Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202034 Matarauður Íslands að ljúka störfum: Hefur notið góðs af breiðu samstarfi við grasrót, atvinnulíf og stjórnvöld Matarauður Íslands er tímabundið verkefni sem heyrir undir sjávar- útvegs- og landbúnaðar ráðherra og lýkur nú í byrjun desember. Vegna þessara tímamóta leitaði Bændablaðið til verkefnastjóra þess, Brynju Laxdal, sem hefur stýrt verkefninu síðastliðin fjög- ur ár. „Matarauður hefur notið góðs af breiðu samstarfi við grasrót, atvinnulíf og stjórnvöld og við höfum lagt okkar af mörkum til að efla innviðastoðir matar í ferðaþjón- ustu með þátttöku allra landshluta, styrkja aðgerðir og áhuga á nærsam- félagsneyslu, styðja við vöru- og þjónustuþróun og tefla fram matar- menningu og sérstöðu íslensks hrá- efnis. Þá hefur Matarauður ýmist leitt eða komið að stefnumótunar- verkefnum sem tengjast matvælum. Framlag Matarauðs hefur falist í handleiðslu, ráðgjöf og fjármagni til verkefna sem efla samfélagshags- muni. Matarauður Íslands er ekki sjóður heldur hefur það hlutverk að leggja til og fjármagna verkefni sem hæfa tilgangi verkefnisins. Mörg verkefni hafa orðið til að frumkvæði Matarauðs en önnur hafa orðið til í kjölfar kynninga og tengsla við grasrót og hagaðila,“ segir Brynja. „Í upphafi snerist ein af sóknaráætlunum Matarauðs um mat í ferðaþjónustu en þá hafði árlegur vöxtur ferðaþjónustunnar numið allt að 25–30%. Það var svo sem ekkert óeðlilegt þegar tók að hægja á þessum vexti, hins vegar átti enginn von á heimsfaraldri. Það fer þó vonandi að hylla undir betri tíð þannig að matarferðaþjónusta geti blómstrað undir eðlilegum kringumstæðum með þátttöku íslenskra og erlendra ferðamanna,“ og bætir við að „matarferðaþjónusta felur í sér ferðalag upplifunar á sögu, hefðum og menningu í gegnum mat“. Hvernig getum við orðið eftirsóttur mataráfangastaður? „Okkar eigin ímynd, neysluhegðun og orðræða myndar grunninn að eftirsóknarverðum áfangastað mat- væla og matarupplifunar. Þjónusta og gæði þurfa að fylgjast að við markaðssetningu og innviðir þurfa að vera tilbúnir til að standa undir fyrirheitum og væntingum. Að því sögðu er mikilvægt að samræmi sé innanlands sem utan í markaðssetn- ingu Íslands sem mataráfangastaðar. Íslensk matargerð hefur orðið fyrir alþjóðlegum áhrifum sem er bara eðlileg þróun, við megum samt ekki gleyma uppruna okkar og hefðum.“ Við þurfum að bjóða upp á margvíslega afþreyingu tengda matarupplifun og eitt af verkefnum Matarauðs hefur verið að styrkja verkefni í öllum landshlutum til að byggja upp nærsamfélagsneyslu og mataráfangastað með samvinnu bænda, smáframleiðanda, ferða- þjónustu og annarra tengdra aðila. Svona stefnumótunarverkefni eru langhlaup og því mikilvægt að þeim sé fylgt eftir. Mín reynsla er að bændur hafa margir lítinn tíma aflögu til að sinna nýsköpun en eru oft frumkvöðlar í eðli sínu, þess vegna skiptir máli að þeir hafi sterkt stuðningsnet sem hvetur þá til nýsköpunar og samstarfs við aðra utan greinarinnar. Á Íslandi er í raun ekki leyfilegt að bjóða ferðamönnum heim til sín í heimaeldaðan mat í atvinnuskyni samkvæmt smáræðis reglugerðinni og þó heimsóknir í handverksbrugg- hús séu leyfilegar hérlendis þá má ekki versla bjór til að taka með sér heim. Hvort tveggja telst til mataraf- þreyingar víða um heim. Aðrar mat- arafþreyingar eru t.d. matreiðslunám- skeið, matarstígar, leiðsögn heima- manna um matarslóðir, heimsóknir til bænda, heimsóknir á veitingastaði sem bjóða upp á stað eða svæðisbund- inn mat, götubitar og matarhátíðir. Í dag eru neytendur æ meira að leita eftir sögu á bak við matinn og tengja við upplifun, menningu, sjálfbærni og minni matarsóun. Neytandinn vill heyra um framleiðsluhætti eins og hversu sjálfbær eða vistvæn þau eru og veitingahús þurfa að upplýsa um eigin stefnu í matarsóun. Að því sögðu þá er það mis- skilningur að matarferðalangur sé einhver uppskrúfaður miðaldra matgæðingur, því fer fjarri. Matarferðamaður er hins vegar mun áhugasamari um matar- og drykkjarupplifun í því landi sem hann heimsækir og eyðir líka meira en almennur ferðamaður. Ég hef oft velt fyrir mér af hverju nestisaðstaða á Íslandi er óvarin fyrir veðri og vindum. Gætum við ekki byggt nestisaðstöðu þar sem hanga upplýsingar um staðbundinn mat og leiðbeiningar um sölustaði? Kannski væri hægt að hafa vel varinn skjá þar sem hægt er að uppfæra upplýsingar gegnum vefinn. En hver veit nema í framtíðinni muni íslensk borg skarta viðurkenningu UNESCO´s City of Gastronomy eða hljóta Foodtrekking awards.“ Brynja bætir við að í framtíðinni sé mikilvægt að safna betri svæðisskiptum innlendum gögnum um hagrænan ávinning matarferðamanna og viðhorfi þeirra til matar til að átta sig á frekari sóknarfærum. Enn fremur þarf að gera úttekt á þeirri atvinnu sem hefur skapast í kringum mat og ferðaþjónustu. „Mig langar líka að minnast á verkefni sem Matarauður hefur leitt ásamt ásamt Matís og Ferðaklasanum og tengist staðbundnum mat og ferðaþjónustu. Það heitir Nordic Food in Tourism og heyrir undir formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2019. Við erum að skoða framtíðarbreytingar á matvælaframleiðslu, neyslumynstri og ferðahegðun og tengja við sjálfbæra ferðaþjónustu. Nýverið lauk hakkathoni sem við unnum í samstarfi við Hacking Hekla. Vinningshugmyndin, Ó-mango, gengur út á að rækta suðræna ávexti hérlendis með frumuræktunartækni. Nordic Food in Tourism lýkur í lok árs 2021 og eru fyrirhugaðar vinnustofur snemma á næsta ári með íslenskum hagaðilum,“ segir Brynja. Hugarfar og orðræða „Umræða og áhugi á matvælum sem auðlind hefur breyst á þessum árum og einkennist meira af tengingu við umhverfisvernd, gæði, menningu og tækifæri. Þá hefur orðið ákveðin hugarfarsbreyting innan grasrótar, bændur sýna því meiri áhuga að færa sig ofar í virðiskeðjuna og ferðaþjónustan hefur lagt mun meiri áherslu á svæðisbundinn mat og tækifæri því tengdu. Hugarfarið stillir okkur saman en endurskoðun á regluverki ásamt aðgengi að fjármunum og sérfræðiráðgjöf þarf að fylgja með,“ útskýrir Brynja. Matarauður hefur unnið að vit- undarvakningu með ýmsum hætti og heldur úti vefsíðu með mikl- um upplýsingum um matarauðinn okkar. „Við höfum átt mjög farsælt samstarf við Hótel- og matvæla- skólann um vitundarvakningu á íslensku hráefni í gegnum hug- myndasamkeppni um þjóðlega rétti og vannýtt hráefni. Nokkuð sem skólinn ætlar sér að halda á lofti þegar Matarauður hættir. Kokkar eru okkar kyndilberar í notkun og framreiðslu á íslensku hráefni og hafa svo margt að kenna okkur. Það væri líka metnaðarfullt ef kjötiðninni yrði haldið á lofti sem listgrein. Við þurfum að viðhalda vitundarvakningu um íslensk mat- væli sem byggir á undirliggjandi rannsóknum sem styðja hreinleika og jákvæð umhverfisáhrif. Matur hefur marga snertifleti Þau eru orðin æði mörg verkefnin sem Brynja hefur komið að undanfarin ár sem verkefnisstjóri Matarauðs Íslands og segir hún fjölbreytnina og gróskuna hafa vaxið hratt síðastliðin ár. „Matarauður, í samstarfi við Bændasamtökin, átti t.d. þátt í að ýta REKO úr vör með málþingi sem haldið var árið 2018 þar sem finnski bóndinn og EMBLU-verðlaunahafinn Thomas Snellman kynnti hugmyndafræðina. Í dag eru starfandi sex REKO hringir sem snúast um milliliðalaus viðskipti bænda og neytenda. Við höfum reynt að styðja við smærri framleiðendur og þá sem vilja selja beint af býli og erum m.a. bakhjarlar samtaka smáframleiðenda matvæla og höfum lagt áherslu á varðveislu matarhandverks sem er mikilvæg tenging við sögu og samtíma. Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita er dæmi um verkefni sem snýr að matarfrumkvöðlum og nýsköpun og við þurfum að tryggja að rekstrarumhverfi frumkvöðla á sviði matvæla og heilsuefna sé samkeppnishæft. Síðan er sérstaklega gaman að sjá áhuga á ýmsum náttúrunytjum eins og matþörungum en áhugasamir geta kíkt á vefsjá matþörunga á vefsvæði Matarauðs. Vonandi eigum við eftir að sjá fleiri verkefni innan skólakerfisins í svipuðum dúr og verkefni sem Matarauður styrkti, s.s. Fræ til framtíðar, Krakkar kokka og Sáum, sjáum og smökkum, sem miða að því að efla skilning barna á sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Það var líka mjög gaman að fá að vinna við mótun innkaupastefnu matvæla fyrir ríkisaðila árið 2019. Þar lögðum við meðal annars áherslu á öflugt samstarf við matvælaframleiðendur og birgja, rekjanleika matvæla, kolefnisreiknivél máltíða, lýðheilsu og nýsköpun í samningum. Búum okkur undir breytingar „Nýr veruleiki blasir við okkur vegna loftslagsáhrifa og neyslubreytinga og heimsfaraldurinn af völdum COVID-19 hefur kennt okkur hversu mikilvægt fæðuöryggi er fyrir þjóðina. Við eigum eftir að sjá hraðari umbreytingar í matvælaframleiðslu í takt við markaðshrynjanda og eftirspurn. Foodtech á eftir að verða stærri hluti af matvælaframleiðslu, ný tækni, nýir próteingjafar, stafrænar lausnir o.s.frv. Ég vona bara að 3D matarprentarar verði ekki eitthvert heimilistæki í framtíðinni. Það tekur alla ástríðu úr matargerð. Inniræktun grænmetis með vatnsræktarkerfi mun vafalaust fara vaxandi hérlendis og ég hef orðið vör við mikinn áhuga á hvers kyn matvælatengdri nýsköpun. Hlutverk veitingahúsa hefur breyst í heimsfaraldrinum, fleiri reiða sig á heimsendingar, kokka að láni o.s.frv. Erlendis eru sumir veitingastaðir farnir að leggja mikið upp úr matarupplifun gegnum sýndarveruleika. Við hjá Matarauði vonum að tilurð verkefnisins hafi lagt sitt af mörkum við að halda á lofti okkar frábæru auðlind sem matarauður okkar Íslendinga er. Fram undan eru tækifæri, við þurfum bara að vera tilbúin að grípa þau.“ /ehg MATVÆLI&FERÐAÞJÓNUSTA Dómnefndin í samkeppni um bestu útfærsluna á vannýttu hráefni, Ragnar Wessmann Eliza Reid Gísli Matthías Auðunsson. Kristján þór Júlíusson tekur við innkaupastefnu matvæla fyrir ríkisaðila. Kynning á viðskiptahraðlinum Til Sjávar og sveita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.