Bændablaðið - 19.11.2020, Síða 32

Bændablaðið - 19.11.2020, Síða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202032 LÍF&STARF Útskriftarnemar vorið 2018. Myndir / Farskólinn á Norðurlandi vestra Fjölbreytt námskeið hjá Farskólanum á Norðurlandi vestra: Bændur á Norðurlandi vestra duglegir að afla sér nýrrar þekkingar „Það sem okkur þykir skemmti- legast er að sjá hvað Matarsmiðjan - beint frá býli hefur þróast í jákvæða átt frá því hún var kennd árin 2018 og 2019. Það eru æ fleiri bændur að koma með vörur inn á markað og fólk er mjög duglegt að afla sér nýrrar þekkingar og sækja ný námskeið. Það er óhætt að segja að það sé heilmikil gróska hjá bændum hér á Norðurlandi vestra,“ segir Halldór B. Gunnlaugsson, en hann er verk- efnastjóri í Farskólanum – mið- stöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Hann skipuleggur og held- ur utan um námskeið til bænda ásamt öðrum verkefnum. Halldór er kennari að mennt og hefur auk þess lokið námi í viðskipta- og mark- aðsfræði. Farskólinn býður upp á fjölda námskeiða af ýmsu tagi. Það er óhætt að segja að matarsmiðjan hafi lukkast vel og meðal annars leitt til þess að bændur eru nú dug- legir að sækja námskeið. Fyrir þá sem vilja framleiða eigin vörur beint frá býli Halldór segir að í byrjun árs 2018 hafi Farskólinn boðið upp á fyrrnefnda matarsmiðju en hún er 80 klukkustundir að lengd og kennd eftir námskrá sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins gefur út. „Þetta nám er hugsað fyrir þá sem hafa áhuga á að framleiða eigin vöru beint frá sínu býli, eða eins og segir meðal annars í námskránni: „að námsmenn öðlist innsýn í helstu verkferla er snúa að einfaldri matvælaframleiðslu“. Við héldum þetta fyrsta námskeið í Skagafirði og það sóttu alls 18 manns, allt Skagfirðingar. Námskeiðið tókst frábærlega, að okkar mati, og margir af þeim sem tóku þátt eru nú komnir með eigin vörur á markað og sífellt fjölgar í þeim hópi,“ segir hann. Sams konar námskeið var haldið í Húnavatnssýslum árið 2019 og sóttu það 15 manns. Það var haldið til skiptis á Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd og tókst sömuleiðis með miklum ágætum. Þátttakendur á því námskeiði eru líkt og nágrannar þeirra í Skagafirði komnir með vöru í sölu. Báðar matarsmiðjurnar voru kenndar í góðu samstarfi Farskólans, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. Halldór segir að hluti matar- smiðjunnar sé verkleg kennsla og greina megi að þátttakendur hafi mest gagn og gaman af þeim hluta. Því hafi sú hugmynd vaknað í kjölfar fyrri smiðjunnar að bjóða bændum upp á stök námskeið þar sem farið væri ítarlegar í það sem boðið var upp á í verklegum tímum matarsmiðj- unnar. Strax haustið 2018 voru sjö námskeið í boði og sem dæmi um áhugann var námskeið í að úrbeina kind haldið fjórum sinnum, til að mæta eftirspurninni. Tólf námskeið í boði í haust og mikill áhugi frá fleirum en bændum Sem dæmi um námskeið sem hafa verið haldin og vel sótt má nefna: að úrbeina kind og folald, hrápylsugerð, kæfu- og patégerð, fars-, pylsu- og bjúgnagerð, ostagerð og fleira. Nú, haustið 2020, eru til dæmis í boði tólf námskeið. Þar má nefna hnífabrýningar, sögun og hlutun á lambaskrokk, að þurrka og grafa kjöt, söltun og reykingu og heit- og kaldreykingu á fiski, kjöti og villibráð. Í sum námskeiðin komast færri að en vilja vegna góðrar aðsóknar. Reynt er að bæta við námskeiðum ef þannig háttar til en einnig hefur fólk getað treyst á að komast á námskeiðið að ári liðnu. Þetta er þriðja haustið sem Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Halldór B. Gunnlaugsson er verk- efnastjóri hjá Farskólanum á Norð- urlandi vestra. Námskeiðin eru að jafnaði vel sótt, hér eru þátttakendur á námskeiði um fars-, pylsu- og bjúgnagerð. Hnífar og hnífabrýningar er dæmi um námskeið sem Farskólinn býður upp á.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.