Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. nóvember 202032 LÍF&STARF Útskriftarnemar vorið 2018. Myndir / Farskólinn á Norðurlandi vestra Fjölbreytt námskeið hjá Farskólanum á Norðurlandi vestra: Bændur á Norðurlandi vestra duglegir að afla sér nýrrar þekkingar „Það sem okkur þykir skemmti- legast er að sjá hvað Matarsmiðjan - beint frá býli hefur þróast í jákvæða átt frá því hún var kennd árin 2018 og 2019. Það eru æ fleiri bændur að koma með vörur inn á markað og fólk er mjög duglegt að afla sér nýrrar þekkingar og sækja ný námskeið. Það er óhætt að segja að það sé heilmikil gróska hjá bændum hér á Norðurlandi vestra,“ segir Halldór B. Gunnlaugsson, en hann er verk- efnastjóri í Farskólanum – mið- stöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Hann skipuleggur og held- ur utan um námskeið til bænda ásamt öðrum verkefnum. Halldór er kennari að mennt og hefur auk þess lokið námi í viðskipta- og mark- aðsfræði. Farskólinn býður upp á fjölda námskeiða af ýmsu tagi. Það er óhætt að segja að matarsmiðjan hafi lukkast vel og meðal annars leitt til þess að bændur eru nú dug- legir að sækja námskeið. Fyrir þá sem vilja framleiða eigin vörur beint frá býli Halldór segir að í byrjun árs 2018 hafi Farskólinn boðið upp á fyrrnefnda matarsmiðju en hún er 80 klukkustundir að lengd og kennd eftir námskrá sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins gefur út. „Þetta nám er hugsað fyrir þá sem hafa áhuga á að framleiða eigin vöru beint frá sínu býli, eða eins og segir meðal annars í námskránni: „að námsmenn öðlist innsýn í helstu verkferla er snúa að einfaldri matvælaframleiðslu“. Við héldum þetta fyrsta námskeið í Skagafirði og það sóttu alls 18 manns, allt Skagfirðingar. Námskeiðið tókst frábærlega, að okkar mati, og margir af þeim sem tóku þátt eru nú komnir með eigin vörur á markað og sífellt fjölgar í þeim hópi,“ segir hann. Sams konar námskeið var haldið í Húnavatnssýslum árið 2019 og sóttu það 15 manns. Það var haldið til skiptis á Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd og tókst sömuleiðis með miklum ágætum. Þátttakendur á því námskeiði eru líkt og nágrannar þeirra í Skagafirði komnir með vöru í sölu. Báðar matarsmiðjurnar voru kenndar í góðu samstarfi Farskólans, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. Halldór segir að hluti matar- smiðjunnar sé verkleg kennsla og greina megi að þátttakendur hafi mest gagn og gaman af þeim hluta. Því hafi sú hugmynd vaknað í kjölfar fyrri smiðjunnar að bjóða bændum upp á stök námskeið þar sem farið væri ítarlegar í það sem boðið var upp á í verklegum tímum matarsmiðj- unnar. Strax haustið 2018 voru sjö námskeið í boði og sem dæmi um áhugann var námskeið í að úrbeina kind haldið fjórum sinnum, til að mæta eftirspurninni. Tólf námskeið í boði í haust og mikill áhugi frá fleirum en bændum Sem dæmi um námskeið sem hafa verið haldin og vel sótt má nefna: að úrbeina kind og folald, hrápylsugerð, kæfu- og patégerð, fars-, pylsu- og bjúgnagerð, ostagerð og fleira. Nú, haustið 2020, eru til dæmis í boði tólf námskeið. Þar má nefna hnífabrýningar, sögun og hlutun á lambaskrokk, að þurrka og grafa kjöt, söltun og reykingu og heit- og kaldreykingu á fiski, kjöti og villibráð. Í sum námskeiðin komast færri að en vilja vegna góðrar aðsóknar. Reynt er að bæta við námskeiðum ef þannig háttar til en einnig hefur fólk getað treyst á að komast á námskeiðið að ári liðnu. Þetta er þriðja haustið sem Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Halldór B. Gunnlaugsson er verk- efnastjóri hjá Farskólanum á Norð- urlandi vestra. Námskeiðin eru að jafnaði vel sótt, hér eru þátttakendur á námskeiði um fars-, pylsu- og bjúgnagerð. Hnífar og hnífabrýningar er dæmi um námskeið sem Farskólinn býður upp á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.