Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 39 „Skógrækt á lögbýlum“, áður „Landshlutaverkefni í skógrækt“, er verkefni sem Skógræktin hefur umsjón með og veitir landeigend­ um um land allt tækifæri til að rækta skóg. Að minnsta kosti 640 jarðir eru samningsbundnar Skóg­ ræktinni, en þessum samningum fjölgar stöðugt. Markmiðin eru ýmiss konar, fyrst og fremst að byggja upp nýja skógarauðlind, binda kolefni, skapa atvinnu, styrkja byggð á landsbyggðinni, og að auka lífsgæði fyrir bæði núver­ andi og komandi kynslóðir. Eflingu skógræktar má rökstyðja á margan hátt, en kolefnisbinding er ein þeirra röksemda og af mörgum talin sú mikilvægasta. Loftslagsváin og viðbrögð við henni er ein stærsta áskorun 21. aldar, og skógrækt er ómissandi aðferð til að draga úr gróðurhúsalofttegundum eins og kemur fram í Aðgerðaáætlun rík­ isstjórnarinnar í Loftslagsmálum. Mikilvægt er að nægt fjármagn fylgi eftir eflingu skógræktar og til þeirra sem rækta skóginn; bændurnir, aðrir landeigendurnir og áhugasamt fólk sem gegnir lykilhlutverki með því að leggja til sitt land og útvega sér og öðrum vinnu um leið. Framlög til skógrækt á lögbýlum voru 27% lægri 2019 en þau voru árið 2007 Framlög til skógarbænda saman­ standa aðallega af framlagi til plöntukaupa, gróðursetningar, girðingavinnu og umhirðu skóga eins og snemmgrisjun. Á meðfylgj­ andi grafi sýna súlurnar framlög til skógræktar á lögbýlum síðastliðin 12 ár. Þrátt fyrir lítils háttar aukn­ ingu milli 2018 og 2019 má sjá að framlög hafa lækkað síðan 2007. Til dæmis voru framlög fyrir árið 2019 u.þ.b. 27% lægri en þau voru árið 2007. Þar sem hér er ekki tekið til­ lit til þróunar vísitölu neysluverðs má gefa sér að raunlækkun sé enn meiri. Afleiðing af þessu er til dæmis að fjöldi trjáplantna sem hægt væri að gróðursetja hefur dregist saman, meðal annars vegna verðhækkana plantna á tímabilinu. Stórfelld fækkun gróðursettra plantna á lögbýlum Gróðursettum plöntum hefur fækkað um helming á tímabilinu eins og sjá má á línu á meðfylgjandi grafi. Lækkun framlaga hefur haft afgerandi áhrif, t.a.m. á plöntuframleiðendur. Plöntuframleiðendum fækkaði og nokkrir fóru í þrot. Framboð á trjá­ plöntum breyttist fyrir vikið. Frá 2017 og 2019 jókst plöntufjöldi um u.þ.b. 11%, sem er allt of lítið. Grundvöllur aukinnar gróðursetningar fellst í tryggu plöntuframboði. Plöntuframleiðendur þurfa að skipuleggja sig fram í tímann og til þess þarf að vera tryggt fjár­ magn í verkefnið. Fólk hefur áhuga á skógrækt og til að efla skógrækt eru auknar fjárveitingar nauðsynlegar Margir, þar á meðal bændur og aðrir landeigendur, hafa áhuga á skógrækt. Hjá Skógrækinni er mikil eftirspurn eftir samningum og fjölgar jörðum með samning ört á milli ára. Samningsbundið land sem bíður til skógræktar verður því sífellt stærra. Það er því augljóst að ekki vantar áhuga fólks á að efla skóg­ rækt á landinu, það vantar meira fé. Væntanlegur framlög fyrir árið 2020 er hærri en fyrir árið 2019 og gert er ráð fyrir áframhaldandi aukn­ ingu árið 2021. Þessari þróun verður að halda áfram. Með því að auka fjárveitingar til skógræktar til auk­ innar gróðursetningar eykst kolefn­ isbinding í skógum á Íslandi. Auk þess að byggja upp skógarauðlind og ekki síst auka atvinnu fyrir bæði núverandi og komandi kynslóðir. Þess vegna er mikilvægt að fjárfesta í skógrækt. Fyrir hönd Landssamtaka skógareigenda, Naomi Bos MS í búvísindum, formaður Félags skógarbænda á Vestfjörðum og stjórnarmaður LSE Hlynur Gauti Sigurðsson framkvæmdastjóri LSE Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ALTERNATORAR í flestar gerðir dráttarvéla FÖGUR ER SVEITIN Eru gömlu byggingarnar orðnar vandamál? Stafar af þeim fokhætta? Eru þær lýti á umhverfinu? Eða viltu losna við fasteignagjöldin? Við bjóðum upp á teymi sem getur leyst þessi mál frá A-Ö, eða eftir nánara samkomulagi. Við sjáum um: Öll samskipti við skipulags- og byggingarsvið viðkomandi sveitarfélaga, öflun leyfa og skil á nauðsynlegum gögnum. Samskipti við viðkomandi veitustofnanir vegna aftenginga á heimtaugum. Rif á byggingum, flokkun úrgangs og viðeigandi förgun. Frágang á yfirborði eftir óskum viðskiptavinar. HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU TILBOÐ Í VERKIÐ! 893 3960 beggi@hofdavelar.is LANDSSAMTÖK SKÓGAREIGENDA Þróun framlaga til skógræktar á lögbýlum Grafið sýnir framlög til skógræktar á lögbýlum í milljónum króna (bláu súlurnar) og fjölda gróðursettra trjáplantna á lögbýlum (rauða línan) á hverju ári milli 2007 og 2019. Grafið var unnið af Naomi Bos og byggir á gögnum úr ársritum Skógræktarinnar (árin 2016-2019) og ársskýrslum landshlutaverkefnanna (árin 2007-2015). LESENDABÁS Ósanngjarn og stefnu- laus kolefnisskattur Kolefnisskattur er nýr skattur á Íslandi. Hann er lagður á jarðefna­ eldsneyti og á að draga úr útblæstri og hvetja til orkuskipta í samgöng­ um. Skatturinn mun hækka um áramótin og verður 11,75 krónur á hvern lítra af díselolíu og 10,25 krónur á bensíni, sem síðan hefur áhrif til hækkunar verðbólgu. Flutningskostnaður hækkar og um leið verð vöru og þjónustu. Skatturinn hefur hækkað veru­ lega í tíð þessarar ríkisstjórnar. Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobs­ dóttur tók við völdum skilaði skatturinn 3,5 milljörðum á ári. Á þessu ári er hann rúmir 6 milljarð­ ar. Hækkunin hefur haft neikvæð áhrif fyrir heimilin og atvinnulífið í landinu. Einkum tvennt gerir það að verk­ um að þessi skattur er ósanngjarn og stefnulaus. Hann er ósanngjarn vegna þess að honum er ekki jafnað niður á landsmenn með sanngjörnum hætti, hann bitnar sérstaklega á efnaminna fólki og landsbyggðinni. Í öðru lagi er hann stefnulaus. Hann er settur á í þágu loftslagsmála til að uppfylla skuldbindingar Íslands í loftslags­ málum en skatttekjurnar eru ekki merktar aðgerðum í loftslagsmálum sérstaklega og aðeins hluti þeirra rennur þangað. Umhverfisráðherra hefur viður kennt í skriflegu svari við fyrirspurn á Alþingi að ekki er hægt að segja til um það hvaða árangri skattheimtan er að skila. Skýrsla Hagfræðistofnunar áfellisdómur fyrir ríkisstjórnina Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um áhrif kolefnisgjalds á eldsneytisnotkun heimilanna. Margt athyglisvert kemur fram í skýrslunni og vekur undrun hversu litla athygli fjöl­ miðlar hafa sýnt henni. – Helstu niðurstöður eru þessar: 1. Skatturinn bitnar á efnalitlu fólki og hefur neikvæð áhrif á kjör þeirra og neyslu. 2. Rökstyðja þarf betur hvers vegna skatturinn er lagður á. 3. Skatturinn þarf að vera mjög hár til þess að virka. 4. Landsframleiðsla og atvinna minnkar eftir að kolefnisskattur­ inn er lagður á. Skýrslan er áfellisdómur yfir kolefnis skattastefnu ríkisstjórnar­ innar og staðfestir það sem Mið­ flokkurinn hefur ávallt sagt um þennan skatt. Það er ekki forsvaranlegt að leggja skatt á almenning með þess­ um hætti þegar árangurinn er enginn og hann bitnar verst á tekjulágu fólki og íbúum á landsbyggðinni. Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Birgir Þórarinsson. Bænda 3. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.