Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 17 ÓSÓTT STYRKLOFORÐ ! Lög um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, FL, nr. 89/1966 falla úr gildi 31. desember 2020 og Matvælasjóður tekur við öllum eignum hans og skuldbindingum frá þeim tíma skv. lögum nr. 31/2020. Umsýsla Matvælasjóðs verður í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, ANR. Umsýsla sjóðanna sem FL hefur haft með að gera fer jafnframt inn í ANR. Þeir aðilar sem sjá fram á verklok sinna verkefna til innheimtu styrkloforðs á allra næstu dögum getað sótt styrkloforðið með skýrsluskilum til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Að öðrum kosti flyst afgreiðsla mála yfir í ANR. Lokaskilafrestur skýrslna til grundvallar útborgunar árið 2020 hjá FL er til og með 1. desember n.k. Skýrslum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes á netfangið fl@fl.is. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri FL, Sigríður Bjarnadóttir, í síma 430-4300. Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyri – 311 Borgarnes – sími 430 4300 VANTAR ÞIG SEÐLA/KORTAVESKI? Sendum frítt! Netverslun - www.drangey.is Kr. 11.200 Kr. 8.900 Kr. 7.400 Kr. 5.900 -20% -20% 2. desember 13:00-18:00 Hvanneyri og Hesti í Borgarfirði 3. desember 13:00-18:00 Stóra Ármóti Suðurlandi SAUÐFJÁRSÆÐINGAR Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands heldur tvö námskeið í sauðfjársæðingum í byrjun desember. Námskeiðin eru ætluð sauðfjárbændum og öllum þeim sem hafa áhuga á eða starfa við sauðfjársæðingar. Kennari er Þorsteinn Ólafsson dýralæknir. Skráning og allar nánari upplýsingar á vef Endurmenntunar LbhÍ. Á sauðfjársæðingarstöðvunum er besta úrval landsins af erfðaefni. Því fylgja engin smitefni. Á námskeiðinu læra nemendur rétt vinnubrögð og tímasetningar til þess að tryggja sem bestan árangur af sæðingunum. Þorsteinn Ólafsson dýralæknir „ endurmenntun.lbhi.is ENDURMENNTUN LBHI BÆKUR & MENNING G FRÉTTIR Hólar í Öxnadal einkafriðaðir vegna náttúruverndar – Einkafriðlýsing er alþjóðlega viðurkennd og alþekkt í mörgum ríkjum Hjónin Ólafur Valsson og Sif Konráðsdóttir, landeigendur jarðar innar Hóla í Öxnadal, hafa ákveðið að stofna til svokallaðrar einkafriðunar jarðarinnar. Það gera þau vegna náttúruverndar- gildis jarðarinnar og mun stærstur hluti hennar njóta friðunar sem óbyggð víðerni. Einkafriðun landsvæða með þessum hætti er nýmæli hérlendis. Um er að ræða um 1500 hektara landsvæði, eða 15 ferkílómetra, að mestu óbyggð víðerni á Hóladal, sem er 10 km langur og liggur í suður frá Öxnadal að Kambskarði í botni Skjóldals í Eyjafirði og að jökli. Ólafur segir að hugmyndin um einkafriðun hafi kviknað á ferð með fjölskyldunni í Namibíu fyrir tveimur árum þar sem þau kynntust margs konar einkafriðlýstum svæðum. Víða um heim hvetji stjórnvöld til slíkrar friðlýsingar. Friðun jarðarinnar markar tímamót Ólafur segir að fyrr á öldum hafi Hóladalur verið nýttur til beitar fyrir nautgripi meðal annars en þar er votlent og grösugt. Hefðbundinn búskapur hafi lagst af á jörðinni á síðustu öld og önnur starfsemi tekið við á þessari öld. „Fyrir mynni dalsins er miðja fornrar megineldstöðvar með öskju og framan hans er landslagsheild með miklum berghlaupum umkringdum háum tindum, þar sem Hraundrangi er tignarlegastur. Friðun jarðarinnar markar tímamót að því leyti að íslenska ríkið hefur enn ekki friðlýst neitt landsvæði sem óbyggð víðerni, en einnig sökum þess að engin formleg einkafriðlýsing landsvæðis hefur enn verið gerð á Íslandi. Einkafriðlýsing er alþjóðlega viðurkennd og alþekkt í mörgum ríkjum heims.“ Einkafriðlýsing Að sögn Ólafs hefur verndun landsvæða hér á landi jafnan verið gerð með því að ríkið friðlýsi þau, hvort heldur sem um er að ræða land í eigu ríkisins eða einkaaðila. „Ekkert mælir hins vegar gegn því að slík verndun landsvæðis til langframa sé gerð af félagasamtökum, sjálfseignarstofnunum eða einstaklingum.“ Alþjóðanáttúruverndar sam­ bandið, International Union for Conservation of Nature, IUCN, hefur á seinni árum mælt með einkafriðlýsingum sem viðbót við friðlýsingar opinberra aðila og gefið út sérstakar leiðbeiningar þar um. Íslenska ríkið er aðili að Alþjóðanáttúruverndar sambandinu líkt og meirihluti ríkja heims. „Ég tel að landsvæðið sem ég hef umráð yfir uppfylli skilyrði sem verndarsvæði samkvæmt viðmiðum Alþjóðanáttúruverndar sambandsins. Málsmeðferð til skráningar svæðisins sem verndarsvæðis í flokki 1b, eða wilderness area, stendur nú yfir hjá helsta gagnabanka heims um verndarsvæði, World Database on Protected Areas, WDPA, sem rekinn er af Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Alþjóðanáttúruverndar sambandið. Ég á von á að skráningu ljúki fljótlega. Friðun óbyggðra víðerna er allströng friðun, en hún er talin eiga við á langstærstum hluta jarðarinnar Hóla og fer flokkunin eftir markmiðum verndunarinnar.“ Hluti svæðisins á Náttúruminjaskrá Náttúruverndarráð setti friðlýsingu hluta þess svæðis sem um ræðir í for­ gang þegar árið 1978 með opinberri skráningu þess á Náttúruminjaskrá. Árið 2007 friðlýsti þáverandi um­ hverfisráðherra aðliggjandi svæði þegar Hraun í Öxnadal var lýst fólk­ vangur. Náttúrufræðistofnun Íslands mælti með friðlýsingu alls svæðis­ ins í álitsgerð til stjórnvalda 2013 og í kjölfarið vann Umhverfisstofnun að friðlýsingu ásamt sveitarfélaginu og gerði formlega tillögu að henni. Á árinu 2016 voru endurheimtir á jörðinni 10 hektarar af votlendis­ svæði í samstarfi við stjórnvöld og hefur það svæði verið vaktað af Landgræðslunni og er hluti af sam­ starfi við nemendur Þelamerkurskóla í verkefninu Skólar á grænni grein. „Árið 2019 fólum við hjónin óháðri rannsóknarstofu að gera úttekt á svæðinu með tilliti til gildis þess sem víðernasvæðis. Í kjölfarið hófst málsmeðferð til skráningar svæðisins í alþjóðlega gagnabanka Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem víðernasvæðis og stendur vinna við stjórnunaráætlun yfir.“ Vonandi hvatning til aukinnar friðunar Ólafur segir að með einkafriðun­ inni vilji hann og Sif sýna í verki mikilvægi Hóla sem náttúruverndar­ svæðis á landsvísu og skuldbinda verndun þess til allrar framtíðar. „Ég vona að þetta geti orðið öðrum landeigendum, sem eru vörslumenn lands sem mikilvægt er að vernda, hvatning til að huga að möguleikum sem felast í einkafriðun, samhliða nýtingu þar sem við á.“ „Það má nefna að Ráðgjafar­ miðstöð landbúnaðarins er nú í samstarfi við nokkra bændur á Vesturlandi að vinna að tilraunaverk­ efni í náttúruvernd í landbúnaði og gæti einkafriðun verið meðal þess sem kæmi til álita í því sambandi,“ segir Ólafur Valsson, dýralæknir og eigandi Hóla í Öxnadal að lokum. /VH Hluti af korti Umhverfisstofnunar 28. febrúar 2014 af tillögu um friðlýsingu. Ólafur Valsson, annar eigenda jarðarinnar Hóla í Öxnadal. Hólafjall í baksýn. Mynd / Helga Österby Þórðardóttir. Jólagleði fyrir alla fjölskylduna Sjón þín, hugsun þín, skilningur þinn er bók sem inniheldur 49 hugleiðingar og heilræði sem sett eru upp í gamla sjónprófinu sem allir krakkar og fullorðnir þekkja svo vel. Höfundur texta sjónprófanna er Svavar Guðmundsson sem er lögblindur. Sumir sjá bókina sem safn sjónprófa, aðrir líta á hana sem þrautabók, í augum annarra er hún heilræðabók. Skemmtun fyrir fólk á aldrinum átta til hundrað og átta ára. Fæst í Pennanum/Eymundsson, Nettó, völdum Krambúðum og Bókakaffinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.