Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 11
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 11 Bæjarstjórn Akureyrar hefur hvatt ríkisstjórn Íslands og Alþingi til þess að meta og taka afstöðu til hugmynda sem fram hafa komið um styttingu Þjóðvegar 1 á milli Eyjafjarðar og Reykjavíkur. „Ljóst er að verulegur þjóðhags­ legur ávinningur hlýst af styttingu leiðarinar sem myndi bæta sam­ keppnis hæfni svæðisins á atvinnu­ og íbúamarkaði,“ segir í ályktun sem bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi nýverið. Að auki er bent á að stytting leiðarinnar auki umferðarör­ yggi og hafi jákvæð umhverfisáhrif. „Því hlýtur það að vera þjóðþrifa­ mál að koma framkvæmdum sem þessum inn í samgönguáætlun eins og nú þegar hefur verið gert með breikkun þjóðvegar 1 um Kjalarnes og með framkomnum hugmyndum um framkvæmdir við Sundabraut,“ segir enn fremur. Leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur er nú 388 kílómetrar en um árin hefur ýmsum möguleik­ um verið velt upp sem stytt gætu þá leið. Oftast er bent á mögulega styttingu í Húnavatnssýslu og Skagafirði, þ.e. að fara framhjá bæði Varmahlíð og Blönduósi en þær hugmyndir hafa fallið í fremur grýttan jarðveg heimamanna á þeim stöðum. Styttri leið hefur í för með sér fjárhagslega hagkvæmni, m.a. með lægri ferðakostnaði og flutnings­ kostnaði. Einnig jákvæð umhverfis­ áhrif með minni útblæstri bíla og eins megi gera ráð fyrir færri slys­ um en í skýrslu sem Háskólinn á Akureyri gerði í eina tíð kemur fram að áætla megi að umtalsverð fækkun slysa yrði í kjölfar þess að leiðir yrðu styttar í Húnavatnssýslu og Skagafirði. /MÞÞ VÖRUR FYRIR ÍSLENSKT SAUÐFÉ BÚVÖRUR SS Ærblanda SS Óerfðabreytt kjarnfóður Vitlick Soft Sheep Stein- og snefilefnarík bætiefnafata með hvítlauk sem er hentug með vetrarfóðrun. Hátt seleninnihald. 15 kg fata Orkurík kjarnfóðurblanda með 17,2% hrápróteini. Inniheldur fjölbreytt hráefni með góðan lystugleika og tormelt prótein fyrir hámarks ullarvöxt. Rík af kalsíum, fosfór og magnesíum. Gott jafnvægi stein- og snefilefna. 15 kg pokar / 750 kg sekkir Salto Får saltsteinn Saltsteinn sem inniheldur náttúrulegt bergsalt og má notast við lífræna ræktun. Inniheldur stein- og snefilefni, þar á meðal selen. 10 kg steinn Búvörur SS | S: 575-6070 | www.buvorur.is | buvorur@ss.is Verslun Fosshálsi 1, 110 Reykjavík | S: 575-6071 | Opið virka daga kl.: 10:30-18:00 Verslun Ormsvelli 4, 860 Hvolsvelli | S: 575-6099 | Opið virka daga kl.: 09:00-17:00 Í mars nk. kemur út Tímarit Bændablaðsins. Tímaritið tekur á helstu málefnum landbúnaðarins og eru efnistökin fjölbreytt. Það verður prentað í 8.000 eintökum og dreift til allra áskrifenda, á öll lögbýli landsins og í fyrirtæki sem tengjast landbúnaði. Lengd ritsins er yfir 100 síður og það er prentað á glanstímaritapappír í stærðinni A4. Þetta er kjörinn vettvangur til að koma starfsemi sinni á framfæri. Tímaritið liggur á borðum landsmanna svo mánuðum skiptir og því má segja að auglýsingar í slíkum blöðum séu langlíf. Boðið er upp á hefðbundnar auglýsingar í ritinu en í seinni hluta þess er pláss fyrir kynningarefni frá fyrirtækjum sem unnið er í samvinnu við blaðamenn. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563-0303 og í gegnum netfangið gudrunhulda@bondi.is TÍMARIT BÆNDABLAÐSINS 2021 TRYGGÐU ÞÉR AUGLÝSINGAPLÁSS Í TÍMA Bláa línan sýnir nýja veglínu norðan við Svínavatn. Bæjarstjórn Akureyrar: Þjóðhagslegur ávinningur fæst af styttingu Þjóðvegar 1 milli Akureyrar og Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.