Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202036 Broddkúmen á sér langa ræktun- arsögu. Í dag er það eitt af vin- sælustu kryddum til matargerð- ar á Indlandi og í Mexíkó. Til að tryggja að eiginmenn sneru aftur heim létu konur þeirra þá fá nesti með broddkúmeni í og óbrigðult þótti að gefa alifuglum brodd kúmensfræ svo þeir héldust heima við. Gæta verður þess að rugla ekki saman broddkúmeni, sem stundum er kallað kúmín, og kúmeni, sem eru hvor sín gerðin af kryddi. Þrátt fyrir að heildartölur um framleiðslu á þurrkuðu broddkúm- eni á heimsvísu séu óáreiðanlegar gerir FAOSTAD, tölfræðideild Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, ráð fyrir að það séu um 300 þúsund tonn. Talið er að um 90% þess sé ræktað á Indlandi, Kína, Sýrlandi, Tyrklandi, Mexíkó og Sameinuðu arabísku furstadæm- unum. Þar af er talið að 70% þess sé ræktað á Indlandi. Ekki fundust á vef Hagstofu Íslands upplýsingar um innflutning á broddkúmeni til landsins. Ættkvíslin Cuminum og tegundin cyminum Einungis fjórar tegundir plantna til- heyra ættkvíslinni Cuminum sem er af sveipjurtaætt. Tegundirnar eru C. borszczowii, C. setifolium, C. sudanense og C. cyminum sem við þekjum sem broddkúmen. Broddkúmen er einær jurtkennd- ur hálfrunni sem vex upp af stólpa- rót. Stönglarnir eru 3 til 5 og ná 30 til 50 sentímetra hæð og eru 3 til 3 til 5 sentímetrar að þvermáli grá- eða dökkgrænir. Stönglar á hverri plöntu yfirleitt af sömu hæð og á hverjum stöngli eru 2 til 3 hliðarstönglar. Blöðin þráðmjó og gagnstæð, 5 til 10 sentímetra löng. Blómin lítil, hvít eða bleik og mörg saman og mynda sveip á blómstilk. Aldinið gulbrúnt, egglaga með grópum á lengdina og með 3 til 4% olíuinnihaldi, 4 til 5 millimetra að lengd, með tveimur broddum á þeim enda sem snýr upp, tvískipt að innan og inniheldur hvor hluti eitt svart fræ. Almennt er broddkúmen flokkað eftir því hvar það er ræktað, frá Íran, Mið-Austurlöndum og Indlandi og Suður-Asíu, og er talsverður munur á olíuinnihaldi fræjanna og bragði eftir vaxtarstað. Talsvert af því broddkúmeni sem er á markaði í dag er erfðabreytt til að auka sjúk- dómaþol plantnanna og uppskeru. Gæta verður þess að rugla ekki saman broddkúmeni og kúmeni sem er annað krydd unnið úr annarri plöntu sem kallast Carum carvi. Uppruni og saga Broddkúmen er upprunnið í Mið- austurlöndum og Vestur-Asíu á svæði sem í dag telst til Sýrlands, Egyptalands, Jórdaníu, Ísrael, Palestínu og hluta Tyrklands en finnst í dag villt allt austur til Indlands. Ekki er vitað fyrir víst hvar nytjar plöntunnar hófust en hún hefur verið notuð sem krydd í þúsundir ára. Fræ sem fundust við fornleifarannsóknir við borgina Tell ed-Der í Sýrlandi benda til nytja á þeim þar tvö þúsund árum fyrir upphaf okkar tímatals. Fræ hafa einnig fundist við rann- sóknir í Egyptalandi og benda til að þau hafi verið notuð sem krydd og við varðveislu múmía. Steintöflur á eyjunni Krít sýna að broddkúmen var hluti af fæðu eyjaskeggja á seinni hluta míóneskrar menningar sem stóð frá 3000 til 1450 fyrir Krist. Fornleifar benda til að Krítverjar hafi haft brodd- kúmen á borðum í kvörn eða mortél og þekkist slíkt enn í Marokkó. Grikkir til forna tengdu kryddið við hömlulausar lang- anir og að mikil neysla á því leiddi til andlegrar vanlíðun- ar. Rómverjar voru hrifnir af broddkúmeni og notuðu það mikið við matargerð og Pliny eldri, uppi 23/24 til 79 eftir Krist, sagði kryddið mest lystaukandi allra krydda. Hann sagði einnig að ef menn reyktu fræin yki það á fræðimannlegan fölva líkt þeim sem fylgdi mikill fræðilegri yfirlegu. Skáldið Quintus Horatius Flaccus eða Hóras, uppi 65 f.Kr. til 8 e.Kr., sagði einnig að þeir sem reyktu fræin fengju blóðleysisföla sem hann kallaði exsangue cuminum. Á síðustu öld var á markaði, um tíma, tóbak sem var bragðbætt með broddkúmeni. HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Broddkúmen og höfuðlausnir Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Broddkúmen er upprunnið í eystri hluta Mið-Austurlanda og Vestur-Asíu á svæði sem í dag telst til Sýrlands, Egyptalands, Jórdaníu, Ísrael, Palestínu og hluta Tyrklands en finnst í dag villt allt austur til Indlands. Í Svíþjóð kallast kryddið spiskummin, spisskummen á norsku og spidskommen á dönsku og vísa heitin til lögunar aldinsins líkt og íslenska heitið broddkúmen. Tvö svört fræ eru í hverju brodd- kúmensaldini. Broddkúmensaldin og duft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.