Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202010 FRÉTTIR Bændasamtök Íslands: „Förum eftir alþjóða- samningum” Bændasamtök Íslands sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu vegna tollamála og fréttaflutnings af þeim málum og viðbrögðum Félags atvinurekenda sem fram koma í Ríkisútvarpinu. Í yfirlýsinguni sem undirrituð er af Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtakanna, segir: „Á þessu ári hafa Bændasamtök Íslands átt í miklum samskiptum við íslensk stjórnvöld vegna tollflokk- unar á ýmsum landbúnaðarvörum. Út á við hefur umfjöllunin einkum verið um vöru sem í frétt á RÚV þann 11.11 er kölluð „jurtablandaður pítsaostur“. Í frétt RÚV er haft eftir yfirlýs- ingu frá Félagi atvinnurekenda að: „Slíkur ostur verði, með jurtaolíu- blönduninni, tollfrjáls og það hafi verið með fullu samþykki og vit- neskju tollyfirvalda ... Það sé í fullu samræmi við alþjóðareglur.“ Þær staðfestu upplýsingar sem hafa komið fram skýra meginatriði málsins og staðan er eftirfarandi: Þann 17. febrúar gaf Skatturinn út bindandi álit um tollflokkun á rifnum osti sem hertum flögum úr jurtafeiti hafði verið bætt saman við. Bindandi niðurstaða þess álits sem var sótt um og gefið út á grundvelli 20. gr. tollalaga nr. 88/2005, var að umrædd vara ætti að tollflokkast sem ostur í tollflokk 0406.2000. Í kjölfarið urðu allnokkur samskipti við stjórnvöld út af tollflokkun, m.a. á þessari og sambærilegum vörum. Niðurstaða þess var í stuttu máli sú að Skatturinn leitaði álits DG TAXUD (Tolla- og skattaskrifstofu ESB) í Brussel. Svar barst Skattinum 4. júní þess efnis að sú vara sem til umfjöllunar var skyldi tollflokkast sem ostur í tollskrárnúm- er 0406.2000 en hvorki í 19. né 21. kafla tollskrár. Þann 23. júní tilkynnti tollgæslu- stjóri enn fremur eftirfarandi til lögmanna hagsmunasamtaka fram- leiðenda: „Tollyfirvöld geta staðfest að „Mozzarella pizza mix“ mun, í samræmi við álit starfsmanna fram- kvæmdastjórnar ESB, verða flokk- að í 4. kafla tollskrár en hvorki 19. né 21. kafla. Þá geta tollyfirvöld enn fremur staðfest að vörur sem eru framleiddar í samræmi við þau sjónarmið sem koma fram í nefndu áliti, þ.e., þar sem jurtaolíum hefur verið blandað við mjólkurvörur af tækni- og hagkvæmnisástæðum en án þess að mjólkurfitu sé skipt út fyrir jurtafitu, munu einnig flokkast í 4. kafla tollskrár. Loks mun endurskoðunardeild Skattsins athuga hvort vörur sem ættu að vera í 4. kafla í samræmi við ofan- greind sjónarmið hafi á sl. sex árum verið flokkaðar í aðra kafla tollskrár.“ Bændasamtök Íslands líta með þessu svo á að þetta mál, eins og önnur sem varða tollframkvæmd, séu til skoðunar hjá endurskoðunardeild Skattsins. Auk þessa hefur málið komið til kasta Alþingis sem í með- höndlun sinni ákvað þann 5. nóv- ember sl. að fela Ríkisendurskoðun að taka saman skýrslu um starfsemi Skattsins við framkvæmd tollalaga. Þessi mál eru því í heild sinni til skoðunar hjá þar til bærum stjórn- völdum. /VH Gunnar Þorgeirsson. Bændur í Biskupstungum pirraðir vegna lélegra varnargirðinga og ristarhliða á milli varnarhólfa Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ályktaði nýlega um mikilvægi þess að huga að varnarlínum vegna búfjár sjúkdóma. Ályktunin kemur í kjölfar riðuveikinnar, sem greindist nýlega á búum í Skaga firði. Guðrún Svanhvít Kristjáns- dóttir, bóndi í Bræðra tungu í Biskups tungum í Bláskógabyggð, sem á sæti í sveitarstjórn, segir að varnarhólf og viðhald varnarlína séu lykillinn að því að riðuveiki breiðist ekki út og verði landlæg. „Já, varðandi búfjársjúkdóma almennt þá þarf alltaf að vera á tánum og gæta að smitvörnum búfjár í hvívetna hvort heldur er við landamæri eða milli einstakra svæða á landinu. Það verður því að fara í það af fullri alvöru að sinna viðhaldi varnarlína í landinu, annars er hætta á frekari útbreiðslu veikinnar. Það er lögbundin skylda Matvælastofnunar að hafa eftirlit með og viðhalda varnarlínum, því er mikilvægt að stofnuninni sé tryggt fjármagn í verkefnið. Þá má líka benda á það að ristarhlið eru víða hluti af varnarlínum og það verður að segjast að viðhaldi á þeim hefur verið ábótavant. Ristarhlið þar sem jarðvegur nær upp í ristarnar halda ekki búfé, Ristarhlið eru hluti af vegakerfinu og viðhald á þeim heyrir því alla jafna undir Vegagerðina. Það er eins með þennan málaflokk og aðra í þessu landi, það er ekki nóg að stofna ríkisstofnanir og setja lög, það þarf að tryggja stofnun- um fjármagn til að þær geti sinnt sínum lögbundnu skyldum,“ segir Guðrún Svanhvít, sem er pirruð yfir ástandinu og þannig er um fleiri bændur í hennar sveit. Glapræði að sameina hólf Rætt hefur verið um að sameina Biskupstungna- og Hrunamannahólf en Guðrún segir það algert glapræði og það sé almennt viðhorf bænda í Biskupstungum. „Það væri ekki einungis verið að sameina Tungurnar og Hruna- mannahrepp í eitt hólf heldur líka Skeiða, Gnúp og Flóann. Hrun, Skeið, Gnúp og Flóinn eru eitt varnarhólf , að stækka það hólf enn frekar myndi auka hættuna til muna að skera þyrfti niður fé á stóru svæði ef upp kæmi riða. Árið 2004 var allt fé í Biskupstungum skorið niður í einhverjum mesta riðuniðurskurði sem farið hefur verið í á Íslandi, ekki einungis á bæjum þar sem riða greindist heldur öllum bæjum. Bændur í Tungunum hafa síðustu 14 ár ræktað upp nýjar hjarðir með góðum árangri og ég efast um að bændur séu tilbúnir að fórna því starfi með því að sameinast varnarhólfum þar sem riða hefur komið upp eftir að fjárskiptin urðu hér í sveit. Árið 2007 greindist riða á tveimur bæjum í Hrunamannahreppi,“ segir Guðrún Svanhvít. /MHH Byggðaráð Sveitarfélagsins Skaga ­ fjarðar og hreppsnefnd Akra hrepps hafa lýst yfir áhyggjum sínum yfir lélegu fjarskiptasambandi víða um Skagafjörð, en það dregur úr öryggi þeirra sem búa á svæðinu eða eiga leið um það. Sveitarfélögin í Skagafirði hafa unnið að því á undanförnum árum í samvinnu við stjórnvöld í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt að koma á ljósleiðaratengingu í dreifbýli utan markaðssvæða. Samband víða stopult Er þess nú skammt að bíða að flest heimili í dreifbýli í Skagafirði hafi aðgang að háhraða fjarskiptatengingu. Gsm og tetra-samband í Skagafirði er hins vegar víða stopult eða ekki til staðar. Á þetta nokkuð víða við, m.a. í inndölum og um hálendið þar sem m.a. er stundaður landbúnaður og ferðaþjónusta, auk þess sem svæðið laðar að sér marga gesti til útivistar. Enn er því óleyst það mikilvæga verkefni að tryggja fjarskiptasamband fyrir almenning til neyðar- og viðbragðsaðila gegnum 112. Þarf að auka öryggi íbúa Byggðarráð og hreppsnefnd hafa hvatt Neyðarlínuna og ríkisvaldið til að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband með uppsetningu fleiri senda í samvinnu við staðkunnuga, auk þess sem Tetra- sambandið verði stórlega bætt til að auka öryggi íbúa og ferðamanna í landshlutanum. Þá skora byggðarráð Sveitar- félagsins Skagafjarðar og hrepps- nefnd Akrahrepps enn fremur á Neyðarlínuna og ríkisvaldið að tryggja fullnægjandi fjarskiptasam- band á bæjum í Skagafirði áður en gamla koparkerfið (heimasíminn) verður að fullu lagt niður á næstu vikum. „Annað er með öllu ólíðandi,“ segir í bókun. /MÞÞ Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hreppsnefnd Akrahrepps: Lélegt fjarskiptasamband veldur áhyggjum Guðrún Svanhvít Kristjándóttir, bóndi í Bræðratungu, fjallkóngur Tungnamanna og sveitarstjórnarmaður í sveitarstjórn Bláskógabyggðar, sem segir að það þurfi að fara í það af fullri alvöru að sinna viðhaldi varnarlína í landinu, annars sé hætta á frekari útbreiðslu riðuveikinnar. Mynd / MHH „Matvælastofnun býr ekki yfir fjár heim ildum til við halds varn­ ar girðinga. Fjárveiting arnar eru ákvarðaðar og greiddar af atvinnuvega­ og nýsköpunar ráðu­ neytinu,“ segir Sigurjón Njarðar­ son, fulltrúi yfirdýralæknis. „Aðkoma Matvælastofnunar að viðhaldi varnargirðinga er forgangsröðun á ráðstöfun fjár- muna, þ.e.a.s. hvernig þeim er skipt á varnargirðingar á landinu. Úthlutunin tekur fyrst og fremst mið af sjúkdómastöðu milli varnarhólfa en einnig af ástandi varnarlína hverju sinni. Matvælastofnun hefur annast samningagerð við verktaka við girðingaframkvæmdir.“ – Af hverju eru þessi mál í jafn miklum lamasessi og virðist vera? „Fjármagn til viðhaldsins hefur aukist á undanförnum árum. Víða er ástand varnar- girðinga ekki gott og ljóst að sum landsvæði koma verr undan vetri en önnur. Varnargirðingar eru nauðsynlegur liður í að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma í dýrum og því er mikilvægt að tryggja fullnægjandi fjármagn til viðhalds þeirra.“ – Eru einhverjar áætlanir í gangi með þessi mál núna? „Hið opinbera er meðvitað um stöðu mála og unnið er að skoðun kerfisins,“ segir Sigurjón. /MHH MAST segir engar fjárheimildir til viðhalds varnargirðinga Sigurjón Njarðarson. fulltrúi yfir- dýralæknis. Aðalfundur Slow Food Reykjavík: Unnið að því að gera gagnvirkt kort með „Slow Food“ veitingastöðum Aðalfundur Slow Food Reykjavík var haldinn með fjarfundarbúnaði 5. nóvember. Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari er áfram formaður og hún segir að nokkur verkefni á vegum hreyfingarinnar hafi verið til umræðu á fundinum, til dæmis gerð gagnvirks korts með veitingastöðum á Íslandi sem vinna í anda Slow Food­hugsjónarinnar. „Hugmyndin er að kortið verði aðgengilegt á vefnum og mögulega sem app þegar fram í sækir. Þetta eru að sjálfsögðu erfiðir tímar fyrir veitingamenn og óvíst hverjir standa eftir. En það er mikilvægt að byrja á þessari vinnu,“ segir Dóra. „Slow Food Youth Network er orðið mjög virkt hér á landi og það er átta manna hópur þeirra sem með miklum eldmóð er með nokkur verkefni í gangi; meðal annars einmitt að kortleggja veitingahúsaflóruna þeirra sem vinna í Slow Food- andanum. Eins eru þau að vinna í Diskó súpu-verkefnum, „átaki gegn matarsóun“ og eru í talsverðu sambandi við nemendafélögin í Háskóla Íslands.“ Aðstoðað við eldamennsku hjá Samhjálp „Annað frábært verkefni sem Cornel G. Popa hafði veg og vanda af var samstarf við Samhjálp. Cornel er ungur ítalskur kokkur sem hefur starfað með okkur og í samstarfinu við Samhjálp fór hann og hjálpaði á kaffistofu Samhjálpar á morgnana og seinnipartinn nokkrum skjólstæðingum kaffistofunnar og kenndi þeim grunnatriðin í matreiðslu. Bæði fyrir þá sjálfa og eins þannig að þeir gætu jafnvel fengið vinnu í stóreldhúsum í framhaldinu. Verkefninu lauk núna í október og tveir af hans lærlingum vinna núna fyrir Samhjálp og sjá um hádegismatinn,“ segir Dóra. Nýja stjórn Slow Food Reykjavík skipa auk Dóru þau Gunnþórunn Einarsdóttir, gjaldkeri, Dominique Plédel Jónsson, ritari og þeir Sveinn Kjartansson og Svavar Halldórsson meðstjórnendur. /smh Dóra Svavarsdóttir er áfram formað- ur Slow Food Reykjavík. Frá Skagafirði. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.