Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202012 FRÉTTIR Eyjólfur Pétur Pálmason, forstjóri Vélfangs. Mynd / TB Vélfang er „Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo“ árið 2020: Þrátt fyrir COVID-19 verður árið líklega metár í sölu á jarð- og heyvinnutækjum Eyjólfur Pétur Pálmason for- stjóri Vélfangs segir að þrátt fyrir COVID-19 faraldursins þurfi bændur að vinna sín verk til að halda framleiðslu landbúnaðar- afurða gangandi. Það þýði um leiða að birgjar sem útvegi bænd- um dráttarvélar, heyvinnslutæki og annan búnað þurfi líka að standa sig í að sinna allri þjónustu í kringum það. „Við höfum nokkuð getað haldið okkar striki varðandi tækjasölu og þjónustu við landbúnaðinn, en það hefur verið aðeins minna að gera í þjónustu við verktakabransann. Þrátt fyrir allt sýnist mér að þetta verði metár í sölu á jarð- og heyvinnu- tækjum,“ segir Eyjólfur. Hann segir að fréttir af öllum þessum lokunum á ýmsum sviðum hafi þó auðvitað valdið því að ein- hverjir hafi þurft að draga úr sinni starfsemi. Eigi að síður sé útkoman í heildina ákveðin varnarsigur. „Það hefur aðeins dregið úr bjart- sýninni og þá bíða menn það af sér. Annars er það helst íslenska krónan sem hefur svolítið verið að stríða okkur og öll innkaup verða dýrari. Bændur geta þó ekki beðið enda- laust og það þarf alltaf að endurnýja búnað.“ Með JCB, CLAAS, Fendt, Kuhn, Schäffer og Kverneland Vélfang er sölu- og þjónustuaðili á vélum fyrir verktaka, bændur, sveitarfélög, sjávarútveg, fyrirtæki og stofnanir. Helstu vörumerki Vélfangs eru JCB, CLAAS, Fendt, Kuhn, Schäffer og Kverneland. Komu Schäffer liðléttingarnir til þeirra fyrr á þessu ári. Vélfang rekur síðan starfsstöðvar bæði í Reykjavík og á Akureyri. „Við erum líka stórir í sölu á haugsugum, skítadreifurum, haug- hrærum og öllu sem því fylgir. Snemma tókum við þó þann pól í hæðina að skilgreina okkur sem sölu- og þjónustuaðila í vélum og tækjum fyrir landbúnað og verk- taka. Hins vegar höfum við ekki farið út í að selja rekstrarvörur fyrir landbúnaðinn, eins og rúlluplast, net, áburð, rafmagnsgirðingar og fleira.“ Fjárfestu í nýju húsnæði á Akureyri „Þá sýndum við okkar skuldbindingu við þennan markað með mjög stórri fjárfestingu í nýju húsnæði á Óseyrinni á Akureyri fyrr á þessu ári. Þangað fluttum við alla okkar starfsemi fyrir norðan. Þar rekum við tækjasölu og verkstæði með 5-6 starfsmönnum. Við teljum að þetta sé rétta leiðin til að bæta þjónustuna og auka sýnileika okkar á þessu svæði. Þannig rekum við öfluga þjónustu sjálfir á tveim stöðum á landinu. Svo nýtum við okkur verkstæði heimamanna á öðrum stöðum og viljum treysta það samstarf þannig að heimamenn á hverjum stað geti þjónustað okkar vélar. Það er mun hagkvæmara, bæði fyrir okkur og viðskiptavinina, en að senda þjónustubíla frá Reykjavík eða Akureyri um langan veg í aðra landshluta,“ segir Eyjólfur. Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo árið 2020 Nú í október sl. hlaut Vélfang ehf. viðurkenningu frá Creditinfo sjötta árið í röð fyrir að vera eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum árið 2020. Aðeins um 2% skráðra íslenskra fyrirtækja uppfylla kröfurnar og komast á listann. „Það er okkur í Vélfangi því mikill heiður að ná inn á þennan lista sjötta árið í röð en listinn er öflugur mælikvarði á styrk og stöðugleika fyrirtækjanna sem ná inn á listann.“ Til að ná inn á listann þarf að uppfylla fjölmörg skilyrði en þau eru: • Hefur skilað ársreikningi til RSK fyrir rekstrarárin 2017–2019 • Hefur skilað nýjasta ársreikningi á réttum tíma • Er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3 • Rekstrarhagnaður (EBIT) var jákvæður rekstrarárin 2017– 2019 • Ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2017–2019 • Eiginfjárhlutfall var a.m.k. 20% rekstrarárin 2017–2019 • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 m.kr. rekstrarárin 2017–2019 • Eignir voru a.m.k. 100 m.kr. rekstrarárin 2017–2019 Þennan góða árangur 6 ár í röð þakka stjórnendur Vélfangs frábæru og tra- ustu starfsfólki fyrirtækisins ásamt traustum hópi viðskiptavina. Þá hafa margir af viðskiptavinum Vélfangs, bæði bændur, verktakar og sjávar- útvegsfyrirtæki líka staðið sig vel í sínum rekstri og fjölmargir þeirra hlutu viðurkenningu í ár. HKr. Meðalþyngd lamba í haustslátrun hjá Norðlenska á Húsavik nú var 0,690 kíló meiri en var í fyrra og sú næstmesta í sögu fyrirtækisins. Mynd / HKr. Engin slátursala hjá Norðlenska í haust: Meðalþyngd hefur aðeins einu sinni verið hærri – Gerð mældist nú 9,12 og hefur aldrei verið betri Aðeins einu sinni áður hefur með- alþyngd lamba hjá Norðlenska á Húsa vík verið hærri en hún var nú í nýliðinni sláturtíð, meðal þyngdin nú var 16,99 kíló en hæsta með- alþyngd var árið 2014 þegar hún var 17,34 kíló. Meðal þyngdin nú er 0,690 kíló meiri en var í fyrra. Fita í ár var 6,57 og gerð 9,12 og hefur aldrei verið hærri. „Bændur hafa sannarlega unnið vel í ræktunarmálum á liðnum árum en ef við til gamans bökkum 15 ára aftur í tímann til ársins 2005 þá var meðal þyngd 15,11 kíló, fita 6,34 og gerð 7,57,“ segir Sigmundur Hreiðars son, framleiðslustjóri Norð- lenska á Húsavík. Alls var slátrað hjá félaginu tæplega 90 þúsund fjár. Engin slátursala í haust Engin slátursala var hjá félaginu nú í haust og segir Sigmundur það alls ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að sleppa henni þetta árið, „einkum í ljósi þess að við viljum fyrir alla muni halda í þá aldagömlu hefð að fólk taki slátur. Við mátum stöð- una samt þannig núna að áhættan af því að halda sölunni opinni á þess um tímum væri of mikil,“ segir Sigmundur. Allt skipulag fyrirtæksisins miðaðist við að halda slátrun áfram óhikað og var t.d. hvorki bændum né öðrum hleypt inn í starfsstöðina. Sláturtíð gekk vel og ekkert óvænt kom upp á. Menn lögðu mikið á sig til að fá kórónuveiruna ekki inn í fyrirtækið segir Sigmundur og það hafi gengið eftir. „Stundum þarf að taka óvinsælar ákvarðanir eins og að sleppa slátursölu til að auka öryggið.“ Sigmundur segir að vissulega hafi verið töluvert hringt og spurt út í slátursöluna en flestir sýnt því skilning þegar málið var útskýrt. Bændur sveigjanlegir Hann segir starfsfólk eiga þakkir skildar, það hafi lagt sitt lóð á vogarskálar, án þess framlags hefði þetta ekki verið hægt. Sömuleiðis verktakar sem þjónusta fyrirtækið og þá ekki síst vill Sigmundur þakka bændum fyrir gott samstarf nú sem fyrr, en mikið mæði á þeim og þeir þurfi oft að vera mjög sveiganlegir með t.d. afgreiðslu fjár. /MÞÞ Vélfang fjárfesti í nýju húsnæði á Óseyrinni á Akureyri fyrr á þessu ári. Margir íslenskir bændur og verktakar eru hrifnir af Fendt dráttarvélunum þó þær séu sannarlega ekki þær ódýrustu á markaðnum. Eyjólfur Pétur segir ekki óalgengt að menn sem einu sinni hafi prófað og keypt Fendt kaupi slíkar vélar aftur og aftur. Hér má sjá nýja Fendt vél úr 900 Vario seríunni sem er til í mörgum útgáfum og með mótorum sem skila frá 296 til 415 hestöflum. „Sæðingarnar byrja 1. desem- ber og lýkur 21. desember. Við sendum sæði út í 15 til 20 þús- und ær en nýtingin á sæðinu er oft um 70%. COVID breyt- ir því að ekki verða haldnir hrútafundir nema á netinu. Við verðum með 25 nýja hrúta á stöðvunum, sem er í meira lagi, oftast hafa þeir verið um 20,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðar- sambands Suðurlands. Sveinn sér um stöðina í Þorleifskoti í Laugardælum og Torfi Bergsson um stöðina á Hvanneyri á Vesturlandi. Af þess- um 25 nýju hrútum eru 13 hyrndir, 9 kollar, 1 feldhrútur, 1 forystu- hrútur og svo ferhyrndur hrútur. Þá eru 5 hreinhvítir hyrndir, svartur, mórauður, grár og móflekkóttur. „Hrútarnir eru valdir eftir tveim- ur leiðum, annars vegar hrútar sem hafa skarað fram úr á búun- um og eru farnir að sýna sig sem góðir ærfeður og hins vegar út frá kjötmati í afkvæmarannsóknum sem heppnuðust mjög vel þetta haustið,“ segir Sveinn. Hrútaskráin er í vinnslu og mun koma út alveg á næstunni. /MHH Sæðingarstöðvar á Suðurlandi og Vesturlandi: 25 nýir hrútar í boði Hrúturinn Blossi frá Teigi í Fljótshlíð er einn af nýju hrútunum á sæðingar- stöðvunum. Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.