Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202020 Enn bólar ekkert á framkvæmdum varðandi nýjar sorporkustöðvar á Íslandi og enn er haldið áfram að senda plast og annan úrgang til útlanda í brennslu og urða gríðarlegt magn af öðru sorpi á Íslandi. Sorporkustöðvar einar og sér leysa þó heldur ekki allan vanda. Því er greinilega orðin mjög brýn þörf á stefnumörkun sem tekur til margþættra úrræða sem fela í sér allt í senn. Það er umbreytingu á sorpi í orku með bruna, endurvinnslu alls úrgangshráefnis sem hægt er, kolun og efnavinnslu með „Pyrolysis- tækni“ ásamt gas- og jarðvegsgerð. Riðuveiki sýnir fram á ófremdarástand Enn á ný kviknaði umræða um þessi mál sem varpar ljósi á það ófremdarástand sem hér ríkir. Nú var það vegna riðuveiki sem kom upp í Skagafirði. Förgun á sýktum dýrum verður nefnilega ekki gerð með fullnægjandi hætti öðruvísi en að brenna hræin við hátt hitastig. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitar- stjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, segir að það hafi verið slæmt að upp- lifa það ástand sem ríkir í landinu varðandi förgun dýrahræjanna. Áhrifaríkasta leiðin sé að brenna úrganginn, en brennsluofn sem til staðar er í Reykjanesbæ annar ekki allri brennslunni. Sá úrgangur sem eftir stendur fer til urðunar að Skarðsmóum í Skagafirði. Þar er um að ræða urðunarstað sem búið var að leggja af. Úrganginum var því fargað þar á undanþágu. „Þetta sýnir okkur að við þurfum að taka okkur á í þessum efnum, það þarf að ráða bragarbót á þessum urðunarmálum sem fyrst. Við verð- um að hafa tiltækar viðunandi leiðir ef atburður af svipuðu tagi kemur upp á ný,“ segir Sigfús Ingi. Mikil tækniþróun Mikil þróun hefur verið í hönnun sorporkustöðva víða um lönd sem umbreyta sorpi í varma sem nýttur er til húshitunar og til raf- orkuframleiðslu. Brennsla á sorpi í sorporkustöðvum er skilgreint sem endurvinnsla, þ.e. að umbreyta sorpi í orku. Slíkt er orðinn mjög álitlegur kostur í dag út frá umhverfismálum og aðkallandi að eitthvað verði gert til að draga úr uppsöfnun á sorpi af öllu tagi. Enda verður væntanlega óheimilt að urða rusl eftir tíu ár samkvæmt samningum Íslands við ríki innan ESB. Það er samkvæmt samþykkt ESB frá 2014 um að 70% af sorpi frá heimilum verði „endur- unnið“ með einum eða öðrum hætti fyrir 2030 og 80% af umbúðum. Þá mun bann gilda um urðun á öllum endurvinnanlegum úrgangi eftir 2025. Alla tíð hefur viðgengist að brenna sorpi á opnum haugum nærri híbýlum manna, en tilraunir á alvöru sorpbrennslu með skilvirkum hætti voru fyrst gerðar í Þýskalandi á seinni hluta 19. aldar. Svíar hafa staðið framarlega í byggingu sorpbrennslustöðva Brennsla í sérhönnuðum sorp- brennslu stöðvum í lokuðu ferli var tekin upp í miklum mæli í Svíþjóð á sjöunda áratugnum. Vinsældir hennar þar drógust saman er menn fóru að hafa áhyggjur af afleiðingum losunar díoxíns sem myndaðist við ófullkominn bruna. Með stórbættri tækni breyttust viðhorfin og vegur sorpbrennslunnar fór mjög að vaxa á ný í Svíþjóð og víðar um lönd. Mikil þróun hefur verið í þessari tækni á síðustu árum. Nú hafa Svíar byggt um 34 sorpbrennslustöðvar sem nýta jafnfram hitaorkuna frá stöðvunum. Auk þess að brenna sitt eigið heimilissorp hafa Svíar flutt inn sorp frá öðrum Evrópulöndum og umbreytt því í orku. Svíar „endur- vinna“, að mestu með bruna, um 99% af sínu sorpi og flytja auk þess inn um 700.000 tonn af sorpi frá öðrum löndum árlega, þar á meðal frá Íslandi. Þá er líka framleitt líf- gas úr sorpinu sem nýtt er m.a. á strætisvagna. Svipaða sögu er að segja af Dönum, Norðmönnum og Finnum og hefur orkan þá líka verið nýtt til raforkuframleiðslu. Er þetta í takti við þróun sem er að eiga sér stað úti um allan heim. Ríki í Suðaustur- Asíu eru að hella sér út í upp- byggingu á sorporkustöðvum, enda umhverfisvandi vegna sorpförgunar víða orðinn gríðarlegur. Samt virðist lítið hafa miðað í þessum málum á Íslandi. Sorporku- og sorpeyðingarstöðvum fjölgar hratt víða um heim Í skýrslu þýska ráðgjafarfyrirtækisins Ecoprog sem kom út 2019 voru um 2.450 sorpvinnslustöðvar starfandi um heim allan og í þeim voru yfir 4.800 sorpbrennslutæki auk margvíslegrar annarrar meðhöndlunar á sorpi. Þá voru í gangi yfir 1.100 verkefni sem þeir nefna „Úrgangi breytt í orku“, eða Waste to Energy (WtE). Sorpvinnslustöðvar sem nýta það sem Ecoprog kallar hita- meðferðarverksmiðjur á sorpi, eða „thermal waste treatment plants“, sem eru ekkert annað en sorp- brennslustöðvar á mannamáli, voru 2.450 árið 2019. Þær réðu við að eyða 368 milljónum tonna af sorpi á ári. Af þeim voru 60 nýjar stöðvar reistar á árinu 2018 sem geta eytt yfir 14 milljónum tonna af sorpi á ári. Áætlar Ecoprog að um 2.700 sorporku- eða sorpeyðingarstöðvar verði byggðar í heiminum fram til 2028 sem geti fargað 530 milljónum tonna á ári. Þróun og uppbygging sorp- orkustöðva tók mikinn kipp eftir að Kínverjar bönnuðu innflutn- ing á sorpi frá Vesturlöndum og víðar um áramótin 2017/2018. Olli bann Kínverja miklu uppnámi og fór plast og annað rusl að hlaðast upp í stórum stíl, m.a. í Evrópu og Bandaríkjunum. Þar á meðal var úrgangsplast frá Íslandi. Ein sorpbrennslustöð eftir á Íslandi Eina sorpbrennslan sem eitthvað kveður að á Íslandi og er með starfsleyfi samkvæmt reglum um mengun er sorpbrennslustöðin Kalka við Helguvík á Suðurnesjum. Stöðin hefur verið að brenna nálægt 12.000 tonnum af sorpi á ári. Hitaorkan sem þar verður til er þó ekki nýtt eins og gert er í sorporkustöðvum víða um heim, m.a. til raforkuframleiðslu, en það var þó gert um tíma. Kalka er eina stöðin sem hefur t.d. heimild til að farga sýktum úrgangi frá sjúkrahúsum og hefur verið nýtt að undanförnu við að eyða hræjum af riðuveiku fullorðnu fé úr Skagafirði. Ef sú kvöð hefði verið uppi um að brenna þyrfti öllum þeim skrokkum sem til falla vegna niðurskurðar á riðuveiku fé í Skagafirði, þá hefði Kalka illa ráðið við það verkefni. Sorporkustöðvar snúast því ekki bara um að breyta því rusli sem til fellur í orku og minnka þannig sóðaskap í umhverfinu, heldur snúast þær líka um heilbrigðismál, bæði hjá dýrum og mönnum. Sorpbrennsla hefur verið tabú á Íslandi alla þessa öld þrátt fyrir byltingu í brennslutækni Um árabil hefur ekki af umhverfis- pólitískum ástæðum mátt minnast á brennslu á sorpi sem mögulega leið til að endurnýta þau úrgangsefni sem falla til vegna umsvifa venjulegra borgara á Íslandi. Sorpbrennsla hefur einfaldlega verið tabú sem byggt er á mistökum sem átt hafa sér stað við sorpeyðingu á Íslandi á liðnum áratugum. Þar flaug hæst umræða um stórgölluðu sorpeyðingarstöðina Funa á Ísafirði sem átti að vera um- hverfisvæn og leysa af mjög frum- stæða sorpbrennslu sem starfrækt hafði verið á Skarfaskeri í Hnífsdal. Þar voru uppi áhyggjur vegna þess að sú sorpbrennsla var talin leiða til þess að þungmálmar eins og blý og kvikasilfur voru losuð út í um- hverfið svo og díoxín, brennisteins- oxíð og sýrur. Í Funa átti að leysa þau mál með reykgashreinsun og bættum brennsluaðferðum. Það varð ekki raunin, kannski ekki síst fyrir það að til að slík stöð virki almennilega þarf hún að vera í fullri vinnslu allan sólarhringinn. Í þessu ferli virðist aldrei hafa verið hugsað um að nýta þá orku sem myndaðist við brunann og því var sorpbrennsla í hugum sveitarstjórnarmanna yfirleitt aldrei annað en endalaus kostnaður. Það að sorpbrennsla sé enn litin hornauga á Íslandi virðist því að mestu byggjast á einstrengingslegri pólitískri stefnumörkun, fremur en upplýstri umræðu eða þekkingu um þá þróun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. Vandinn ekki leystur í öllum endurvinnslustöðvum Þessi hugsunarháttur, sem enn virðist nokkuð ríkjandi, sérstaklega meðal fólks sem kennir sig við umhverfisvernd, er algjörlega á skjön við umræðuna víða um heim, eins og á hinum Norðurlöndunum. Þar er mikið talað um sjálfbæra hringrás sorps í hagkerfinu og sjálfbærar sorporkustöðvar. Á sama tíma reisa menn milljarða mannvirki á Íslandi í „sorpendurvinnslustöð“ eins og gas- og jarðgerðarstöðina GAJA í Álfsnesi sem er ágæt til síns brúks en leysir dæmið samt ekki til fullnustu. Þar á vissulega að framleiða gas úr lífrænum úrgangi og moltu, en þaðan mun líka mun koma verulegt magn af plasti og öðrum efnum, sem óhæf eru til endurvinnslu og annaðhvort verður að urða eða flytja til brennslu í Svíþjóð eða öðrum löndum. Hægt að umbreyta rusli í margvísleg efnasambönd með „Pyrolyses-tækni“ Úrgangsplasti, timbri, pappír og líf- rænum efnum er líka hægt að um- breyta í olíu, gas og ýmis efnasam- bönd með „Pyrolyses-tækni“ sem FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Grunnhyggni, vanþekking og pólitísk þráhyggja einkennir enn sorpmál Íslendinga – Afleiðingin er sú að þjóðin er ekki fær um að farga sínum eigin úrgangi og flytja þarf óhemju magn til brennslu í útlöndum Amager Bakke-sorporkustöðin í Kaupmannahöfn. Doosan Heavy Industries & Construction, sem er risafyrirtæki í orkuiðnaði í Suður-Kóreu, gekk í ágúst frá samningi sem metinn er á 220 milljarða dollara um að byggja nýrra sorporkuver í Olsztyn í Póllandi. Dosan er þar í samstarfi við þýska dótturfélag sitt, Doosan Lentjes, sem áður hét AE&E Lentjes. Í þessu sorporkuveri á að framleiða 12 megawött af raforku og ráðgert er að stöðin verði tekin í notkun 2023, samkvæmt frétt Aju Business Daily í Suður-Kóreu. Mynd / Doosan Sorporkustöð Vantaa Energy í Finnlandi sem tekin var í notkun 2014 og var fimm ár í byggingu. Þar eru framleidd 78 megawött af raforku og 120 megawött af hitaorku eru nýtt til húshitunar. Sorporkustöð Lietuvos Energija í Vilnius í Litháen sem taka átti í notkun nú á árinu 2020. Mun stöðin geta brennt um 160.000 tonnum af óendurnýtan- legu sorpi á ári. Mun hitaorka frá stöðinni fullnægja 20% af húshitunarþörf Vilniusborgar og skaffa 90.000 heimilum rafmagn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.