Morgunblaðið - 12.12.2020, Side 16

Morgunblaðið - 12.12.2020, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt samkomulag sem Reykjavíkurborg hefur gert við félagið LL09 ehf. um uppbyggingu á lóðunum Brautarholt 18-20. Samkvæmt samkomulaginu verða 64 íbúðir innréttaðar á 2.-5. hæð í húsunum. Umrædd hús eru á horni Brautarholts og Nóatúns. Þau hafa verið í niðurníðslu og lýti á hverfinu. Brautarholt 20 hefur staðið autt frá því að Baðhúsið var flutt yfir í Smáralind í lok árs 2014 en á árum áður var það viðkomustaður margra Reykvíkinga þegar rekinn var þar vin- sæll skemmtistaður, Þórscafé. Fram kemur í kynningu að skrifstofa borgar- stjóra og borgarritara hafi átt í viðræðum við lóðarhafa á grundvelli samningsmarkmiða Reykjavíkurborgar um fyrirhugaða uppbygg- ingu á reitnum. Nú liggi fyrir samkomulag vegna aukins byggingarréttar og breyttrar nýt- ingar um kauprétt Félagsbústaða hf. á íbúðum, kvaðir um leiguíbúðir, um listskreytingar í al- menningsrými, aðrar kvaðir o.fl. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu er aukið byggingarmagn ofanjarðar á reitunum áætlað um 137,7 fermetrar. Þá er áætlað að um 3.814 fermetrum af núverandi heimiluðu byggingar- magni á lóðunum verði breytt úr atvinnu- húsnæði í íbúðarhúsnæði. Miðað við fyrirliggj- andi tillögu verða greiðslur fyrir byggingarrétt og breytta nýtingu krónur 33.194.280. Samið er um, með tilliti til áforma Reykjavíkurborgar um félagslega blöndun, að á reitnum verði 15% íbúða skilgreind sem leiguíbúðir, stúdenta- íbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., búsetu- réttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Fé- lagsbústaðir hafa kauprétt 5% íbúða á um- sömdu föstu verði. Þær íbúðir skulu vera 40-60 fermetrar auk geymslu. Fram kom í kynningu arkitekta á sínum tíma að Brautarholt 18 samanstendur af sam- byggðum byggingum. Upprunalegur hönnuður er Hannes K. Davíðsson arkitekt. Hornhúsið Brautarholt 20 er byggt árið 1952 með viðbygg- ingu frá 1973. Upprunalegur hönnuður var Gísli Halldórsson arkitekt en að þeim seinni Jóhann- es Friðjónsson arkitekt. Líkt og í Brautarholti 18 er húsið hækkað um eina hæð og byggð inn- dregin 5. hæð ofan á miðju þess. Félagið LL09 ehf. var stofnað 2014 og var í eigu Upphafs fasteignafélags, dótturfélags Gamma. Fram kemur á vefnum ismus.is að veitinga- mennirnir Ragnar Jónsson og Baldvin Guð- mundsson hafi opnað hinn 11. september 1945 skemmtistaðinn Þórscafé á annarri hæð stór- hýsis á Hverfisgötu 116 við Hlemmtorg. Nýja Þórscafé í Brautarholti var opnað 22. október 1958 og lék KK-sextett fyrir dansi og Elly Vil- hjálms og Ragnar Bjarnason sungu með hljóm- sveitinni. Staðnum var lokað árið 1991. Þórscafé verður breytt í íbúðir  Engin starfsemi hefur verið í húsunum undanfar- in ár og þau í niðurníðslu Morgunblaðið/sisi Brautarholt 18-20 Húsin hafa látið verulega á sjá eins og sjá má. Nú stendur til að innrétta 64 íbúðir í þessum húsum á næstu árum. Engin jogging jól í ár Við hreinsum sparifötin Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 STOFNAÐ 1953

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.