Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 20202 Mikil óvissa ríkir um áframhald loðdýraeldis í Danmörku og núverandi eigendur uppboðs­ hússins Köbenhagen fur hafa lýst því yfir að þeir munu hætta starfsemi í lok ársins 2023. Hvað tekur þá við veit enginn en einn af möguleikunum er að nýir eigend­ ur eignist uppboðshúsið og reki það áfram en þá væntanlega á breyttum forsendum. Líklegt er að verð á skinnum muni hækka vegna minnkandi framboðs. Einar Eðvald Einarsson, bóndi að Skörðugili og formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, segir erfitt að átta sig á ástandinu hvað varðar loðdýraeldi í Danmörku. „Ferli stjórnvalda í Danmörku hvað varðar áframhaldandi loð­ dýraeldi í landinu er búið að vera tóm vitleysa. Í fyrstu fyrirskipa stjórnvöld loðdýrabændum að lóga öllum minkum í landinu vegna hættu á að dýrin geti verið smitberar á stökkbreyttri gerð af COVID­19. Tilskipunin var gefin út á blaða­ mannafundi og bændum gefinn frestur til 16. nóvember til að aflífa dýrin og þeim sem gerðu það lofað 20 krónum dönskum í uppbót ofan á aðrar bætur sem áttu að fylgja niðurskurðinum. Á fundinum var loðdýrabændum hreinlega hótað að ef þeir færu ekki að þessum tilmæl­ um um að slátra dýrunum fyrir 16. nóvember þá mundi hið opinbera skerast í leikinn og herinn jafnvel settur í verkið og að allar bætur mundu falla niður.“ Unnu dag og nótt Einar segir að þetta hafi gert það að verkum að bændurnir unnu dag og nótt á vöktum og á fullum krafti meðan þeir höfðu þrek til við að lóga dýrunum. „Það óraði engan fyrir því á þeim tímapunkti að ákvörðun stjórnvalda væri ólögleg. Þegar það kom í ljós voru menn komnir mislangt með að lóga dýrununum en það langt að það var ekki aftur snúið. Mér vitandi er alveg óljóst hve mörg dýr eru eftir í dag en mörg hundruð bú standa orðið tóm. Einhverjir neita samt að pelsa líf­ dýrastofninn og eru það sérstaklega bændur sem eru á hreinu svæðun­ um þar sem enginn bú hafa fallið. Framhaldið er óljóst en það er samt ljóst að búið er að eyðileggja grein­ ina sem þá atvinnugrein sem hún var. Hvað hægt verður að byggja upp, hvernig hvort og hvenær verður að koma í ljós en þeir bændur sem nú þegar eru búnir að lýsa því yfir að þeir byrji aftur gera ráð fyrir að taka dýr í lok árs 2022. Köbenhagen Fur lokað „Núverandi eigendur uppboðs­ hússins Köbenhagen Fur, sem Íslendingar hafa verið í miklum viðskiptum við, hafa gefið út að þeir muni hætta rekstri á árinu 2023. Uppboð verða með venjulegum hætti 2021, 2022 og svo er stefnt að einu eða tveimur uppboðum 2023. Hvað gerist þá veit enginn. Hugsanlega verður starfsemin seld og aðrir taka við rekstrinum og halda áfram að halda uppboð. Við vitum það ekki enn.“ Að sögn Einars er mjög slæmt fyrir Íslendinga að missa öll þau góðu sambönd sem tengjast meðal annars núverandi rekstri Köbenhagen Fur ásamt öllum þeim sem við höfum getað leitað til varðandi ráðgjöf og leiðbeiningar. Það er uppboðshús í Finnlandi sem við getum farið í viðskipti við en persónulega á ég von á að það verði áfram starfsemi í Kaupmannahöfn þrátt fyrri að núver­ andi eigendur hætti starfsemi.“ Skinnaverð mun hækka „Varðandi stöðuna á markaði þá er allt sem bendir til þess að skinnaverð muni hækka umtalsvert á komandi sölutímabili og nú þegar er talað um að þau hafi hækkað verulega í viðskiptum manna á milli til dæmis í Kína. Framboðið á næsta sölutímabili verður líka mun minna en áætlað var þar sem um helmingur af því sem drepið er í Danmörku er urðað án þess að nýta pelsinn. Á árinu 2022 verður svo framboðið enn þá minna og ljóst að það verður lengi að stíga árin þar á eftir,“ sagði Einar. /VH FRÉTTIR Mikill samdráttur hefur orðið í framleiðslu á kindakjöti frá 1983 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þannig er framleiðslan á yfir standandi ári 2.750 tonnum minni en fyrir 35 árum, árið 1985, og 3.514 tonnum minni en hún var 1983 sem yfirlit Hagstofu íslands nær til. Hefur framleiðslan verið í niðursveiflu frá 2017 eftir 20 ára stíganda þar á undan, eða frá því botninum var síðast náð 1997. Sauðfjárslátrun er nú lokið á landinu og alls var slátrað samkvæmt fyrirliggjandi tölum 49.237 af full­ orðnu sauðfé og 485.245 dilkum, eða samtals 534.482. Heildarfallþyngd alls sauðfjárins var rúm 9.465 tonn, en meðalþyngd dilka var 16,91 kg sem er met. Er þetta 124 tonnum minni heildarframleiðsla á kinda­ kjöti en árið 2019. Inn í þessar tölur vantar kjöt af fé sem slátrað hefur verið en hefur ekki staðist mat af einhverjum orsökum og því flokkað sem úrkast. Þar er um að ræða 715 dilka og 1.538 fullorðið fé. Mikil niðursveifla frá 1983 til 1997 og aftur frá 2017 Samkvæmt tölu Hagstofu Íslands nam kindakjötsframleiðslan 12.979 tonnum árið 1983 og dróst stöðugt saman fram til 1997 þegar hún var komin niður í 7.903 tonn. Þá tók sauðfjárræktin aftur kipp og fram­ leiðslan jókst í 9.735 tonn árið 2000 þegar fé var talsvert fækkað. Árið eftir (2001) voru framleidd 8.616 tonn og síðan var rólegur stígandi í framleiðslunni allt til ársins 2017 þegar kindakjötsframleiðslan var komin í 10. 619 tonn. Að öðru leyti var nokkuð jafn stígandi þar til aftur fór að dragast saman, eða í 10.487 tonn árið 2018, 9.598 tonn árið 2019 og nú eð framleiðslan komin niður í 9.465 tonn, sem er 3.514 tonnum minni framleiðsla en 1983. Flestu fé var slátrað hjá SS Samkvæmt samantekt á tölum frá 12. nóvember var mest slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands, eða 107.532. Kaupfélag Skagfirðinga kom næst með 102.906 og Sláturfélag KVH ehf. var í þriðja sæti með 96.746. Þá kom Sláturhús Norðlenska ehf. í fjórða sæti með 89.111 og SAH Afurðir ehf. voru í fimmta sæti með 79.746 fjár. Í sjötta til tíunda sæti voru; Sláturfélag Vopnfirðinga ehf. með 29.700, Fjallalamb ehf. með 27.839 fjár, Sláturfélag Vestur lands með 795, Seglbúðir með 384 og Sláturfélagið Búi ehf. en þar var slátrað 374 sauðkindum. /HKr. Mikill samdráttur í sauðfjárrækt frá 1983–2001 og aftur niðursveifla frá 2017 í kjölfar stíganda áranna þar á undan: Framleiðslan úr haustslátrun 2020 er um fjórðungi minni en fyrir 37 árum Dilkar Samtals Samtals Sláturleyfishafi stk. kg. Meðalvigt stk. kg. stk. kg. Sláturfélag Suðurlands svf. 97.342 1.608.366 16,52 kg 10.190 251.040 107.532 1.859.406 Sláturfélag Vesturlands 625 10.781 17,25 kg 170 4.710 795 15.491 Sláturhús KVH ehf. 88.285 1.537.928 17,42 kg 8.461 220.200 96.746 1.758.128 SAH Afurðir ehf. 72.144 1.215.503 16,85 kg 6.951 182.497 79.095 1.398.000 Kaupfélag Skagfirðinga 93.957 1.590.141 16,92 kg 8.949 229.443 102.906 1.819.584 Sláturhús Norðlenska ehf. 80.435 1.366.515 16,99 kg 8.676 223.729 89.111 1.590.244 Sláturfélag Vopnfirðinga ehf. 27.201 450.439 16,56 kg 2.499 62.754 29.700 513.193 Fjallalamb hf. 24.697 418.011 16,93 kg 3.142 77.859 27.839 495.870 Sláturfélagið Búi svf. 250 4.395 17,58 kg 124 3.167 374 7.562 Seglbúðir 309 5.632 18,23 kg 75 2.062 384 7.694 Samtals 485.245 8.207.711 16,91 kg 49.237 1.257.461 534.482 9.465.172 *Samkvæmt fyrirliggjandi bráðabirgðatölum 12. nóvember Heimildir: Sláturleyfishafar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sauðfjárslátrun eftir sláturleyfishöfum 2020, fjöldi og magn* Sauðfé, dilkar Sauðfé, fullorðið Óvissa um framtíð loðdýraeldis í Danmörku og uppboðshússins Köbenhagen fur – Mjög slæmt fyrir Íslendinga að missa öll þau góðu sambönd, segir formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda V arðandi stöðuna á markaði þá er allt sem bendir til þess að skinnaverð muni hækka umtalsvert á komandi sölu- tímabili og nú þegar er talað um að þau hafi hækkað veru- lega í viðskiptum manna á milli til dæmis í Kína. Framboðið á næsta sölutímabili verður líka mun minna en áætlað var þar sem um helmingur af því sem drepið er í Danmörku er urðað án þess að nýta pelsinn. Í síðustu viku hafa verið rakin 200 kórónuveirusmit í mann­ fólk út frá sex minkabúum í Danmörku. Ekki er upplýst hvar í Danmörku viðkomandi minkabú eru. Faglegur framkvæmdastjóri Statens Serum Institut í Danmörku, Kåre Mølbak, segir að þegar hugað er að áhættu­ þáttum fyrir því að smitast af kórónavírusnum, sé hættulegra að starfa við loðdýrabúskap en í heilbrigðisþjónustu. Nú þegar hafa uppgötvast smit á 283 loð­ dýrabúum í Danmörku, sem er einn fjórði hluti slíkra búa í landinu. Búið er að aflífa minka á 265 búum til þessa. Þar að auki er grunur um smit á 22 búum til viðbótar. Á þriðjudag sagði Mogens Jensen af sér sem landbúnað­ arráðherra Danmerkur eftir að hafa sætt mikilli gagnrýni vegan þessa máls. /ehg - Bondebladet Aflífað á 265 búum til þessa Einar Eðvald Einarsson. Uppboðshúsið Köbenhagen Fur í Danmörku hefur öðlast sess sem virtasta uppboðshús í skinnaiðnaði í heimin- um. Þar hefur safnast upp mikil þekking og fagmennska í gegnum tíðina og ljóst að það mun hafa veruleg áhrif á skinnaiðnaðinn ef það hættir starfsemi. Myndir / HKr. Kínverskur skinnakaupandi að gæðameta minkaskinn hjá Köbenhagen Fur. fyrir nokkrum árum þegar skinnaverð var í hæstu hæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.