Morgunblaðið - 12.12.2020, Side 39

Morgunblaðið - 12.12.2020, Side 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 fyrir vistmenn sem öllum líkaði vel. En fljótlega á sinni skóla- göngu fundu börn okkar út að gott var að koma við í eldhúsinu hjá ömmu og fá smakk af því sem hún bjó til. Þegar hún hætti að vinna sinnti hún garðyrkju meir en áð- ur og fór það mjög vel úr hendi með ræktun á kartöflum, rófum, gulrótum, jarðarberjum o.fl. Líf hennar hefur haft sínar gleði- og sorgarstundir, sem hef- ur tekið sinn toll en hafði ekki áhrif á fólkið sem hún umgekkst með sinni hlýju og gleði. Að leiðarlokum vil ég þakka Jórunni allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína. Takk fyrir. Björgvin Björgvinsson. Til minnar kæru tengdamóður, Jórunnar. Ég var svo lánsamur að fá að kynnast Jórunni eftir að lífið leiddi mig og son hennar og framtíðareiginmann minn, Berg- þór, saman árið 2005 í París. Ég hef sjaldan hitt eins ljúfa og blíða manneskju eins og Jór- unni sem gædd var hreinu hjarta og manngæsku. Sannkallaður „altruisti“, ósérhlífin og örlát. Lífsgildi hennar, að hugsa alltaf um aðra, hefur hún gefið öðrum í fjölskyldunni. Hennar einstaki persónuleiki ætti að vera okkur öllum fyrir- mynd í óvissum heimi. Vegna heimsfaraldursins og flókinna sóttvarnaregla gat ég ekki komið frá Frakklandi til að fylgja Jór- unni til hinstu hvílu í dag. Ég sendi tengdafjölskyldu minni mínar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Eins og sagt er á frönsku, „loin des yeux, mais près de cur“; Fjarri augum en nærri hjartanu. Olivier Francheteau Bjarnason. Okkur langar að minnast ást- kærrar ömmu okkar. Það var þér mikilvægt að öll- um í kringum þig liði vel og gerðir þú allt til þess að svo væri. Þegar við komum til þín varstu alltaf til í að hlýja okkur á hönd- unum og gerðir það allt þar til þú fórst. Þú spurðir okkur alltaf út í nám og hvernig gengi að læra hjá okkur, síðan sagðir þú að við vær- um heppin og að ekki fengju allir að læra. Ef þú hefðir fengið tæki- færi til hefðir þú getað lært hvað sem er og það er þér að þakka að við erum að mennta okkur. Þú hafðir mikinn áhuga á mat- argerð sem við fengum að njóta góðs af. Það var enginn betri að baka pönnukökur en þú. Þið afi komuð með nýbakaðar pönnu- kökur og kexköku í hvert einasta skipti sem við systkinin áttum af- mæli. Hugsum við til þess með hlýju í hjarta. Að fara í kartöflugarðinn með ykkur afa sem börn var ævintýri líkast. Hlökkuðum við alltaf mikið til að eyða deginum þar. Þó var lítil hjálp í okkur þar sem við gát- um ekki sett niður kartöflur í beina línu og einbeittum okkur frekar að því að borða kremkex. Erum við þakklát fyrir hversu stór partur af lífi okkar þú varst. Á hverju föstudagskvöldi komuð þið afi í mat til okkar á Stapaveg- inn þar sem við nutum samveru- stunda með ykkur. Við litum mjög mikið upp til þín og hlustuðum á öll þín ráð. Er okkur minnisstætt að á hverjum föstudegi heima hjá okkur spurð- ir þú: „Borðið þið nokkuð sveppi?“ og viti menn, ekkert okkar borðar sveppi. Þú varst og ert okkar helsta fyrirmynd í lífinu og munum við alltaf muna eftir þér með hlýhug. Minningar okkar um góðar samverustundir munu alltaf eiga stað í hjarta okkar. Að missa þig frá okkur var erf- ið stund en við erum þakklát fyrir að hafa getað verið með þér þeg- ar þú fórst. Við vitum að Rúnar og Bergur munu taka þér opnum örmum þegar þið verðið saman á ný. Við kveðjum þig með miklum trega í hjarta en þú varst ynd- isleg í alla staði. Minning þín er ljós í lífi okkar. Elskum og söknum þín ætíð. Þín barnabörn, Valbjörg Rúna, Bergþóra Ólöf og Björgvin Geir. Elsku amma mín. Þrátt fyrir kveðjustund og sorg sem henni fylgir er hlýjan þín og friður allt- umlykjandi. Þar hefur sennilega sitt að segja hvað þú varst um- hyggjusöm gagnvart afkomend- um þínum, dýrum, Vestmanna- eyjum og náunganum almennt, og ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann heyrt þig tala illa um einhvern. Þrátt fyrir mýktina þína og hógværð náðirðu samt að lauma stundum að manni áskor- unum og ramma. Ég hef ávallt tekið því alvarlega að bíta á jaxl- inn þegar ég greiði mér vegna þess að af þeim sem eru hársárir þarf að klippa allt hárið. Þessi örfáu orð hér geta aldrei gert því nægjanlega góð skil hvað mér þykir vænt um þig og allar minningarnar okkar saman, upp í hugann koma rútuferðalög aust- ur í Öræfi með þér þegar ég var lítil stúlka og auðvitað allar heim- sóknirnar til Eyja sem hafa verið ævintýri allar sem ein. Góða ferð og guð geymi þig og þína, fallega amma Jórunn. Þín Jórunn „stóra“. Sem barn kveið ég því oft að fara til Eyja. Ekkert sem hræddi mig meira en tilhugsunin um þriggja og hálfs tíma sjóferð í desember. Það eina sem bjargaði ferðinni var ljósið við enda gang- anna, elsku amma Jórunn á Brekkugötu 1 sem tók alltaf á móti manni í hlýrri dyragættinni. Auðvitað búin að gera heitt kakó og draga fram alls kyns kræsing- ar til að lækna ólguna í maganum, sama á hvaða tíma dags okkur bar að dyrum. Rólyndisdagar með henni í Vestmannaeyjum eru með fallegri minningum sem ég á, hvort sem það var að tína jarð- arber úr fallega garðinum hennar og afa, að fá að hjálpa til við að baka lagtertur fyrir Þjóðhátíð eða að fylgjast með henni leggja kapal og gera krossgátur. Hún var alltaf svo blíð á manninn og bjó yfir hinu mesta jafnaðargeði. Elsku amma, ég myndi leggja í langferð með Herjólfi þvert yfir Atlantshafið og aftur heim ef það þýddi að þú biðir á hinum end- anum með ristað brauð og marm- elaði, og hlýja ömmuknúsið. Stundum kemur ekki maður í manns stað og þín verður sárt saknað af okkur öllum. Bergrós Fríða Jónasdóttir. Jórunn fæddist í Austurhúsum í Öræfum, næsta bæ við Litla- Hof. Í Austurhúsum var mann- margt og nýja húsið ekki komið upp á þessum árum og svo fór að hún ólst upp hjá hjónunum Gunn- ari og Sigrúnu og föðursystrum á Litla-Hofi. Með tengslum sínum við Litlahofsmenn varð hún ör- lagavaldur okkar systkinanna í Sörlaskjólinu. Mamma okkar hafði fengið að- stoð við rekstur og umhirðu heimilisins frá stúlku sem Svana heitir. Yfir kaffibolla spurði mamma, þá þegar sjálf með fjög- ur börn, hvort Svana þekkti ef til vill einhvern sem gæti tekið sum- arstrák í sveit. „Jú, ég þekki Jórunni, hún er úr Öræfunum, við erum saman í skóla, ég skal tala við hana.“ Úr varð afdrifaríkt ævintýri fyrir okkur smáfólkið í Sörla- skjóli. Jórunn talaði við Gunnar föðurbróður sinn og Sigrúnu. Þau voru fús fyrir aukahendur og hjálp á Litla-Hofi, sjálf með þrjú börn, þrjú gamalmenni, hesta, kindur og kýr. Bjöggi bróðir var sendur aust- ur, svo hvert á eftir öðru, Malla, ég og svo Anna Helga. Og hvílíkt hefur dvölin þar fyrir austan breytt og bætt okkar líf. Við höf- um þakkað þetta Svönu og Jór- unni auk auðvitað heimilisfólks á Litla-Hofi. Jórunn fann ævin- týramanninn Bjarna Jónasson og varð þeim fimm barna auðið, en Rúnar og Bergur eru komir á sól- armiðin til að undirbúa komu mömmu sinnar. Og hvílík persóna var hún Jór- unn, fríð, brosandi, síhlæjandi, bjartsýn og dugleg. Við systkinin höfum alltaf hugsað með hlýhug til Jórunnar, lögðum okkur fram þegar hún kom með börnin, lékum við Jónas og Rúnar, vikum úr rúmi þegar svo stóð á enda elskuðum við þessa geðgóðu og kátu konu. Nú sitjum við eftir og drúpum höfði. Ást, kærleikur og gleði ein- kenndi hana og hún var hvers manns hugljúfi. Ólafur Schram. Jórunn Þorgerður Bergsdóttir hefur kvatt þetta jarðlíf. Og eftir sit ég með samviskubit yfir því að að ég skulda henni eitt lamb, á fæti. Jórunn var sætasta stúlkan í Öræfasveitinni. Hún var ekki að- eins falleg, hún var glaðvær, skapgóð, brosmild, hjálpsöm. Ég var aðdáandi hennar, skotinn í henni þó svo að hún væri 10 árum eldri en ég. Það varð mér því áfall þegar ég eitt vorið er kominn austur, að mér er sagt að Jórunn væri trú- lofuð pilti úr Vestmannaeyjum. Það var ekki vegna ástarsorgar heldur að hún skyldi hafa trúlof- ast utansveitamanni en ekki inn- ansveitarpilti. Öræfasveitin var mér kær og ég, snáðinn, vildi veg sveitarinnar sem mestan, brott- hvarf Jórunnar var áfall, jaðraði við föðurlandssvik. Ég hafði illan bifur á þessum færeyska Vesta- mannaeyingi allt þar til hann birtist einn góðan veðurdag á hlaðinu með þessa forláta nælon- línu vafða um sig. Tók ég Bjarna í fullkomna sátt og samgladdist Jórunni, þökk sé næloninu. Það var Jórunn sem 1952 sendi bréf austur á Litla-Hof til að spyrjast fyrir um hvort heimilis- fólkið gæti tekið að sé borgar- barn til sumardvalar. Jákvætt svar barst. Jórunn Þorsteinsdótt- ir systir Gunnars bónda tók mig að sér. Ég var settur upp í Þrist- inn um vorið, ekki orðinn 7 ára, á leið til vandalausra. Ég rambaði á að fara út á réttum flugvelli. Næstu 6 vorin tók ég ávallt fyrsta flug eftir síðasta próf austur í Öræfi. Þar lærði ég að vera vinnusamur, verklaginn og nægjusamur sveitastrákur og kynntist náttúrunni. Ég stend í þakkarskuld við Jórunni fyrir að hafa skrifað bréfið, sem hafði svo mikil áhrif á líf mitt. Á Hofi var gott að vera hjá góðu og hjarta- hlýju fólki. Yngri systkini mín dvöldu síðar á Litla-Hofi og undu þar hag sínum einnig vel eins og vænta mátti. Í fyrstu Hofs-réttinni heyrði ég Bryndísi hrópa „Þarna er hún Golsa mín“ „Þarna er Mjöll mín“ hrópaði eitthvert annað barn, en börnin voru mörg á 6 Hofsbæj- um. Öll voru þau að leita að sínum rollum og hrópuðu upp í gleði sinni nöfnin, þegar rollan fannst. Mér fannst ég vera utangátta í þessum fagnaðarlátum, útundan, ég átti enga rollu. „Má ég líka eiga kind“ Mér fannst það réttlætismál að ég gæti kallað eina kind mína. Þessa ósk bar ég upp við Jór- unni Þorsteinsdóttir. Jórunn Bergs, sem bar ábyrgð á því að ég væri á Litla-Hofi, gat ekki horft upp á að nafna hennar þyrfti að sjá á eftir meðlaginu við að gefa heimtufreka drengnum kind. „Þú mátt eiga þetta gráa lamb þarna“ sagði Jórunn yngri og benti á lamb undir stóru grjóti. Ég undi glaður við mitt gráa ljónstygga lamb, Þar var síðan næsta sumar eða þar næsta að Sigurjón taldi ástæðu til að reka á eftir mér. „Reyndi að koma þér að verki, þú verður að vinna fyrir rollunni þinni“, „Ha, á ég rollu?“ Þessar upplýsingar komu mér algjörlega í opna skjöldu. Ég hafði einungis beðið um leyfi til að kalla ein- hverja skepnu mína eins og öll hin börnin. Ég vissi ekki að börn- in ættu í raun og veru kindurnar og ég þar með talinn. Ég bætti Jórunni aldrei upp tjónið. Blessuð sé minning Jórunnar Björgvin Schram. Fallin er frá ein af systrum móður minnar, Jórunn Bergs- dóttir í Vestmannaeyjum, sem var fjórða í röð níu systkina. Ég á góðar minningar um hæverska, rólega konu, hláturmilda og ljúfa manneskju sem lagði aldrei illt til nokkurs manns. Móðir mín og hún voru mjög nánar, enda nálægar í aldri, bara rúmt ár á milli þeirra og tengslin lík og á milli tvíbura. Mamma sagðist hafa tekið mjög nærri sér þegar Jórunn var tekin í fóstur, tveggja ára, af föðursystrum þeirra á Litla-Hofi. Þetta var al- gengt í Öræfunum á þessum tíma, samhjálpin var mikil. Þær Jórunn og Gróa föðursystur sváfu í baðstofu og Jórunn yngri fékk gott og ástríkt uppeldi hjá þeim og öllum sem bjuggu þá á Litla-Hofi. Ég á dásamlegar minningar um að koma í þessa baðstofu hjá systrunum, þar var gamli tíminn í heiðri hafður. En árin liðu og Jórunn fór á vertíð til Vestmannaeyja, eins og algengt var í þá daga í Öræfum. Þar kynntist hún ungum manni, Bjarna Jónassyni, ástin greip í taumana og hún bjó þar alla tíð eftir það. Jórunn Bergsdóttir og móðir mín, Guðrún, eignuðust báðar sín fyrstu börn sama ár, 1956, við Jónas Bjarnason erum elstu barnabörn ömmu og afa, Pálu og Bergs í Austurhúsunum á Hofi. Jórunn kom á hverju sumri í heimsókn í sveitina sína að heilsa upp á ættingja og vini, oft með börnin og Bjarna með sér. Mamma og hún höfðu yndi af að fara í berjamó, það voru oft þeirra sælustu stundir. Árið 1973 gaus í Eyjum og þá þurftu Jórunn og fjölskylda hennar að flytja upp á land eins og aðrir, þá kom Valgerður dóttir þeirra til foreldra minna, Guð- rúnar og Ingimundar á Hnappa- völlum, og var hjá þeim það sem eftir var vetrar. Ég flutti til Hornafjarðar árið 1977. Þá var Jórunn Þorsteins- dóttir, fóstra Jórunnar, orðin öldruð kona og komin á Skjól- garð. Jórunn kom þá stundum í heimsókn til fóstru sinnar og gisti hjá okkur og hún hélt því áfram þótt fóstran hyrfi yfir móðuna miklu, okkur Hallberu Karlsdótt- ur til mikillar ánægju því Hall- bera var æskuvinkona Jórunnar frá Hofi. Saga er til af því þegar Ingi Björn, yngsta barn mitt, kom á harðaspretti inn heima hjá okkur og fleygði sér í fangið á Jórunni, hélt þá að þetta væri amma sín en áttaði sig svo á að þetta var Jór- unn en ekki amma hans Guðrún. Þá var mikið hlegið. Svona voru þær líkar systurnar. Kynslóðir koma og fara, þann- ig er lífsins gangur. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra þó margt sé ósagt af góðum minningum. Ég og fjölskylda mín vottum Bjarna, börnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði, elsku frænka. Ingibjörg Ingimundardóttir. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 árHJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBORG SIGURGEIRSDÓTTIR frá Bolungarvík, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, fimmtudaginn 3. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 16. desember klukkan 13. Vegna aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd. Athöfninni verður streymt á mbl.is/andlat Pálmi Gestsson Sigurlaug Halldórsdóttir Sigríður Lovísa Gestsdóttir Viðar Ernir Axelsson Þórarinn S. Gestsson Berglind Bjarnadóttir Davíð Gestsson Ásta Sóllilja Þorsteinsd. Alda Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR SMÁRI HÁKONARSON múrarameistari, lést á Hrafnistu Laugarási miðvikudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. desember klukkan 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Útförinni verður streymt á slóðinni: https://youtu.be/VULXHcHvZOY Ósk Sigurjónsdóttir Birgir Hólm Ólafsson Guðný Svana Harðardóttir Þóra Björk Harðardóttir Ómar Bjarni Þorsteinsson Ragna Ársælsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATLA VIGDÍS HELGADÓTTIR, sem lést laugardaginn 21. nóvember, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 18. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir en athöfninni verður streymt á: mbl.is/andlát. Ólafur Bragi Ásgeirsson María Björk Traustadóttir Ásgeir Þór Ásgeirsson Ásgeir Örn Ólafsson Elise Marie Olafsson Margrét Erla Ólafsdóttir og langömmuprins Elsku mamma okkar, tengdamamma og amma Dídí, VIGDÍS GUÐBJARNADÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, áður til heimilis að Einigrund 22, Akranesi, lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, miðvikudaginn 9. desember. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 18. desember klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður útförin aðeins með nánustu aðstandendum. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Vignir Jóhannsson Karen Goss Brynja Jóhannsdóttir Magnús Ebenesersson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.