Morgunblaðið - 12.12.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.12.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 ÍTý í Viðskiptablaðinu er vikið aðRóbert Spanó, forseta Mannrétt- indadómstóls Evr- ópu í Strassborg, og bent á að á ársfundi Evrópusambands blaðamanna í síð- asta mánuði hafi verið samþykkt harðorð ályktun gegn honum „og þess krafist að hann víki úr embætti vegna framgöngu hans í heimsókn til Tyrklands í september“.    Í pistlinum er rakið nánar hversvegna heimsóknin var að- finnsluverð og sagt að útlit sé fyrir að hún hafi „ grafið undan trúverðugleika dómstólsins á al- þjóðavettvangi. Við því má dóm- stóllinn ekki því undanfarin ár hef- ur hann hlotið mikla gagnrýni fyrir svokallaðar framsæknar lögskýr- ingar í dómum sínum. Hann þykir þannig búinn að gleyma upphaflegu hlutverki sínu og farinn að gera til- raunir til að setja einstökum ríkjum lög. Sú gagnrýni er ekki ný af nál- inni og hefur ekkert með úrskurð hans í Landsréttarmálinu að gera. Tý er vel minnisstætt þegar David Cameron, þá forsætisráðherra Bret- lands, sagði sig verkja um líkamann vegna máls sem MDE vildi þröngva upp á Breta. Meðal stjórnvalda í Bretlandi og Danmörku hefur það komið til alvarlegrar skoðunar að segja sig frá MDE.“    Ásælni Mannréttindadómstólsinsí aukin völd á kostnað fullvalda aðildarríkja hans er verulegt áhyggjuefni og skiljanlegt að Bret- ar og Danir hafi skoðað það alvar- lega að segja sig frá þessari sér- kennilegu stofnun. Dómstóll, ef dómstól skyldi kalla, sem kveður upp dóm eins og þann sem Ísland fékk að upplifa á dögunum hefur í besta falli týnt tilgangi sínum og finnist hann ekki hljóta fleiri ríki að íhuga að segja sig frá honum. Þeirra á meðal Ísland. Róbert Spanó Áttavilltur dómstóll STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Borgarráð samþykkti á síðasta fundi tillögu borgarstjóra þess efnis að gerð verði viljayfirlýsing við áhuga- sama fjárfesta sem hyggjast endur- nýja, byggja upp og mæta þörfum fjölbreyttra jaðaríþrótta í Toppstöð- inni í Elliðaárdal. Reykjavíkurborg auglýsti á dög- unum eftir hugmyndum um nýtingu og endurgerð Toppstöðvarinnar í Elliðaárdal. Fram kemur í greinar- gerð að í kjölfarið hafi borginni bor- ist erindi fjárfesta sem eru tilbúnir að leggja fram eigin fé og lánsfé til að umbreyta húsnæðinu í fjölbreytta miðstöð jaðaríþrótta í borginni, þ.m.t. aðstöðu fyrir klifur, hjólreið- ar, keilu, bretti o.fl. Lagt er til að gerð verði vilja- yfirlýsing um verkefnið til að við- komandi aðilar geti fullkannað fjár- mögnun og leigusamninga við aðila og félög tengd jaðaríþróttum. Einn- ig verði gert ráð fyrir að ÍBR leiði vinnu með jaðaríþróttafélögum og geri þarfagreiningu og rekstrar- áætlanir fyrir þeirra þarfir þannig að hagsmuna þeirra sé gætt í kom- andi viðræðum. Toppstöðin er rúmlega 6.000 fer- metra bygging, reist árið 1948, og var um árabil notuð sem vararafstöð fyrir Reykjavík. Borgin hyggst setja 200 milljónir króna í viðhald og end- urbætur á húsnæðinu á næstu tveimur árum. sisi@mbl.is Verða jaðaríþróttir í Toppstöðinni?  Reykjavíkurborg samþykkir að ganga til samninga við áhugasama fjárfesta Tölvumynd/Trípólíarkitektar Toppstöðin Svona gæti húsið litið út að loknum endurbótum á því. Framkvæmdasvæðið við Tryggva- götu, frá Pósthússtræti um Naustin og framhjá Listasafni Reykjavíkur, hefur verið búið undir tímabundna opnun. Gatan verður opin fyrir allri umferð frá og með mánudeginum 14. desember. Framkvæmdir við endurgerð Tryggvagötu, fyrir framan Toll- húsið, hófust í sumar. Gatan var grafin upp og allar lagnir í götunni endurnýjaðar en sumar þeirra voru orðnar nærri 100 ára gamlar. Tryggvagata var malbikuð í vik- unni og einnig göngustígur meðfram Tollhúsinu og nú er verið að undir- búa svæðið fyrir umferð bíla og gangandi vegfarenda á meðan fram- kvæmdir eru í vetrardvala. „Svæðið hefur þá alla burði til að vera fjölsótt og lifandi það sem eftir er aðvent- unnar,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Búið er að endurskoða áætlun yfir verkið í heild. Ekki verður farið í uppgröft á stéttum á þessu ári en það verður gert eins fljótt og auðið er á vormánuðum ásamt vinnu við seinni áfanga Tryggvagötu, frá Naustum að Grófinni. sisi@mbl.is Ljósmynd/Reykjavíkuborg Tryggvagata Búið að malbika götu og gangstétt og umferð brátt hleypt á. Tryggvagata opnuð fyrir umferð að nýju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.