Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 1
22. tölublað 2020 ▯ Fimmtudagur 19. nóvember ▯ Blað nr. 575 ▯ 26. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Fimmtudaginn 12. nóvem- ber stóð Fagráð í lífrænum búskap fyrir málþinginu Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa. Málþingið var haldið með fjarfundarfyrir- komulagi. Cornelis Aart Meijles er umhverfisverkfræðing­ ur og sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð land búnað­ arins í hringrásarhagkerfum. Hann ræddi aðallega um mikilvægi þess að koma hinu mikla magni af lífrænum úrgangi, sem ekki er nýtt í dag, inn í hringrásina. Hann lagði upp með þá staðreynd að Ísland hefði mikla sérstöðu í lífrænum landbúnaði því þar eru verðmæti sköpuð úr öllum auðlindum landsins; villtri náttúru og líffjölbreytileika, jarðvegi, köldu og heitu vatni, grænni raforku, kolsýru, menningu og þekkingu. Hins vegar vantar að hans sögn heimafengin næringar­ efni sem hráefni, áburðarefnin og lífrænan úrgang sem er undirstöðuáburður fyrir líf­ ræna ræktun. Cornelis segir að með því að binda koltvísýring í lífmassa og koma honum fyrir í jarðvegi, megi binda meira kolefni varanlega sem „húmus“ í jarðvegi (sem inniheldur lífverur eins og bakteríur, örverur, sveppi og orma). Eitt prósent meira húmus þýðir 70 tonna meiri koltvísýringsbindingu á hektara. Það séu einmitt mjög góðir möguleikar í lífrænni ræktun, með nýtingu á líf­ rænum úrgangi, að auka þetta húmus og binda meira kolefni. Síðan nefndi hann nokkur dæmi um það hvernig binda mætti meira kolefni; til dæmis í skógrækt og jarðvegi. /smh – Sjá nánar á bls. 26-27 Cornelis Aart Meijles Ísland hefur mikla sérstöðu í lífrænum landbúnaði – segir Cornelis Aart Meijles umhverfisverkfræðingur Samkvæmt skýrslu starfshóps, sem falið var að greina þróun tollverndar og stöðu íslensks land- búnaðar gagnvart breytingum í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, jókst innflutningur landbúnaðar- afurða verulega frá 2007 til 2019. Í sumum tilfellum margfaldaðist innflutningurinn. Aukningin var mest í óunnum kjötvörum, eða 333%, en sala á innlendri framleiðslu jókst á sama tíma um 15%. Innflutningur á unnum kjötvörum jókst á þessu tímabili um 110% að magni til. Innflutningur á hakkefni hefur stóraukist Starfshópurinn bendir á að stór hluti innflutnings á síðari helmingi tímabilsins er einkum nautahakkefni og að einhverju leyti nautalundir, en opnað var á tollkvóta á ákveðnum tímabilum vegna skorts á framboði á markaði. Vekur stóraukinn innflutningur á kjöti sem skilgreint er sem hakkefni í innflutningsskýrslum óneitanlega athygli sem hlýtur að leiða til frekari skoðunar. Ekki liggja fyrir nákvæm gögn um innflutning í gegnum þessa tollkvóta að því er fram kemur í skýrslunni, en þegar innflutningsgögn eru skoðuð eftir mánuðum má sem dæmi áætla að innflutningur á þessum tollkvótum hafi verið allt að 990 tonn árið 2015 og 320 tonn árið 2016. Ekki tekin afstaða til ruðningsáhrifa Ekki er lagt mat á það í skýrslunni hvort stóraukinn innflutningur og lægri tollar hafi haft ruðningsáhrif í íslenskum landbúnaði eða leitt til hægari framleiðsluaukningar en annars hefði orðið. Tölur í skýrslunni virðast þó benda til að svo sé. Hins vegar er í skýrslunni sagt að frá árinu 2011 hafi innflutningur verið umfram það magn sem í boði er að flytja inn á tollkvótum. Þegar vörur eru fluttar inn umfram tollkvóta er lagður á þær tollur, ýmist almennur tollur eða lægri tollur skv. viðskiptasamningum. Tollar utan tollkvóta á kjöti 40% lægri en almennt gerist Í skýrslunni er sagt að ljóst sé að hlutdeild innflutnings hafi aukist á kjötmarkaði síðustu ár. Hlutfall innflutnings var á bilinu 4%–6% á fyrstu þremur árum tímabilsins, en 14%–17% á síðustu þremur árunum. Mikill meirihluti innflutnings á kjöti utan tollkvóta í 2. kafla tollskrár er fluttur inn frá ESB­ ríkjum. Eru tollar þá 40% lægri en almennur tollur. Á ostum og unnum kjötvörum eru ekki aðrar ívilnanir en tollkvótar. Aukinni eftirspurn mætt að mestu með innflutningi Hlutfall verðmætis innflutnings af framleiðsluvirði innanlands hefur samhliða auknum innflutningi hækkað úr 3–6% fyrstu ár tímabilsins í 12–15% 2018 og 2019. Aukinni eftirspurn hefur þannig verið mætt að meira leyti með innflutningi frekar en innlendri framleiðslu. Aukinn svínakjötsinnflutningur Markaðshlutdeild innflutnings svínakjöts hefur aukist á tímabilinu. Árið 2007 var hún í kringum 5% en er á bilinu 20–24% árið 2019. „Aukningu á seinni hluta tímabilsins má að miklu leyti rekja til opinna tollkvóta á svínasíðum, sem helst í hendur við fjölgun ferðamanna og neyslu þeirra á beikoni. Áætlaður innflutningur á opnum tollkvótum árin 2015 til 2018 er á bilinu 250–970 tonn,“ segir í skýrsl unni. Innflutningur á alifuglakjöti jókst Innflutningur á kjúklingakjöti hefur aukist á árunum 2007 til 2019, líkt og á nauta­ og svínakjöti, en þó heldur minna. Um þetta segja skýrslu höfundar: „Mögulega má það rekja til þess að ekki þótti þörf á að opna á tollkvóta á tímabilinu. Tollkvótar eru nú orðnir samtals 1.115 tonn sem er rétt undir því magni sem flutt hefur verið inn árin 2017 til 2019. Þá er meðtalinn 200 tonna tollkvóti fyrir lífrænt ræktað og lausagöngu kjúklingakjöt. Markaðshlutdeild innflutnings er mæld á sama hátt og fyrir svína­ og nautakjöt og er aðeins á bilinu 2–4% árið 2007 en er á bilinu 13–17% árið 2019. Sala á innlendum afurðum var um 7.500 tonn árið 2007 en var orðin 9.800 tonn árið 2019. Á sama tíma jókst innflutningur úr 177 tonnum í 1.283 tonn.“ 136% aukning í mjólkurvörum Innflutningur á mjólkurvörum jókst um 136%, að miklu leyti vegna osta. Innvegin mjólk frá bændum hefur á sama tíma aukist um 23%. Mikil um­ fjöllun hefur einmitt verið um meint svindl við tollafgreiðslu varðandi ostainnflutning. Minnst var aukningin á inn­ flutningi á plöntum, eða um 27%, en gögn um heildarmagn innlendrar framleiðslu lágu ekki fyrir við gerð skýrslunnar. Stóraukinn innflutningur á grænmeti samfara samdrætti í innlendri framleiðslu Innflutningur á grænmeti hefur aukist um 45%, en athyglisvert er að sala á innlendu grænmeti hefur á sama tíma dregist saman um 20%. Þar vegur 34% sölusamdráttur í kartöflum þyngst en einnig um 20% samdráttur í tómötum. Framleiðsla getur hins vegar sveiflast nokkuð milli ára vegna tíðarfars. Á þessu tímabili, frá 2007 til 2019, jókst íbúafjöldi um 11% hér á landi og ferðamönnum fjölgaði um 337%. /HKr. Kýrnar á bænum Hurðarbaki í Flóa munu, eins og horfur eru nú, vinna það afrek annað árið í röð að vera afurðahæstu kýr landsins að meðaltali yfir árið. Þegar skýrslum hafði verið skilað fyrir október voru þær í efsta sæti með 8.700 kg hver, en á búinu, sem rekið er af Fanneyju Ólafsdóttur og Reyni Þór Jónssyni, eru 52,2 árskýr. Á árinu 2019 skiluðu þær að meðaltali 8.678 kg á kú. Í öðru sæti í októberlok voru kýrnar hjá Guðlaugu Sigurðardóttur og Jóhannesi Eyberg Ragnarssyni að Hraunhálsi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi með 8.576 kg að meðaltali. Þær voru í þriðja sætinu í fyrra. Í þriðja sætinu nú í október voru kýrnar hjá Guðrúnu Marinósdóttur og Gunnari Þór Þórissyni á Búrfelli í Svarfaðardal með 8.495 kg að meðaltali. Mynd / HKr. Skýrsla starfshóps um þróun tollverndar og stöðu íslensks landbúnaðar í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi: Innflutningur á óunnu kjöti jókst um 333% frá 2007 til 2019 – Innflutningur á hakkefni hefur stóraukist og innflutningur á mjólkurvörum jókst um 136% og um 45% á grænmeti Hlakka til að takast á við áskoranir greinarinnar 24 –25 Bændur á Norðurlandi duglegir að afla sér nýrrar þekkingar Geitaostur framleiddur í heimavinnslu á Brúnastöðum í Fljótum 28 –29 32 –33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.