Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 20204 FRÉTTIR Þaulreynd hús við Íslenskar aðstæður Stuttur afgreiðslutími Z STÁLGRINDARHÚS TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 571-3535 VEFFANG www .bkhonnun . is Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps, um riðuveikina í Skagafirði: Besti stuðningurinn felst í því að snúa vörn í sókn „Það er vissulega mikið áfall þegar svona atburður kemur upp, hann hefur í för með sér bæði fjár- hagslegt og tilfinningalegt tjón fyrir fjáreigendurna og hefur líka áhrif á samfélagið í heild,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps í Skagafirði, en niður- skurður sauðfjár eftir að upp kom riða í héraðinu hefur lagst þungt á samfélagið. Hrefna bendir á að biðtíminn sem nú standi yfir á meðan mál skýrist sé ávallt erfiður fyrir alla sem hlut eiga að máli og komi ofan á niður­ skurðinn sjálfan. Fram undan er svo heilmikil vinna við sótthreinsun á býlunum. – „Þessu er langt í frá lokið,“ segir hún. Hún segir að verið sé að fara yfir málin og skoða með hvaða hætti best sé að styðja við þá sem lenda í riðuniðurskurði. Gerir Hrefna ráð fyrir að ráðuneyti landbúnaðarmála komi fljótlega fram með tillögur að gagnlegum endurbótum á regluverki og bótafyrirkomulagi. Mikilvægt að gleyma ekki andlegri heilsu „Svo er gríðarlega mikilvægt að gleyma ekki andlegri heilsu og verið er að skoða þann þátt máls­ ins með aðstoð fagaðila,“ segir hún. „Umræðan hefur skiljanlega verið mjög tilfinningaþrungin fram til þessa, en ég tel að það sé mjög mikilvægt að við styðjum þá bændur sem lentu í þessu eins og hægt er. Til lengri tíma litið felst besti stuðningurinn í því að snúa vörn í sókn og leita allra leiða sem unnt er til að skilja búfjársjúkdóma betur, efla sjúkdómavarnir og laga verkferla og stjórnsýslu í von um að þessi atburður leiði til jákvæðrar þróunar á endanum. Það er mjög mikilvægt, ekki síst í skammdeginu, að halda í vonina,“ segri Hrefna. /MÞÞ Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps í Skagafirði. Riðuveiki var staðfest á fjór- um sauðfjárbúum í Skagafirði, Stóru-Ökrum, Syðri-Hofdölum, Grænumýri og Hofi í Hjaltadal. Í kjölfarið var lögum samkvæmt fyrirskipaður niðurskurður alls fjár á búunum, eða á um 2.500 gripum. „Fyrst og fremst höfum við af fremsta megni reynt að finna leiðir til að bregðast við þessu gríðarlega áfalli og áfallateymi sveitarfélagsins var strax virkjað og bauð fram sína aðstoð sem síðan hefur verið fylgt eftir með samtölum,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Erfið staða fyrir bændur Sigfús Ingi segir þessa stöðu erf­ iða fyrir þá bændur sem fyrir urðu en hún snerti fjölskyldur þeirra og nágranna og hafi í raun áhrif um allt skagfirska samfélagið og víðar. Að hluta til var um að ræða stór og myndarleg ræktunarbú sem eftir var tekið og því mikil eftirsjá að því starfi sem þar var unnið. „Fólk hér um slóðir tekur þetta inn á sig og er dapurt, við finnum alveg fyrir því að þessi atburður leggst þungt á menn,“ segir Sigfús Ingi. Hann nefnir einnig að hann komi til með að hafa áhrif á félagsstarf bænda í héraði, sem að hluta til var byggt upp á viðburðum tengdum sauðkindinni, m.a. hrútasýningum. Mikil vinna við greiningu sýna Sveitarstjóri segir að héraðs­ dýralæknir hafi tekið fjöldann allan af sýnum og nú sé verið að greina þau. Um mikinn fjölda sýna sé að ræða og því geti tekið nokkuð langan tíma að greina þau öll. Sýnunum sé forgangsraðað. Dýrt að koma sér upp nýjum bústofni Sigfús Ingi segir sveitarfélögin tvö í Skagafirði, Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur ásamt Bændasamtökum Íslands og atvinnuvegaráðuneyti séu í samstarfi þar sem verið er að skoða hvað hægt sé að gera til viðbótar því sem þegar hefur verið gert. „Það snýst m.a. um á hvern hátt við getum sem best veitt bændum stuðning og aðstoð. Þá sé vinna í gangi á vegum atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytisins við að meta og endurskoða reglur og stjórnsýslu hvað varðar málefni riðu og m.a. verið að skoða leiðir til að koma til móts við þá bænd­ ur sem vilja hefja sauðfjárrækt á nýjan leik eftir tilskilinn fjárlausan tíma. Það er dýrt að koma sér upp nýjum bústofni. Líflömb eru mun dýrari en verðmæti sláturlamba og þeir styrkir sem nú standa til boða eru ekki nægilega háir til að bera kostnað við kaup á þeim. Það er því í gangi vinna við að finna leiðir til að hækka þessa styrki svo unnt sé að styðja með öflugum hætti við þá sem vilja byrja aftur.“ Förgunarmálin í ólestri Þá segir Sigfús Ingi að það hafi verið slæmt að upplifa það ástand sem ríkir í landinu varðandi förgun dýrahræjanna. Áhrifaríkasta leiðin sé að brenna úrganginn, en brennsluofn sem til staðar er í Reykjanesbæ annar ekki allri brennslunni. Sá úrgangur sem eftir stendur mun fara til urðunar að Skarðsmóum í Skagafirði en þar er um að ræða urðunarstað sem búið var að leggja af. Úrganginum var því fargað þar á undanþágu. „Þetta sýnir okkur að við þurf­ um að taka okkur á í þessum efnum, það þarf að ráða bragarbót á þessum urðunarmálum sem fyrst. Við verðum að hafa tiltækar viðun­ andi leiðir ef atburður af svipuðu tagi kemur upp á ný,“ segir Sigfús Ingi. /MÞÞ Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar: Leitað leiða til að bregðast við áfalli vegna niðurskurðar – Finnum að þetta leggst þungt á fólk Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Úr Blönduhlíð í Skagafirði. Mynd / HKr. Riðuveikin hefur líka áhrif á geitastofninn: Búið að skera niður 38 geitur og kið – Falla undir sömu reglugerð og annað sauðfé Búið er að lóga 38 geitum og kiðum á bæjum á Norðurlandi þar sem riðuveiki hefur greinst í sauðfé. Riða hefur ekki greinst í geitum hér á landi en hún hefur greinst í geitum í Bandaríkjunum og vitað er um tilfelli í Noregi. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðs­ dýralæknir í Norðvesturumdæmi, segist ekki hafa tölu um fjölda geita í Tröllaskagahólfi á hraðbergi en segir að þær séu á þó nokkrum bæjum. „Sem betur fer eru ekki mörg til­ felli þar sem geitur eru á bæjum þar sem riða hefur komið upp.“ Samkvæmt upplýsingum frá MAST er búið að aflífa 38 geitur og kið í niðurskurðinum vegna riðu í Tröllaskagahólfi. Að sögn Jóns hefur fram til þessa ekki greinst riða í íslenskum geitum. Sjúk dómurinn hefur fundist í geitum í Banda­ ríkjunum og vitað er um tilfelli í Noregi. Geitfé sett undir sama hatt og sauðkindur í lögum og reglum Geitfé flokkast undir sömu lög og reglur og sauðfé varðandi niðurskurð á bæjum þar sem riðuveiki hefur komið upp. Í reglugerð frá 2001 segir: „Reglugerðin fjallar um riðuveiki í sauðfé en ákvæði hennar taka einnig til riðuveiki í geitum og öðrum dýra­ tegundum.” Í þriðju grein reglugerðarinnar segir einnig: „Ef riðuveiki er staðfest leggur yfirdýralæknir til við landbúnað­ arráðherra að viðkomandi hjörð verði lógað hið fyrsta.” Áhyggjur af litlum geitastofni Anna María Flygenring, formaður Geit fjár ræktarfélags Íslands, segir að geitfjárstofninn á Íslandi telji innan við 1.500 fjár og því sé full ástæða til að hafa áhyggjur af honum enda sé hann tæknilega í útrýmingarhættu. Hún segir einnig að ekki hafi greinst riða í íslenskum geitum og ljóst sé að víð tækar rann­ sóknir skorti sárlega. „Ekkert ráð virðist koma til greina annað en niðurskurður, en þurfa geiturnar endilega að fylgja sömu reglum og sauðfé? Þær eru öðruvísi, meira að segja genasam­ setning þeirra er öðruvísi en sauð­ fjár,“ segir Anna. /VH –Sjá nánar á bls. 8 Varðandi riðuveiki þá fellur íslenski geitfjárstofninn undir sömu lög og reglugerðir og sauðfé varðandi niðurskurð á bæjum þar sem veikin kemur upp. Mynd /HKr. Riðusmit hefur verið stað- fest á einum bæ til viðbótar í Tröllaskagahólfi. Bærinn heitir Minni-Akrar og er staðsettur í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbún- ingi aðgerða. Tilfellið var staðfest í sýni sem tekið var í sláturhúsi og greint á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Á búinu er nú um hundrað fjár að því er fram kom í tilkynningu Matvælastofnunar síðdegis á þriðjudag. Matvælastofnun ítrekar að flutningar fjár innan Tröllaskagahólfs og frá hólfinu eru bannaðir. Matvælastofnun hvetur bændur til þess að vera vakandi fyrir einkennum riðuveiki í kindum sínum og hafa þá samband við héraðsdýralækni sem sér til þess að sýni séu tekin. Einnig er bændum bent á að hafa samband vegna sýnatöku úr fé sem drepst eða er aflífað sökum slysa eða annarra sjúkdóma. Sýnatakan er bændum að kostnaðarlausu. Riða fannst á einum bæ til viðbótar á Tröllaskaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.