Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 31 Gabion grjóthleðslu körfur Nokkrar stærðir til á lager GABION KÖRFUR TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 571-3535 VEFFANG www .bkhonnun . is Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is VEL BÚIN Í VETUR! Dynjandi býður upp á vinnu- og vetrarfatnað sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 HAUGSUGU- DÆLUR 6,500 - 9,500 11,000 - 13,500 lítra HAUGSUGUHLUTIR VARAHLUTIR Viðauki við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 Tillaga til kynningar Skipulagsstofnun auglýsir tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015- 2026 til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi stefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða m.t.t. laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Tillagan er aðgengileg á vef landsskipulagsstefnu, www.landsskipulag.is, og á vef Skipulagsstofnunar, www.skipulag.is. Gögnin liggja jafnframt frammi til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Kynningarfundur um tillöguna verður haldinn á vefnum 19. nóvember nk. kl. 14-16. Fundinum verður streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar og er ekki þörf á að skrá sig til að fylgjast með streyminu. Nánari upplýsingar er að finna á www.landsskipulag.is. Allir sem þess óska geta gert athugasemdir við tillögu að viðauka við Lands- skipulagsstefnu 2015-2026 og umhverfismat hennar. Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri við Skipulagsstofnun er til og með 8. janúar 2021. Athugasemdum skal skilað bréflega til Skipulagsstofnunar, með tölvupósti á netfangið landsskipulag@skipulag.is eða um athugasemdagátt á vef lands- skipulagsstefnu www.landsskipulag.is. Överaasen DLS-270 skekkjanleg kasttönn fyrir dráttarvél og hjólaskóflu Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | www.wendel.is Hugurinn einatt hleypur minn Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur gefið út bókina „Hugurinn einatt hleypur minn“. Er þessi útgáfa ekki síst áhugaverð fyrir þær sakir að talið var að kveð­ skapur skáldkonunnar sem fjall­ að er um í bókinni væri nær allur glataður. Bókin er um austfirsku skáldkon- una Guðnýju Árnadóttur og ljóðagerð hennar, en hún var uppi á nítjándu öld. Guðný var mjög skáldmælt og fékk hún fyrir það auknefnið Skáld-Guðný. Þóra systir hennar var líka skáld- mælt, en hún var langa-langamma Helga Hallgrímssonar, fyrrum vega- málastjóra og föður rithöfundarins og myndlistarmannsins Hallgríms Helgasonar. Helgi Hallgrímsson lést núna í október síðastliðnum, 87 ára að aldri, en hann og Rósa Þorsteinsdóttir rituðu um ævi Guðnýjar í þessari bók og skáld- skap hennar. Bjuggu þau kvæðin einnig til prentunar ásamt Magnúsi Stefánssyni, rit stjóra bókarinnar. Var talið að hún hafi líklega verið „hrað- kvæðust“ Íslendinga að Símoni Dalaskáldi undan skildum, að því er fram kom í skrifum Benedikts Gíslasonar 1948. Þrátt fyrir það hefur lítið verið ritað um þess skáldkonu og var talið að kvæði hennar væru týnd og aðeins þekktar fáeinar vísur eftir hana. Þannig var hvergi minnst á Guðnýju í skrifum Stefáns Einarssonar í ritinu „Austfirsk skáld og rithöfundar“ sem út koma 1964. Í bók sinni Völuskjóðu frá 1957 birti Guðfinna Þorsteins dóttir (Erla) frá Teigi í Vopnafirði þátt um Guðnýju sem endurprentaður var í ritsafni Erlu 2013. Þar segir.: „Guðný Árnadóttir hefur verið merk kona á sinni tíð. Þó að fátt eitt kunni enn að lifa á vörum fólks hér eystra sem ber því vitni. Stökur þær og kvið- lingar sem hún mælti af munni fram við dagleg störf, eru nú flestar fallnar í gleymsku, enda hafa þær verið börn augnabliks- ins, ortar af gnægð hagmælsk- unnar, til að stytta sér og öðrum stundir, en ekki með tilliti til skáldfrægðar eða launa.“ Það þóttu því mikil tíðindi árið 1990 þegar í leitirnar komu fimm nokkuð löng kvæði eftir Guðnýju, í gömlu kvæðahandriti í Héraðsskjalasafni Austfirðinga á Egilsstöðum. Var það kvæða- handrit ættað sunnan úr Nesjum í Hornafirði. Um sama leyti kom í ljós að eitt kvæði Guðnýjar var í handriti í Handritadeild Landsbókasafnsins. Árið 2019 gerðist það svo að Rósa Þorsteinsdóttir rakst á nokkur kvæði eftir Guðnýju á segulbandsspólu í þjóðfræðasafni Árnastofnunar. Eftir frekara grúsk hjá ættingjum Guðnýjar í Lóni og Hornafirði komu átta til níu mislöng kvæði, þar á meðal ljóðið „Ágrip ævinnar“ þar sem skáld- konan rekur æviferil sinn í stórum dráttum. /HKr.Skáld-Guðný – Guðný Árnadóttir. BÆKUR& MENNING Bænda 3. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.