Morgunblaðið - 12.12.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 12.12.2020, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 ÚR BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Mýrdalurinn hefur fundið veru- lega fyrir áhrifum af Covid-19, þar sem stór hluti atvinnulífsins hefur undanfarin ár snúist í kringum ferðamenn. Það er því víða erfið staða hjá þeim sem reka ýmiskon- ar gistingu og matsölustaði, og þar af leiðandi einnig í afleiddum störf- um.    Þó að ferðaþjónustan sé í dvala er fullt af framkvæmdum að fara í gang. Sveitarstjórn Mýrdals- hrepps hefur ákveðið að byggja nýjan leikskóla í stað þess gamla sem stendur við grunnskólann. Hefja á framkvæmdir á næsta ári og taka skólann í notkun 2022. Gamli leikskólinn er búinn að vera í miklum plássvandræðum. Með byggingu nýs leikskóla leysist einnig vandi grunnskólans, sem vantar aukið kennslurými. Ekki veitir af að stækka leikskól- ann þar sem óvenjumörg börn hafa fæðst í Mýrdalnum á árinu. Einnig er Mýrdalshreppur að vinna í endurnýjun á götum og gangstéttum í þorpinu.    Vegagerðin vinnur nú að undirbúningi og rannsóknum vegna jarðganga í gegnum Reyn- isfjall og nýrrar veglínu um Mýr- dal. Er það í samræmi við gildandi samgönguáætlun 2020-2024 vegna forhönnunar og mats á umhverfis- áhrifum verksins. Bora á holur báðum megin fjallsins til að kanna bergið. Eftir áramót verður byrjað á nýrri tvíbreiðri brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi sem á að verða tilbúin eftir ár.    Þá hefur ungt fólk í Víkinni hafið rekstur á verslun sem heitir FB lagnir, í hluta af gamla Slátur- félagshúsinu. Þau ætla að vera með vörur frá Bílanausti og Sindra ásamt byggingavörum, einnig eru komnar gjafavörur og leikföng. Þessi verslun er nokkuð sem hefur vantað lengi í Víkinni og er til mikilla þæginda fyrir íbúa svæð- isins sem áður þurftu að keyra út í Hvolsvöll ef vantaði eina skrúfu.    Prjónastofan Katla hefur einnig tekið til starfa en hún er í eigu ungs fólks sem flutti til Víkur frá Póllandi og hefur búið hér í nokkur ár. Þau eru að prjóna ull- arvörur, svo sem húfur úr íslenskri ull, og selja vörurnar bæði hér í Vík í Mýrdal og annars staðar á Íslandi, einnig er stefnt á útflutn- ing. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Rekstur Ásta Alda Árnadóttir í nýrri verslun sinni í Vík í Mýrdal er nefnist FB lagnir. Ýmsar vörur eru þar til sölu. Verslun og prjónastofa í Vík Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Marek Rutkowski, eigandi prjónastofunnar Kötlu, að störfum á prjónastofunni. Hann opnaði stofuna ásamt pólskum samlöndum sínum. Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ÞÝSK GÆÐI Nemendur 1. til 6. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki fengu nýverið endur- skinsvesti að gjöf frá Kiwanis- klúbbnum Drangey í Skagafirði og VÍS. Athöfnin fór fram skömmu áð- ur en árleg friðarganga Árskóla hófst í upphafi aðventunnar. Alls voru gefin 230 vesti en Kiw- anismenn og VÍS hyggjast gefa svona vesti í alla grunnskóla á Norð- urlandi vestra, alls nærri 400 sér- merkt vesti hverjum skóla. Í Feyki var haft eftir kjörforseta Drangeyjar, Gunnari Línberg Sig- urjónssyni, að hugmynd að gjöfinni hefði kviknað fyrir tveimur árum. Nú sé hún orðin að veruleika. „Í Covid er ekkert að gera svo maður verður eitthvað að dunda sér við,“ sagði Gunnar og vonaðist til þess að aðrir Kiwanisklúbbar á landinu myndu fylgja fordæmi Drangeyjar á sínum svæðum. Með gjöfinni fylgdi sú ósk að vest- in yrðu notuð við sem flest tækifæri, ekki síst í svartasta skammdeginu. Ljósmyndir/Drangey Sauðárkrókur Nemendur á yngsta stigi Árskóla fá endurskinsvestin. Endurskinsvesti til nemenda Árskóla  Gjöf frá Kiwanismönnum og VÍS Árskóli Fulltrúar Árskóla tóku við gjöfinni frá Kiwanis og VÍS. Borgarráð hefur veitt sviðsstjóra velferðarsviðs heimild til að end- urnýja þjónustusamning við Út- lendingastofnun, þannig að allt að 300 umsækjendur um alþjóðlega vernd fái þjónustu í Reykjavík. Með því var brugðist við beiðni Útlend- ingastofnunar, sem barst í október sl., segir í tilkynningu frá borginni. Allur kostnaður vegna samnings- ins greiðist af Útlendingastofnun. Jafnframt var sviðsstjóra veitt um- boð til að ganga til samninga við fé- lagsmálaráðuneytið um tilrauna- verkefni um samræmda móttöku flóttamanna. Að sögn Regínu Ás- valdsdóttur, sviðsstjóra velferðar- sviðs, er verið að ganga frá síðustu lausu endunum varðandi þann samning sem gerir ráð fyrir að vel- ferðarsvið geti þjónustað allt að 380 flóttamenn á ári. Umsækjendum um alþjóðlega vernd sem setjast að í Reykjavík hefur fjölgað verulega á undan- förnum árum. Í fyrsta samningnum sem Reykjavíkurborg gerði við Út- lendingastofnun árið 2014 var allt að 50 manns tryggð þjónusta. Í samningnum sem gilti frá apríl 2019 veitti Reykjavíkurborg allt að 220 einstaklingum þjónustu. Allt að 300 fá alþjóð- lega vernd í Reykjavík Bók Jóns Bald- vins Hannibals- sonar, Tæpi- tungulaust – lífsskoðanir jafn- aðarmanns, kom út í Litháen í gær, 11. desem- ber. Á þessu ári eru 30 ár liðin frá því að Lithá- ar lýstu yfir end- urreistu sjálfstæði þjóðarinnar en Jón Baldvin, þá utanríkisráðherra, var helsti stuðningsmaður Eystra- saltsríkjanna í þeirri sjálfstæðis- baráttu, segir í tilkynningu um bók- ina. Útgáfan er hluti af afmælis- dagskrá Litháa. Halda átti sérstakan hátíðarfund í þjóðþingi Litháens, Seimas, en var frestað vegna Covid-19. Hafði Jóni Baldvini verið boðið að ávarpa þingið, eins og hann hefur gert árlega sl. 30 ár. Formála í bókinni ritar málvís- indamaðurinn Ramunas Bogdanas, með yfirskriftinni „Ísbrjóturinn úr norðri“. Bók Jóns Baldvins kom út í Litháen Útgáfa Kápa bók- arinnar í Litháen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.