Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202014 HLUNNINDI&VEIÐI Thorvaldsenfélagið fagnar 145 ára afmæli í dag: Ömmujól á jólakortum félagsins 2020 Í dag fagnar góðgerðarfélagið Thorvaldsenfélagið 145 ára afmæli, en það var stofnað 19. nóvember árið 1875 af 24 reykvískum konum. Félagið hefur rekið verslunina Thorvaldsenbazar í Austurstræti samfleytt frá árinu 1901 þar sem varningur er seldur til fjáröflunar starfseminnar. Auk þess eru gefin út jólakort ár hvert. Þetta árið prýð- ir mynd eftir listakonuna Sigrúnu Eldjárn jólakortin, sem nefnist Ömmujól. Thorvaldsenfélagið hefur í gegn- um tíðina styrkt margvísleg málefni, sem öll tengjast börnum á einn eða annan hátt. Stytta af Bertel Thorvaldsen Þann 19. nóvember árið 1875 var af- hjúpuð stytta af myndhöggvaranum Bertel Thorvaldsen á Austurvelli en það var afmælisdagur myndhöggv- arans. Nokkrar konur tóku sig saman og skreyttu völlinn með fléttum úr íslensku lyngi ásamt ljóskerjum til þess að gera þessa stund sem hátíð- legasta. Samstarf þeirra gekk svo vel að þær ákváðu að halda hópinn og láta gott af sér leiða. Þar með varð Thorvaldsensfélagið til. Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu. Fyrir um það bil 30 árum kom fyrsta jóla- kortið út. Allur ágóði af sölu jólakortanna rennur í sjóð til styrktar sykursjúk- um börnum. Í kortinu er ljóð eftir Þórarin Eldjárn, bróður Sigrúnar, sem heitir Sálartýran. HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS Nördaþáttur fyrir matgæðinga FRÉTTIR Jólakort Thorvaldsenfélagsins í ár prýðir mynd eftir listakonuna Sigrúnu Eldjárn, sem nefnist Ömmujól. Efri-Reykir í Bláskógabyggð: Sjö milljarða króna baðlón og 100 herbergja hótel á teikniborðinu Unnið er að útfærslu og fjármögn- un á uppbyggingu baðlóns og 100 herbergja hótels á Efri-Reykjum í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Það er Þróunarfélagið Reykir ehf. sem stendur að framkvæmd- inni en ferli undirbúnings, vinnsla umhverfisskýrslu og skipulags- ferlis hefur tekið rúm fjögur ár. Af hálfu Þróunarfélagsins er vöktun á lífríki í og við Brúará afar mikil- væg til að tryggja lífríki svæðisins. Vatnshelgunarlína liggur 100 metra frá árbakka. Baðlón verða útbúin með fullkomnum hreinsibúnaði til að uppfylla skilyrði reglugerðar og frárennsli verður meðhöndlað miðað við ítrustu kröfur. Efri-Reykir eru á milli Laugarvatns og Úthlíðar og þar er afar gjöful borhola sem tekin var í notkun árið 1988 og fóðrar m.a. Hlíðarveitu. Borholan gefur af sér 45–50 lítra á sek. af 145 °C heitu vatni og er með öflugri heitavatns- holum á lághitasvæði á landinu. Þrátt fyrir það eru áform um að boruð verði viðbótarhola fyrir frekari orku- vinnslu á svæðinu. 7 milljarða króna verkefni Upphafleg áform voru um að byggja tvö stór baðlón, þjónustubyggingu og 100 herbergja hótel, aðstöðu- hús fyrir starfsmenn og möguleika á stækkun hótelsins í 200 herbergi. Hámarks byggingarmagn hót- els- og þjónustubyggingar verður 15.000 m2 en endanleg útfærsla og stærð hefur ekki verið ákveðin. Hugmyndirnar voru fyrst kynntar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar árið 2016 en nýlega var samþykkt að gera ráð fyrir þeim í endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Verkís hefur séð um undirbún- ing og útfærslu verkefnisins sem og alla vinnu við umhverfismál og gerð umhverfisskýrslu fyrir Þróunarfélagið. Arkitekt er Orri Árnason hjá Zeppelin Arkitektum. „Á þessu stigi i COVID-faraldri er ekkert hægt að fullyrða um það hvenær framkvæmdir gætu hafist eða þeim verði lokið. Kostnaðaráætlun verks- ins hljóðaði upphaflega á 7 milljarða króna en mun væntanlega taka ein- hverjum breytingum,“ segir Orri, arkitekt verkefnisins. /MHH Hafliði Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Icelandic Lamb og matreiðslumeistari, hefur á undanförnu ári haldið úti hlaðvarpi um mat og matar- menningu sem hann kallar Máltíð. „Ég vissi að mig langaði til að miðla sögum þeirra sem brenna fyrir mat og veit persónulega að í þeim hópi eru svo margir ástríðufullir og skemmtilegir að ég þóttist viss um að þetta yrði skemmtilegt, sem hefur verið raunin a.m.k. fyrir mig. Ég tók nokkurra mánaða hlé í sumar en er kominn af stað aftur og mun halda mínu striki þangað til ég verð uppiskroppa með umræðuefni og viðmælendur. Sem gerist líklegast seint. Á sama tíma eru mörg hlaðvörp sem fjalla um svipaða hluti, en ég tel mig eiga erindi inn í þá umræðu,“ segir Hafliði en áhersla þáttanna endurspeglar áhugasvið hans á hráefnum, aðferðum til varðveislu, verkunar og matargerðar. „Áherslan er svolítið sjálfhverf því þetta er nördaáhugi á mat og matarmenningu. Ég vil tala við fólkið með þekkinguna, sem er kannski fyrst og fremst fagfólk í matvælageiranum og bændur.“ Hafliði ólst upp í sveit á blönduðu búi og segist því skilja hvað það þýðir að hafa metnaðarfulla bændur sem sjá okkur fyrir úrvals hráefni auk þess sem hann starfaði lengi í veitingageiranum. „Þar er magnað að sjá hvað flinkasta fagfólkið okkar getur skapað og búið til gríðarleg verðmæti úr gæða hráefnum. Svo er auðvitað til margt fólk sem hefur gríðarlegan áhuga á þessum málaflokki án þess að hafa starfað beint við greinina sem ég ætla líka að spjalla við. Enda eðlilegt þar sem matur og matarmenning er svo stór þáttur í lífi allra og partur af hversdeginum.“ – Hvernig finnst þér að miðla upplýsingum gegnum hlaðvarp? „Mér finnst miðillinn góður, hann býður upp á umræðu í dýptina sem er tæpast rúm fyrir í hefðbundnu útvarpi og sjónvarpi. Með lágum framleiðslukostnaði er hægt að ná til ótrúlega margra og efnið getur lifað góðu lífi löngu eftir að það fyrst var gefið út. Þeir sem nenna og hafa áhuga á efninu hlusta á þáttinn minn og hinir á eitthvað annað. Það er eftirtektarvert hvað ungt fólk nýtir formið mikið og sýnir að það er erindi fyrir ítarlegt efni og nördalega þætti fyrir afmarkaða hópa.“ Á næstu misserum hyggst Hafliði auka framleiðslu á Máltíðum. „Ég ætla fyrst og fremst að hafa reglufestu í útgefnum þáttum. Ég vil,, auk þess að hafa tugi manna á lista yfir væntanlega viðmælendur á höfuðborgarsvæðinu, líka fara með þáttinn út á land, hitta þar kokka, veitingamenn, bændur, sjómenn og fólk sem starfar í nýsköpun. Segja söguna af íslenskum hráefnum og matarhefðum sem svo speglast í nútímanum og fjölbreytileikanum í áhrifum frá hæfileikafólki af erlendum uppruna sem auðgar okkar mannlíf og matarmenningu. Svo er ég alltaf opinn fyrir góðum tillögum að efni og viðmælendum,“ segir Hafliði. /ghp Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STARTARAR í flestar gerðir dráttarvéla Hafliði spjallaði við veitinga­ manninn Þráin Frey Vigfússon í síðasta þætti Máltíðar. Hann er einn þeirra sem segir keppnis­ matreiðslu hafa þróað hann sem fagmann, en hann keppti sjálfur lengi á þeim vettvangi ásamt því að hafa þjálfað keppendur og miðlað sinni reynslu áfram. Efri­Reykir yfirlitsmynd: Yfirlitsmynd frá Zeppelin Arkitektum af baðlóninu og hótelinu á Efri­Reykjum. Nóg er af heitu vatni á svæðinu. Skipulagssvæðið er 30 hektarar að stærð og liggur innan jarðarinnar Efri­Reykir í Bláskóga­ byggð. Mynd / Orri Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.