Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202026 UMHVERFI&LÝÐHEILSA Fimmtudaginn 12. nóvember stóð Fagráð í lífrænum búskap fyrir málþinginu Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa. Málþingið var haldið með fjarfundarfyr- irkomulagi, en fundarstjóri var Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rekt- or Land búnaðarháskóla Íslands. Fjallað var um ýmsar hliðar á líf- rænni ræktun og umhverfis málum; jarðvegsgerðir og kol efnis bindingu, lífrænan áburð, möguleika lífrænt vottaðra íslenskra afurða – og heil- næmi þeirra – og hagnýt atriði varðandi aðlögun að lífrænum búskap. Samhljómur var í fyrirlesurum um að brýn þörf sé á betri nýtingu lífrænna úrgangsefna. Meiri kolefnisbinding í lífrænni ræktun Þorsteinn Guðmundsson, doktor í jarðvegsfræði frá Háskólanum í Aberdeen og prófessor við LbhÍ, tók fyrstur til máls. Hann fór yfir nokkrar rannsóknir sem geta gefið vísbendingar um hvort kolefnisbinding sé meiri í jarðvegi í lífrænni ræktun samanborið við hefðbundna ræktun. Hann sagði að nánast engar íslenskar rann- sóknir væru til um þessi mál og erlendar rannsóknir hafi aðal- lega beinst að akurlendi, en ekki túnum. Erlend yfirlitsgrein frá 2012, sem Þorsteinn vísaði til, sýndi að lífrænt kolefni var heldur meira í tilraunareitum í lífrænni ræktun samanborið við hefðbundna ræktun. Meira hafði bundist jarðveginum og lífrænt efni jókst. Hann segir að hafa beri í huga að yfirleitt sé það þannig að mun minna lífrænt efni sé í góðum jarðvegi erlendis en almennt á Íslandi. Í þessari rann- sókn sé hlutfallið 3,5 til 4,5 prósent – en það sé oft10 til 20 prósent á Íslandi. Önnur rannsókn sem Þorsteinn greindi frá sýndi að uppsöfnun kolefnis væri mjög mikil yfir langan tíma, með búfjáráburði einum saman, en fór heldur hnignandi til langs tíma í hefðbundinni áburðargjöf með tilbúnum áburði. Þorsteinn segir ljóst af rannsókn- um að með lífrænum áburði muni fást meira jarðvegslíf, betri húmus, og dreifingu á meiri dýpt. Auk líf- ræns áburðar væri ákjósanlegt að nota smára eða lúpínu. Með líf- rænum áburði megi búast við álíka mikilli eða meiri bindingu á kolefni en fengist hefur með notkun tilbúins áburðar. Hann segir að með lífrænni rækt- un í móajarðvegi á Íslandi megi búast við að kolefnismagn aukist en eins og erlendis sé rétt að gera ráð fyrir að hámarki sé náð, trúlega eftir einhverja áratugi. Tilraunir sem hafa verið gerðar á Sámsstöðum, Akureyri og á Skriðuklaustri með tilbúinn áburð sýni fram á þetta og væntanlega myndi enn meira safn- ast upp ef lífrænn áburður væri notaður. Engar rannsóknir til hér á landi um akurlendi Engar rannsóknir hér á landi eru til, til að segja við hverju megi búast varðandi akurlendi. Varðandi mýrarjarðveg, sem er lífrænn jarðvegur og með mjög mikið kolefni bundið, er meira bundið í neðri lögunum. Til að draga úr losun er hægt að hækka grunnvatnsstöðu. Í mýrum er málið að draga úr eða stoppa losun á gróðurhúsalofttegundum og greindi hann frá erlendum rannsóknum þar sem þetta er gert, grunnvatnsstöðu er haldið hárri en landið jafnframt nýtt. Þorsteinn greindi frá íslenskri rannsókn þar sem samanburður á örveruvirkni í reitum með tilbúnum áburði og á reit með sauðataði til fjölda ára var gerður. Mest örveruvirkni og umsetning var í sauðataðsreitunum. Tilraun gerð á Hvanneyri og sýnir ekki marktækan mun á kolefnishlutfalli í jarðvegi, uppskera þó mest í sauðataðsreitunum. Í annarri rannsókn þar sem borin voru saman jarðvegur á lífrænu búi og á hefðbundnu búi kom í ljós að örveruvirkni var einnig mest þar sem túnin voru í lífrænni ræktun. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður úr erlendum rannsóknum. Í svari við fyrirspurn Ragnheiðar fundarstjóra, varðandi rannsóknir sem ætti að ráðast í, mælir Þorsteinn með því að hluti af starfsemi LbhÍ verði tekinn undir rannsóknir á lífrænni ræktun, að rannsóknir verði gerðar í jarðrækt og helst langtíma rannsóknir. Hringrás lífræns úrgangs Cornelis Aart Meijles er umhverfis- verkfræðingur og sérfræðingur hjá Ráðgjafar miðstöð landbúnaðarins í hringrásarhagkerfum. Hann ræddi aðallega um mikilvægi þess að koma hinu mikla magni af lífrænum úr- gangi, sem ekki er nýtt í dag, inn í hringrásina. Hann lagði upp með þá staðreynd að Íslands hefði mikla sérstöðu í lífrænum landbúnaði því þar eru verðmæti sköpuð úr öllum auðlindum landsins; villtri náttúru og líffjölbreytileika, jarðvegi, köldu og heitu vatni, grænni raforku, kolsýru, menningu og þekkingu. Hins vegar vantar að hans sögn heimafengin næringarefni sem hráefni, áburðarefnin og lífrænan úrgang sem er undirstöðuáburður fyrir lífræna ræktun. Það þarf nefnilega að huga að því að næra jarðvegslífið líka, ekki bara plöntulífið, og þar með talið kolefni. Cornelis segir að með því að binda koltvísýring í lífmassa og koma honum fyrir í jarðvegi, megi binda meira kolefni varanlega sem „húmus“ í jarðveg (sem inniheldur lífverur eins og bakteríur, örverur, sveppi, orma). Eitt prósent meira „húmus“ í jarðvegi þýðir 70 tonna meiri koltvísýringsbindingu á hektara. Það séu einmitt mjög góðir möguleikar í lífrænni ræktun, með nýtingu á lífrænum úrgangi, að auka þetta húmus og binda meira kolefni. Síðan nefndi hann önnur dæmi um það hvernig binda mætti meira kolefni; í skógrækt með bindingu í trjám, nytjavið og jarðvegi, í landgræðslu með bindingu í plöntum og jarðvegi, í landbúnaði með bindingu í plöntum, matvælum og jarðvegi. Síðan tók hann frekari dæmi um möguleika í landbúnaði; með sinubruna (sem væri reyndar ekki vel séður í dag), moltugerð, lífkol (biochar) beint sem kolefnisgjöf eða óbeint með dýrafóðri, og svo með fyrirbærinu bokashi sem er aðferð við gerjun lífræns úrgangs til að varðveita öll næringarefnin, þar með talið kolefni. Hann tók svo talsverðan tíma til að útlista frekar þennan möguleika sem að hans mati myndi henta mjög vel við íslenskar aðstæður. Bokashi-aðferðin gæti verið leið til að framleiða nægan lífrænan áburð Bokashi aðferðin tekur um sex til átta vikur við 30-40 gráður, nota má lífræn efni sem falla til staðbundið, búa til heimafenginn áburð og jarðvegsbæti – og loka þannig hringrásinni. Þetta er leið sem getur gengið fyrir heimili, bóndabýli, byggðir eða sveitarfélög. Kalki, örverublöndu og leir er blandað saman við úrganginn og síðan er þetta látið vera við loftfirrðar aðstæður, til dæmis undir plasti, þar til gerjunarferlinu er lokið. Afurðin er vel niðurbrjótanleg af jarðvegslífi – og ekki til betra fóður fyrir orma, að sögn Cornelisar. Kostir bokashi-aðferðar eru þannig fjölmargir. Þetta er fremur ódýr aðferð miðað við aðra meðhöndlun. Hægt er að gera þetta innandyra sem úti og ekkert tap er á kolefni eða öðrum næringarefnum í ferlinu og það er nánast lyktarlaust. Það er óháð veðráttu þar sem verkunin fer fram undir plasti. Efnið er tilbúið eftir sex til átta vikur og má geyma lengi og auð- veldlega, án taps á gæðum, þangað til efninu verður dreift á ræktarland. Cornelis hefur reiknað út kostnað af aðferðinni vegna aðfanga, skatta og tolla og mun hann vera um sjö þús- und krónur á hvert tonn. Hugsanlegt er hins vegar að verðið komi til með að lækka ef meira magn aðfanga verður flutt inn. Minna magn lífræns hráefnis megi vinna í fötum eða Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki á málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Styrkirnir eru ætlaðir til verkefna sem efla atvinnulíf og nýsköpun. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2020. Umsóknir berist rafrænt í gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Allar nánari upplýsingar á anr.is Styrkir til verkefna og viðburða Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is lífræna ræktun Þorsteinn Guðmundsson, doktor í jarðvegsfræði frá Háskólanum í Aberdeen og prófessor við LbhÍ, fjallaði um kolefnisbindingu, áburðargjöf og lífræna ræktun. Cornelis Aart Meijles, umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í hringrásarhag- kerfum, fjallaði um kolefnisbindingu og lífrænan áburð. Skjámyndir af fjarfundi á vefnum Gunnþór Guðfinnsson, garðyrkjumaður í Skaftholti, greindi frá aðalatriðunum í búskapnum á bænum sem er lífrænt vottaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.