Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 27 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR í flestar gerðir dráttarvéla forlag Suðureyri – Athafnasaga • Frá Suðureyri í Tálkna firði stunduðu Norðmenn hvalveiðar í tvo áratugi • Kópur BA 138 var gerður út á selveiðar í Íshafinu • Íslensk hvalveiðistöð var í fimm ár á Suðureyri • Selveiðar í íshafinu frá Austfjörðum og víðar Fæst í bókabúðum og beint frá forlagi Fyrir dreifbýlið: Forlagsverð kr. 3.000. með sendingarkostnaði. Pantanir í síma 892 0855 eða á flokiforlag@internet.is kynnir nýja bók fiskikerum svo framarlega að þau séu loftþétt. Hann segir þetta geta verið sparnaðarleið fyrir sveitarfé- lög við söfnun og förgun úrgangs. Með aðferðinni verður til grund- völlur fyrir lokun efnahringrásar. Um leið opnast ný leið fyrir lífræna bændur að bæta við áburðarúrræði. Hráefnið til gerjunarinnar getur verið af ýmsum toga; garðaúrgang- ur, slegið gras, heyfyrningar, jafnvel úrgangur frá mötuneytum og fleira. Hann metur aðferðina um 60 prósent ódýrari aðferð en moltugerð. Cornelis telur að hægt verði að minnka innflutning á tilbúnum áburði um helming með nýtingu á hinu gríðarmikla magni af lífrænum úrgangi sem fellur til í dag og er ekki notað inni í hringrásinni. Jarðvegurinn ræktaður í Skaftholti Gunnþór Guðfinnsson er garð- yrkjufræðingur sem stundar lífrænt vottaðan landbúnað í Skaftholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hann fór yfir hugmyndafræði búskaparins í Skaftholti, aðallega þá hlið sem snertir jarðveginn. Hann sagði að undirstaða alls búrekstrarins á bænum væri að rækta jarðveginn. Með því er stuðlað að eðlilegri hringrás innan býlisins og lífrænum vörnum er beitt gegn óværu í gróðurhúsum. Einhver aðföng þarf að sækja en reynt sé að takmarka þau eins og hægt er. Bændurnir í Skaftholti hafa séð mikinn mun á jarðveginum í dag frá þeim tíma þegar lífræn ræktun hófst þar 1980, mun meiri frjósemi hefur þar byggst upp. Auk þess að nota lífræn efni eins vel og hægt er í hringrásina, til dæmis með safnhaugagerð, eru belgjurtir ræktaðar eins og smári sem binda nitur úr andrúmsloftinu og auka þar með áburðinn í jarðveginum. Hann útlistaði ágæti ánamaðka til að auka frjósemi jarðvegsins og sagði mjög mikilvægt að huga að því að rækta þá ekki síður en plönturnar. Í Skaftholti er blandaður búskap- ur með grænmeti, korn og búfé – og rakti Gunnþór hagnýt atriði í mis- munandi greinum búrekstrarins varðandi áburðargjöf og skipti- ræktun. Þörf á nýtingu á öllum lífrænum úrgangi Í síðasta hluta af erindi sínu fór Gunnþór yfir hugleiðingar sínar um áhættumat og ógnanir í lífrænum búskap. Varðandi lífræna áburðagjafa tók hann undir með fyrri fyrirlesurum að mikið magn hráefnis væri til staðar í landinu sem væri í raun bara í röngum farvegi. Hráefnið þyrfti að eiga leið aftur inn í hringrásina, en þá væri spurningin, með hvaða hætti væri hægt að koma því aftur inn. Í sumum tilvikum sé hægt að leita til nágrannabæja til að sækja sér hráefni, sem síðan sé hægt að meðhöndla til að hægt sé að nota sem vottaðan áburð. Síðan ræddi hann um allan hænsnaskítinn sem fellur víða til en hefur að vissu leyti verið bannaður sem áburðargjafi í lífrænni ræktun. Þannig misstu garðyrkjubændur í lífrænt vottaðri ræktun þann möguleika á að nota sveppamassa frá Flúðasveppum sem áburðargjafa í sinni ræktun þar sem hann innihélt hænsnaskít frá kjúklingabúi. Hann hafði verið undirstöðuáburður á nokkrum garðyrkjubýlum. Gunnþór sagði nauðsynlegt að umræða yrði tekin um hvort ekki eigi að hleypa svo mikilvægum lífrænum úrgangi aftur inn í hringrásina með einhverjum hætti. Skortur á vottuðu fræi og vottuðum sláturhúsum Hann kom einnig inn á það vandamál fyrir garðyrkjubændur með lífræna vottun að það væri nánast orðið að viðvarandi ástandi, að ekki sé hægt að ganga að vottuðu útsæði eða fræjum vísu, sem væri óviðunandi, og það væri verðugt verkefni að tryggja betur stöðugleika á þessu sviði. Að síðustu vék Gunnþór tali sínu að lífrænt vottaðri kjötframleiðslu og sagði talsverðan vanda til staðar að ekki fleiri sláturhús væru með lífræna vottun. Í tilfelli Skaftholts væri það nú þannig að þar væru bændurnir með vottaða gripi á fæti, en sú vottun rofnaði um leið og gripirnir væru komnir um borð í gripabílana. Lífrænt vottað inniheldur meira af góðum efnum og minna af slæmum Prófessor Carlo Leifert er þýskur doktor í örverufræði við Southern Cross-háskólann í Lismore í Australíu. Hann útlistaði í sínum lestri niður- stöður úr saman burðarrannsókn á mismun í næringargildi lífrænt vottaðra matvæla og hefðbundinna. Hann greindi einnig frá víðtækri könnun í Bretlandi og Þýskalandi á innihaldsefnum í hveiti frá annars vegar lífrænt vottuðum og hins vegar hefðbundnum framleiðendum; bæði varðandi næringarinnihald og einnig óæskileg efni eins og skordýaeitur. Loks fór hann yfir rannsóknir á mögu- leg áhrif af neyslu lífrænt vottaðra matvæla á heilsu fólks. Lífrænt vottaðar jurtir, kjöt og kúmjólk líklega heilnæmari Varðandi fyrstu spurninguna, hvort einhver grundvallarmunur væri í næringargildi á milli lífrænt vottaðra matvæla og hefð bundinna, vitnaði hann til þriggja samanburðarann- sókna; á uppskornum jurtategundum, kúamjólk og kjöti – sem birtust í British Journal of Nutrition á árunum 2014 og 2016. Þar er gögnum úr öllum aðgengilegum vísindarann- sóknum um efnið safnað saman og niðurstöður gefnar út í samræmi við samanteknar upplýsingar. Þar er lífrænt vottuð matvæli metin innihalda um tuttugu prósent meira af andoxunarefnum í uppskornum jurtategundum að jafnaði, um fimmtíu prósent minna af kadmíum-magni og fjórum sinnum færri sýni innihalda leifar skordýraeiturs að meðaltali. Varðandi kjötafurðir þá gerir rannsóknin ráð fyrir fimmtíu sinnum hærra hlutfall Omega-3 fitusýrum í lífrænt vottuðum og tíu prósent minna af mýristínsýru og palmitínsýru, sem eru taldar skaðlegar. Í kúamjólk er gert ráð fyrir fimmtíu og fimm prósentum meira af Omega-3 fitusýrum í lífrænt vottuðum vörum, fjörutíu prósent hærra hlutfalli CLA-fitusýrum, sem eru taldar hafa jákvæð áhrif á líkamann, en sjötíu prósent lægra hlutfalli af joði. Unnið var úr niðurstöðum 343 rannsókna varðandi uppskornar jurtategundir, 67 rannsóknum á kjöti og 170 rannsóknum á kúamjólk. Meira skordýraeitur í hefðbundinni hveitiframleiðslu Í niðurstöðunum í samanburðinum á framleiðslu hveitis kemur í ljós að í´87 prósent sýna í hefðbundinni framleiðslu greindust einhverjar leifar skordýrareiturs, en í 25 prósenta sýna í lífrænt vottaðri framleiðslu. Í 36 prósenta sýna í hefðbundinni framleiðslu fundust leifar af fleiri en einni tegund, en fjögur prósenta sýna í lífrænt vottaðri framleiðslu. Carlo sagði áhugavert að sjá í niðurstöðunum að í hefðbundinni hveitiframleiðslu hefði reynst vera tvöfalt meira magn skordýraeiturs í heilhveitimjöli, en í hvítu hveiti. Í lífrænt vottuðu hveiti eru leifar skordýraeiturs hins vegar svipaðar í heilhveiti og hvítu hveiti. Lífrænt vottað heilhveiti reyndist innihalda mest af steinefnum Niðurstaða hans er að lífrænt vottuð matvæli reynast – í samanburði við hefðbundin matvæli – innihalda meira af góðum efnum fyrir líkamann, en minna af þeim slæmu. Neysla á lífrænum matvælum mun auka næringarinnihald matarins meira en neysla hefðbundinna matvæla. Einnig minnkar neysla á lífrænt vottuðum matvælum líkurnar á því að innbyrða óæskileg efnasambönd og eitruð. Rannsóknirnar bendi til þess að ávinningurinn af neyslu á lífrænt vottuðum matvælum sé mestur hjá þeim neytendum sem fylgja næringarviðmiðum um aukið hlutfall heilkorna, ávaxta og grænmetis í máltíðum. Umfjöllun um erindi Sveins Margeirs sonar, doktors í iðnaðar- verkfræði, og Sunnu Hrafnsdóttur, garðyrkjubónda með lífræna vott- un á Ósi í Hörgársveit, bíður næsta tölublaðs. Prófessor Carlo Leifert, þýskur doktor í örverufræði við Southern Cross-háskólann í Lismore í Australíu, greindi frá rannsóknum sem leiða líkur að því að lífrænt vottuð matvæli séu heilnæmari en hefðbundin. Comac sótthreinsitæki Sjáðu myndskeiðið á comac.is Grensásvegi 16, Rvk. ✆ 445-4885 vortexvelar.is comac.is Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • www.skorri.is Öll hleðslutæki með afslætti fram að jólum Hleðslutæki 20% Afs lát tur Jólatilboð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.