Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 37 Broddkúmen barst vestur yfir Atlantsála með spænskum og portúgölskum landvinningamönnum eftir landafundina í Vesturheimi. Fræ plöntunnar eru talsvert notuð í fuglafóður og þannig hefur hún náð rótfestu og dreift sér á svæðum þar sem hún þrífst. Nafnspeki Latneska ættkvíslarheitið Cuminum er gamalt latínuheiti á plöntunni og tegundarheitið cyminum er einnig komið úr latínu og annað heiti á sömu plöntu. Latneska heitið er rakið til forngrísku, κύμινον, borið fram kúminon, og þaðan úr gyðingamáli sem er skylt hebresku ןומכ, borið fram kammōn, og arabísku, لا, borið fram al-kamuwn og þaðan til útdauðs tungumáls, sem kallast akkadian, kamūnu, og var talað í Mesópótamíu á þriðju öld fyrir Kristsburð. Á ensku kallast plantan og kryddið cumin eða cummin og mun komið í málið úr latínu í gengum miðalda- ensku og forna frönsku. Frakkar segja cumin en Spánverjar og Ítalir comino. Hollendingar komijin og Þjóðverjar cumin, kreuzkümmel, kumin, mutterkümmel og romischer. Í Kína kallast plantan og kryddið zi ran qin en jira, jeera eða zira á hindí og í Pakistan, janten í Indónesíu, kimyon í Tyrklandi og yee raa í Taílandi og kemun í Eþíópíu. Í Finnlandi kallast kryddið juustokumina, jeera og kumina. Í Svíþjóð kallast það spiskumm- in, spisskummen á norsku og spidskommen á dönsku og vísa heitin til lögunar aldinsins líkt og íslenska heitið broddkúmen. Á íslensku þekk- ist einnig heitið kúmín. Broddkúmen í þjóðtrú Samkvæmt þjóðtrú er einn af kostum broddkúmens að neysla þess gerir fólk tryggt hvað öðru. Áhrifin ná einnig til fugla sem eru almennt hrifnir af fræjunum og velja sér oft maka til lífstíðar. Sagt er að þjófar sem reyni að stela einhverju með broddkúmeni í stirðni og geti sig hvergi hreyft uns eigandi hlutarins losar þjófinn úr stjarfanum. Til að tryggja að eiginmenn kæmu aftur heim úr ferðalagi létu konur þeirra þá hafa brauð og vín með broddkúmeni í. Einnig þótti óbrigðult að gefa alifuglum brodd- kúmensfræ svo þeir héldust heima við. Það þótti einnig tryggja tryggð og hamingjuríkt hjónaband ef brúð- hjón bæru á sér brodd kúmensfræ í brúðkaupinu. (Brodd)kúmen í Biblíunni Kúmen kemur einu sinni fyrir í nýjustu þýðingu Gamla testamentisins Biblíunnar sem kom út árið 2007, í Jesaja 28:25-27 þar sem vísað er til visku Guðs með líkingamáli um jarðrækt: „Nei, þegar hann hefur sléttað akurinn sáir hann sólselju og dreifir kúmeni, hann sáir hveiti og byggi og setur speldi í jaðar akursins. Guð hans segir honum vel til verka og leiðbeinir honum. Sólselja er ekki þreskt með þreskisleða né vagnhjóli velt yfir kúmen heldur er sólseljufræ slegið úr með staf og kúmen með stöng.“ Notkun á heitinu kúmen hér getur verið villandi, sérstaklega fyrir grasafræði- og plöntuheitanörda og mögulega valdið þeim kvíða og andvöku, þar sem örugglega er broddkúmen, Cuminum cyminum, sem er upprunnið í Mið- Austurlöndum frekar en kúmen, Carum carvi, sem er upprunnið norðar í Evrópu og Asíu. Í Guðbrandsbiblíu, 1584, er hvergi minnst á kúmen í þýðingu á Jesaja og er þannig: „Er ei so að þá nær eð hann hefir gjört hann jafnsléttan þá sáir hann kornin og dreifir fræinu og sáir hveitinu og bygginu, einu sérhverju í þann stað eð hann vill hafa það og þær aðrar grasajurtir í sinn stað? Líka so agar þá þeirra Guð með dómi og menntar þá því að jurta- fræið þreskist ekki með þustum, svo verður og ekki vagnhjólið dregið yfir kornsæðið heldur slá þeir það jurtrasæðið í burt af með einum vendi og þau smá frækornin með einum kepp.“ Kúmen er komið inn í þýðingu Viðeyjarbiblíu sem var prentuð 1841: „Fer hann ekki heldur svo að? Þegar hann hefir jafnað moldina að ofan, kastar hann þar í karba, hann sældar kúmeni, sáir hveiti, hrísgrjónum, byggi, hirsa, kirni, hvörju í sinn reit. Hann er með sáðið eftir þeirri reglu, sem Guð hefir kennt honum. Karbi er ekki þresktur með þreskikefli, og vagnhjóli er ekki velt yfir kúmen; heldur er karbi barinn af með staf, og kúmen með sprota.“ Í þýðingunni frá 1981 er einnig talað um kúmen og segir: „Hvort mun hann eigi, þegar hann hefir jafnað moldina að ofan, sælda þar kryddi og sá kúmeni, setja hveiti niður í raðir, bygg á tilteknum stað og speldi í útjaðarinn? Guð hans kennir honum hina réttu aðferð og leiðbeinir honum. Eigi er krydd þreskt með þreskisleða né vagnhjóli velt yfir kúmen, heldur er kryddblómið barið af með þúst og kúmen með staf. Mun neyslukorn mulið sundur? Nei, menn halda ekki stöðugt áfram að þreskja það og keyra eigi vagnhjól sín né hesta yfir það, menn mylja það eigi sundur.“ Kúmen er aftur notað í líkingamáli Nýja testamentisins Matteusarguðspjalls 23:23 þar sem Jesú tala við mannfjöldann og lærisveina sína um blinda og óhæfa leiðtoga. Í þýðingunni frá 2007 segir: „Vei yður, fræðimenn og faríse- ar, hræsnarar! Þér gjaldið tíund af myntu, anís og kúmeni en hirðið ekki um það sem mikilvægast er í lögmál- inu, réttlæti, miskunn og trúfesti. Þetta ber að gera og hitt eigi ógert að láta.“ Orðið kúmen er notað í öllum fjórum þýðingunum Nýja testamentisins sem eru aðgengilegar á biblia.is. Ræktun Broddkúmen er einær planta sem ræktuð er af fræi og gott er að leggja fræin í bleyti í átta tíma fyrir sáningu. Fræ plöntunnar geta spírað við fremur lágan hita en kjörhiti hennar er milli 20 til 30° á Celsíus. Þrátt fyrir lágan spírunarhita fræjanna þolir plantan illa frost og alls ekki eftir blómgun og fyrst eftir að fræmyndun hefst. Plantan dafnar best í frjósömum, lausum og kalkríkum sandjarðvegi, pH 6,8 til 8,3, þar sem loftrými er mikið. Planta er viðkvæm fyrir salti. Broddkúmen þrífst vel þar sem loft er þurrt og loftraki lágur. Hæfilegt bil milli plantna við sáningu er 20 til 25 sentímetrar og æskileg dýpt fræja 1 til 2 sentímetrar. Hæfilegt fræmagn á hektara er milli 12 og 15 kíló. Uppskerutími eftir sáningu er 100 til 120 dagar þar sem aðstæður eru plöntunni hagfelldar. Uppskera á broddkúmeni er öll unnin með höndum. Nytjar Í 100 grömum af broddkúmeni eru 375 kílókaloríur, 44,2 grömm af kolvetnum, 2,25 gröm af sykri, 10,5 grömm af trefjum, 22,3 grömm af fitu og 17,8 grömm af próteini. Auk E og B-vítamína og steinefna eins og járn, magnesíum og mangan. Broddkúmen er mikið notað til matargerðar víða um heim, bæði sem heil aldin eða mulin og það er sagt draga fram sætubragð í mat. Indverjar eru sú þjóð ásamt þjóðum í Austur-Asíu sem í dag nota mest af broddkúmeni og er það hlut af ótal mörgum mataruppskriftum og hluti af karrí- og öðrum kryddblöndum. Kryddið er notað til að bragðbæta osta eins og hollenskan Leidse, í brauð og sósur. Því er blandað við chili-duft í Tex-Mex rétti og það er í mörgum karrí- og garam masala-blöndum. Spáverjar og Portúgalar krydda adobo-pylsur með því og broddkúmen er eitt af undirstöðuhráefnunum í arabísku kryddblöndunni baharat. Á Indlandi er ristuðum broddkúmens- og kóríanderfræjum blandað saman og kallast sú kryddblanda dhana jiru. Broddkúmensplantan hefur lengi verið notuð til ýmiss konar lækninga. Á Indlandi þykir jira- vatn heilsubót en það er vatn með soðnum broddkúmensfræjum. Seyði úr broddkúmensfræjum er sagt flýta fæðingu hjá konum sem ganga með fram yfir á meðgöngu. Á Srí Lanka er sama seyði drukkið við verkjum í maga og við kvefi er það blandað með mjólk. Broddkúmensduft er sagt gott gegn sveppasýkingu. Olían úr fræjunum er notuð til að búa til vellyktandi, í snyrtivörur og til að bragðbæta drykki. Hún þótti góð til að draga úr vindgangi, verkjum í vöðvum og róandi. Á miðöldum var algengara en ætla mætti að fjölskyldur aðalsmanna tækju höfuð fjölskyldufeðranna til varðveislu væru þeir afhöfðaðir. Til að varðveita höfuðið þótti gott að geyma það í kryddi og ekki síst broddkúmeni. Broddkúmen á Íslandi Lítið fer fyrir broddkúmeni í íslenskum fjölmiðlum allt til ársins 1990 en eftir það er farið að geta þess í mataruppskriftum og auglýsingum. Í Blaðinu í júlí í 2005 er ágæt grein eftir Þráin Lárusson þar sem fjallað er um kúmen, Carum carvi. Þar segir meðan annars: „Tegundin Carum carvi er fyrir mistök kölluð kúmen hér á landi. Þessi mistök má rekja til þýsku en orðið kúmen er íslenskun á orðinu kummel sem er þýska heiti jurtarinnar. Í raun ætti nafnið kúmen að vera á annarri fjarskyldri jurt en innan sömu ættar, Cuminum cyminum. Sú jurt hefur hins vegar verið kölluð kúmín eða broddkúmen hér á landi. Þetta eru mjög vandræðaleg mistök því aldin beggja þessara tegunda eru nýtt í matargerð og er endalaust verið að rugla þeim saman með slæmum afleiðingum. Þó kúmen og kúmín séu sviplík aldin í útliti eru þau mjög ólík á bragðið og geta engan veginn komið hvort í annars stað í matargerð. Svo virðist sem þessi mistök eigi sér sögulega skýringu sem rekja má aftur til fimmtu aldar. Við fall Rómaveldis hvarf kúmín af mörkuðum álfunnar eins og nánast öll önnur krydd sem Rómverjar fluttu til Evrópu. Í staðinn uppgötvuðu Germanir í Mið-Evrópu aðra plöntu sem gaf af sér aldin sem svipaði mjög til hins dásamlega krydds sem þeir höfðu náð að tileinka sér í matargerð á tímum Rómverja. Jurt þessi var illgresi í þeirra ræktarlandi og hafði borist þangað með rúgi sem kom til álfunnar með Slövum í kringum 150 e.Kr. Aldin þessarar nýju plöntu hafa síðan einfaldlega fengið sama nafn og kryddið sem Rómverjar fluttu með sér frá Arabalöndum.“ Hafliði Halldórsson, kokkur og framkvæmdastjóri Icelandic Lamb, sem starfaði um tíma hjá fyrirtæki sem flytur inn krydd, segir að iðulega hafi komið upp ruglingur varðandi broddkúmen og kúmen í pöntunum. „Það þurfti oft að skipta út sendingum þar sem pantanir voru rangar þar sem fólk þekkti ekki muninn. Slíkt er svo sem í lagi og hægt að bjarga. Verra er þegar fólk ruglast á þessu tvennu við matargerð þar sem farið er eftir uppskrift og bragðið verður annað en til stóð.“ Blómin lítil, hvít eða bleik og mörg saman og mynda sveip á bómstilk. Á miðöldum var algengara en ætla mætti að fjölskyldur aðalsmanna tækju höfuð fjölskylduföðurins til varðveislu ef þeir voru afhöfðaðir. Olían úr fræjunum er notuð til að búa til vellyktandi, í snyrtivörur og til að bragðbæta drykki. Blöðin þráðmjó og gagnstæð, 5 til 10 sentímetra löng. Uppskera á lífrænu broddkúmeni á Indlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.