Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 2020 13 Höfum opnað nýjan sýningarsal og útisýningarsvæði Verið velkomin í Trönuhraunið Ávallt spritt og kaffi á könnunni Vallarbraut.is S-4540050 jardir.is Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu: Þingeyjarsveit fékk verðlaun fyrir uppbyggingu við Goðafoss Þingeyjarsveit hlaut umhverfis­ verðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2020 fyrir uppbyggingu innviða við Goðafoss en sveitarfélagið hefur staðið fyrir henni undanfarin ár. Áætlað er að um 500 þúsund manns heimsæki staðinn árlega. Goðafoss í Þingeyjarsveit er meðal stærstu fossa á Íslandi en hann á sér forna og fræga sögu og þykir einn af stórkostlegustu fossum landsins. Hann er formfagur og myndrænn en klettar á skeifulaga fossbrúninni greina fossinn í tvo meginfossa sem steypast fram af hraunhellunni skáhallt á móti hvor öðrum. Vel að verki staðið Verkefnið við umbætur á umhverfi Goðafoss hefur verið umfangs- mikið, en byggt var upp beggja megin fossins til að vernda við- kvæma náttúru, bæta ásýnd staðar- ins og tryggja öryggi ferðamanna. „Mjög vel var að verki staðið þar sem heimamenn og fagaðilar unnu náið saman allan tímann til að skapa umhverfi sem bæði er aðgengilegt og öruggt fyrir ferða- manninn. Útsýnið að fossinum er óhindrað og hægt er að skoða hann allt árið,“ segir í frétt á vef Ferðamálastofu. Unnið að verkinu frá 2013 Verkefnið var unnið á árunum 2013 til 2019 en Þingeyjarsveit hlaut fyrst styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2013 í deiliskipulag og landslagshönnun og síðan í 6 ár eftir það í stíga- og pallagerð, merkingar, bílaplan og uppgræðslu. Umhverfisverðlaun Ferða málastofu eru hugsuð sem hvatning og áminning til þeirra sem koma að ferðaþjónustu um að huga vel að umhverfinu í allri skipulagningu og framkvæmd. Þau hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er þetta því í 26. sinn sem þau eru afhent. /MÞÞ Goðafoss í Þingeyjarsveit er meðal stærstu fossa á Íslandi en hann á sér forna og fræga sögu og þykir einn af stórkostlegustu fossum landsins. Mynd / Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir Hið sívinsæla dagatal Búsögu nú fyrir árið 2021 er komið í sölu á aðeins 2.000 kr. Fallegar myndir af dráttarvélum og fræðandi texti. Tilvalin jóla- eða tækifærisgjöf. Sendum í pósti um land allt. Sími 894-9330 og netfang: busaga@simnet.is Útgefandi: Bús aga, búnaðarsö gusafn Eyjafjar ðar Dagatal2021 Dráttarvélar af gerðinni Farma ll úr safni Herm anns Ólafssona r í Grindavík Hermann Th. Óla fsson í Grindavík á eitt fallegasta einkasafn lands ins af gömlum d ráttarvélum auk nokkurra gamall a bíla. Safnið tel ur um 30 dráttarvél ar sem allar eru v el uppgerðar og gangfærar. Safn ið er varðveitt í b jörtu og fallegu húsnæði og allir gripirnir bónaði r og glæsilegir á a ð líta. Hermann hefur alla tíð ver ið safnari og þeg ar hann sá í fyrs ta sinn uppgerða n Farmal Cub va knaði hjá honum löngun til að saf na gömlum drát tarvélum og ger a þær upp. Drau mur Hermanns e r að víkka út hu gmyndina um sa fnið og bæta við vélum sem teng jast sjávarútvegi og öðrum munu m með áhugave rða sögu. Opna síðan safnið fyri r almenningi og búa til segul se m dregur að ferðam enn til Grindavík ur. Bandarísk auglýsin g frá International Harvester. Tónahvarf 3 • 203 Kópavogur • Sími: 544 4210 • GSM: 892 9399 • verkfaeriehf.is • info@verkfaeriehf.is Verkfæri ehf. er nýr umboðsaðili fyrir Merlo S.p.A. á Íslandi Tengiliðir: Ólafur Baldursson framkvæmdarstjóri • 892 9399 • ob@vvv.is Gunnar Sigðursson vörustjóri Merlo • 788 9399 • gs@vvv.is Jóhann Sigurjónsson þjónustustjóri • 776 9399 • js@vvv.is Verkfæri ehf. hefur tekið við Merlo umboðinu á Íslandi og mun þar af leiðandi sjá um alla sölu og þjónustu á þeim tækjum. Ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar um verð á tækjum eða óskið eftir þjónustu, endilega hafið sambandi við okkur í netfangið merlo@vvv.is eða hringið í síma 544 4210. Við munum aðstoðað ykkur eftir fremsta megni. HUGVIT Í VERKI ÖNNUMST ALLAR ALMENNAR VINNUVÉLAVIÐGERÐIR VHE • Me l ab rau t 27 • 220 Ha fna r f j ö r ðu r • S ím i 575 9700 Fax 575 9701 • www.vhe . i s • s a l a@vhe . i s Vönduð og góð þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.