Bændablaðið - 19.11.2020, Qupperneq 11

Bændablaðið - 19.11.2020, Qupperneq 11
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 11 Bæjarstjórn Akureyrar hefur hvatt ríkisstjórn Íslands og Alþingi til þess að meta og taka afstöðu til hugmynda sem fram hafa komið um styttingu Þjóðvegar 1 á milli Eyjafjarðar og Reykjavíkur. „Ljóst er að verulegur þjóðhags­ legur ávinningur hlýst af styttingu leiðarinar sem myndi bæta sam­ keppnis hæfni svæðisins á atvinnu­ og íbúamarkaði,“ segir í ályktun sem bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi nýverið. Að auki er bent á að stytting leiðarinnar auki umferðarör­ yggi og hafi jákvæð umhverfisáhrif. „Því hlýtur það að vera þjóðþrifa­ mál að koma framkvæmdum sem þessum inn í samgönguáætlun eins og nú þegar hefur verið gert með breikkun þjóðvegar 1 um Kjalarnes og með framkomnum hugmyndum um framkvæmdir við Sundabraut,“ segir enn fremur. Leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur er nú 388 kílómetrar en um árin hefur ýmsum möguleik­ um verið velt upp sem stytt gætu þá leið. Oftast er bent á mögulega styttingu í Húnavatnssýslu og Skagafirði, þ.e. að fara framhjá bæði Varmahlíð og Blönduósi en þær hugmyndir hafa fallið í fremur grýttan jarðveg heimamanna á þeim stöðum. Styttri leið hefur í för með sér fjárhagslega hagkvæmni, m.a. með lægri ferðakostnaði og flutnings­ kostnaði. Einnig jákvæð umhverfis­ áhrif með minni útblæstri bíla og eins megi gera ráð fyrir færri slys­ um en í skýrslu sem Háskólinn á Akureyri gerði í eina tíð kemur fram að áætla megi að umtalsverð fækkun slysa yrði í kjölfar þess að leiðir yrðu styttar í Húnavatnssýslu og Skagafirði. /MÞÞ VÖRUR FYRIR ÍSLENSKT SAUÐFÉ BÚVÖRUR SS Ærblanda SS Óerfðabreytt kjarnfóður Vitlick Soft Sheep Stein- og snefilefnarík bætiefnafata með hvítlauk sem er hentug með vetrarfóðrun. Hátt seleninnihald. 15 kg fata Orkurík kjarnfóðurblanda með 17,2% hrápróteini. Inniheldur fjölbreytt hráefni með góðan lystugleika og tormelt prótein fyrir hámarks ullarvöxt. Rík af kalsíum, fosfór og magnesíum. Gott jafnvægi stein- og snefilefna. 15 kg pokar / 750 kg sekkir Salto Får saltsteinn Saltsteinn sem inniheldur náttúrulegt bergsalt og má notast við lífræna ræktun. Inniheldur stein- og snefilefni, þar á meðal selen. 10 kg steinn Búvörur SS | S: 575-6070 | www.buvorur.is | buvorur@ss.is Verslun Fosshálsi 1, 110 Reykjavík | S: 575-6071 | Opið virka daga kl.: 10:30-18:00 Verslun Ormsvelli 4, 860 Hvolsvelli | S: 575-6099 | Opið virka daga kl.: 09:00-17:00 Í mars nk. kemur út Tímarit Bændablaðsins. Tímaritið tekur á helstu málefnum landbúnaðarins og eru efnistökin fjölbreytt. Það verður prentað í 8.000 eintökum og dreift til allra áskrifenda, á öll lögbýli landsins og í fyrirtæki sem tengjast landbúnaði. Lengd ritsins er yfir 100 síður og það er prentað á glanstímaritapappír í stærðinni A4. Þetta er kjörinn vettvangur til að koma starfsemi sinni á framfæri. Tímaritið liggur á borðum landsmanna svo mánuðum skiptir og því má segja að auglýsingar í slíkum blöðum séu langlíf. Boðið er upp á hefðbundnar auglýsingar í ritinu en í seinni hluta þess er pláss fyrir kynningarefni frá fyrirtækjum sem unnið er í samvinnu við blaðamenn. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563-0303 og í gegnum netfangið gudrunhulda@bondi.is TÍMARIT BÆNDABLAÐSINS 2021 TRYGGÐU ÞÉR AUGLÝSINGAPLÁSS Í TÍMA Bláa línan sýnir nýja veglínu norðan við Svínavatn. Bæjarstjórn Akureyrar: Þjóðhagslegur ávinningur fæst af styttingu Þjóðvegar 1 milli Akureyrar og Reykjavíkur

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.