Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202048 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Hartmann er að mestu uppalinn í Reykjavík, bjó fyrstu sjö árin á Sauðárkróki og varði síðan meira og minna öllum sínum fríum þar. Ólöf er hins vegar uppalin á Sólbakka. Við búum á Sólbakka II og erum í búrekstri með foreldrum Ólafar á Sólbakka. Kláruðum búfræði frá Hvann eyri vorið 2018 og komum inn í búskapinn þá um haustið. Stofnað var lögbýlið Sólbakki II út frá Sólbakka, þar sem við erum búsett í dag, en búskapurinn er á jörð Sólbakka. Þetta verður samtvinn- ingur hjá okkur næstu árin, enda uppbygging á bænum og veitir ekki af mörgum höndum. Skúli og Sirrý tóku við búinu af foreldrum Skúla í nokkrum skrefum frá árinu 1995 og hafa búið með blandaðan búskap hingað til. Breytingar urðu á búinu þegar nýtt fjós var tekið í notkun með mjaltaþjóni 2017. Býli: Sólbakki. Staðsett í sveit: Í Sólardalnum Víðidal – Vestur-Húnavatnssýslu. Ábúendur: Hartmann Bragi Stefáns son og Ólöf Rún Skúla- dóttir (Sólbakka II), Skúli Þór Sigur- bjartsson og Sigríður Hjaltadóttir (Sólbakka). Fjölskyldustærð (og gæludýra): Hartmann og Ólöf eiga einn son, Hjört Þór (eins og hálfs árs). Skúli og Sirrý eru með gæludýr, gamla íslensk-blandaða tík, hana Lukku og Yorkshire Terrierin Lubba. Stærð jarðar? Um 300 ha. Gerð bús? Mjólkurframleiðsla, spari- fé og fáeinar merar. Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með um 45 mjólkandi kýr eins og er, og sama fjölda af kvíg- um og kálfum. Spariféð telur tæp- lega 30 hausa og síðan eru 8 fol- aldsmerar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hartmann og Skúli vinna fulla vinnu við búið, síðustu misseri hafa það verið fjósstörf og framkvæmdir sem fylla vinnudaginn. Nú er verið að breyta gamla fjósinu í uppeldisað- stöðu fyrir kvígur. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Vorin eru allavega okkar skemmtilegasti tími, Hartmanni finnst öll jarðvinnsla skemmtileg, og fer hún að mestu fram þá. Ólöfu finnst hins vegar skemmtilegast að taka á móti kálfum (a.m.k. þegar vel gengur) og svo auðvitað sauðburðurinn á vorin hjá sparifénu. Leiðinlegast finnst okkur þegar það koma upp heilsubrestir hjá kúnum – veikindi eða slys á gripum, það getur oft verið ansi leiðinlegt og erfitt. Ætli það sé ekki farið að standa upp úr hjá Skúla og Sirrý að fá barnabörnin í heimsókn og fara með þau til dýranna. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við viljum halda áfram upp- byggingunni hér, það þarf að halda áfram að breyta og bæta gömlu húsin eftir komu nýja fjóssins, það þarf að stækka ræktarland og fleira til. Setja okkur markmið og vonandi ná þeim – okkur langar allavega að gera fullt af alls konar. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Til dæmis bæting afurða, genaval í nautgriparækt og hugs- anlegir möguleikar með kyngreint sæði. Spennandi að sjá hvað gerist í framtíðinni í þessum málum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Á báðum bæjum er það mjólk, grænt ósaltað smjör og ostur. Hér á Sólbakka II bætist við AB-mjólk fyrir erfingjann og svo núna það nýjasta, Hlölla sósa! Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Föstudagspitsa er vinsæl hefð, maður fær einhvern veginn aldrei leiða á henni. En síðan er það lambakjötið – klassík. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Okkur dettur í hug tvennt – misskemmtileg atvik og upplifanir. Það sem stendur upp úr er klárlega þegar kúnum var hleypt inn í nýja fjósið á afmælisdegi Hartmanns 1.febrúar 2017. Og svo það sem kannski situr einna mest í manni enn eru óveðursdagarnir í desember 2019, í rafmagns-, hita- , vatns- og símasambandsleysi í 1,5 sólarhringa vitandi af kúnum í sömu aðstöðu – hræðilegt! Lambasteik og mjúkar haframjölskökur Að aflokinni sláturtíð er við hæfi að setja lambakjöt á matseðilinn. Ekki skemmir að kryddleggja það og framreiða með nóg af grænmeti og kartöflum, hægt er breyta til með því að rista grasker, rósakál eða góða sveppi. Lambið › Um fjórar 200 g lambasteikur til dæmis úr læri › 2 tsk. fínt rifinn sítrónubörkur › 11/2 tsk saxað rósmarín › 1 hvítlauksrif, saxað › Nýmalaður pipar › 100 ml ólífuolía og matskeið að auki › 2 msk. ferskur sítrónusafi › 200 g rósakál › 200 g sveppir Aðferð Blandið sítrónusafa, sítrónuberki, rósmarín og hvítlauk í matvinnsluvél. Bætið við olíu og kryddið. Marinerið lambasteikina í að minnsta kosti tíu mínútur. Steikið á pönnu með rósakáli og sveppum í um fjórar mínútur á hvorri hlið (fyrir miðlungs eldun). Færið pönnuna í ofn í fimm mínútur og berið fram. Bakað grasker og blómkál með parmesanosti › 1 butternut grasker helmingur (um 700 g), skrælt, fræin tekin úr og skorin í 3 cm þykka fleyga › 2 msk. ólífuolía › 1 haus blómkál (um það bil 1 kg), snyrt, brotið í stóra bita › 80 g smjör › 1 tsk. nýmalaður svartur pipar › 1/3 bolli (25 g) fínt rifinn parmesan ostur › 1 msk. fínsöxuð fersk steinselja Aðferð Setjið ofnagrindina í miðju ofnsins. Hitið ofninn í 230 gráður. Setjið graskerið í stóra skál með einni matskeið af olíu. Færið yfir á eldfast mót og kryddið með salti. Bakið í 20 mínútur og snúið til hálfs þegar helmingur eldunartímans er liðinn. Setjið blómkálið í stóra skál með einni matskeið af olíu. Kryddið með salti. Bætið blómkáli við eldfasta mótið og eldið með graskerinu í 15 mínútur eða þar til grasker og blómkál eru meyrt og karamelliserað. Á meðan, á meðalstórri pönnu, eldið smjörið; hrærið yfir miðlungs hita í þrjár mínútur eða þar til það er ljósbrúnt á litinn. Hrærið saman við pipar, ef hann er notaðaður, og setjið til hliðar. Flyttu grasker og blómkál á stórt fat. Veltið upp úr brúnuðu smjöri og stráið parmesan og steinselju yfir. Mjúkar haframjölskökur Hráefnið er einfalt, ekkert hveiti, egg eða viðbótarsykur – sem gerir þær nógu hollar til að borða í morgunmat eða sem síðdegissnarl. En ef þið viljið gera þær enn hollari er hægt að nota þurrkaða ávexti eins og þurrkuð trönuber, bláber eða kirsuber. Þið ættuð að reyna að nota eitt- hvað sætt vegna þess að smákökurn- ar eru ekki sérlega sætar þar sem það er enginn viðbættur sykur í þeim. › 1 bolli maukaðir þroskaðir bananar (um 3 litlir bananar) › 1/2 bolli náttúrulegt rjómalagt hnetu- smjör ósykrað › 2 bollar valsaðir hafrar › 1/2 bolli súkkulaðibitar eða þurrkaðir ávextir Aðferð Hitið ofninn í 180 gráður. Finnið til bökunarplötur með smjörpappír. Bætið banönum og hnetusmjöri í stóra skál. Hrærið þar til jafnt bland- að. Bætið höfrum við. Hrærið þar til það er jafnt saman. Bætið súkkulaðibitum eða þurrkuðum ávöxtum við. Hrærið þar til þetta er vel blandað saman. Notið 1½ matskeið til að skammta smákökudeiginu á smjörpappír, með bilinu um það bil tvo sentimetra á milli. Notið lófann til að ýta niður og fletja deigið út. Smákökur fletjast ekki út við bakstur þannig að æskilegt er að móta kökudeigið strax. Bakið smákökur í um það bil 10 mín- útur eða þar til þær hafa verið settar. Látið smákökur kólna alveg áður en þær eru teknar af bökunarplötum. Gangið úr skugga um að bananarnir séu maukaðir vandlega. Ekki ættu að sjást neinir stórir klumpar. Ef þið viljið gera smákökurnar enn flottari er hægt að geyma helm- inginn af súkkulaðibitunum og setja þá ofan á smákökuna eftir að hún er mótuð. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Sólbakki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.