Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 41 Aðalfundur Landssamtaka sauð­ fjárbænda fór fram í gegnum fjarfundarbúnað fimmtudaginn 12. nóvember. Alls áttu sæti á fundinum 39 fulltrúar. Fundar­ störf gengu vel fyrir sig og er það ekki síst að þakka þeim aðilum sem lögðu hönd á plóg við undir­ búning og framkvæmda fundar­ ins. Stjórn LS vill ítreka þakkir til fundarmanna og allra sem að framkvæmd hans komu. Stjórn LS starfsárið 2020-2021 skipa Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður, Gunnar Þórarinsson, Einar Guðmann Örnólfsson, Trausti Hjálmarsson og Ásta F. Flosadóttir. Trausti hlaut endur- kjör sem fulltrúi í S hólfi og Ásta var kosin ný inn í stjórn í stað Böðvars Baldursson sem fulltrúi í NA hólfi. Böðvar var að ljúka þeim tíma sem hann mátti sitja í stjórn. LS þakka Böðvari innilega fyrir hans löngu og farsælu stjórn- arsetu og býður Ástu velkomna til starfa. Í varastjórn voru kosin Sigvaldi H. Ragnarsson, Hulda Brynjólfsdóttir og Birgir Haraldsson. Fundurinn var haldinn með breyttu sniði frá því sem verið hefur. Fundarformið var einfaldað og fundartíminn styttur. Mál voru ekki tekin fyrir í nefndum heldur fóru fram almennar umræður um tillögur sem stjórn lagði fyrir fundinn. Félagskerfi bænda Á fundinum var til umræðu félags- kerfi landbúnaðarins og var sam- þykkt ályktun sem styður við þær tillögur sem Bændasamtökin hafa lagt fram um breytingar á félagskerfi bænda. Sú tillaga byggir á einum öflugum hagsmunasamtökum með beinni aðild félagsmanna og veltu- tengdu félagsgjaldi. Eftir umræðu um afkomu sauð- fjárbænda var samþykkt tillaga um að vinna að aðgerðaráætlun í sam- vinnu við stjórnvöld sem byggir á því að efla afkomuvöktun greinarinnar, stuðla að hagræðingu í rekstri afurða- stöðva og fara í aðgerðir sem stuðla að aukinni framlegð í sauðfjárbúskap og úrvinnslu sauðfjárafurða. Ályktað um tollamál Fundurinn ályktaði um tollamál og er skorað á ríkisstjórn Íslands að taka til endurskoðunar framkvæmd tollverndar íslenskra landbúnaðarvara með því að endurskoða tollasamning við Evrópusambandið, endurskoða úthlutunaraðferð á tollkvótum, rannsaka og gera úrbætur á tollskráningu og eftirliti. Þá leggur fundurinn til að innflutningur á lambakjöti verði bannaður til að neytendur verði verndaðir fyrir svindli á uppruna lambakjöts. Talsverðar umræður urðu um niðurskurð vegna riðu. Í umræðum kom fram að mikilvægt er að vinnu við endurskoðun reglugerðar um útrýmingu á riðuveiki verði flýtt og að tekið verði tillit til þeirrar vinnu þegar gerðir verða samningar við þá bændur sem standa frammi fyrir niðurskurði. Eftirfarandi ályktun var samþykkt: Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2020, skorar á rík- isstjórn Íslands að nú þegar verði gerð endurskoðun á reglugerð nr. 651/2001 um útrýmingu á riðu- veiki og bætur vegna niðurskurð- ar. Niðurskurður vegna riðu á einstökum bæjum er til hagsbóta fyrir heildina og markmiðið á að vera að fjárhagsskaði eigi ekki að fylgja niðurskurði hjá bændum og bætur eiga að miðast við það. Þá skal bændum sem lenda í riðuniður- skurði vera tryggður talsmaður hjá Bændasamtökunum og/eða RML til aðstoðar við samninga um riðubætur. Jafnframt að sú endur- skoðun verði höfð til grundvallar þegar kemur að því að semja um bætur við þá bændur sem nú standa frammi fyrir niðurskurði vegna riðu í Tröllaskagahólfi í ljósi þess að Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtök Íslands hafa ýtt á eftir nauðsynlegri endurskoðun reglugerðarinnar í nokkur misseri. Fyrirhugað er að aðalfundur 2021 verði haldinn dagana 25.–26. mars 2021 og er stjórn heimilt að flýta fundi eða breyta fundarformi ef þörf krefur. Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda Aðalfundur LS 2020 - merkt framleiðsla yfir 30 ára reynsla á Íslandi• hurðir úr áli — engin ryðmyndun• hámarks einangrun• styrkur, gæði og ending — langur líftími• háþróuð tækni og meira öryggi• möguleiki á ryðfríri útfærslu• lægri kostnaður þegar fram líða stundir• Sveigjanlegar lausnir og fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga. IÐNAÐAR- OG BÍLSKÚRSHURÐIR idex.is - sími: 412 1700 Byggðu til framtíðar með hurðum frá Idex Iðnaðar- og bílskúrshurðir úr áli Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 RÚÐUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÁBÆR VERÐ John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson LANDSSAMTÖK SKÓGAREIGENDA Ýmsar leiðir eru til að binda kolefni og jafna koltví­ sýringslosun frá athöfnum okkar og starfsemi. En mikil­ vægt er að allir geti treyst því að sú kolefn­ isjöfnun sem auglýst er hafi raunverulega farið fram. Þess vegna er nauðsynlegt að kolefnis­ jöfnun sé vottuð. Ef leitað er eftir kolefn- isbindingu með skógrækt til að kolefnisjafna rekstur fyrirtækis er mikilvægt að átta sig á mun- inum á vottaðri kolefnisbindingu og því að greiða fyrir kolefnisbindingu án vottunar. Hver er eiginlega munurinn á þessu tvennu og af hverju er svona mikilvægt að votta kolefnisbindingu? Hvað er vottun og hvað á ég að velja? Til að tryggt sé að kolefnisbinding sé raunveruleg gera vottunarstaðlar eftirfarandi kröfur: • Varanleiki (e. Permanence) Tryggt sé að kolefni sem tekið hefur verið úr andrúmsloftinu og geymt í skógi sé bundið þar í þann skilgreinda tíma sem ver- kefnið lofar. • Viðbót (e. Additionality) Verkefni er „viðbót“ ef það og tilheyrandi aðgerðir eru ekki áskildar í lögum og hefðu ekki orðið að veruleika án viðkom- andi verkefnis. • Kolefnisleki (e. Leakage) Losun koltvísýrings sem til- heyrir ekki bókhaldi viðkom- andi verkefnis en verður þó til af völdum þess. Dæmi um þetta getur verið landbúnað- arstarfsemi sem færð er frá einum stað til annars og veldur þar skógareyðingu eða þyngri nytjum á skóglausu landi. Þá er mikilvægt að ekki verði til tvítalning (e. Double-counting) á kolefnisein- ingum þegar kemur að því að nota kolefnisbindingu til að jafna á móti losun þannig að enginn vafi leiki á fullyrðingum um kolefnishlutleysi. Þetta er tryggt með því að skrá kolefniseiningar í sérstaka kolefnis- skrá. Í kolefnisskránni er haldið utan um inneign, viðskipti og afskrán­ ingu á vottuðum kolefniseiningum. Kolefnisverkefni skulu tryggja að kolefnisbinding sé vottuð sam- kvæmt viðurkenndum stöðlum s.s. Skógarkolefni, VERRA - Verified Carbon Standard (VCS) eða Gold Standard. Þetta eru óháðir staðlar sem hafa verið samdir af óháðum þriðja aðila. Vottun er strangt ferli sem veitir sjálfstæða staðfestingu á losun og tryggir að kolefnisjöfn- un þín sé raunveruleg og varan- leg. Gæði kolefniseininga verða því ekki tryggð nema með vottun frá slíkum aðila. Þegar þú velur kolefnisbindingu skaltu leita að annað hvort vottuðum eða a.m.k. staðfestum verkefnum til að tryggja gæði fjárfestingar þinnar og að um ósvikna kolefnisbindingu sé að ræða. Verkefni sem selja kolefn- isbindingu án vottunar veita ekki næga tryggingu fyrir því að kolefn- isbindingin sé raunveruleg. Það þýðir að allar fullyrðingar um kolefnishlutleysi eru óstaðfestar og þar með er ekki hægt að sýna fram á með óyggjandi hætti að kolefnisbindingin hafi farið fram. Þetta getur leitt til þess að fyrirtæki sem keypt hafa óvottaðar kolefnis- einingar komast að því síðar að fjár- festing þeirra er ekki ósvikin. Ef svo reynist nýtast þessi útgjöld ekki til kolefnisjöfnunar í loftslagsbókhaldi fyrirtækisins. Þó að það kunni að virðast fjár- hagslega skynsamlegt að kaupa óstaðfesta kolefnisbindingu, sérstak- lega ef umrætt verkefni lítur út fyrir að vera raunverulegt, þá er mögulegt að til verði „fölsk eign“. Ef fyrirtæki hefur haldið fram kolefnishlutleysi við viðskiptavini sína og samfélagið allt en svo kemur upp úr dúrnum að fullyrðingarnar reynast rangar getur það valdið fyrirtækinu álitshnekki og ómældu fjárhagslegu tjóni. Enn fremur má segja, að með því að kaupa óstaðfesta kolefnisbindingu sé verið að koma í veg fyrir að fé renni til vottaðra verkefna sem tryggja að viðkomandi aðgerð hafi raunveru- legan loftlagslagsávinning. Gunnlaugur Guðjónsson Skógræktin Af hverju að votta kolefnisbindingu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.