Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202024 LÍF&STARF „Ég hlakka til að takast á við áskoranir greinarinnar og vil nýta tímann vel til að eiga gott samtal og vinna að faglegum málum greinar- innar, eins og að styrkja frekari þekkingu, rannsóknir og þróun. Við þurfum að taka vel utan um loftslagsmál greinarinnar, stuðla að bættri ímynd nautgriparæktar- innar, halda styrkleikum okkar á lofti og bæta merkingar matvæla til að auðvelda neytendum að velja okkar vörur,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, nýkjörinn formað- ur Landssambands kúabænda. Herdís Magna er 33 ára, bóndi á Egilsstaðabúinu og er af fimmtu kynslóð Egilsstaðabænda. Hún og eiginmaður hennar, Sigbjörn Þór Birgisson, eiga búið til helminga á móti foreldrum hennar, Vigdísi M. Svein björnsdóttur og Gunnari Jóns syni. Þau hjónin eiga tvo syni, Birni Hrafn, 5 ára og Pálmar Flóka, 2 ára. Herdís Magna er yngst þriggja systkina, stúdent frá Mennta­ skólanum á Akureyri og lauk síðar BSc. prófi frá Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólum. Þau Sigbjörn Þór fluttu aftur heim til Egilsstaða árið 2012 og hófu þá þegar að vinna sig inn í búskapinn hjá foreldrum hennar. Mjólkur­ og nautakjötsframleiðsla er stunduð á Egilsstaðabúinu ásamt því að þar er rekin lítil heimavinnsla með mjólkurafurðir, en bróðir hennar, Baldur Gauti, og hans kona, Eyrún Hrefna, sjá að mestu leyti um hana. Sama þróun í kúabúskap hér og á öðrum Norðurlöndum Þróun í rekstri kúabúa hér á landi um langa hríð hefur verið í þá átt að búum hefur fækkað og þau stækkað. Svipuð þróun er upp á teningnum víðar, t.d. á öðrum Noðurlöndum. „Þrátt fyrir fækkun búa og mjólkurkúa hefur framleiðslan aukist jafnt og þétt, hún hefur haldist nær óbreytt undanfarin ár. Það má fyrst og fremst rekja til þess að búin hafa stækkað og nyt hækkað. Meðalbú framleiða nú um 275 þúsund lítra af mjólk á ári samanborið við um 115 þúsund lítra fyrir 20 árum,“ segir Herdís Magna. Hún bendir á að básafjós verði úreld árið 2035 og flestir sem hætt hafa í greininni búa við aðstöðu sem þarfnast töluverðra og kostnaðar­ samra endurbóta eigi þau ekki að úreldast samkvæmt reglugerðum. Nokkur atriði í búvörusamning­ um séu hins vegar sérstaklega hugs­ uð til að styðja við minni bú. Hámark er á því hvað einstaka framleiðandi getur fengið háan hluta af stuðningsgreiðslum, hámark var sett á hlutfall hvers framleiðanda af heildargreiðslumarki hvers árs og gripagreiðslur trappast niður með fjölda kúa þannig að minni bú fá hlutfallslega hærri stuðningsgreiðsl­ ur. Við endurskoðun var jafnræði meðal framleiðenda í kvótakaupum aukið þar sem komið var á hámarksverði auk þess sem hámark var sett á það magn sem hver aðili má kaupa á hverjum markaði með greiðslumark mjólkur. Kvótakerfið ekki fullkomið en besta lausnin núna Herdís Magna er nokkuð sátt við kvótafyrirkomulag í mjólkurfram­ leiðslunni og telur meirihluta kúa­ bænda vera sama sinnis. Vilji bænda hafi berlega komið í ljós þegar kosið var um það á sínum tíma, tæp 90% mjólkurframleiðenda vildu halda í kvótakerfið. „Kvótakerfið er ekki endilega fullkomið en það er besta lausnin sem við höfum núna að mínu mati. Við getum haldið áfram að leita betri leiða en ég tel það ekki neinum til hagsbóta að stökkva á óígrundað­ ar hugmyndir að breytingum bara breytinganna vegna,“ segir hún. Framleiðslugeta kúabúa hefur stóraukist á síðustu árum og er eftirspurn eftir greiðslumarki í samræmi við það. Framboðið er ekki eins mikið en tvær lausnir eru fyrir hendi til að auka framboð á því, annars vegar nefnir hún að framleiðendum fækki og hins vegar að hlutdeild íslenskra kúabænda á markaði aukist. „Við viljum forðast fyrri kostinn eftir fremsta megni og horfum frekar til sterkrar hagsmunabaráttu og aukinnar vöruþróunar.“ Saddir af umræðu um búvörusamning og kvótamál Bændur höfðu komið sér saman um að fara fram á hámarksverð og að það yrði ekki hærra en sem næmi tvöföldu afurðastöðvaverði á hverjum tíma. „Það fékkst því miður ekki í gegn við endurskoðun búvörusamningsins. Það var mikil spenna á markaði þar sem eftirspurnin var mikil en hreyfingin engin. Ég tel að óvissa um fyrirkomulag hvers markaðar hafi haft mest áhrif á að lítil hreyfing var á greiðslumarki og það var mikilvægt að koma á vissu og hreyfingu á viðskiptin. Lendingin í samningum við ríkið var að koma á hámarksverði með greiðslumark mjólkur, það yrði þrefalt afurðastöðvarverð og það myndi gilda út árið 2023, þegar næsta endurskoðun mun eiga sér stað. Við höfum séð jákvæða þróun á síðustu tveimur mörkuðum eftir að hámarksverð var fest í sessi og séð aukna hreyfingu á greiðslumarki,“ segir Herdís Magna og bætir við að hún hafi skynjað það á samtölum sínum við bændur undanfarið að flestir eru orðnir saddir af umræðu um búvörusamninga og kvótamál og vilja nýta tímann núna til að einbeita sér að öðrum mikilvægum málefnum greinarinnar. Verndartollar landbúnaðarframleiðslunnar bitlausir Eitt þeirra mála sem ofarlega hafa verið á baugi í umræðunni eru tollamálin og hefur Herdís Magna Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is „Ég hlakka til að takast á við áskoranir greinarinnar og vil nýta tímann vel til að eiga gott samtal og vinna að faglegum málum greinarinnar,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður Landssambands kúabænda. Myndir / Úr einkasafni Nestispása í Stapavík, norðan Héraðssanda í helgarfríi á liðnu sumri. „Við reynum eins og við getum að nota þá daga sem við komumst frá til að gera eitthvað saman fjölskyldan og skoða landið,“ segir Herdís Magna, en með henni eru eiginmaðurinn Sigbjörn Þór Birgisson og synirnir Birnir Hrafn og Pálmar Flóki. Kúabændur á Héraði og fjörðum tóku þátt í Skógardeginum mikla 2019 og heilgrilluðu naut sem gestum og gangandi var boðið upp á. Ingibjörg Ásta Ingvarsdóttir er með Herdísi Mögnu á myndinni. Það fer vel um Pálmar Flóka í fínu sæti á dráttarvélinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.