Morgunblaðið - 12.12.2020, Side 11

Morgunblaðið - 12.12.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Landsbankinn hefur selt eignarhlut sinn í Stoðum hf. í opnu söluferli, en frestur til að skila inn tilboðum í söluferlinu var til kl. 17 þriðjudag- inn 8. desember sl. Þetta kemur fram í frétt á vef bankans. Þar segir að Landsbankinn hafi auglýst opið söluferli á allt að 12,1% eignarhlut sínum í fjárfestinga- félaginu Stoðum hf. þann 23. nóv- ember sl. „Söluferlið fór fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna og var öllum opið sem uppfylltu skilyrði um að teljast hæfir fjárfestar,“ segir í fréttinni. Söluandvirðið 3,3 milljarðar Einnig segir á vef bankans að alls hafi þrettán fjárfestar tekið þátt í söluferlinu, en bankinn hafi tekið tilboði Fossa markaða hf., fyrir hönd hóps fjárfesta, í allan eign- arhlutinn. Söluandvirði hlutanna nemur um 3,3 milljörðum króna. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með söluferlinu. Á heimasíðu Stoða kemur fram að félagið eigi eignir að verðmæti 160 milljónir evra, eða jafnvirði tæplega 25 milljarða íslenskra króna. Á meðal helstu skráðra eigna eru eignarhlutir í Arion banka, um 5% hlutur, og í Síman- um, um 15% hlutur. Þá á félagið óskráðar eignir eins og um 30% hlut í Ortus Secured Finance í Bretlandi. Landsbankinn selur í Stoðum  Fossar markaðir keyptu allt  13 fjárfestar í söluferlinu Morgunblaðið/Kristinn Landsbankinn Hefur selt eignarhlut sinn í Stoðum í opnu söluferli. DRAUMA JÓLA- GJÖFIN VÖNDUÐ OG HLÝ DÚNÚLPA LAUGARDAG 11-17 SUNNUDAG 13-17 Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is VERÐ 59.900 kr. er bæði spennandi og ógnvekjandi Bókin fæst í Eymundsson UNGMENNABÓKIN Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skoðið hjahrafnhildi.is SKÓR Í ÚRVALI 28.980 28.980 Einnig til í svörtu 26.980 30.980 Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN Opið í dag kl. 11-15 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Stakir jakkar Str. S-XXL r. . 90 Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn var kynnt bréf fjármála- og áhættu- stýringarsviðs þar sem óskað er eftir að ráðið samþykki leigusamning um Vörðuskóla við Barónsstíg. Var það samþykkt. Leigutakinn er Kisi Production ehf. Í greinargerð segir að um sé að ræða upptökur á dans- og söngvamyndinni Abbababb! sem er byggð á söng- leiknum Abbababb eftir Dr. Gunna og „sýndur var við miklar vinsældir árið 2007“. Áætlað er að upptökur hefjist í lok janúar 2021 en leigutími er frá desember 2020 til 1. apríl 2021. Gert er ráð fyrir að Reykjavíkurborg vinni að viðgerðum og endurbótum á sama tíma. Hið leigða húsnæði er alls 3.229 fermetrar og hefur staðið ónotað síð- an 2019. sisi@mbl.is Abbababb! tekið upp í Vörðuskóla Morgunblaðið/Golli Lagahöfundur Dr. Gunni samdi söngleikinn Abbababb! árið 2007. „Það er enn þá einhver von fyrir skjólstæðing minn að ná vopnum sín- um. Hann hefur verið grátt leikinn í þessu máli,“ segir Jón Steinar Gunn- laugsson, lögmaður Kristins Sigur- jónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík. Búið er að fella úr gildi synjun Hæstaréttar er varðar áfrýjunar- beiðni Kristins. Lektorinn hafði fengið synjun um áfrýjunarbeiðni í dómstólnum, en hann tapaði máli gegn skólanum í Landsrétti. Jón Steinar segir að óskað verði eftir því að Hæstiréttur taki málið fyrir. Að sögn Jóns Steinars var synj- unin felld úr gildi sökum þess að einn dómara sem stóðu að afgreiðslu synjunarinnar var jafnframt kennari við Háskólann í Reykjavík. Skólinn er málsaðili, en Kristinn hafði stefnt skólanum vegna uppsagnar hans í október í fyrra. Ástæða uppsagnar- innar voru ummæli sem hann hafði uppi á netinu. Dómarinn sem um ræðir er Sig- urður Tómas Magnússon. Segir Jón Steinar að málið sé með miklum ólík- indum. „Þegar ég fékk tilkynningu um að málið hefði verið tekið fyrir af þremur dómurum og synjað þá hug- kvæmdist mér að skoða það betur. Í ljós kom að einn dómaranna sem tóku þessa ákvörðun er maður sem hafði verið að kenna við HR,“ segir Jón Steinar og bætir við að hann hafi verið við störf á haustönninni sem er að líða. „Það kemur í ljós að hann hefur verið að vinna í kennslu- og prófdóm- arastörfum á haustmisserinu sem er að líða. Hann hefur þegið laun fyrir það. Þetta þýðir að dómari er að þiggja greiðslur fyrir störf hjá öðr- um málsaðila,“ segir Jón Steinar. Synjun um áfrýjunar- beiðni var felld úr gildi  Einn dómara var starfsmaður Háskólans í Reykjavík Morgunblaðið/Eggert Hæstiréttur Búið er að fella úr gildi synjun Hæstaréttar er varðar áfrýj- unarbeiðni Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við HR. Kristinn Sigurjónsson Jón Steinar Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.