Morgunblaðið - 12.12.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 12.12.2020, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Varpstofn helsingja hefur vaxið hratt á Íslandi síðustu ár og áætlar Brynjúlfur Brynjólfsson, fugla- áhugamaður á Höfn í Hornafirði, að fjölgað hafi árlega um rúmlega 10% í varpstofninum. Höfuðból hels- ingja á Íslandi er í Skúmey, lítilli eyju í vestan- verðu Jökuls- árlóni, en þar var talið 1.491 hreið- ur í sumar, 12% aukning á milli ára, samkvæmt upplýsingum frá Náttúrustofu Suðausturlands. Miðað við eðlilega ungaframleiðslu má reikna með að 5-6 þúsund ungar hafi yfirgefið eyj- una. Eyjan kom undan Breiðamerkur- jökli við lok 20. aldar og þegar hels- ingjahreiður voru fyrst talin í Skúm- ey árið 2014 var þar 361 hreiður þannig að þéttbýlið hefur aukist talsvert síðan. Skúmey er eingöngu varpsvæði helsingja, sem yfirgefa varpsvæðin snemma. Með aflestri af merkjum má sjá að fuglinn þvælist talsvert um yfir sumartímann. Ellefu þúsund fuglar Brynjúlfur áætlar að í haust hafi um 11 þúsund íslenskir fuglar yfir- gefið landið. Byggt á talningu og til- finningu segist hann áætla að í hópnum hafi verið um tvö þúsund varppör, fimm þúsund ungar og um tvö þúsund geldfuglar. Í endaðan júní í sumar fréttist af miklum ungadauða á austanverðum Breiðamerkursandi. Þegar farið var um svæðið nokkrum dögum síðar sáust ekki dauðir ungar en við Stemmupolla var um 300 fugla ungalaus hópur og í þeim voru þekktir varpfuglar. Aðspurður hvað hafi valdið ungadauðanum, segir Brynjúlfur að hugsanlega hafi rign- ingar grandað ungunum eða eitt- hvað annað í veðurfari. Dýr og fugl- ar hafi síðan líklegast nýtt sér þá til matar. Brynjúlfur segir að margt sé óútskýrt í þessu sambandi. Í skýrslu Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands (fuglar.is/pistlar) um aflestur litmerkja og talningar á helsingja á Suðausturlandi 2020 kemur fram að á þeim fjórum árum sem liðin eru frá upphafi merkinga á helsingjum hafa 907 fuglar verið merktir með stálmerki og hafa 679 þeirra einnig fengið litmerki. Við af- lestur af merkjum er notast við handsjónauka, fjarsjá en þó mest myndavél. Í sumar fengu fimm ís- lenskir helsingjar GPS-senda um hálsinn og skiluðu þeir sér allir á vetrarstöðvar í Bretlandi. Nokkrir helsingjar bera GPS-senda frá Bret- landi. Tilgangur merkinganna er að geta fylgst með hegðun einstaklinga til að skilja betur atferli fuglanna. Helsingi hefur orpið hérlendis nánast samfellt frá 1968, en lengi var aðeins um nokkur pör að ræða við Breiðafjörð. Helsingjar hafa orpið á Breiðamerkursandi frá 1988, en nú verpa þeir á nokkrum svæðum um Austur-Skaftafellssýslu, frá Fjallsárlóni í vestri að Höfn í austri, og einnig við Hólmsá í Vestur- Skaftafellssýslu. Dæmi eru einnig um varp í Kelduhverfi og í Seley í mynni Reyðarfjarðar. Stofnstærðin hefur minnkað Helsingjar verpa aðallega á heim- skautasvæðunum í Norður- Atlantshafi. Helsingjar á leið til varpstöðvanna á Grænlandi stoppa bæði vor og haust á Íslandi á leið sinni til og frá vetrarstöðvum á Bretlandseyjum. Síðustu áratugina hafa helsingjar tekið upp á því í töluverðum mæli að verpa á farleið- um sínum í Norður-Evrópu. Byrjað var að meta stofnstærð helsingja 1950 á Bretlandseyjum og voru þá um tíu þúsund fuglar í stofninum. 2013 var stofninn 80 þús- und fuglar, en 2018 hafði fækkað aftur í um 70 þúsund fugla. Græn- lenski helsingjastofninn hefur minnkað síðustu ár, en á sama tíma hefur helsingjum sem dvelja hér sumarlangt fjölgað umtalsvert. Fyrstu helsingjarnir koma til Ís- lands ár hvert í fyrstu viku apríl og þeir síðustu yfirgefa landið um miðj- an október. Margir hafa komið að merkingum og rannsóknum á helsingja hér- lendis, nefna má Arnór Þóri Sigfús- son, Náttúrustofu Suðausturlands, Fuglaathugunarstöð Suðaustur- lands, Náttúrufræðistofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og fjölda sjálf- boðaliða. Varpstofn helsingja vex með hverju ári  Þéttbýlið eykst í Skúmey  Tæplega 1.500 hreiður  Ungadauði við Stemmu Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson Við Stemmu Helsingjum sem verpa hér á landi hefur fjölgað umtalsvert síðustu ár. Þessir myndarlegu fuglar voru myndaðir á Breiðamerkursandi 11. júní í sumar. Einn þeirra ber hvítt merki á fæti með stöfunum BB. Brynjúlfur Brynjólfsson Sóltúni 20, 105 Reykjavík • Sími 552 1400 og 694 1401 • fold.is Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur, lögg. fasteignasali íbúðum í öllum hverfum Reykjavíkur til kaups eða leigu fyrir opinberan aðila - Traustar greiðslur - Langur leigutími Nánari upplýsingar á skrifstofu Víkurgata 2, Garðabæ, 1.h. Sóleyjargata einbýlishús með 10 svefnherbergjum Hólaberg 82, 111 Rvk., Einbýli með aukabyggingu Skipholt - 3ja herbergja íbúð með suðursvölum Skipholt - skrifstofuhúsnæði á annarri hæð Stórglæsileg rúmlega 141 fm 4ra herbegja íbúð á 1. hæð á frábærum stað í Urriðaholtinu. Íbúðin er vel skipulögð, með 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, þvottaherbergi innan íbúðar og geymslu á hæðinni, vel búið eldhús með fallegri hvítri innrétt- ingu. Útgengt er á fjórum stöðum úr íbúðinni á pall sem er í kring- um íbúðina. Stæði í bílageymslu fylgir auk sér stæðis við húsið. Glæsilegt einbýlishús á frábærum stað í 101 Reykjavík. Arkitekt- inn Sigurður Guðmundsson teiknaði húsið fyrir Thor Thors 1933, en það var endurnýjað 2014. Lóðin er 760 fm eignarlóð. Í húsinu eru 10 svefnherbergi og eru 5 þeirra með sérbaðherbergjum með walk in sturtu. Húsið er skráð 358,4 fm. Efsta hæðin er óskráð þannig að samtals er húsið rúmir 400 fm. Á efstu hæðinni eru þaksvalir með heitum potti, þar er einnig nýlegur saunaklefi. Verð kr. 225.000.000. Bókið skoðun: fold@fold.is. Fallegt og vel viðhaldið 293,1 fm einbýlishús á tveimur hæðum + kjallari og 177,5 fm atvinnuhúsnæði, samtals 470,6 fm. Eign sem býður uppá mikla möguleika, t.d. að breyta atvinnuhúsnæðinu í íbúðir. Húsið er byggt 1981. Parket og flísar á gólfum. Íbúðarhúsið er á tveimur hæðum og í kjallara og er sérinngangur í kjallarann. Atvinnuhúsnæðið er hæð og kjallari, það er með innkeyrsludyrum og bílastæði fyrir framan það. Nánari upplýsingar á skrifstofu og velkomið að panta tíma fyrir skoðun: fold@fold.is. Verð 124,9 millj. Ca 77 fm góð íbúð á 3. hæð (efstu) á góðum stað við Skipholt. Inndregnar stórar suðursvalir sem gefa möguleika á stækkun íbúðar. Eignin er samþykkt sem íbúð, en hefur verið notuð sem skrifstofa og þarfnast breytinga til að nota hana til íbúðar. Verð 37,9 millj. Vinsamlegast bókið skoðun hjá fasteignasölum Foldar. Ca 94 fm. vel skipulagt skrifstofuhúsnæði á annarri hæð við Skipholt í 105 Reykjavík. Húsnæðið er bjart og skiptist í 4 skrif- stofuherbergi o.fl. Staðsetning er frábær á rólegum stað en þó nálægt miðborginni. Verð 29 millj. Vinsamlegat bókið skoðun hjá fasteignasölum Foldar. OPIÐ HÚS laugardag 12.12. frá kl. 13-14. Vinsamlegast bókið skoðun á einarm@fold.is eða í síma 893 9132 Óskum eftir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.