Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202042 Nautgriparækt og mjólkurfram- leiðsla á sér langa hefð í Danmörku en um þessar mundir eru liðin 125 ár frá því að markvisst skýrslu- hald hófst í landinu með stofnun ræktunarfélaga en með því skap- aðist grunnur að öflugu kynbóta- starfi í búgreininni. Síðan fyrstu félögin litu dagsins ljós hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar og í dag er afurðasemi danskra kúa sú mesta í Evrópu að jafnaði en meðalnytin er nú komin yfir 10.500 kíló. Þá eru dönsku svartskjöldóttu kýrnar, sem eru hluti af ræktunar- kjarna Holstein kúa í heiminum, með afburða meðalnyt og líklega þá næst hæstu í heimi sé litið til helstu mjólk- urframleiðslulandanna og stefnir ársnyt þeirra hratt í 12 þúsund kíló. Mikil fækkun kúabúa Árið 1975 voru um það bil 45 þúsund kúabú í Danmörku með 3,6 milljónir nautgripa en í dag er þessi tala mun lægri eða um 3.500 bú og ekki nema 1,6 milljónir nautgripa. Þetta er mikil fækkun bæði búa og nautgripa en þrátt fyrir þessa miklu breytingu hefur mjólkurframleiðslan ekki minnkað á þessu tímabili og raunar vaxið! Nautgripakjötsframleiðslan hefur þó dregist saman af skiljanlegum ástæðum. Þessi þróun, sem er alls ekki óáþekk því sem við þekkjum hér á landi og raunar þekkist í svo til öllum Vestrænum löndum, hefur fyrst og fremst verið möguleg vegna mikilla framfara í bæði tækni og ræktun þar sem bændur, ráðunautar og vísindafólk hafa unnið saman að því að ná þeim árangri að auka nyt kúnna. Skýrsluhaldið hornsteinn framfara Ein af grunnforsendum þessa ár- angurs er þó skilvirkt skráningarstarf bænda við að skrá gripina, nyt og afdrif inn í hið sameiginlega skýrslu- haldskerfi. Dönsku bændurnir voru reyndar lengi vel heldur andsnúnir því að standa í skráningum og skýr- sluhaldi almennt en eftir því sem árin liðu kom betur og betur í ljós hve mikill ávinningurinn var af því að vera með öflugt skýrsluhaldskerfi og því jókst áhugi bænda á því að vera með í kerfinu. Danska kerfið er nokkuð frábrugðið því sem þekkist í ýmsum löndum þar sem dönsku bændurnir greiða fyrir að taka þátt í skýrsluhaldi. Danir telja það far- sælasta kerfið til að ná árangri því það leggur ábyrgð á herðar þeirra sem stjórna kerfinu um að þróa það stöðugt svo notendurnir fái nógu mikið út úr því. Ráðgjöf og rannsóknir mikilvægar Auk skýrsluhaldsins hefur það skipt danska kúabændur megin máli einnig að hafa aðgengi að öflugri ráðgjafastarfsemi auk þess sem há- skólarnir tveir, í Kaupmannahöfn og Árósum, hafa báðir sérstakar búfjárdeildir sem sinna nautgripa- ræktarrannsóknum af miklum myndarskap þó svo að nokkuð hafi dregið úr rannsóknastarfsemi Kaupmannahafnarháskóla síðustu árin. Danskir bændur hafa flestir aðgengi að einskonar framleiðslu- ráðgjöf þar sem allt búið er undir og horft í raun á búið frá haga yfir í mjólkurbíl. Að hverju búi geta svo komið mismunandi ráðgjafar eftir því hvar þarf að bæta úr eða hvar hægt er að gera betur. Þetta getur snúið að fóðurframleiðslunni, kyn- bótunum, mjólkurgæðunum eða hverju því sem skýrsluhaldið sýnir að búið sé að dragast aftur úr öðrum dönskum búum. Kvægdatabasen er lykillinn Danir starfrækja, auk hins hefð- bundna skýrsluhalds, afar öflugan gagnagrunn þar sem vistaðar eru, auk skýrsluhaldsupplýsinganna, upplýs- ingar afurðastöðvanna um innlegg búanna, skráningar dýralækna á vitj- unum og heilsufarsupplýsingum bú- anna, sæðingaskýrslur, gripaskrán- ingar hins opinbera og margt fleira. Þessi gagnagrunnur er kallaður Kvægdatabasen sem e.t.v. mætti kalla Nautgriparæktargagnagrunnurinn á íslensku en þetta kerfi er einstakt á heimsvísu þar sem öll gögn, bæði bænda, þjónustuaðila og hins op- inbera eru sameinuð í einum og sama gagnagrunninum. Aðgengið að þessum víðtæku gögnum hefur komið danskri nautgriparækt í fremstu röð í heiminum sem er hreint mögnuð staða þessa litla lands. Gögnin gera það svo að verkum að hægt er, með afar öflugum og þró- uðum hugbúnaði, að tvinna saman hin ólíku gögn og draga út helstu at- riði þar sem búið víkur frá heildinni og hvar þurfi að beita kröftum bænd- anna hverju sinni. Danir kalla þetta ferli að nota stafræn gögn og niður- stöður líkana sem byggja á vísindum við bústjórn í stað stakra ákvarðana byggðum á upplifun eða tilfinningu bænda. 11.642 kíló mjólkur En hvernig er þá staðan í dag í Danmörku? Eins og áður segir þá hefur kúnum fækkað mikið og bú- unum einnig en meðalafurðirnar vaxið. Þetta er þróun sem á sér svo sem stað um allan heim og er ekki sérstakt fyrir þær sakir. Það er þó þróunin sem hefur átt sér stað á síð- ustu 30 árum sem er einkar áhuga- verð en árið 1991 var meðalbúið í Danmörku með 43 árskýr og með- alnytin, umreiknuð sem orkuleiðrétt mjólk, 7.029 kg. Alls ekki langt frá því sem er staðan á Íslandi í dag. Bústærðin jókst svo jafnt og þétt og afurðirnar líka og um aldamótin Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Af öllum þeim tegund- um afskorinna blóma sem eru ræktaðar á Íslandi í dag býður ein þeirra upp á óvenjulega fjölskrúðugt litaúrval og blómfegurð. Þessi tegund er gerbera, sem einnig hefur verið köll- uð glitkarfa á íslensku. Hún hefur verið ræktuð hér í áratugi og nýtur verðskuldaðrar athygli hjá blómafólki. Gerbera er af körfu- blómaætt, eins og túnfífill, baldursbrá, hóffífill, vallhumall og margar fleiri tegundir úr íslenskri náttúru. Þótt körfublómaættin sé afar tegundaauðug telur gerberu- ættkvíslin aðeins um 30 tegundir. Þær vaxa villtar á suðurhveli jarðar, í Suður-Afríku, Suður-Ameríku og í Tasmaníu. Sú tegund sem er notuð í ræktun á uppruna sinn að rekja til Mpumalanga-héraðs í Suður- Afríku. Þar þrífst hún í graslendi í sendnum og þurrum jarðvegi. Á ensku kallast tegundin ýmist Transvaal-daisy eða Barberton daisy. Uppgötvuð í Afríku Ættkvíslin var fyrst uppgötvuð í Afríku af hollenska grasafræðingnum Jan Frederik Gronovius árið 1737. Hann nefndi ættkvíslina til heiðurs vini sínum, Traugott Gerber, sem var læknir að mennt en lagði sig eftir leit að lækningajurtum. Sú tegund sem við þekkjum í ræktun, Gerbera jamesonii, er nefnd eftir skoska gullleitar- og athafnamanninum Robert Jameson. Robert þessi fann tegundina þar sem hún óx nærri gullnámum hans í S-Afríku og að endingu barst hún til grasafræðinga í Kew á Englandi. Henni var fyrst lýst árið 1889. Tegundin þótti forvitnileg en var ekki tekin til ræktunar af alvöru fyrr en um 1950. Síðan þá hefur hún heldur betur slegið í gegn. Ræktun, kynbætur og fjölbreytt notkun Gerbera er nothæf sem pottablóm og erlendis er hún víða notuð sem fjölær garðplanta. Langvinsælust er hún samt til afskurðar. Eins og títt er með plöntur hefur gerbera verið kynbætt töluvert eftir að sýnt þótti að hún yrði hentug til ræktunar. Leitast er við að ná fram auknum gæðum í ræktun, litaúrvali og endingu. Það starf hefur skilað sér ljómandi vel enda er tegundin í fimmta sæti yfir vinsælustu afskornu blómin í heiminum í dag. Ótal afbrigði gerberu eru í boði og framboð á þeim fer ekki síst eftir því hvernig tískustraumar leika um okkur. Litaúrvalið er nánast óendanlegt og stærð, lögun og útlit blómkörfunnar er að sama skapi fjölbreytt. Daglengdin skiptir máli Íslenskir framleiðendur eru framsæknir og rækta gerberu allt árið með notkun vaxtarlýsingar. Daglengdin hefur áhrif á blómgunina. Ef daglengdin er sem næst 12 klukkustundir á sólarhring er blómmyndunin örust en á sumrin þegar dagurinn er lengstur reynist erfiðara að halda henni í hámarki. Ræktendur hafa því hagað ræktuninni þannig að á sumrin, þegar notkun landsmanna á afskornum blómum er hvað minnst, er hægt á framleiðslunni og plönturnar byggðar upp en á veturna geta ræktendur stýrt daglengdinni með vaxtarlýsingunni. Hægt er að fjölga gerberu með sáningu og fást þannig frambærilegar plöntur. Algengara er samt að notast við skiptingu plantnanna eða sérhæfða fjölgun með vefjaræktun. Þegar kemur að uppskeru eru blómin tekin a.m.k. annan hvern dag og geymd í kæli. Reglulegir flutningar frá framleiðendum tryggja að íslenskar gerberur koma ferskar á markaðinn. Ingólfur Guðnason námsbrautarstjóri garðyrkjuframleiðslu Garðyrkjuskóla LbhÍ Reykjum, Ölfusi. Gerbera – óvenju glæsilegt blóm til afskurðar Íslenskir framleiðendur eru framsæknir og rækta gerberu allt árið með notkun vaxtarlýsingar. GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM SDM kúakynið (Sortbroget Dansk Malkerace) kallast í dag oftast einfaldlega danska Holstein kúakynið (DH) en kýr af þessu kyni eru langalgengastar í Danmörku í dag og um 70% allra kúa í skýrsluhaldinu eru af DH kyni. Dönsku kýrnar stefna hratt í 12 tonna ársnyt Jersey kúakynið er næstalgengasta mjólkurkúakynið í Danmörku en um 13% allra kúa landsins sem eru í skýrsluhaldi eru af þessu kyni. Gerbera er af körfublómaætt, eins og túnfífill, baldursbrá, hóffífill og vallhumall. Gerbera er nothæf sem pottablóm og erlendis er hún víða notuð sem fjölær garðplanta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.