Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202018 FRÉTTIR Jurtalitapúsl Hespuhússins: Fallegt, fræðandi og fjölskylduvænt Á þessum undarlegu tímum þegar erlendir ferðamenn láta ekki sjá sig þá þurfa mörg fyr­ irtæki að breyta um áherslur og aðlagast breyttum aðstæðum. Hespuhúsið í Ölfusi er opin jurta­ litunarvinnustofa þar sem gestir geta komið og kíkt í jurtalitunar­ pottana, fræðst um gamalt hand­ verk og keypt jurtalitað band. Guðrún Bjarnadóttir náttúru­ fræðingur, sem rekur Hespuhúsið, segir að í ár hafi gestagangur verið rólegri og þá hafi gefist tími til að koma gamalli hugmynd í fram­ kvæmd en það var jurtalitapúsluspil sem er fræðslupúsluspil. Þúsund bita púsl „Púsluspilið er 1.000 bita púsl og myndin er af jurtalituðum band­ hnyklum sem litaðir hafa verið í Hespuhúsinu. Með púslinu fylgir spjald með mynd til að púsla eftir og á bakhliðinni má sjá úr hvaða jurt hver hnykill er litaður. Einnig fylgir lítið bókarkorn með sögu jurtalitunar á Íslandi. Púslið sjálft er í fallegum poka og fræðsluefnið og púslið eru svo í kassa. Púslbitarnir eru óhefð­ bundnir en þeir eru mjög misjafnir í lögun sem eykur skemmtunina því þá má leita að bitum eftir lit og lögun. Púsl eru sígild Guðrún segir að mikill áhugi sé fyrir púslus pilinu enda sameini það svo margt sem varð vinsælt á COVID­19 tímum eins og prjónaskap og púsl og svo tenging þess inn í gamlar hefðir og náttúrunýtingu sem vaknaði eftir bankahrunið. Púsluspilið er allt í senn falleg, fræðandi og fjölskylduvæn jólagjöf. Verkefnið var styrkt af Sambandi sunn­ lenskra sveitarfélaga sem veitti átaks­ styrki vegna COVID­19 sem nefndust Sóknarfæri ferðaþjónustunnar. Hægt er að panta og fá upplýsingar um spilið á www.hespa.is /VH Jurtalitapúsl Hespuhússins. Með púslinu fylgir spjald með mynd til að púsla eftir og á bakhliðinni má sjá úr hvaða jurt hver hnykill er litaður. Einnig fylgir lítið bókarkorn með sögu jurtalitunar á Íslandi. Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur rekur Hespuhúsið. Mynd / Unnur Magna. LÍF&STARF Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Ann­Marie Schlutz og maður henn­ ar, Gunnar Gunnarsson, blaða­ maður á Austurfréttum og Austur­ glugganum, eiga og reka fyrirtækið Sauðagull utan um framleiðslu á vörum úr sauðamjólk. Gunnar Jónsson, tengdapabbi Ann­Marie, á og rekur Egilsstaðabúið í Fljótsdal en á búinu eru um 350–400 ær. Nýverið kom á markað handgert konfekt frá Sauðagulli með kara­ mellufyllingu og unnið úr sauða­ mjólk. „Ég er með takmarkað hráefni af mjólk sem ég get fengið og þá þarf maður að hugsa hvernig maður getur nýtt það sem best. Ostagerð er sjálfsögð og fyrsta sem maður hugs­ ar að gera sauðaost. En með því að heimsækja sauðfjárbú erlendis, sem við höfum gert, þá koma margar hugmyndir, meðal annars þetta með konfektið,“ útskýrir Ann­Marie og segir jafnframt: „Sauðamjólk var um aldir nýtt til manneldis hér á landi og unnið úr henni skyr, smjör og ostar. Þekking á þessu mjög svo íslenska handverki hefur að mestu glatast. Sauðagull stefnir á að endurvekja handverkið með því að framleiða einstakar matvörur úr sauðamjólk. Með því er von mín að geta stutt íslenska sauðfjárrækt og hvetja aðra til að nýta þetta holla, bragðgóða og næringarríka hráefni.“ Hægt er að panta hjá Ann­Marie í gegnum Facebook­síðu Sauðagull eða í gegnum netfangið saudagull@ outlook.com /ehg Úr sauðagulli verða til ýmsar kræsingar Ann-Marie Schlutz á veg og vanda að framleiðslu á sauðamjólk og selur vörur undir merkjum Sauðagulls. Hún hefur aðstöðu til framleiðslu í félags- heimilinu á Fljótsdal. Lerkiaskjan utan um handgerða konfektið er framleidd í samstarfi við smið úr Fljótsdal, Hörð Má Guðmunds son, en hún er úr lerki úr Viðivallaskógi í Fljótsdal. Hún er hönnuð sem eftirlíking af gamaldags pennastokkum og hægt er að nota hana undir ýmislegt eftir að konfekt- molarnir hafa runnið ljúflega niður. Osturinn, sem heitir Kubbur og er í kryddolíu, er gerður eftir uppskrift að fetaostuppskrift en vegna verndunar heitisins má ekki kalla hann fetaost því sá kemur upprunalega frá Grikklandi. Count on it. LAUFBLÁSARI SLÁTTUORF GARÐSLÁTTUVÉL SNJÓBLÁSARI RAFHLAÐAN HEKKKLIPPUR 60v 2,5Ah, 6,0Ah & 7,5Ah
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.