Bændablaðið - 10.09.2020, Síða 53

Bændablaðið - 10.09.2020, Síða 53
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2020 53 síðustu ára sem gerir hann álitlegan kost ásamt háum efnahlutföllum og úrvalsgóðri júgurgerð. Rétt er að hafa bak við eyrað að spenar dætra hans eru fremur grannir. Hæll hækk- aði um eitt stig og stendur nú í 109 í heildareinkunn. Hnykkur 14029, f. Lögur 07047, mf. Stígur 97010. Hnykkur er efnahlutfallanaut auk þess sem dætur hans hafa til að bera ákaflega vel borin júgur með mikla festu. Hann gefur nokkuð granna spena. Fyrir marga hljómar einnig spennandi að allnokkur hluti afkvæma hans skartar gráum lit enda var hann sjálfur kolgráskjöldóttur. Hnykkur er nú með 104 í heildareinkunn eftir að hafa lækkað um eitt stig. Kláus 14031, f. Hjarði 06029, mf. Laski 00010. Kláus er í hópi nautsfeðra enda eru dætur hans sérlega mjólkurlagnar með góð efnahlutföll í mjólk. Þær eru einnig ákaflega skapgóðar en aðrir þættir liggja nærri meðaltali. Kláus er sammæðra Bárði 13027 en víst er að fáar kýr geta státað af því að hafa skilað tveimur nautum í hóp reyndra nauta. Kláus lækkaði um tvö stig en stendur eftir sem áður með 108 í heildareinkunn. Stáli 14050, f. Lögur 07047, mf. Reykur 06040. Styrkleikar Stála felast í góðri mjólkurlagni dætra, prýðilegri júgur- og spenagerð auk þess sem mjaltir og skap eru ofan meðallag. Stáli lækkaði um tvö stig milli keyrslna og stendur nú í 104 í heildareinkunn. Bjarki 15011, f. Laufás 08003, mf. Ás 02048. Bjarki kom til notkunar í vetur og hefur fengið góða notkun. Hans styrkleikar liggja mjólkurlagni, góðri júgurgerð og úrvalsgóðum mjöltum og skapi. Hafa verður í huga að spenar eru nokkuð grannir. Bjarki lækkaði um tvö stig og er nú með heildareinkunn upp á 107. Risi 15014, f. Laufás 08003, mf. Hjarði 06029. Risi er eitt þeirra nauta sem kom í notkun s.l. vetur og er núna tekinn í flokk nautsfeðra. Risi er með jákvætt mat fyrir flesta þætti en hvað öflugastur hvað afurðagetu snertir, einkum mjólkurmagn og fituhlutfall. Þá er júgurgerð dætranna góð, spenar fremur stuttir, mjaltir góðar og skapið framúrskarandi. Dætur Risa eru stórar kýr, nokkuð sem gott er að hafa í huga við notkun hans. Risi hækkaði um eitt stig og er heildareinkunn hans nú 109. Golíat 15018, f. Laufás 08003, mf. Bolti 09021. Golíat kom til notkunar á liðnum vetri og hefur verið vel tekið. Styrkleikar hans liggja í mikilli mjólkurlagni dætra, góðri júgur- og spenagerð, góðum mjöltum og prýðilegri skapgerð en Golíat kemur ákaflega vel út í gæðaröð. Hins vegar er fituhlutfall í mjólk dætra í lægri kantinum. Golíat gefur stórar kýr sem vekur enga furðu ef litið er til ætternis hans. Golíat hækkaði um eitt stig og stendur nú í 107 í heildareinkunn. Jólnir 15022, f. Bambi 08049, mf. Sússi 05037. Jólnir varð fyrsti sonur Bamba sem kom til notkunar sem reynt naut síðasta vetur. Jólnir er ákaflega jafn hvað flesta eiginleika varðar en hvað sterkastur í afurðagetu þar sem dætur hans eru mjólkurlagnar með fremur há efnahlutföll í mjólk. Rétt er að hafa í huga að Jólnir gefur granna spena. Hann stendur nú með 106 í heildareinkunn eftir að hafa lækkað um tvö stig. Ný reynd naut í notkun Að þessu sinni var ákveðið að taka þrjú ný naut til notkunar sem reynd naut. Þar er um að ræða einn Toppsson og tvo Bambasyni. Köngull 05019 er frá Auðsholti í Hrunamannahreppi undan Toppi 07046 og Furu 933 Bambadóttur 08049. Köngull er efnahlutfallanaut en dætur hans státa af háum hlutföllum fitu og próteins í mjólk. Hins vegar er afurðagetan hvað mjólkurmagn varðar undir meðallagi. Júgurgerð dætra Könguls er með afbrigðum góð og spenar vel gerðir en stuttir. Mjaltir þessara kúa eru góðar sem og skapið. Köngull er með 108 í heildareinkunn. Svampur 15027 er frá Bakka á Kjalarnesi undan Bamba 08049 og Kommu 379 Skurðsdóttur 02012. Dætur Svamps eru meðalkýr ef litið er til afurðagetu en kostir þeirra liggja í júgurhreysti, góðum mjöltum og afburðagóðu skapi. Hafa þarf í huga að þrátt fyrir góða spenagerð eru spenarnir stuttir. Svampur er með 106 í heildareinkunn. Ábóti 15029 er frá Skipholti 3 í Hrunamannahreppi undan Bamba 08049 og Abbadís 469 Þollsdóttur 99008. Styrkur Ábóta liggur í stórgóðri júgurgerð og mikilli júgurhreysti. Spenar eru vel gerðir en ákaflega fíngerðir, bæði fremur stuttir og mjög grannir. Undan Ábóta geta komið skapgallaðir gripir án þess að hægt sé að flokka það sem vandamál. Heildareinkunn Ábóta er 108. Nautsfeður Að undanförnu hefur Nautastöðin einkum verið að kaupa kálfa undan Sjarma 12090, Jörfa 13011, Hálfmána 13022 og Ými 13051. Segja má að kominn sé nægur fjöldi undan þessum nautum nema Ými en komi nautkálfur undan þessum nautum og afbragðskúm er það að sjálfsögðu skoðað. Á næstu vikum verður sjónum einkum beint að kálfum undan Pipar 12007, Hæl 14008 og Kláusi 14031. Þeim tilmælum er beint til manna að láta sæða kýr á nautsmæðraskrá og efnilegar kvígur með einhverju eftirtalinna nauta; Pipar 12007, Ými 13051, Hæl 14008, Kláusi 14031 eða Risa 15014. Ými skal ekki nota nema á kýr með há efnahlutföll í mjólk. Nautsmæður Á nautsmæðraskrá í Huppu (með rautt flagg) eru kýr með a.m.k. 106 í heildareinkunn, 90 fyrir fituhlutfall og 100 fyrir mjaltir. Þegar tilkynnt er um nautkálf undan væntanlegri nautsmóður eru aðrir þættir vegnir og metnir svo sem afurðir og frjósemi. Á skrá yfir efnilegar kvígur (með grænt flagg) eru kvígur sem eru með a.m.k. 108 í heildareinkunn, 90 fyrir fituhltfall og 100 fyrir mjaltir. Þegar tilkynnt erum nautkálf undan kvígu eru aðrir þættir skoðaðir og beðið fyrstu mælingar, kýrsýnis og ákveðinnar reynslu áður en ákvörðun um framhaldið er tekin. Mjaltaathugun Að öllu jöfnu er keyrð mjaltaathugun tvisvar sinnum á ári. Þessi upplýsingaöflun gefur mikilsverðar upplýsingar um dætur nautanna og er mikilvægur þáttur í afkvæmadómi þeirra. Illu heilli hafa skil á mjaltaathugunum farið versnandi og nú er svo komið að þetta er sá þáttur sem mest tefur afkvæmadóm nautanna en eftir upptöku mælidagalíkans fyrir afurðir fæst mat á þær mun fyrr en áður. Síðasta athugun var keyrði í apríl s.l. og þá uppfylltu 464 bú skilyrðin sem eru að á búinu séu a.m.k. fimm kýr sem ekki hafa áður verið í athugun og engin þeirra sé samfeðra. Af þessum 464 búum hafa 302 eða 65% skilað athuguninni þegar þetta er skrifað. Fyrir aðeins örfáum árum síðan var skilahlutfall alla jafnan um og yfir 90%. Ég vil því biðja menn að fylla út og skila mjaltaathugun eins fljótt og kostur er þannig að þessi þáttur tefji ekki afkvæmadóm nautanna. Nautakosturinn Eins og sjá má á yfirlitinu hér á undan er sá nautakostur sem í boði er fjölbreyttur og mörg nautanna hafa mikla kosti til að bera. Eins og gengur eru þeir misjafnir og því þarf að huga að pörun þeirra við einstakar kýr af kostgæfni. RML býður upp á gerð pörunaráætlana og fyrir þá sem hafa áhuga á því er um að gera að notfæra sér þá þekkingu sem ráðunautar RML hafa á einstökum nautum, kostum þeirra og göllum. Hópur reyndra nauta í notkun hefur oft verið öflugri en nú en það er samt engin ástæða til að örvænta. Í boði eru úrvalsgóð naut þar sem hægt er að finna kosti sem fallið geta vel að þeim kostum og göllum sem þær kýr eða kvígur sem sæða á hafa til að bera. Við val nautanna er ávallt reynt að horfa til ætternis þannig að ekki þurfi að sæða kýr eða kvígur með of skyldum nautum en það er eitthvað sem ávallt þarf að hafa í huga þegar um er að ræða jafn lítinn stofn og íslenski kúastofninn er. Óreynd naut Útsending úr nautum fæddum 2018 er langt komin og mun ljúka á næstu vikum. Þar er um að ræða syni Lúðurs 10067, Dropa 10077, Gýmis 11007 og Skalla 11023. Árgangurinn frá 2019 tekur þá við en þá munu koma til dreifingar nokkrir synir Bakkusar 12001 auk fyrstu sona Sjarma 12090 og Jörfa 13011. Að lokum Kynbótastarf í nautgriparækt tekur langan tíma með því kerfi afkvæmaprófana sem við búum við í dag. Hornsteinar þess eru gott og vandað skýrsluhald og mikil og góð þátttaka í sæðingum. Oft hefur verið rætt um mikla notkun heimanauta hérlendis og reyndin er sú að um 30% allra kálfa sem fæðast eru undan heimanautum. Kynbótastarfið er því keyrt á 2/3 mögulegra afkasta. Sambærilegar tölur frá hinum Norðurlöndunum eru að innan við 10% kálfa eru undan heimanautum. KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Eigum á lager nýja kynslóð af MultiOne EZ-7 liðléttingum sem eru 100% rafknúnir með góða endingu á rafhlöðunni. Frábær fjölnotavél með 1600 kg lyftigetu og möguleika á ýmsum aukahlutum. Vélarnar afhendast með skóflu og taðgreip. Hafðu samband við Ívar Atla í síma 590 5116 eða sendu línu á iab@klettur.is. Ný kynslóð 100% rafmagn! Svampur 15027. Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.