Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 47 Ég horfði á fyrstu 5 þætti af sjónvarps þáttaseríu sem nefnast „Long Way Up“ þar sem leikar- inn Ewan McGregor og vinur hans Charley Boorman fara á tveim Harley Davidson Livewire rafmagns mótorhjólum frá syðsta odda Suður-Ameríku upp til Los Angeles. Með þeim var kvikmynda - tökulið á tveim nýjum RIVIAN pall bílum sem gengu líka fyrir rafmagni. Vandræði þeirra félaga við að hlaða mótorhjólin og bílana voru hreint með ólíkindum. Þeir slógu út rafmagni á heilu hóteli, vegna þess að ekki var nægilega mikill straumur á rafkerfinu til að hlaða rafknúin ökutæki. Þá komu upp ýmis önnur vandamál við að hlaða mótorhjólin og rafmagnsbíl- ana sem fylgdu liðinu. Við að horfa á þessa þætti datt mér í hug hvernig hleðslumálum væri háttað fyrir fólk sem ferðast um á rafmagnsbílum hér á landi. Ef ljósin dofna eða skerpast er það ekki gott fyrir flest rafmagnstæki Þeir sem hafa átt heima á Vestfjörðum, eða hafa verið þar í nokkurn tíma, kannast við miklar spennusveiflur í rafmagninu, ljós dofna og skerpast á víxl. Sum rafmagnstæki þoldu þetta ekki og entust óeðlilega stutt á Vestfjörðum. Þeir sem eru að nota rafmagnstæki sem taka mikið rafmagn, s.s. hjólsagir, háþrýstidælur, slípirokka eða hitablásara til upphitunar kannast við þessi rafmagnsvandamál, en slík tæki slá stundum út rafmagni þegar þau eru sett í gang. Þetta á líka við um bílahleðslutæki sem fylgja rafmagnsbílum, þau taka það mikið rafmagn að þegar þeim er stungið í samband þá kemur högg á rafkerfið sem getur skemmt önnur rafmagnstæki eins og t.d. hljómtæki og tölvur. Ljótar sögur um bruna, rafmagnsleysi og hleðsluvandræði Ef maður fer á leitarsíður til að finna fréttaflutning af bruna við hleðslu á bílum koma margar fréttir upp. Inn á milli eru sögur af lyfturum sem hafa verið í hleðslu og hafa kveikt í. Oftast eru fréttir af brunum sem urðu við hleðsluna og var orsökin oftast mannleg mistök og vanþekking. Of grannar lagnir og mikið álag, raf- lagnir of veikar fyrir mikla notkun á rafmagni, framlengingarsnúrur not- aðar og fleira sem mátti finna þar að. Ferðalangar á rafmagnsbílum hafa lent í ýmsum vandræðum þegar ferðast er um landið. Í flestum bílum fylgir kapall til að hlaða bíl- inn með því að stinga í samband í venjulega rafmagnskló og stendur á mörgum af þessum köplum að nóg sé að vera með 10 Ampera lögn. Það er kannski nóg ef ekkert annað er á lögninni. Því er best að stinga svona kapli í 16 A lögn og ekki má í neinum tilfellum nota venjulegar framlengingarsnúrur við hleðslu á rafmagnsbílum. Til að hlaða stórar rafhlöður eins og í bílum þarf að gera hlutina rétt og vera með réttar tengingar og búnað. Það verður að hlaða bíla með réttu „græjunum“ Ég er ekki mjög fróður um rafmagn, því leitaði ég til tveggja manna sem vita meira um rafmagn. Þórður Aðalsteinsson vinnur við að selja og setja upp Zaptc hleðslustöðvar fyrir N1, en hann fræddi mig um margt. Hleðsla rafbíla er gríðarlega mikið álag miðað við venjulega heimilisnotkun. Það er ekkert heimilistæki sem líkist orkuþörf rafbíls. Rafbíll er að nota á bilinu 7-12 kWs á dag. Það er jafn mikið og meðalstórt einbýlishús notar á sólarhring. Hættan er nánast engin ef þetta er gert með viðeigandi búnaði sagði Þórður. Félagi minn til margra ára, Ásgeir Örn Rúnarsson, hefur oft verið mér hjálpsamur þegar kemur að rafmagni og rafmagnstækjum og svaraði nokkrum spurningum mínum eins og; af hverju slær út rafmagni þegar sett er í samband? Hann segir að útsláttaröryggið í töflu þurfi að vera það sem kallað er „tregt öryggi“ eða með DC vörn. „Aldrei á að hlaða með mörg- um tenglum inn á sömu grein ef um er að ræða 10 eða 16 Ampera greinar,“ sagði Ásgeir. Hann benti mér á vefsíðu Húsnæðis- og mann- virkjastofnunar (á vefsíðunum www. mannvirkjastofnun.is og www.hms.is ) þar sem má fræðast um rafhleðslu á bílum. ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Bænda Smáauglýsingar 56-30-300 KAPÍTULI ÚT HÖFUÐ HÁTTUR BOTNFALL RASK SVALL SHRÆSNIS-FULLUR K I N H E L G U R MMENNTA A N N A AUMAGLUMDI A R M A OÓNN F N U G G U R L L A U S A VÆLTRÉ G Ó L BANN- HELGI STÓ STRÍÐNI A R I N N LÍTIÐ DÝRA- HLJÓÐ L Á G T ÞARNA TVEIR EINSSMEYGJA K SMÁ- GREIN TEMUR ÓTTI NÝJA S T A G A HALLI MÁLMURLANGAR G U L L FYRR EIN-HVERJIR ÞSTOPPA Í M A T A ÁLITURGA S V A R DÆSAÞÍÐA M Á S AFÆÐA Á B LANDMÆLIR R Í K I LITUR EFTIR- RITA R A U Ð U RÍ RÖÐ H Ú S ANDIÁRSTÍÐ S Á L A FYRSTURFLOKKAÐ F R U M PÚSSAHÍBÝLI I TRÉÓRÓR E S K I ORLOFKÆTTIST F R Í BEINSÓT R I F R Ó G U R DETTA H R A S A SLÁLÖGG R ÁBAKTAL S V I M A BYLGJASTÍ RÖÐ L I Ð A S T SKÓLI GSUNDLA L A Æ R R Ð A R FORMA Á M N Ó VARA VIÐ T A A Ð ÓHREINKA V K A Á R M A ANEMA STULDUR 141 H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET Startarar og Alternatorar - Vinnuvélar - Ly�arar - Drá�arvélar - Bátar Hversu mikið „bras“ er að eiga rafmagnsbíl og fá hleðslu? Rafmagnskló sem ofhitnaði inni í rafmagnsdós. Bráðnuð rafmagnsdós, hér var stutt í bruna. Flestar hleðslustöðvar byrja hleðslu hægt og keyra sig svo upp eins og þessar í nýbyggingu í Reykjavík. SAMAN- LAGT ÁTELJA HLUTU ELJU VÍS- BENDING TRÍTLA SKART- GRIPUR TORVELDA SJATNA NIFTEIND SKORIÐ GÆFA FORVIÐA AÐGÆTA SVIPAN MIKLU GAGNSÆR ÁVÖXTUR KVK NAFN FUGL ÁTT SORG EFNISÝTA Í RÖÐ LJÓMI HAR- MÓNÍUM BRÁÐRÆÐI SEPPA SKAMMT AFMÁ MÁSI UPPTÖK HENTA RUNNI HLAUP HELBER KANNA MILDI STORKA LOSTÆTI SKOT KK NAFN VÉFENGJA ÚTSKOT ATVIKAST INNVOLS ÞRJÓSKA HEIÐUR NIÐUR FISKUR STÖÐUGT SAMRÆÐA SKIPULAG NAUÐA FYRIR- GEFA FRUMEIND TVEIR EINS SKADDA SPJALD ERGJAKER HRING- FARI M Y N D : K EC K O ( CC B Y -S A 2 .0 ) H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.