Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 25 lýst þeirri skoðun sinni að hún vilji endurskoða tollasamning okkar við Evrópusambandið. Hún segir að íslensk nautgriparækt þurfi að búa við sanngjarnt starfsumhverfi og það hafi verið sér mikið kappsmál að vinna að bættri stöðu í tollamálum. „Það er mikilvægt að við áttum okkur á því hvaða auðlind við búum yfir og hlúum að þeim verðmætum sem við eigum í innlendri matvælaframleiðslu en verndartollar landbúnaðarvöru eins og þeir eru í dag eru orðnir bitlausir,“ segir hún. Mikilvægt sé í það minnsta að endurskoða tollasamninginn og hafi fulltrúar síðasta aðalfundar LK samþykkt ályktun þar sem er farið fram á að stjórnvöld leiti allra leiða til að samningnum verði sagt upp. „Forsendur samningsins eru brostnar eftir útgöngu Breta úr ESB og fækkun ferðamanna undanfarin ár. Helsti útflutningsmarkaður okkar hefur verið Bretland en innflutningur landbúnaðarvara kemur hins vegar að mestu leyti frá öðrum ESB-ríkjum. Að semja um kíló á móti kílói líkt og var gert er fráleitt. Sem dæmi má nefna að á meðan ESB fær innflutningskvóta sem nemur 10% af ostamarkaðnum hérlendis fær Ísland aðgang að 0,009% af ostamarkaði ESB.“ Nautakjötsframleiðslan komin á bjargbrúnina Bendir Herdís Magna á að margt fleira sé að þegar að tollamálum kemur og virðist pottur víða brot- inn í tollaframkvæmd og -eftirliti. „Þessum málum verður að koma í lag. Þar liggur mikið undir fyrir bændur, neytendur, ríkið og þá innflutningsaðila sem sannanlega fara eftir settum reglum,“ segir hún. Tollamálin hafi mikil áhrif á greinina og vandi nautakjötsfram- leiðslunnar sé mjög aðkallandi. Fækkun ferðamanna og aukinn innflutningur á auknum tollkvótum og lægri aðflutningsgjöldum hafi komið kjötframleiðendum og af- urðastöðvum þeirra í mjög erfiða stöðu. „Nautakjötsframleiðslan er komin á bjargbrúnina og ég óttast verulega um stöðu greinarinnar ef ekkert verður að gert.“ Auknar heimildir til samstarfs yrðu til bóta Auk þess sem brýnt sé að endur- skoða tollasamninginn við ESB og bæta eftirlit segir Herdís Magna greininni nauðsynlegt að frestað verði eða fallið frá útboði tollkvóta fyrir fyrri helming næsta árs. Önnur leið til að styrkja samkeppnisstöðu innlendra kjöt- afurðastöðva sé að veita greininni auknar heimildir til samstarfs og aukinnar hagræðingar. „Við höfum mjög gott fordæmi um það í mjólk- urframleiðslunni og víða um heim eru sérreglur um samkeppni í land- búnaði. Það er vegna þess að stjórn- völdum á hverjum stað er ekki sama um innlenda matvælaframleiðslu. Markmið landbúnaðarstefnu eða stefnu um fæðuöryggi víkja þá samkeppnissjónarmiðum til hliðar þó að það sé hvergi án skilyrða. Þá þarf líka að horfa til þess að litla Ísland er peð í samanburði við önnur lönd og við þurfum að gera það sem við getum til að styrkja samkeppnis- stöðu innlendrar framleiðslu gagn- vart innfluttum afurðum,“ segir hún. Engir styrkir til landbúnaðar vegna kórónuveiruástandsins Birgðasöfnun sé stór þáttur í vanda afurðastöðva vegna snöggra breytinga á eftirspurn og framleið- endur erlendis búi við svipaðan vanda en önnur ríki hafa brugðist við vegna heimsfaraldursins og veitt talsverða styrki til síns landbúnaðar, m.a. í formi styrkja til birgðasöfn- unar. „Við þurfum að átta okkur á því hvað mikilvægt er að við styrkjum innlenda matvælafram- leiðslu, það er full ástæða fyrir því að aðrar þjóðir verja sína mat- vælaframleiðslu og veita auknum fjárstyrkjum til landbúnaðarmála í ljósi ástandsins. Þetta skekkir svo enn frekar okkar samkeppnisstöðu á meðan íslenskur landbúnaður fær enga styrki vegna ástandsins sem hefur skapast af völdum kórónu- veirunnar.“ Dýrmætt að halda lífi í innlendri matvælaframleiðslu Herdís Magna bendir á að Íslendingar búi yfir mikilli auð- lind í innlendri matvælaframleiðslu og því þurfi að koma á framfæri. Lyfjanotkun sé í algjöru lágmarki, aðgangur að hreinu drykkjarvatni þykir nánast sjálfsagður og kröfurnar um aðbúnað bæði dýra og starfs- fólks í matvælaframleiðslu séu mjög miklar hér á landi. Þar að auki, vilji menn horfa til loftslagsmála, þá sé kolefnisspor íslensks nautakjöts á pari við erlenda framleiðslu og liggur í neðri mörkum. Og þá þurfi ekki að flytja kjötið þvert og endi- langt um hnöttinn. „Það er okkur sem þjóð dýr- mætt að halda lífinu í innlendri matvælaframleiðslu og þar með öllum þeim fjölda starfa sem til eru við framleiðslu matvæla, það er vænlegri kostur en að bæta fólki á atvinnuleysisskrá og treysta á inn- flutning með tilheyrandi útstreymi gjaldeyris,“ segir Herdís Magna. Öflugir kurlarar í úrvali 8 cm (6,5hp+) bensínvél Kr. 165.000 + vsk 12 cm (15hp+) bensínvél* Kr. 525.000 + vsk 10 cm (20hp+) traktor* RPM 540 Kr. 425.000 + vsk 17,8 cm (50hp+) traktor* RPM 540 Kr. 725.000 + vsk 25 cm (90hp+) traktor* RPM 1000 Kr. 985.000 + vsk *Kurlarar með vökvastýrðri innmötun. Hnífatætarar 230 cm (70hp+) cat2 Kr. 525.000 + vsk 200 cm (50hp+) cat2 Kr. 495.000 + vsk 180 cm (40hp+) cat1 Kr. 305.000 + vsk 150 cm (30hp+) cat1 Kr. 285.000 + vsk Sveitakassi 150 cm cat1 Kr. 95.000 + vsk Við sendum í einum grænum Harðskafi www.hardskafi.is - sala@hardskafi.is - Sími 896 5486 Egilsstaðakýrnar. Hér er Herdís Magna með eldri syninum, Birni Hrafni, upp á handriðinu á pallinum hjá Fjóshorninu, sem er litla kaffihúsið sem rekið er við Egilsstaðabúið. Sonur og kálfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.