Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 20208 FRÉTTIR Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands: Rannsóknir skorti á nauðsyn þess að skera niður geitahópa á riðusmituðum sauðfjárbúum – segir Anna María Flygenring, endurkjörinn formaður félagsins Nýlega hélt Geitfjárræktarfélag Íslands aðalfund. Anna María Flygenring var kjörin til áfram­ haldandi formennsku. Meðal umfjöllunarefna á fundinum voru riðutilfellin á sauðfjárbúum í Skagafirði og niðurskurður í geita­ hópum þar af þeim sökum, sem er högg fyrir hinn smáa íslenska stofn. Riðusmit hefur aldrei verið staðfest í íslenskum geitum og ekki sannað að smit geti borist á milli geita og sauðfjár. Formaður félagsins sagði að í skýrslu stjórnar hafi verið farið yfir verkefni ársins 2019 til 2020. Halda átti fundinn í mars en honum var frestað vegna COVID-19. Úr stjórn fór Anna María Lind Geirsdóttir og úr varastjórn Guðmundur Freyr Kristbergsson, en í þeirra stað komu Sif Matthíasdóttir í varastjórn og Þorsteinn Þorsteinsson í aðalstjórn. „Verkefni félagsins hafa verið allmörg og ber þar fyrst að nefna að koma upp varanlegu húsnæði fyrir hafra og aðstöðu til sæðinga. Það tókst, í september var komið starfsleyfi og hafrar fluttu inn skömmu síðar. Að mestu leyti sáu þau Birna K. Baldursdóttir og Guðni Ársæll Indriðason um verkið, þau eru bæði stjórnarmeðlimir. Birna og Jóhanna B. Þorvaldsdóttir sóttu hafra sem höfðu verið fóstraðir hjá þeim og einnig tvö hafurskið á Norðausturland,“ sagði Anna María. Riðuveikin á Tröllaskaga Talsverð umræða spannst á fundinum um nýuppkomin tilfelli riðu í Tröllaskagahólfi. Í því hólfi eru allmargar geitur og m.a. á bænum Grænumýri er stór hjörð geita. Ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af stofni, sem telur einungis 1.470 geitur, og er í útrýmingarhættu ef skera þarf þann hóp. Riðusmitin í Skagafirðinum eru alvarleg tíðindi fyrir geitabændur „Þetta eru stór bú og mikið áfall fyrir þessa bændur að missa lífsviðurværi sitt. Okkar samúð er með þeim. Nú liggur fyrir að það eru á fjórða tug geita á einum af þeim fjórum bæja sem búið er að staðfesta riðusmit á, en við höfum ekki fengið upplýsingar um hvort það þarf að skera allt niður. Það hafa hingað til gilt sömu reglur um niðurskurð og um sauðfé í þessum aðstæðum. Staðreyndin er þó sú að það hefur aldrei verið staðfest riða í íslenskum geitum, þó að slík smit hafi komið upp í útlöndum. Við teljum að það verði að skoða þetta alvarlega, þar sem geitastofninn er mjög viðkvæmur og enn í útrýmingarhættu. Geitur eru öðruvísi en sauðfé, genasamsetning þeirra er öðruvísi.“ Öflugt starf Jóhönnu á Háafelli hefur lagað stöðuna Íslenski geitastofninn hefur stækkað lítillega á síðustu árum, telur nú 1.470 vetrarfóðraðar að höfrum og geldum höfrum meðtöldum. Anna María segir að það sé aðallega vegna þess öfluga starfs sem farið hefur fram hjá Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur á Háafelli – einkum frá árinu 2014 þegar kvendýrin voru rúmlega 980. Alþjóðleg viðmið til að stofn teljist laus úr útrýmingarhættu er að vera um fimm til sjö þúsund kvendýr (huðnur). /smh Anna María Flygenring, formaður Geitfjárrækarfélags Íslands og bóndi í Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Á undan aðalfundi Geitfjár­ ræktarfélags Íslands sem haldinn var fyrir skömmu var kynning á þeim verkefn­ um sem Matís hefur unnið að í samstarfi við geitabændur, þar á meðal að vöruþróunar­ verkefni. Fyrir þremur árum fór Geitfjár ræktarfélagið í samstarf við Matís um verkefni sem heitir Vöruþróun geitfjárafurða. Anna María Flygenring, formaður félagsins, segir að lokaskýrsla verk- efnisins hafi verið kynnt fyrir aðal- fundinum. Hágæða hráefni „Þetta hefur verið mjög gefandi starf og nú er búið að gefa út bæklinga um möguleika geitfjárafurða. Það er búið að rannsaka eiginleika þessara afurða og staðfesta að um hágæða hráefni er að ræða til að vinna úr gæðavörur; osta, kjöt, fiðu – sem flokkast sem kasmír að gæðum – og stökur (skinn). Einnig hafa geitabændur sýnt meiri áhuga á að kemba geiturnar, því það þarf að gera með höndunum einum, og senda fiðuna til vinnslu og spuna hjá spunaverksmiðjunni Uppspuna. Vinna á að útgáfu leiðbeininga um matreiðslu geita- og kiðakjöts Ákveðið var á fundinum að stofna starfshóp, sem vinna skal að út- gáfu uppskrifta og leiðbeininga um matreiðslu geita- og kiðakjöts. Á háborðið hjá Slow Food Það er líka gleðiefni að íslenska geitin hefur nú verið sett við nokkurs konar háborð í verkefni á vegum Slow Food-hreyfingarinnar, sem kallast Presidia. Dominique Plédel Jónsson, frá Slow Food Reykjavík, leiðir hóp sem stofnaður var til að koma þessu verki í höfn en strangar kröfur eru gerðar af hálfu Slow Food til að afurðir megi bera merki þeirra.“ Misgóð þjónusta í sláturhúsum Anna María segir að sláturhúsamál hafi einnig borið á góma á fundinum, en misgóð þjónusta virðist vera í boði fyrir geitabændur hjá sláturleyfishöfum. „Verð á slátrun er mishátt. Það er ljóst að slátrun geita mætir sums staðar mótspyrnu, þær hægja á sláturlínunni, það er erfiðara að flá þær en lömb sem allt er miðað við. Ekki fer sögum af hvernig er að flá til dæmis ungkálfa.“ Sútuð staka getur selst á 16–25 þúsund krónur „Stökur hafa týnst í húsunum og skemmst, þrátt fyrir að geita- bændur hafi beðið um heimtöku. Sútuð staka getur selst á 16–25 þúsund krónur stykkið og jafnast það á við minnst tvo lambsskrokka. Er ekki víst að sauðfjárbændur væru glaðir ef reglulega týndust tveir skrokkar úr hverju innleggi. Fundarmenn ræddu hvort ekki sé hægt að semja við sláturhúsin um að slátra geitum á öðrum árstímum eins og gert er með hross og naut- gripi,“ sagði Anna María. Geitfjárræktarélag Íslands var stofnað 22. nóvember 1991 í Bænda höllinni. Þá taldi geitastofn- inn um 350 dýr. Íslenski geitastofn- inn er búfjárstofn sem telst í útrým- ingarhættu samkvæmt skilgrein- ingu FAO, Matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, en til að vera utan hættu þurfa að vera að lágmarki 4.200 kvendýr en helst 7.800 til að stofninn sé stöðugur. /smh/VH Íslenska geitin komin á háborð verkefna hjá Slow Food-hreyfingunni – en misgóð þjónusta samt sögð í boði varðandi geitaslátrun hjá sláturleyfishöfum Kristján Þór Júlíusson sjávarút­ vegs­ og landbúnaðar ráðherra og Matís hafa undirritað tvo nýja samninga, þjónustusamning til að tryggja öryggisþjónustu á sviði mat­ vælarannsókna í þágu lands manna og samning um eflingu starfsemi Matís á landsbyggðinni. „Með samningunum felum við Matís að sinna uppbyggingu á starfsemi sinni á landsbyggðinni í takt við þá stefnu sem við höfum markað okkur um að fjölga störfum og auka verðmætasköpun á landsbyggðinni. Með nýjum þjónustusamningi er settur skýr rammi utan um það mikilvæga verkefni að tryggja öryggisþjónustu á sviði matvælarannsókna í þágu landsmanna. Samningurinn er nú í fyrsta sinn gerður til þriggja ára til að auka stöðugleika. Matís sinnir lykilhlutverki í matvælaöryggi landsins og mikilvægt er að tryggja þeirri starfsemi öruggan og fyrirsjáanlegan rekstrargrundvöll,“ sagði ráðherra. Uppbygging á landsbyggðinni í samræmi við stefnumótun ráðherra Með samningi um eflingu þjónustu Matís á landsbyggðinni fær Matís 80 milljónir króna á tveggja ára tímabili til að styrkja starfsemi sína og auka samvinnu við atvinnugreinar í þróunar- og rannsóknarstarfi. „Með þessu mun Matís geta skapað tækifæri til aukins samstarfs við fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir. Við stefnum á að a.m.k. 10% starfsgilda Matís verði á landsbyggðinni,“ segir Oddur M. Gunnarsson, forstjóri Matís, en þetta er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um störf án staðsetningar. Markmið samningsins er meðal annars að færa starfsemi Matís nær viðskiptavinum og bæta verðmætasköpun til framtíðar með aukinni nýsköpun, rannsóknar- og þróunarvinnu. Þjónustusamningur um rannsóknir til þriggja ára Ráðherra undirritaði einnig þriggja ára þjónustusamning um rannsóknir, rekstur tilvísunarrannsóknarstofu og öryggis- og forgangsþjónustu á sviði matvæla. Markmið samningsins er að tryggja öryggisþjónustu á sviði matvælarannsókna í þágu landsmanna. Í samningnum er jafnframt kveðið á um hlutverk Matís á sviði rannsókna sem auka verðmæti íslenskrar matvælaframleiðslu og stuðla að öryggi og heilnæmi hennar. Með samningnum tryggir Matís aðgengi að öryggisþjónustu rannsóknarstofu og lágmarks viðbragðstíma við óvæntar uppákomur sem geta ógnað matvælaöryggi og heilsu neytenda. Þá sér Matís til þess að nauðsynlegir rannsóknarinnviðir séu til staðar svo hægt sé að fara með öflugt matvælaeftirlit. „Samningurinn er í samræmi við þau markmið um að Ísland verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum afurðum úr sjó og af landi auk þess að stuðla að aukinni nýsköpun í virðiskeðju íslenskrar matvælaframleiðslu,“ segir ráðherra. /HKr. Ráðherra undirritaði nýjan þjónustusamning við Matís Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Matís hafa undirritað tvo nýja samninga. Var þetta kynnt í gegnum fjarfundarbúnað, en á skjánum er Oddur M. Gunnarsson, forstjóri Matís. Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda: Óbreytt stjórn situr fram að næsta aðalfundi Aðalfundur Sambands garðyrkju­ bænda fór fram á fjarfundi fimmtu­ daginn 12. nóvember sl. 65 ár eru nú liðin frá stofnun Sambands garð­ yrkjubænda. Vegna aðstæðna var aðalfundur- inn nú einvörðungu boðaður til að afgreiða lögbundin mál, en hefðbund- in erindi gesta og umræður munu bíða betri tíma. Óbreytt stjórn fram að næsta aðalfundi Stjórn og aðrir trúnaðarmenn félags- ins voru endurkjörin til næsta aðal- fundar sem vonir standa til að fari fram strax í kjölfar Búnaðarþings næsta vor. Í stjórn Sambands garðyrkju- bænda sem kjörin var á aðalfundi 9. apríl 2019 sitja: Gunnar Þorgeirsson í Ártanga, sem er formaður. Helga Ragna Pálsdóttir, Kjarri í Ölfusi er varafor- maður. Meðstjórnendur eru þau Óskar Kristinsson, Dynskálum, Sigrún Pálsdóttir á Flúðum og Þorleifur Jóhannes son á Hverabakka á Flúðum. Heiðursviðurkenningar garðyrkjunnar Árlega hefur Samband garðyrkju- bænda haft fyrir sið að veita heiðurs- viðurkenningu til garð yrkjufólks, sem hvert á sinn hátt hefur stuðlað að framförum í íslenskri garðyrkju með framlagi sínu til ræktunar, félagsstarfa, fagþekkingar og margvíslegra verkefna á sviði garðyrkjunnar. Að þessu sinni var ákveðið að veita tvær viðurkenn- ingar. Annars vegar til framúrskarandi ræktenda úr röðum félagsmanna og hins vegar til aðila utan félags fyrir mikilsvert framlag. Heiðursviðurkenningu garðyrkjunn- ar 2020 hlutu hjónin Sveinn Sæland og Áslaug Svein björnsdóttir að Espiflöt í Biskupstungum. Heiðursverðlaun til aðila utan garðyrkjunnar hlaut Bændablaðið sem öflugur málsvari íslenskra bænda og garðyrkju um árabil. Verðlaunagripurinnn er útskorin klukka úr tré eftir Hjört Ingason, húsa- smíðameistara á Sauðárkróki. Hann er með áralanga reynslu af hönnun og smíði minjagripa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.