Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202044 Á FAGLEGUM NÓTUM Hrútaskráin 2020 Gert er ráð fyrir að hrútaskráin komi út í lok þessarar viku. Í hefð­ bundnu árferði myndi útgáfunni vera fylgt eftir með kynningar­ fundum víðsvegar um landið af Búnað ar samböndunum og RML. Í ljósi samkomutakmarkana verð­ ur ekki hægt að bjóða upp á þessa fundi í ár. Í staðinn verður tekin upp kynning á hrútunum sem verð­ ur aðgengileg á netinu. Þá verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af hrútaskránni að vanda. Dreifing á þessu merka riti verður síðan, líkt og verið hefur, í höndum Búnaðarsambandanna sem leysa hana hvert með sínum hætti. Spennandi hrútakostur Skráin inniheldur umfjöllun um 47 hrúta. Þar af eru 28 hyrndir, 14 koll- óttir, 1 ferhyndur, 2 feldhrútar og 2 forystuhrútar. Þarna má finna marga kostagripi. Sjaldan hafa verið fleiri hrútar jafn öflugir fyrir gerð en nú eru 17 hrútar sem hafa 120 stig eða meiri í kynbótamati fyrir gerð. Á síðasta ári voru þeir 7. Efstur fyrir þennan eiginleika stendur núna Kostur 19-849 frá Ytri-Skógum með 137 stig. Hann er nýr á stöð og er hann jafnframt með lítið næma arfgerð gegn riðusmiti. Næstir koma þeir Muninn 16-840 frá Ysta-Hvammi með 134 stig og Börkur 17-842 frá Kjalvararstöðum með 132 stig. Þar á eftir kemur ferhyrndi hrúturinn Satúrnus 17-843 frá Sandfellshaga 2 en óhætt er að fullyrða að aldrei hefur verið á sæðingastöð ferhyrndur hrútur svo sterkur gagnvart gerð. Þá er mikil breidd í hrútakostinum gagnvart fitusöfnun, en þar standa hrútarnir með kynbótamat á bilinu 91 til 122. Fitan er eiginleiki sem er bestur á ákveðnu bili og er það misjafnt milli hjarða hvernig staðan er í þeim eiginleika. Gott er að hafa í huga að þeir hrútar sem eru með hátt kynbótamat fyrir fitu henta jafnan best þar sem vænleiki er góður. Afkvæmi þeirra búa oft yfir mikilli vaxtargetu og lömbin þola að þyngj- ast tiltölulega mikið án þess að fitna óhóflega. Af ærfeðrum Flestir hrútarnir eru líklegir til að gefa dætur sem eru frjósamar í með- allagi eða meira. Öflugustu hrútarnir gagnvart frjósemi samkvæmt kyn- bótamati eru þeir Blossi 16-837 frá Teigi, sem stendur efstur fyrir þann eiginleika með 124 stig og Móri 13- 982 frá Bæ með 120 stig sem er þá efstur af þeim hrútum sem komnir eru með dætrareynslu í gegnum sæðingar. Þá eru þeir mjög efni- legir Mjölnir 13-828 frá Efri-Fitjum, Viddi 16- 820 frá Fremri-Gufudal og Glámur 16-825 frá Svartárkoti, allir með yfir 115 stig fyrir frjó- semi. Margir hrútar eru með gott kynbótamat fyrir mjólkurlagni. Rétt er að árétta hér að mjög mismiklar upplýsingar liggja á bakvið matið, á flestum yngri hrútun- um er um hreina spá að ræða. Því skulu menn ekki hræðast um of þá gripi sem eru óreyndir þó kynbótamat þeirra sé ekki hátt fyrir mjólk- urlagni eða frjósemi. Hluti af hrútunum er hinsvegar orðnir nokk- uð reyndir ærfeður og mat þeirra því býsna traust. Móri 13-982 er þar á toppnum með 119 stig og mikla reynslu. Þá koma þrír nýjir hrútar á stöð sem allir eru valdir sem reyndir ærfeður og standa allir í 117 stigum fyrir mjólkurlagni. Það eru þeir Blossi 16-837 frá Teigi, Sammi 16-841 frá Þóroddsstöðum og Dólgur 14-836 frá Víðikeri. Í Fjárvís.is er síðan hægt að fylgjast með hvernig dætur stöðvahrútanna eru að reynast en skýrslan „Sæðishrútar – ærfeður“ uppfærist í hvert skipti sem skilað er uppgjöri frá búum þar sem dætur sæðingastöðvahrútanna er að finna. Allir grunnlitir í boði Ágætur litafjölbreytileiki er í boði á stöðvunum. Móir 13-982 er áfram í boði en auk hans eru tveir kollóttir mislitir hrútar sem báðir eru nýjir á stöð. Það er móflekkóttur hrútur frá Hjarðarfelli, Vöttur 15-850 og grár hrútur, Bikar 17-852 frá Reykjum. Hreinhvítir hyrndir hrútar hafa oft verið af skornum skammti en nú verða þeir 5 tals- ins. Þá verða tveir gráir hyrndir hrútar en auk Breka 16-824 frá Skálholtsvík kom grár hrútur frá Hesti inn á stöð í haust, Austri 19-847. Einn gráfelk- kóttur hrútur er í boði, en það er Glámur 16-825 sem hefur nú sinn annan vetur á stöð. Tveir nýjir litaðir hrútar koma frá Þóroddsstöðum. Það eru þeir Sammi 16-841, svartur að lit og Kappi 16-839 sem er mórauður. Þá eru margir hrútar sem geta gefið liti þó þeir séu sjálfir hvítir að lit og líklega hafa aldrei verið fleiri stöðvarhrútar sem bera erfðavísi fyrir mórauða litnum. Að lokum skal nefna að nýr feldhrútur var fenginn á stöðv- arnar, Melkollur 18-859 frá Hárlaugsstöðum og nýr forystu- hrútur er Kjartan 16-860 frá Gunnarsstöðum. Öflugur og fjöl- breyttur hrútakostur verður í því í boði á sæðingastöðvunum í vetur sem vonandi fær góðar viðtökur sauðfjárræktenda. Eyþór Einarsson ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs ee@rml.is Sýrustig ræktunarjarðvegs – áhrif á nýtingu áburðarefna Sýrustig (pH) hefur mikil áhrif á aðgengi plantna að næringarefn­ um í jarðvegi og hafa tegundir sitt kjörsýrustig sem liggur á tilteknu bili pH­skalans. Á alþjóðavísu er of súr jarðvegur einn þeirra þátta sem hvað mest áhrif hefur á minnkaða uppskerugetu en það er aðallega vegna þess að aðgengi næringarefna í jarðvegi er háð sýrustigi. Flest allur ræktunarjarðvegur á Íslandi flokkast sem eldfjallajörð, eða Andosol jarðvegur, en einkenni hennar eru t.d. lág rúmþyngd, góð vatnsleiðni, mikil vatnsrýmd og mikil fosfór (P) binding en mikið áfok, mikið magn lífræns efnis (C) og allófan leir hafa mikil áhrif á eig- inleika jarðvegsins. Áfokið ræður miklu um jarðvegsgerðina en við stöðugt áfok bætast sífellt við efni sem veðrast og basískar katjónir (plúsjónir) (t.d. Ca++ og Mg++) losna en þær hafa áhrif til hækkun- ar sýrustigs og hafa jákvæð áhrif á frjósemi jarðvegsins. Sýrustig jarðvegs getur verið hærra þar sem úrkoma er lítil Sýrustig í íslenskum jarðvegi er yfirleitt á bilinu 5,0-6,5 í yfir- borðslögum og virðist úrkoma og áfok hafa mest áhrif á sýrustigið. Þannig getur sýrustig verið hærra þar sem úrkoma er lítil og áfok mikið, og svo lægra í mýrum þar sem áfok er ekki og úrkoma mikil. Basísk gjóska og áfok veðrast hratt og hefur áhrif til hækkunar á sýru- stigi og í jarðvegi sem einkennist af litlu áfoki og háu innihaldi lífræns efnis er sýrustig lægra en þar sem áfoks gætir. Jónrýmd er sá eiginleiki jarðvegs að geta bundið annað hvort, eða bæði, plús (katjón) og/eða mínus (anjón) jónir. Eignileiki jarðvegs til að geta bundið katjónir er mjög mikilvægur þegar kemur að getu jarðvegsins til að miðla nýtanlegum næringarefnum í jarðvegi og jafn- framt að halda þeim í jarðveginum. Jónrýmd er einn af þeim þáttum sem hvað mest áhrif hefur á frjósemi jarðvegs og þá sérstaklega plúsjón- rýmdin en íslenskur jarðvegur býr líka yfir mínusjónrýmd. Jónrýmd í íslenskum jarðvegi er sýrustigsháð, það er hún breytist með sýrustigi og verður meiri eftir því sem sýrustig hækkar. Það er margt sem hefur áhrif á sýrustig jarðvegs enda er jarðveg- ur flókið umhverfi þar sem margir þættir hafa annað hvort samverk- andi- eða gagnstæð áhrif hvor á annan. Grunn jarðvegsgerðin sjálf og umhverfisþættir hafa mikil áhrif á alla ferla í jarðvegi. Hluti af þessum ferlum raskast við ræktun vegna upptöku efna eins og kalsíum, magnesíum og kalíum, sem hjálpa til við að viðhalda sýrustigi í jarð- vegi með svokallaðri buffer- eða stuðpúðavirkni. Auk þess verður enn frekari röskun þegar næring- arefni eru fjarlægð með uppskeru sem gerir það að verkum að vega þarf upp á móti súrnun jarðvegsins með kölkun. Þannig hefur öll meðhöndlun jarðvegs áhrif á sýrustig hans svo sem áburðargjöf, jarðvinnsla, kölk- un og önnur ræktunarsaga auk þess sem veðurfarslegir þættir geta haft mikil áhrif. Jarðvegur sýrist við framræslu og áburðargjöf þar sem N áburður getur haft sýrandi áhrif en áburðargerðin ræður þar mestu en ammóníum-áburður hefur t.d. sýr- andi áhrif. Plöntur taka næringarefni upp úr jarðvegi á jónaformi og taka meira upp af plúsjónum heldur en mínusjónum sem hefur áhrif á sýru- stig jarðvegsins auk þess sem rætur plantna seyta út lífrænum sýrum í jarðveginn. Niturbinding belgjurta hefur líka sýrandi áhrif á jarðveg þar sem plönturnar taka enn meira upp af katjónum heldur en anjónum samanborið við aðrar plöntur. Grastegundir þola betur að vaxa í jaðri síns kjörsýrustigs Kjörsýrustig nytjaplantna er breytilegt en almennt má segja að fóðurjurtir hafi kjörsýrustig á bilinu pH 5,5-7,0. Grastegundir þola betur að vaxa í jaðri síns kjörsýrustigs, þó að það hafi nei- kvæð áhrif á vöxt þeirra, heldur en til dæmis belgjurtir, kál (tegundir af krossblómaætt) og bygg. Þær grastegundir sem best þola að vaxa í of súrum jarðvegi eru t.d. snarrót, túnvingull og língresi. Ef góður árangur á að nást í ræktun belgjurta þarf sýrustig að vera yfir pH 6 og helst í pH 6,5 og á þetta líka við um tegundir af krossblómaætt og bygg. Vert er að benda á að vatnsstaða hefur áhrif á vaxtarskilyrði nytjaplantna og ef henni er ábótavant er ekki eingöngu nóg að hækka sýrustig jarðvegs til að bæta vaxtarskil- yrðin og uppskeru. Bygging jarðvegs er almennt stöðugri þegar sýrustig er hátt Sýrustig hefur áhrif á fleira en að- gengi næringarefna. Þannig verður bygging jarðvegs almennt stöðugri þegar sýrustig er hátt þar sem ba- sískara umhverfi skapar aðstæður sem leiða frekar til byggingu samkorna í jarðveginum en þau eru mjög mikilvæg fyrir ræktun- arjarðveg. Sýrustig hefur líka áhrif á virkni örvera í jarðvegi og þannig hafa öfgar í sýrustigi neikvæð áhrif á örveruvirkni jarðvegi sem hefur m.a. áhrif á niðurbrot og losun nær- ingarefna. Mikilvægt er að taka jarðvegs- sýni reglulega svo hægt sé að fylgast með mælanlegum jarðvegs- þáttum og bregðast við ef tilefni er til og þannig koma í veg fyrir vannýtingu áburðarefna og ófull- nægjandi uppskeru. Miklu skiptir að vera sér meðvitaður um áhrif sýrustigs í jarðvegi á ræktun og uppskeru og að jafnvel setja sér markmið til nokkurra ára varðandi kölkun ef hækka þarf sýrustig. Heimildir: • Levini A. Msimbira og Donald L. Smith. 2020. The Roles of Plant Growth Promoting Microbes in Enhancing Plant Tolerance to Acidity and Alkalinity Stresses. Front. Sustain. Food Syst. • Li Yuan, Cui Song, Chang X Scott og Zhang Qingping, 2019. Liming effects on soil p Hand crop yield depend on lime mater- ial type, application method and rate, and crop species: a global meta-analysis. Journal of Soils and Sediments, 19:1393-1406. • Ólafur Arnalds. 2004. Volcani soils of Iceland. Catena, 56, 3-20. • Þorsteinn Guðmundsson. 2018. Jarðvegur – Myndun, vist og nýt- ing. Háskólaútgáfan. • Þorsteinn Guðmundsson. 2003. Náttúruauðlindin jarðvegur. Freyr, 8. Mynd 1. Næringarefni eftir pH gildi. Þórey Gylfadóttir ráðunautur rekstrar- og umhverfissviðs thorey@rml.is Mynd 2. Kjörsýrustig plantna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.