Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 21 byggir að kolun efnisins með hita. Með slíkum aðferðum er hægt að framleiða dísilolíu, bensín, plast og margvísleg önnur efni. Slíkri tækni er talsvert beitt t.d. í Þýskalandi, Bretlandi og víðar með góðum ár- angri. Þjóðverjar nýttu þessa tækni t.d. mikið, m.a. til eldsneytisfram- leiðslu í síðustu heimsstyrjöld. Þá stendur samt eftir sýktur úrgangur og ýmislegur efnaúrgangur sem ekki má urða og einungis er hægt að farga með bruna með mjög háu hitastigi. Einnig steinefni og málmar. Sorporkustöðvar í Evrópu spara brennslu á milljónum tonna af kolum og olíu Babcock & Wilcox er fyrirtæki sem framleiðir sorporkustöðvar. Fyrirtækið nefnir að í Norður- Ameríku séu nú reknar 100 sorporkustöðvar, um 500 í Evrópu og 1.600 í Asíu. Í Evrópu eru nú 50 milljónum tonna af úrgangi breytt árlega í dýrmæta raf- og hitaorku. Með því er 27 milljón Evrópubúum séð fyrir raforku. Samt er enn verið að urða um 50 milljón tonn af sorpi árlega. Um 4 tonn af sorpi jafnast á við orku úr 1 tonni af olíu. Um 2 tonn af sorpi jafnast á við orku sem fæst úr 1 tonni af kolum. Bruni á 50 milljónum tonna af sorpi í sorporkustöð kemur því í stað brennslu á 12,5 milljónum tonna af olíu eða 25 milljónum tonna af kolum á hverju ári. Brennt við mjög háan hita Við brennslu á sorpi undir miklum hita (1.100-1.200°C) er búin til gufa sem síðan er ýmist nýtt til hús- hitunar eða til að framleiða raforku í gufuhverflum. Hitinn í brunanum er lykilatriði til að eyða margvíslegum eiturefnum úr reyknum. Þar er líka hægt að eyða með öruggum hætti margvíslegum efnaúrgangi og smit- uðum dýra hræjum ásamt smitefnum frá sjúkrahúsum. Með efnahvötum við brennsluna er svo hægt að eyða NOx, díoxíni og rokgjörnum vökvum og efnasamböndum úr reyknum. Í öskunni sem verður eftir má svo nýta um 90% af þeim málmum sem eru í sorpinu sem brennt er. Það sem eftir er má síðan nota sem íblöndunarefni í vegagerð. Eitt af leiðandi fyrirtækjum í smíði sorporkustöðvar sem nota „Pyrolysis-tækni“ Samkvæmt gögnum Babcock & Wilcox koma sorporkustöðvar í veg fyrir losun á metangasi sem annars verður til í sorphaugum. Þá minnka þær losun gróðurhúsalofttegunda sem annars verða til við framleiðslu á rafmagni með kolum og olíu. Slíkar stöðvar eru líka sagðar framleiða staðbundna áreiðanlega raf- og hitaorku um leið og þær koma í veg fyrir að sorp hlaðist upp í landfyllingum og skaði grunnvatn, haf og annað umhverfi. Babcock & Wilcox segir sorporkustöðvarnar vera sjálfbærar og hagkvæmar með tilliti til bæði sól- og vindorkustöðva. Sorgarsaga Funa og fleiri íslenskra sorpbrennslustöðva Sorpbrennslunni Funa var lokað um áramótin 2010/2011 í kjölfar þess að díoxínmengun hafði mælst í mjólk frá býli í nágrenni stöðvarinnar. Það voru því í raun sérfræðingar Mjólkursamsölunnar MS sem veltu þeim bolta af stað er þeir voru að rannsaka efnainnihald mjólkur frá viðkomandi sveitabæ, en ekki umhverfisyfirvöld sem áttu lögum samkvæmt að fara með eftirlitshlutverkið. Þá voru eftir þrjár sorpbrennslu- stöðvar sem voru líklega síst skárri. Þar var um að ræða sorpbrennslu í Vestmannaeyjum þar sem díoxín hafði mælst fjórfalt meira en í Funa og á Kirkjubæjarklaustri þar sem díoxínmagnið var mælt tæplega fimmfalt meira en í Funa. Síðan var stöð í Svínafelli í Öræfum þar sem díoxínmengun hafði hreinlega ekki verið mæld. Þá hafði 18 ára starfs- leyfi stöðvarinnar ekki heldur verið endurskoðað. Fordómar hafa haldið aftur af þróuninni á Íslandi Öll umræðan sem spannst út af vandræðagangi í sorpbrennslu á Íslandi setti ráðamenn í mikla vörn og skapaði fordóma gagnvart þeim möguleikum sem falist gætu í að umbreyta sorpi í orku í fullkomnum brennslustöðvum. Vegna þessara fordóma hafa Íslendingar setið eftir og eru nú miklir eftirbátar hinna Norðurlandaþjóðanna í þeim efnum og hreinlega til skammar í samfélagi Evrópuþjóða hvað varðar meðferð á sorpi. Nær öll sorpbrennsla lagðist því af að Kölku í Helguvík undan- skilinni, en þess í stað er sorp nú urðað í stórum stíl á 23 urðunar- stöðum auk þess sem mikið magn af „endurvinnslusorpi“ hefur verið flutt til útlanda og þá að stórum hluta til brennslu í orkuvinnslustöðvum. Talsverðu af íslensku plasti hefur þó líka verið brennt á ruslahaugum. Það er sem sagt allt í lagi að brenna íslensku rusli í stórum stíl, en bara ef það er gert þar sem við sjáum það ekki í útlöndum og að það sé kallað endurvinnsla. Hugmynd um stóra og fullkomna sorporkustöð á Vestfjörðum Nokkur vonarglæta kviknaði að eitthvað færi að gerast í þessum málum hérlendis þegar grein birtist í Bændablaðinu 9. maí 2018 eftir Edvarð Júlíus Sólnes, verkfræðing, prófessor og fyrrum umhverfis- ráðherra, Stefán Guðsteinsson skipatæknifræðing og Braga Má Valgeirsson vélfræðing um sorp- orku. Var hún undir fyrirsögninni „Fullkomin sorpbrennslustöð verði reist til orkuframleiðslu á Vest- fjörðum“. Hugmynd þremenninganna gekk út á að stöðin yrði mjög tæknilega fullkomin, byggð skv. ströngustu reglum Evrópusambandsins í lík- ingu við þær stöðvar sem nýlega hafa verið teknar í notkun á Norðurlöndunum, m.a. á Amager, nærri miðborg Kaupmannahafnar. Um er að ræða háhitabrennslu (um 1100 til 1200°C) með mjög fullkomnum mengunarvarnabúnaði, þannig að loftmengun er í lágmarki og margfalt minni en frá urðuðu sorpi. Hugmynd þeirra félaga um Vestfirði sem ákjósanlegan stað byggðist ekki síst á þeirri staðreynd að þar er raforkuöryggi langminnst á landinu. Mikil verðmæti geta falist í 230 þúsund tonnum af sorpi Talið er að um 220–230.000 tonn af sorpi falli til á Íslandi árlega, en í þessu „vandamáli“ geta líka falist mikil verðmæti fyrir þjóð- ina. Stærstu urðunarstaðirnir eru á Vesturlandi, í landi Fíflholts á Mýrum, sem hefur haft heimild fyrir urðun á um 15.000 tonnum á ári. Einnig í landi Reykjavíkurborgar í Álfsnesi sem má urða allt að 120.000 tonn á ári. Þriðji stóri urðunarstað- urinn er svo í Stekkjarvík, rétt norðan við Blönduós, sem tekur við sorpi frá öllum sveitarfélögum á Norðurlandi. Þar getur verið um að ræða 30.000 tonn á ári. Nýja dýra sorpeyðingarstöðin GAJA í Álfsnesi mun ekki leysa þann vanda sem við er að kljást á höfuðborgarsvæðinu nema að hluta. Áfram verður óendurnýtanlegt plast, málmar, steinefni og hættuleg- ur úrgangur vandamál og vandinn sendur með skipum með tilheyr- andi kolefnisspori til Svíþjóðar til eyðingar. Þar er plastinu að stærst- um hluta brennt í sams konar stöðv- um og hægt væri að reka á Íslandi. Sorporkustöð þarf ákveðið lág- mark af sorpi á ári til að geta starfað eðlilega allan sólarhringinn. Svona stöðvar keyra menn einfaldlega ekki á venjulegum skrifstofutíma, því töluverð mengun getur skapast á uppkeyrslutíma sem og við niður- keyrslu á brunanum. Því er lykilat- riði út frá umhverfissjónarmiðum að bruninn sé stöðugur allan sól- arhringinn. Nýta þarf alla möguleika Í dag spyrja menn sig hvað hafi breyst. Vissulega er komin í gang flott endurvinnsla á hluta af því plasti sem til fellur, m.a. frá land- búnaði. Það er í gegnum fyrirtækið Pure North Recycling í Hveragerði. Fyrirtækið endurvinnur plast með ,,grænni orku“ það er gufuorku og raforku frá gufuaflsvirkjun með það að markmiði að fullvinnslan skilji eftir sig sem minnst eða ekkert kolefnisspor. Í dag er Pure North Recycling eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu. Vinnsluaðferðin er einstök á heims- vísu þar sem jarðvarminn er nýttur í vinnsluna sem bæði gerir ferlið umhverfisvænna og rekstrarkostn- aður er lægri. Þar er plastúrgangi breytt í plastperlur sem seldar eru til framleiðslu á nýjum plastvörum hér á landi og erlendis. Fyrirtækið er fjögurra ára gam- alt og endurvinnur megnið af því heyrúlluplasti sem til fellur á Íslandi, eða um 2000 tonn á ári. Pure North Recycling er að taka sín fyrstu skref í endurvinnslu á harðplasti og stefnir að því að endurvinna að auki umbúðaplast en 95% af óendurunnu umbúðaplasti er flutt úr landi. Það er því til mikils að vinna en áætlað er að fyrir hvert tonn sem endurunnið er af plasti sparist um 1,8 tonn af olíu. Endurvinnslustöðin GAJA er líka stór, en dýr áfangi í þessu ferli. Þar verður hægt að framleiða metnagaseldsneyti úr sorpi og moltu til jarðvegsgerðar. Bæði þessi fyr- irtæki eru mikilvægur áfangi, en hvorugt dugar þó til að klára það verkefni sem fyrir höndum er, að eyða öllu sorpi án þess að koma þurfi til urðunar. Sorporkustöð gerir það svo sem ekki heldur, en hún gengur þó skrefi lengra en flestar aðrar lausnir. Þar munu alltaf falla til málmar og steinefni eins og í öðrum þekktum sorpeyðingar- og endur- vinnslulausnum. Málmana er hægt að endurnýta og steinefnin má líka endurnýta í landfyllingar og fleira. Tíminn hleypur frá okkur og þöggun leysir ekki vandann Það virðist því ljóst að engin ein lausn getur leyst vandann við eyðingu á sorpi, heldur þarf að hafa opinn huga fyrir öllum möguleikum. Tæknin til þess er vel þekkt og þraut- reynd og því ekki þörf á að finna upp hjólið. Þar er tíminn ekki að vinna með okkur Íslendingum. Áhyggjur Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitar- stjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sýna að það er löngu tímabært að stjórnvöld marki nú þegar ákveðna framkvæmdastefnu án frekari mála- lenginga. Ekki veitir af að klára þetta verk- efni því önnur risastór og mjög fjár- frek verkefni blasa þegar við okkur Íslendingum. Það er meðhöndlun á skólpi. Þar eru Íslendingar sannarlega miklir eftirbátar flestra Evrópuþjóða. Á sama tíma stæra menn sig af fisk- veiðum úr hreinum og „ómenguð- um” sjó. Það versta sem við gætum gert í þeim efnum er að þagga málið niður eins og sagan sýnir að gert hefur verið hvað eftir annað í sorp- málum Íslendinga. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Kwinanna soprbrennslustöðin sem hönnuð var fyrir Ástrali. Þar hafa menn horft fram á mikinn vanda eftir að Kínverjar hættu að taka við sorpi frá þeim til endurvinnslu. Áætlað er á árinu 250 muni um 100 milljón tonn af sorpi falla til í Ástralíu. Í dag fer um 1 tonn af sorpi að meðaltali á ári í urðun frá hverjum einasta íbúa Ástralíu á meðan Svíar eru sagðir urða um 3 kg á mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.