Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202050 BÆKUR& MENNING Bókaútgáfan Hólar hefur endurútgefið bókina Látra- Björg eftir Helga Jónsson frá Þverá í Dalsmynni (1890–1969), en hún kom í fyrra skiptið út árið 1949. Í formála bókarinnar er haft eftir Birni Ingólfssyni, fyrrum skólastjóra á Grenivík, að þær hafi ekki verið margar konurnar sem stóðu upp úr í fjöldanum ef litið er til fyrri alda. „Þær voru þó til og minningu þeirra þarf að halda á lofti. Sú sem hér er til umfjöllunar var ekki venjuleg kona. Hún storkaði valdinu og lét hvorki háa né lága eiga nokkuð hjá sér, lét aldrei í minni pokann fyrir neinum.“ Dularfyllsti rithöfundur Íslandssögunnar Í bókinni eru saman komin öll helstu kvæði Látra-Bjargar og um leið skýringar Helga Jónssonar frá Þverá í Dalsmynni og samantekt hans á æviferli hennar, en Helgi var einhver dularfyllsti rithöfundur Íslandssögunnar. Í sérstökum viðauka er svo að finna Látrabréfið sem líkur eru á að sé eini varðveitti prósatextinn eftir Látra-Björgu, einhver kynngimagnaðasti orðagaldur sem um getur, sagður hafa fundist á skemmuvegg á Látrum árið 1740. Látur, ysti bær á Látraströnd Sögusviðið bókarinnar er að stærstum hluta Látur, ysti bær á Látraströnd. Á Látraströnd og í Fjörðum, ystu byggðum Gjögraskaga, sem nú eru löngu farnar í eyði, voru á þessum tíma oft um 200 manns á 20 bæjum. Bærinn á Látrum var samt afskekktur, jafnvel á þeirra tíma mælikvarða. Þaðan voru 7 km í Grímsnes og 9 km í Keflavík og gat orðið ófært í báðar áttir vikum saman yfir veturinn. „Lífið byrjaði snemma að sýna Björgu í tvo heimana. Barn að aldri stóð hún uppi ein meðal vandalausra á þessum afskekkta bæ á Látraströnd, skilin eftir og faðir hennar farinn. Hún hafði þá dvalið á þessu heimili með honum í þrjú ár og þekkti heimilisfólkið. Það þekkti hana ekki síður. Einhverjar töggur hefur það séð í þessu níu ára stúlkubarni, annars hefði hún verið send umsvifalaust yfir um fjörð á sína heimasveit. Á Látrum átti hún heima alla tíð síðan þótt hún færi víða á flakki sínu seinni hluta ævinnar enda festist nafn bæjarins við hennar. Látra-Björg. Björg var ekki af kotungum komin, báðir afar hennar voru prestar og í ættum hennar er að finna stórbændur, presta og sýslumenn. Menntastétt þjóðarinnar. Faðir hennar, Einar Sæmundsson stúdent, var skáld gott en með óeirð í blóðinu og er að sjá að Björg hafi erft hvort tveggja.“ Samtíðarmenn hennar óttuðust hana Látra-Björg (1716-1784), var kraftaskáld, sjómaður, flökkukona og goðsögn í lifanda lífi og ráðgáta eftir að hún lést á vergangi í móðuharðindunum. Samtíðarmenn hennar óttuðust hana. Með kvæðum sínum var hún sögð geta flutt til fjöll, laðað að sér fisk og deytt menn eða fært þeim gæfu. Í bókinni segir að Látra- Björg þjóðtrúarinnar hefur verið álitin flökkukona frá upphafi vega. Þessu fer þó mjög fjarri. „Öll sín þroskaár og, að líkindum, alllangt fram eftir ævi er hún húskona á Látrum og býr þar á sinn hátt. Alla þá tíð stundar hún sjóróðra og letur lítt til stórræða. Hún er svo veiðisæl að varla þykir einleikið. Stundum dregur hún fisk þótt enginn annar á báti hennar verði var. Þessi atvik eru fyrsti vísirinn til þeirrar trúar á fjölkynngi Bjargar, sem verður seinna landfræg í sambandi við vísur hennar. Fólkið hræðist hana og dáir. Ber margt til þess: Svipur hennar og vöxtur, áræði og aflraunir, orðsnilli hennar og bragkynngi, sem eru hröð með afbrigðum og hitta markið í flughasti. Og síðast en ekki sízt dulargáfa, sem menn ekki skilja, en grunar að eigi sér engin takmörk. Ráða má af vísum Bjargar, frá búskaparárum hennar, að hún unir hag sínum dável og hefur gnótt matar, sem líklegt er um fjölkunnuga konu. Þegar ekki fæst bein úr sjó, seiðir hún á öngul sinn lúðu, sem er alin fyrir sporð. Það var einhverju sinni, að róið var með haukalóð á báti Bjargar. Þá var fiskleysi og var róðurinn gerður að áeggjan hennar. Þegar lóðin voru lögð, merkti Björg sér einn öngulinn og kvað: Sendi drottinn mildur mér minn á öngul valinn flyðru þá, sem falleg er, fyrir sporðinn alin. Þegar lóðin var dregin inn voru allir önglar berir, nema sá, er Björg merkti sér. Á honum var lúða svo stór, að undrun sætti. Segja Höfðhverfingar, að Björg skipti lúðunni milli skipverja.“ /VH Látra-Björg: Kraftaskáld, sjómaður, flökkukona og goðsögn Staða íslensks landbúnaðar vandinn og lausnin Heimsfaraldur kórónuveiru hefur lagt línurnar um stjórnmála- umræðu ársins 2020. Fyrir vikið hafa mörg stór úrlausnarefni, sem þó þoldu enga bið áður en faraldurinn hófst, fallið í skugg- ann. Ef þessi mál gleymast vegna tímabundins ástands er hættan sú að skaðinn verði mikill og var- anlegur. Síðustu misseri og um árabil hef ég nefnt stöðu landbúnað- arins í öllum þeim viðtölum þar sem tækifæri gefst. Áður en far- aldurinn hófst var greinin þegar komin í verulega hættu. Framtíð undirstöðuatvinnugreinar Íslands frá landnámi hafði verið teflt í tví- sýnu. Greinin hefur farið í gegn- um miklar breytingar um aldir en aldrei hefur þó framtíð landbúnað- ar á Íslandi verið sett í annað eins uppnám og nú. Fyrir rúmlega tveimur árum skrifaði ég grein um stöðu land- búnaðar undir fyrirsögninni „Ögurstund“ þar sem ég rakti þá ógn sem greinin stóð frammi fyrir og mikilvægi þess að bregðast við. Ári síðar hafði lítið sem ekkert gerst til að bregðast við ástandinu, raunar hafði starfsumhverfi greinarinnar verið gert erfiðara. Þá skrifaði ég um „hina vanvirtu undirstöðu“. Síðan þá hefur staðan orðið enn erfiðari. Svo bættist faraldurinn við. Hann hefur dregið verulega úr sölu innlendra matvæla en um leið fellur staða atvinnugreinarinnar í skuggann af öðrum málum. Til að bregðast við áhrifum faraldursins hafa stjórnvöld varið hundruðum milljarða í að verja mikilvægar atvinnugreinar. Grein sem er undirstaða byggðar og mikillar verðmætasköpunar um allt land hefur þó verið vanrækt. Enn er sótt að landbúnaði nema nú gerist það í enn meiri kyrrþey en áður. Sótt að greininni úr mörgum áttum 1. Reglugerðir sem gera starfsum- hverfi íslensks landbúnaðar erf- iðara og dýrara halda áfram að streyma inn á færibandi, ekki hvað síst frá Evrópusambandinu þar sem aðstæður eru allt aðrar en hér. Í ofanálag eru þær svo gjarn- an innleiddar á þann hátt að þær verða enn meira íþyngjandi en í öðrum löndum. Við þetta skekk- ist samkeppnisstaða þeirra sem í auknum mæli er ætlað að keppa við landbúnað sem uppfyllir ekki sömu skilyrði og þau sem lögð eru á íslenska bændur. 2. Búvörusamningar hafa ekki tekið mið af þörfum og stöðu greinar- innar og birtast jafnvel sem leið til að draga saman innlenda matvælaframleiðslu fremur en að efla greinina. 3. Fjármálaáætlun og fjármálastefna ríkisstjórnarinnar sýndu strax í upphafi viðhorf stjórnvalda til atvinnugreinarinnar. Þar birtist sú ískyggilega sérstaða að af öllum þeim starfsgreinum þar sem ríkið kaupir þjónustu fyrir samfélagið var aðeins í einu tilviki gert ráð fyrir viðvarandi lækkun fram- laga, þ.e. í landbúnaði. Alls stað- ar annars staðar var gert ráð fyrir að framlög myndu aukast ár frá ári. Kaupmáttur hefur enda auk- ist mikið hjá flestöllum stéttum en bændur hafa verið skildir út undan. 4. Tollasamningur við Evrópusam- bandið frá 2015 hefur reynst greininni afar erfiður og ósann- gjarn. Ég man enn hvar ég var þegar ég heyrði fyrst af undir- ritun samningsins. Ég var á akstri skammt frá Gauksmýri í Vestur Húnavatnssýslu þegar land- búnaðarráðherrann kom í beina útsendingu í fréttum Sjónvarps og tilkynnti að hann hefði verið að undirrita samninginn. Fram kom að þetta hefði gerst skyndi- lega en hvorki ég né aðrir ráð- herrar ríkisstjórnarinnar vissum af undirrituninni. Á undanförnum árum hef ég og Miðflokkurinn gagnrýnt þennan samning og sagt að nauðsynlegt væri að segja honum upp eða endursemja. Við bentum m.a. á að útganga Breta úr Evrópusambandinu gæfi til- efni til slíks. Þessu hefur jafnan verið illa tekið, ekki hvað síst af ráðherranum sem gerði samn- inginn. Nú hefur þó meira að segja sá ráðherra sagt að tilefni sé til endurskoðunar. En trúir því einhver að eitthvað sé að marka slíkar yfirlýsingar með óbreyttri ríkisstjórn? 5. Heimild til að flytja inn hrátt, ófrosið, kjöt og ógerilsneydd mat- væli hefur enn skert samkeppn- isstöðu íslensks landbúnaðar. Á meðan sala íslenskra afurða hefur dregist saman er greininni ætlað að takast á við enn meiri innflutn- ing frá löndum sem uppfylla ekki sömu skilyrði og atvinnugreinin býr við á Íslandi. Hvernig eiga íslensk fjöl- skyldubú að geta keppt við erlend verksmiðjubú sem nýta ódýrt vinnuafl þar sem aðstæður dýranna eru mun lakari en hér og notuð eru lyf og aðferðir sem við myndum aldrei sætta okkur við hér á landi? Í hvaða annarri atvinnugrein teldist það ásætt- anlegt að íslensk fyrirtæki og starfsmenn sem þurfa að upp- fylla íslenskar reglur um kjör og aðstöðu þyrftu að keppa óheft við þá sem gera það ekki? Þetta er ekki bara spurning um hagsmuni bænda heldur samfé- lagsins alls. Margir sérfræðingar bentu á hversu miklu máli það skipti að innleiða ekki óhóflega lyfjanotkun og ógerilsneydd matvæli á íslenskum markaði. Það kom fyrir lítið en heimsfar- aldurinn hefur reynst áminning um mikilvægi þess að dreifa ekki sýklalyfjaónæmi með matvælum. 6. Afurðaverð til bænda hefur ítrek- að lækkað á undanförnum árum án þess að það skili sér í lægra verði til neytenda og þar með meiri sölu. Á sama tíma er knúið á um aukinn innflutning. Þó sýna rannsóknir, m.a. frá Finnlandi, að aukinn innflutningur lækkar ekki vöruverð. Hann eykur aðeins álagningu stórverslana. 7. Sala íslenskra matvæla hefur dreg- ist verulega saman m.a. vegna heimsfaraldursins sem leitt hefur til hruns í ferðaþjónustu og lok- unar veitingastaða. Þetta hefur þó ekki orðið til þess að bændur og aðrir matvælaframleiðendur fái stuðning stjórnvalda í samræmi við tilefnið. Áhrifin Allt þetta og fleira hefur skapað þá stöðu að framtíð atvinnu- greinar sem hefur haldið lífinu í Íslendingum frá landnámi, grein sem er undirstaða ótal margs annars og er samofin menningu þjóðarinnar, er í hættu. Við þessu þarf að bregðast með afgerandi hætti og þau viðbrögð þola enga bið. Ég efast ekki um að almenningur telji það verðugt ver- kefni. Á meðan undirstöðuatvinnu- greininni blæðir út fer ríkisstjórnin létt með að lofa 50 milljörðum í verkefni á borð við Borgarlínu (til viðbótar við kostnað sveitarfélaga), einstaklega óhagkvæmt og óskyn- samlegt verkefni sem mun kalla á viðvarandi útgjöld til framtíðar. Öðru eins er lofað í óljósa áætl- un um aðgerðir í loftslagsmálum. Sumt í þeirri áætlun er til bóta en það besta sem við getum gert í umhverfismálum er að vernda og byggja upp hinn umhverfisvæna íslenska landbúnað. Þegar ótaldir tugir milljarðar fjúka í óljós gæluverkefni hljótum við að geta sett fjármagn í að verja íslenskan landbúnað. Það fjármagn færi ekki til spillis heldur rynni til verðmætasköpunar sem stendur undir svo ótal mörgu öðru og spar- ar samfélaginu yfir 50 milljarða í gjaldeyri á hverju ári. Gleymum því ekki að sá sparnaður og fæðu- öryggið sem greinin tryggir varði landið fyrir gjaldþroti fyrir rúmum áratug. Lausnin Þegar tekist var á um efnahag Íslands til framtíðar gaf ég fyr- irheit um að þegar árangur hefði náðst yrði samfélaginu leyft að njóta þess, ekki hvað síst hinum ómetanlega íslenska landbúnaði. Áætlunin gekk upp, hundruð millj- arða streymdu inn í þjóðarbúið og aðstæður allar gjörbreyttust til hins betra. Eftir 2015 náði Ísland mesta og hraðasta efnahagslega viðsnún- ingi seinni tíma sögu. En margir þeirra sem þó áttu mestan rétt hafa ekki fengið að njóta þess. Framlög til landbún- aðar eru nú aðeins einn áttundi af því sem þau voru fyrir þrjátíu árum samkvæmt viðmiðinu sem stjórnvöld líta helst til, landsfram- leiðslu. Um leið virðast stjórnvöld leggja sífellt minni áherslu á grein- ina. Það má m.a. sjá af skipulagi atvinnuvegaráðuneytisins og athugasemdum um að atvinnu- greinin sé stunduð sem áhugamál fremur en atvinna. Það hvort við viljum viðhalda öflugum íslenskum landbúnaði er spurning um ákvörðum. Miðflokkurinn hefur nú lagt fram á Alþingi heildstæða stefnu til að vernda og efla íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Áætlunin er róttæk og henni fylgir talsverð- ur kostnaður. En ef ekki verður brugðist við í tæka tíð og íslenskri matvælaframleiðslu þess í stað leyft að fjara út verður kostnaður samfé- lagsins margfalt meiri. Ef sú yrði niðurstaðan myndi þjóðin sjá eftir því til framtíðar en þá yrði of seint að bæta úr. Tíminn til að bregðast við er núna og við erum tilbúin. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. LESENDABÁS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.