýringu, á hverju búi eru til gæðastýringarferlar. Sama á við hvað varðar landið, bændum er mjög annt um sitt land og hvernig gengið er um það og ekki síst hvernig það er nýtt. Í sameinuðu sveitarfélagi Borgar fjarðarhrepps, Djúpavogs- hrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar er stundaður mikill og góður landbúnaður. Þar leitast bændur við að hafa afurðirnar sem sjálfbærastar og lausar við sýklalyf. Í sauðfjárbúskap er ungviðið einungis á húsi eina til tvær vikur áður en því er hleypt út og síðan komið í hagann, tekið heim úr haganum að hausti og þá á sláturhús. Þetta er hvað næst því sem hægt er að tala um lífrænt ræktað kjöt. Nautgripir komast út eins og reglugerðir segja til um. Við þurfum að tala þannig um landbúnað að fólk geri sér grein fyrir hversu mikilvægur hann er landanum í fæðuörygginu og hreinum afurðum, og afurðaverð þarf að verða þannig að bændur geti stundað sína vinnu án aukavinnu. Við þurfum að efla nýsköpun í landbúnaði og styðja vel við það að bændur geti unnið sína vöru heima og komið henni beint til neytenda, þannig eflum við verðmætasköpun og afkomu búanna. Nú þegar þessi veirufaraldur gengur yfir okkur er nauðsynlegt að heilbrigðisþjónusta sé í lagi. Við þurfum líka að tryggja næga fæðu handa landanum þ.e. að fæðuöryggið sé í lagi og fæðan sé hrein og laus við sýklalyf. Læt fylgja hér graf sem tekið hefur verið saman vegna sýklalyfjanotkunar í landbúnaði og sýnir frábæra stöðu okkar í þeim efnum. Nýlega birtist grein frá land- græðslustjóra þar sem hann talar um að sauðfé eigi að vera í lokuð- um girðingum þ.e. beitarhólfum. Þar endurspeglast sjónarmið sem hafa orðið háværari síðustu ár. Þessa umræðu eigum við bændur að taka og leggja okkar af mörkum að farsælli niðurstöðu. Fyrir samfélögin, landið okkar og búfénaðinn. Það tíðkast víða úti um heim að fé sé haft í beitarhólfum. Þegar beit er búin í viðkomandi hólfi er skipt yfir í annað og hitt látið gróa. Slík stýring á beit hefur kosti, en þarna verða í sumum tilvikum til ýmis sýklavandamál sem skapast af því að hólfin eru beitt svo mikið að dýrin eru farin að éta skít undan sjálfum sér og þarf þá að grípa til sýklalyfja. Þetta er ekki það sem við myndum vilja sjá í kjötframleiðslu á Íslandi. Bætum það sem bæta þarf, en fórnum ekki styrkleikum okkar. Jakob Sigurðsson Höfundur er oddviti Borgarfjarðarhrepps og er í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýsameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar. Jakob Sigurðsson. Í sameinuðu sveitarfélagi Borgar­ fjarðarhrepps, Djúpavogs hrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar­ kaupstaðar er stundaður mikill og góður landbúnaður. LESENDABÁS Bænda Smáauglýsingar 56-30-300 24. septemberSími: 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 41,9% fólks á landsbyggðinni les Bændablaðið 21,9% 41,9% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu 29,2% landsmanna lesa Bændablaðið Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2019. Aldur 12-80 ára. Hvar auglýsir þú? Garðeigendur hafa verið dugleg- ir að gróðursetja tré, runna og blóm í garða sína í vor og sumar. Þeir eiga því láni að fagna að hér eru starfandi garðplöntustöðvar sem stýrt er af vel menntuðum sérfræðingum í plöntuuppeldi og þangað má sækja bæði fræðslu, upplifun og úrval tegunda sem henta íslenskum aðstæðum. Það er vandaverk að framleiða til sölu runna og tré sem taka vel við sér að gróðursetningu lokinni. Stálpuð trjáplanta með vel þéttu rótarkerfi sem þolir vel flutning hefur fengið uppeldi sem getur tekið mörg ár og ótal handtök í gróðrarstöðinni. Sáning trjáfræs krefst bæði séraðstöðu og þekkingar og ungplönturnar eru viðkvæmar. Tegundir og yrki þeirra hafa farið í gegnum strangt úrval áður en þær eru settar á markað og ekki hætta á að neytandinn kaupi köttinn í sekknum. Ekki er ástæða til að gróðursetja mjög hávaxin tré í heimilisgarða. Oft eru notaðar trjáplöntur sem eru hálfur til einn metri á hæð og þá er ekki nauðsynlegt að binda þær sérstaklega upp. Hærri plöntur gætu þurft stuðning í eitt til tvö ár til að rótarkerfið haggist ekki eftir gróðursetningu. Garðeigandinn þarf að velja plöntunni stað eftir þörfum hverrar tegundar og hafa í huga að trén geta á fáum árum orðið stór og krónumikil. Því er mikilvægt að þau séu ekki gróð- ursett of nærri húsum eða lóða- mörkum. Vetrarskýling getur verið nauðsynleg sumum tegundum en þar hefur gróðursetningartíminn ekki úrslitaáhrif. Haustið er ákjósanlegur gróðursetningartími Reynslan hefur kennt okkur að haustið hentar vel til að gróður- setja tré og runna. Plöntur sem fást í gróðrarstöðvum á þeim tíma hafa að jafnaði lokið hæðarvexti og lauftré eru tekin að sölna lítið eitt. Rótarvöxturinn er samt í fullum gangi fram eftir hausti, þótt lítið beri á. Næring úr laufi dregst niður um stofninn og veitir rótarkerfinu orku til að starfa áfram. Í raun er hægt að gróðursetja trjáplöntur svo langt fram eftir hausti sem hægt er að grafa holu í jörðina með góðu móti, en hentugra er ef rótarkerfið fær að vaxa í fáeinar vikur eftir gróðursetningu. Þá er plantan til- búin til vaxtar um leið og vorar á ný. Septembermánuður er því sérlega hentugur tími til gróður- setningar og þá er enn úrval trjáa og runna til sölu í garðplöntustöðv- unum. Oft er það svo að tré og runnar sem gróðursett eru að vori þarf að vökva vel allt sumarið þegar þurrkar ganga. Á haustin losnar ræktandinn við þær áhyggjur. Jarðraki er nægur og því ekki ástæða til sífelldrar vökvunar, nóg er að vökva vel eftir gróðursetn- ingu og spara ekki safnhaugamold- ina. Tré eru gróðursett á þann hátt að plöntuhnausinn allur er settur á kaf en þess gætt að stofninn fari ekki neðar en hann stóð í upp- eldinu. Runnagróður er hægt að gróðursetja heldur dýpra. Gróðursett í sumarhúsalóðina Öll sömu lögmál gilda um gróðursetningu smáplantna í stærra land, til dæmis í sumarhúsalóðina. Þar er bæði hægt að nota stálpaðar hnaus- eða pottaplöntur og skógarplöntur sem seldar eru í bökkum. Í óræktuðu, rýru landi gæti þurft að taka tillit til hugsanlegrar holklakamyndunar við val á staðsetningu en að öllu jöfnu hentar vel að gróðursetja þær á haustin. Plönturnar eru komnar í vetarhvíld og ekki er hætt við ofþornun, sem verður margri smáplöntunni að aldurtila þegar gróðursett er á vorin og sumrin. Allar tegundir njóta góðs af haustgróðursetningu Gott er að nota haustið við gróðursetningu þeirra trjá- og runnategunda sem framleiddar eru í íslenskum gróðrarstöðvum. Barrtré, lauftré, skrautrunnar og limgerðisplöntur fagna því að losna úr þrengslum pottsins eða rótarhnaussins, nota haustið til rót- arvaxtar og launa ræktandanum með kröftugum vexti næsta vor. Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkjufram- leiðslu Garðyrkjuskóla LbhÍ Reykjum, Ölfusi GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Gróðursetjum tré og runna á haustin Stálpuð trjáplanta með vel þéttu rótarkerfi sem þolir vel flutning hefur fengið uppeldi sem getur tekið mörg ár og ótal handtök. Mynd / Björgvin Eggertsson

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.