Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 20206 Riðuveiki hefur nú greinst á fimm bæjum í Skagafirði. Eina ráðið til þess að bregðast við er niðurskurður á smituðu fé. Hugur okkar allra eru hjá þeim bændum og fjöl- skyldum þeirra sem eru í þessari ömur- legu stöðu. Ég vil treysta því að þeir aðilar sem lenda í þessum hremmingum leiti til Bændasamtakanna ef eitthvað er sem við getum aðstoðað þá með. Búið er að ræða við sveitarfélögin á svæðinu um aðkomu Kristínar Lindu Jónsdóttur sálfræðings til að gefa út leiðbeinandi efni um viðbrögð fyrir þá sem lent hafa í þessum ömurlegu aðstæðum. Þetta verkefni er unnið í samstarfi ráðuneytis landbúnaðar, Bændasamtakanna, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Ég vona að þetta geti veitt aðstoð í þeim aðstæðum sem uppi eru. Eins vil ég hvetja aðra sem þetta hefur áhrif á varðandi andlega líðan að leita til viðkomandi sveitarfélags eða Bændasamtakanna. Nauðsynlegt er að endurskoða reglugerð nr. 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar. Þetta hefur verið ítrekað við ráðuneytið og vonum við að brugðist verði skjótt við. Af grænmeti Talsverð umræða hefur verið í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna skorts á íslenskum agúrkum. Þannig er að margir framleiðendur fóru í að endurnýja og laga húsnæði á sama tíma og fyrir bragðið varð tímabundinn skortur á afurðinni, sem var frekar óheppilegt. Nú er ný uppskera að taka við sér þannig að framboð á gúrkum ætti að verða eðlilegt á næstu dögum. Það sem er athyglisvert í þessari stöðu er að kallað var ítrekað eftir íslensku framleiðsl- unni þótt enginn tollur eða aðrar takmarkanir væru á innflutningi á þessum vörum. Þetta sýnir okkur að við sem neytendur viljum ís- lenskt og verðum frekar fúl ef við getum ekki verslað þessa vöru á hverjum degi. Við getum kannski hugsað þetta sem hvatningu til annarra afurða sem við teljum svo sjálfsagt að við getum gengið að á hverjum degi. Það kannski segir okkur að við þurfum að hlúa betur að framleiðslunni hér heima en ekki drepa hana í stundargleði innflutnings af því að það er svo miklu einfaldara. Merkingar matvæla Mikið hefur verið rætt og ritað í gegnum tíðina um merkingu íslenskra matvæla. Og þá erum við að tala um öll matvæli unnin og fersk, í mötuneytum, á veitingastöðum og í verslunum. Ég tel nauðsynlegt að við bændur drögum sem flesta að borðinu og komum okkur saman um hvernig merkið á að vera og hvaða skyldur framleiðendur þurfa að uppfylla til að geta notað það og standa svo heilshugar á bak við eitt skilgreint merki íslenskra matvæla. Því þannig er eina leiðin fyrir okkur að aðgreina okkar frábæru vöru frá þeirri innfluttu. Það er með ólíkindum hvernig umræðan getur orðið undarleg en bara nýjasta dæmið er frétt Ríkisútvarpsins á ruv.is þann 17. 11 síðastliðinn en þar er fyrirsögn einnar fréttar „Ítalskur fuglsvængur fannst í íslensku salati“. Hvernig eigum við að skilja svona hluti? Það er kannski vegna þess að varan heitir „Veislusalat“ og er pakkað á Ítalíu. Það hefur bara ekkert með íslenskar afurðir að gera. Enn og aftur, okkar stærsta sóknarfæri í íslenskum landbúnaði er að merkja okkar vörur og aðskilja frá innfluttum svo fólk viti hvað það er að kaupa. Íslenskt, já takk … Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 11.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 7.200 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Forsendur byggðar á Íslandi byggja á því sem náttúran gefur af sér og þeim mannauði sem hér býr. Þá skiptir máli að nýting náttúru og mannauðs sé með þeim hætti að fólk sjái sér einhvern hag í því að búa hér á landi fremur en í öðrum löndum. Forsendur þess eru m.a. sterkir innviðir og skynsamar leikreglur. Þegar rætt er um innviði verða menn að horfa á Ísland í heild sinni og sem hluta af alþjóðasamfélaginu. Ef litið er á nýtingu sjávarauðlinda einar og sér, þá liggur ákveðin arðsemi í því að ekki þurfi að sigla skipum langar leiðir til og frá fiskimiðum. Lega landsins með öll sín fiskimið allt um kring er því afar verðmæt og það hlýtur að auka enn á verðmæti ef hægt er að nýta hafnir allt í kringum landið sem liggja næst fiskimiðunum. Í þessu sambandi er tíminn líka verðmætur og hver klukkutími sem fer í siglingu á orkufreku fiskiskipi með fullri áhöfn skiptir líka miklu máli. Góð nýting landfræðilega hagkvæmra aðstæðna er því afar mikilvæg fyrir þjóðina alla og hefur mikil áhrif á framleiðni þjóðfélagsins. Það á líka við um nýtingu lands til landbúnaðar. Það vill nefnilega oft gleymast í umræðunni að til að þjóðin geti staðið undir kostnaði af eigin rekstri verður heildin að skila vinnu og vörum sem hægt er að nýta í skiptum fyrir það sem við getum ekki framleitt hér á landi. Öll sóun sem skapast af óþarfa kostnaði kemur á endanum niður á heildinni. Til að hægt sé að nýta hagkvæmustu hafnirnar með tilliti til nálægðar við fiskimiðin og landbúnaðarland allt í kringum landið, þurfa innviðir á þeim stöðum líka að vera í lagi. Aðgengi að orku og fjarskiptum m.a. í formi ljósleiðara eru þar hluti af grunnþörfunum í nútímasamfélagi, fyrir utan samfélagsþætti, eins og heilbrigðisþjónustu og skóla. Góðar samgöngur eru líka afar mikilvægur hlekkur í keðjunni, því án þeirra hverfur sá hagur sem nálægðin við fiskimiðin og ræktarland skapar viðkomandi samfélagi. Til að tryggja heildarhagsmuni þjóðarinnar verða allir þessir þættir að ganga upp. Það skýtur því skökku við að Íslendingar séu að berjast hatrammri innbyrðis baráttu um þætti eins og samgöngumál. Árið 2020 er að renna sitt skeið og það var fyrst á þessu ári sem Austfirðingar upplifðu að geta ekið á sæmilegum vegi með samfelldu bundnu slitlagi um fjórðunginn og til annarra landshluta. Hvað mega síðan Vestfirðingar segja? Þar horfir fram á að enn líði mörg ár þar til boðlegar vegasamgöngur verði komnar í lag, sem þó eru lífsnauðsynlegar fyrir byggðarlögin sem liggja þó næst verðmætustu fiskimiðum landsins. Ástæður þess að ekki hefur gengið betur að koma á boðlegum vegasamgöngum á Vestfjörðum er mannlegur harmleikur. Þar hafa samtök fólks sem vissulega byggja tilveru sína á fallegri hugsjón barist ítrekað gegn þeim leiðum í vegagerð sem sérfræðingar hafa talið hagkvæmastar í þjóðhagslegum skilningi. Þar má nefna þverun Gilsfjarðar og vegagerð um lágreist nes í Þorskafirði. Heimamenn hafa harðlega gagnrýnt að þar sé fólk að nýta út í ystu æsar það vald sem lög og meingallaðar leikreglur heimila til að halda hluta þjóðarinnar í gíslingu. Samkvæmt rannsóknum sem byggðar eru á viðurkenndum alþjóðlegum stöðlum, þá hefur hvert einasta ár í töfum á því að ráðast í þessa einu þjóðhagslega hagkvæmu vegaframkvæmd á Vestfjarðavegi kostað þjóðina minnst 100 til 200 milljónir króna. Hagurinn sem þjóðfélagið hefur orðið af vegna tafa frá því fyrst var farið að ræða þessa vegagerð er því kominn í 4.000 til 5.000 milljónir króna. Einhvern tíma hefði þetta verið kallað ábyrgðarlaus sóun. /HKr. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Hafursey er einstaklega fallegt móbergsfell á norðanverðum Mýrdalssandi skammt austan við Mýrdalsjökul. Vestan við eyjuna rennur Múlakvísl en í hana fer gjarnan hlaupvatn úr Kötluöskjunni. Hér er horft norð-norðaustur með norðanverðri Hafursey af veginum inn í Þakgil. Mikið fýlavarp er í Hafursey og undirhlíðarnar á austurhluta eyjarinnar eru vaxnar kjarri, en þar var skógur áður fyrr. Eyjan var áður nýtt til beitar og bændur í Hjörleifshöfða létu meðal annars fé sitt ganga þar sjálfala allt árið og höfðu í seli á sumrin til ársins 1854. Selið í Hafursey er ein af merkum söguminjum Íslands en í Kötlugosinu 1755 höfðust þar við sex menn meðan á goshlaupinu stóð. Þeir rituðu dagsetningu, ártal og fangamörk sín skýru letri í bergvegginn sem blasa við þegar inn er litið. Mynd / Hörður Kristjánsson Þjóðhagsleg sóun Riðuveiki Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda, rissaði upp þetta merki fyrir íslensk matvæli á örtíma fyrir formann Bændasamtakanna. Tíminn verður síðan að leiða í ljós hvort þetta merki eða annað verður notað á umbúðir íslenskra matvæla. Íslenskt, já takk!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.