Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202022 UTAN ÚR HEIMI Breska fjölskyldufyrirtækið JCB 75 ára Löngu áður en tæknifyrirtæki voru að monta sig af hógværri byrjun sinni í bílskúr notaði Joseph Cyril Bamford örlítinn bílskúr til að búa til sína fyrstu vöru, sturtuvagn sem smíðaður var úr brotajárni úr seinni heims- styrjöldinni. Í dag telja stjórnend- ur fyrirtækisins að vetni verði orkugjafi framtíðarinnar fyrir vinnuvélar. Fyrirtækið sem JCB dregur nafn sitt af er skammstöfun á nafni stofnandans, Joseph Cyril Bamford, sem fagnar nú 75 ára afmæli sínu. Var því sérstaklega haldið upp á það fyrr á árinu þegar lokið var við smíð á traktorsgröfu númer 750.000. Á heimsvísu starfa nú 12.000 manns hjá fyrirtækinu sem er með 22 verksmiðjur í fimm löndum og 750 sölumenn og er með þjónustu á 2.000 stöðum. Fyrirtækið er enn í eigu Bamfor-fjölskyldunnar. Til viðbótar við 75 ára afmælið á alþjóða vísu, heldur JCB einnig upp á 50 ára afmæli sitt í Norður-Ameríku þar sem fyrirtækið er með aðsetur á yfir 300 stöðum. Vélfang ehf. hefur verið umboðsaðili JCB á Íslandi samkvæmt samningi við JCB Sales Ltd. sem gerður var 2009. Helstu tímamót á 75 ára ferli JCB • 1953: Bamford finnur upp fyrstu gröfu JCB, Mk 1, og býr til eina vél með vökvaknúnum gröfugálga (backhoe) að aftan og skóflu að framan. Þarna birtist fyrirtækismerki JCB fyrst á vél og var skráð sem vörumerki fimm árum síðar. • 1962: Fyrirtækið Dancing Diggers kom fram á sjónarsviðið og varð fastur liður á vörusýningum JCB. Þá var líka hafin framleiðsla á JCB 3C traktorsgröfunni. • 1964: Fyrirtækið flytur út fyrstu vél sína til Bandaríkjanna, JCB 4C traktorsgröfu. • 1970: JCB setur upp bandaríska bækistöð í Whitemarsh, nálægt Baltimore, Maryland. • 1977: Loadall skotbómu- lyftarinn er kynntur til sögunn- ar og hefur síðan verið eitt farsælasta tæki fyrirtækisins. Fyrirtækið framleiddi 200.000 Loadall árið 2016. • 1988: Hulunni svipt af JCB GT, sýningareintaki af gröfu sem getur keyrt á 100 km hraða á klukkustund. • 2000: Fyrstu vélarnar byrja að rúlla af framleiðslulínunni í nýju höfuðstöðvum JCB í Norður- Ameríku í Savannah í Georgíu. • 2004: JCB kynnir Dieselmax mótorinn. Í kjölfarið kynnti það nýju línu með því að setja heimsmet með JCB Diselmax straumlínubílnum, sem náði 350,092 mph á Bonneville Salt sléttunni. Þetta heimsmet stend- ur enn. • 2005: Fyrirtækið fær 140 milljóna dollara verðlaun til að útvega bandaríska hernum sérútbúnar traktorsgröfur til hernaðarverkefna, eða það sem kallað er „High Mobility Engineer Excavator“. • 2013: JCB fagnaði framleiðslu einnar milljónustu vélarinnar. • 2017: JCB kemur inn á markaðinn með fyrstu rafknúnu gröfu sína, 19C-1E. • 2018: Fyrirtækið setur nýja X-Series gröfur á markað. • 2019: JCB's Fastrac One setti í júní það ár heimsmet með hraðskreiðustu dráttarvélinni sem skráð er á heimsmetabók Guinness. Náði hún 103,6 mílna hraða á klukkustund (167 km). JCB var samt ekki sátt við þennan árangur því að í október sama ár kom fyrirtækið með Fastrac Two sem náði 153.881 mílna hraða á klukkustund, eða um 251 km og var neðalhraðinn 135.191 mph (um 218 km). • 2020: Fyrirtækið gefur út að framleiddar hafi verið 750.000 traktorsgröfur. Í júlí kynnti JCB frumgerð af vetnisknúinni 20 tonna 220X beltagröfu, sem JCB fullyrðir að sé sú fyrsta í sínum flokki í heiminum fyrir verktaka. /HKr. Haldið upp á framleiðslu á JCB traktorsgröfu númer 750.000 í höfuðstöðvum JCB í JRocester, Staffordshire í Englandi. Lord Anthony Bamford, stjórnarformaður JCB er þriðji frá hægri á myndinni. Myndir / JCB Fyrsta framleiðsluvara JCB var þessi sturtuvagn sem kom á markað árið 1945. Fyrsta trakorsgrafa JCB sem seld var til Bandaríkjanna árið 1964. Vetnisknúna 20 tonna beltagrafa JCB sem kynnt var í júlímánuði er búin að vera í prófunum við vinnu í jarðvegsnámu í heilt ár. Bamford lávarður, stjórnarformaður JCB (Antony Paul Bamford, Baron Bamford, sonur Joseph Cyril Bamford stofnanda JCB) segir að hönnun þessara fyrstu vetnisknúnu beltagröfur sé mjög spennandi verkefni um leið og fyrirtækið feti sig nú inn á slóð án kolefnislosunar. „Á komandi mánuðum mun JCB halda áfram þróun við að fullgera þessa tækni með prófunum á frumgerðinni. Við munum halda áfram að vera í fararbroddi varðandi tækni sem lýtur að framtíð án losunar kolefnis.“ Á síðasta ári var tilkynnt um að hafin yrði framleiðsla af fullum krafti á rafknúnum smágröfum sem hafa tegundarheitið JCB 19C- 1E. Þá hefur JCB einnig unnið að gerð rafmagnsútgáfu af Teletruk skotbómulyftaranum sem fær heitið JCB 30-19E. Auk þess að vinna að vetnis- og rafknúnum tækjum segja talsmenn JCB að fyrirtækið hafi næstum útrýmt losun á skaðlegustu efnunum með nýjustu dísilmótorunum. Samkvæmt gögnum fyrirtækisins hefur nituroxíð lækkað um 97%, sótagnir um 98% og losun koltvísýrings hefur minnkað um næstum helming á undanförnum árum. /HKr. Loftslagsvænar vinnuvélar frá JCB Í júlí kynnti JCB frumgerð af vetnisknúinni 20 tonna 220X beltagröfu, sem JCB fullyrðir að sé fyrsta vetnisknúna beltagrafan í heiminum. JCB rafknúnar smágröfur komu á markað 2017. Fyrsti JCB Loadall skotbómulyftarinn var kynntur til sögunnar 1977. Nýr JCB Loadall 520M skotbómulyftari. Joseph Cyril Bamford, stofnandi JCB. Árið 2005 fékk JCB 140 milljóna dollara verðlaun til að útvega bandaríska hernum sérútbúnar traktorsgröfur til hernaðarverkefna, eða það sem kallað er „High Mobility Engineer Excavator“. JCB's Fastrac One setti í júní 2019 heimsmet með hraðskreiðustu dráttarvélinni sem skráð hafði verið í heimsmetabók Guinness. – Hefur framleitt 750 þúsund traktorsgröfur á ferlinum og veðjar nú á rafknúnar smágröfur og vetnisknúnar þungavinnuvélar Viðgerðir og sala á alternatorum og startörum í flestar gerðir bíla, báta og vinnuvéla. Hjólastillingar, úrval af ljósum á kerrur og eftirvagna, kerrutenglar, kaplar, perur og tengi. Sendum um allt land. www.pgs.is pgs@pgs.is s 586 1260 Viðarhöfði 1, 110 Reykjavík Alternatorinn eða startarinn bilaður?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.