Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 43 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is SETTU TÆKIN ÞÍN Á NEGLD DEKK Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Þú færð Best Grip naglana hjá okkur Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KÚPLINGAR í flestar gerðir dráttarvéla var meðalbúið í Danmörku komið í 67 árskýr og 7.719 kg meðalnyt (orkuleiðrétt). Áratug síðar hafði meðalbúið tvöfaldast að stærð og var komið í 139 árskýr og með- alnytin hafði stokkið upp í 9.399 kg orkuleiðréttrar mjólkur og nú er meðalbúið með 220 árskýr og 11.642 kg orkuleiðréttrar mjólkur. Þess ber að geta að þessar tölur eiga við um kúabú í hefðbundinni mjólk- urframleiðslu en ekki lífrænt vottaðri mjólkurframleiðslu en meðalafurðir kúa á þeim búum eru að jafnaði nokkur hundruð kílóum minni. Svipuð þróun hér á landi? Það er áhugavert að bera saman þróun á meðalafurðum á milli Íslands og Danmerkur og þó svo að munur sé á afurðasemi ólíkra kúakynja þá er þróunin alls ekki ósvipuð. Árið 1991 voru meðalafurðirnar hér á landi 4.179 kg á árskúna (ekki orkuleiðrétt) og meðalbúið með 23 árskýr. Um aldamótin voru með- alafurðirnar komnar í 4.657 kg og meðalbúið þá með 26 árskýr. Áratug síðar voru meðalafurðirnar komnar í 5.342 kg og meðalbúið stokkið upp í 39 árskýr og um síðustu áramót voru afurðirnar að jafnaði 6.334 kg og árskúafjöldinn 48 kýr. Ef þessar afurðatölur eru bornar saman við dönsku þróunina þá voru danskar kýr (öll kúakynin) með að jafnaði 4.192 kg árið 1960 sem er ekki langt frá afurðunum hér á landi árið 1991. 11 árum síðar, árið 1971, voru dönsku meðalafurðirnar komnar í 4.660 kg sem eru svipaðar afurðir og voru hér á landi um aldamótin. Svo voru dönsku meðalafurðirnar komnar í 5.470 kg árið 1982 þ.e. ekki langt frá stöðunni eins og hún var hér á landi árið 2010. Árið 1987 voru dönsku meðalafurðirnar svo komnar í 6.391 kg sem er ekki langt frá síðustu áramótastöðu hér á landi. Af þessu sést að þróunin er alls ekki svo frábrugðin á milli landanna, ís- lensku kýrnar eru á sömu leið og þær dönsku en eru u.þ.b. 30 árum á eftir þeim. Þess ber þó að geta að upp úr 1990 tóku dönsku kýrnar að herða heldur á sér og eftir að hafa bætt við um 1.000 kg af mjólk á hverjum ára- tug fram að því liðu ekki nema 6-7 ár eftir það til að bæta við hverjum 1.000 kg af mjólk að jafnaði. Hámarksgetu náð? Þegar horft er til afurðasemi kúa og það óháð því kúakyni sem bændur ólíkra landa eru að nota þá er dag- ljóst að meðalkýrin á enn mikið inni af ónýttri erfðagetu til að framleiða meiri mjólk. Þetta sést ágætlega með því að skoða þann árangur sem bestu bú hvers lands eru að ná í samanburði við meðalbúin. Flestir eru að nota sama erfðaefnið og byggja bú sín á sæðingastarfsemi en munurinn á búunum felst oftast í mismunandi bústjórn. Ætla má að geta kúnna til að mjólka mikið sé til staðar í flestum kúm en það hvernig þær eru aldar, fóðraðar og almennt séð hirtar hefur mis- mikil áhrif til mögulegrar fullrar nýtingar á þessari ætluðu afurða- semi. Þannig er í dag horft til þess að þegar Holstein kvígur fæðast í dag, þá séu þær með fræðilega getu til þess að mjólka 80-100 kg á dag að jafnaði en þeim árangri nær í raun ekki nokkurt bú í heiminum í dag með allar kýrnar sínar. Einstaka kýr ná því að mjólka í kringum 25 tonn og jafnvel upp í 30 tonn á einu mjaltaskeiði en því fer fjarri að allar kýrnar á búunum nái þeim árangri. Þannig eru bestu búin í heiminum í dag að ná 50-53 kg að jafnaði á dag og því eiga þau nú þegar töluvert inni og má skrifa ástæðu þess að ekki náist betri árangur að mestu á bústjórnina á búinu sjálfu en bú- stjórnin skiptir lang mestu máli þegar horft er til afurðasemi kúa, en vissulega hafa fleiri atriði áhrif einnig en vega mun minna. Þetta á vel við hér á landi einnig en bestu kýr landsins eru að ná rúmlega 14 tonnum í ársnyt og hafa hámarks- afurðir kúa verið að aukast jafnt og þétt undanfarin ár. Það nær þó ekk- ert bú hér á landi þessum afurðum að jafnaði, rétt eins og á við um erlendu búin með erlendu kúakynin. Af því gefnu að kynbótastarf haldi áfram að skila árangri er því alllangt í það að hámarks fram- leiðslugetu verði náð og mögulega næst hún aldrei hvorki hér á landi né erlendis. Afurðir munu halda áfram að vaxa bæði hér heima og erlendis og afurðasemi íslenskra kúa mun klárlega halda áfram að aukast á hverju ári á komandi árum og ára- tugum en líklega mun þó aldrei sá tími koma að íslensku kýrnar nái í skottið á hinum svartskjöldóttu dönsku kúm, enda eru þær með þeim bestu í heimi í dag og spáir greinarhöfundur því að ekki líði á löngu þar til þær hafi náð fyrsta sætinu af frænkum sínum í Ísrael. Byggt á upplýsingum frá Henrik Nygaard (Kontrolforeningens 125 års jubilæum) auk gagna frá þeim Uffe Lauritsen og Guðmundi Jóhannessyni. Rauða danska kúakynið, sem heitir RDM kúakynið (Rød Dansk Malkerace), er þriðja algengasta mjólkurkúakynið í Danmörku og um 5% allra kúa í skýrsluhaldinu eru af þessu kyni. Bænda 3. desember Tónahvarf 3 • 203 Kópavogur • Sími: 544 4210 • verkfaeriehf.is • info@verkfaeriehf.is Merlo TF 33.7-115, árgerð 2020 Erum með þennan vel búna Merlo til afhendingar í desember • Vinnuþyngd: 6,500 kg. • Hámarks lyftigeta: 3,300 kg. • Hámarks lyftihæð: 6,6 m. • Lyftihæð með hámarks þyngd: 5,7 m. • Hámarks lyftigeta í hámarkshæð: 2,600 kg. • Heildarlengd á gálga fram (Ekki upp): 3,5 m. • Hámarks lyftigeta í mestu lengd fram: 1,350 kg. • Mótor: Deutz stage IV-T4f 115 hestöfl • Skipting EPD Top • Hámarkshraði: 40 km. á klst. • Dekk 400/70-24 • Læsanlegt fram- og afturdrif • Merlo CDC (Dynamic Load Control) • ROPS/FOPS ekilshús • Rúðuþurrka á þakglugga • Dempun á bómu BSS Merlo • Loftkæling • Joystick stýring á bómu • Dráttarkrókur • Vökvadæla LS • Vökvaflæði 210-125 (l/mín-bar) • Aukalagnir á bómu fram á hraðtengi • Flot á göfflum • Vökva og rafmagnstengi að aftan • Hraðtengi • Fjórhjóladrif • Fjórhjólastýri • Sjálfvirk bremsa þegar sett er í Park • LED ljósabúnaður á húsi, 2 að framan og 2 að aftan • LED ljós á bómu • Master útsláttur á rafkerfi Frekari upplýsingar hjá Gunnari Sig. í síma 788 9399 Verð: 13 .350.00 0 kr. + v sk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.