Morgunblaðið - 12.12.2020, Side 51

Morgunblaðið - 12.12.2020, Side 51
DÆGRADVÖL 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 INXX II Glæsilegasta lína okkar til þessa. INXX II BLÖNDUNARTÆKI Brushed brass Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HANN SAGÐIST HAFA SKOTIÐ ÞAÐ Í EYÐIMÖRKINNI.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hafa sig til fyrir myndsímtalið frá honum. HVERS VEGNA ERTU SVONA STÚRINN ? ÞÚ GETUR VERIÐ ÞAKK- LÁTUR FYRIR SVO MARGT! EF ÞETTA ER ÞAKKLÆTIS- SVIPURINN ÞÁ HELD ÉG MIG ÁFRAM VIÐ STÚRINN HRÓAR FRÆNDI VAR MJÖG FARSÆLL VÍKINGUR ÞAR TIL HANN SÆRÐIST Í ORUSTU OG ÞURFTI AÐ HÆTTA! ÁI! HVERNIG HELDUR HANN SÉR Á FLOTI ÞESSA DAGANA? MESTMEGNIS MEÐ KÚTUM! „VIÐ MUNUM ÞURFA KUTA EF YKKUR ER ALVARA MEÐ AÐ SETJA SAMAN ÚRKLIPPUBÆKUR.” félags Raufarhafnar. „Ég hafði gaman af því að leika einhverja rugl- aða gaura sem var auðvitað „tæp- kast“ eins og það heitir á tækni- máli,“ og hann bætir við að Leikfélagið sé enn eitt fyrirbærið sem hann hafi átt þátt í að leggja niður. „Í dag er ég í stjórn FER, fé- lags eldri borgara á Raufarhöfn, og gegni jafnframt embætti annars varamanns í spilavítinu á þriðjudög- um, svona þegar vantar einhvern í aðal-spilafíflahópinn.“ Jónas var á kafi í uppbyggingu Heimskautsgerðisins á Raufarhöfn frá upphafi framkvæmda, en segist hættur að skipta sér af því. „Fyrir utan að liggja í leti og hanga í tölv- unni sinni ég í dag bókasafninu á Raufarhöfn tvo daga í viku, klukku- tíma í senn og er mikið undur hvað hægt er að láta slíkt dútl vaxa sér í augum. Já, svo kemst ég auðvitað ekki spönn frá rassi án myndavéla- töskunnar og má ekki sjá seglskútur og aðra skemmtilega báta án þess að fara að veifa myndavélum, sem er svolítið sniðugt þar sem ég var mjög gjarnan sjóveikur á mínum yngri ár- um.“ Fjölskylda Systkini Jónasar eru Þórhildur, f. 2.11. 1940, d. 11.11. 2011; Sigrún, f. 23.7. 1947; Guðný Margrét, f. 6.5. 1949; Árni Stefán, f. 28.10. 1950; Jón, f. 25.5. 1952; Örn, f. 15.4. 1954; Þórarinn, f. 18.1. 1957, d. 6.3. 1995 og Guðrún Hólmfríður, f. 28.6. 1961. Afkvæmi alls þessa hóps, nema Jónasar, eru að nálgast níunda tug- inn. Foreldrar Jónasar eru Guðni Þ. Árnason, f. 2.11. 1917, d. 1.6. 1981, skrifstofustjóri og sparisjóðsstjóri, og Helga Jónsdóttir, f. 6.11. 1915, d. 1.7. 2006, húsmóðir. Þau bjuggu á Raufarhöfn. Jónas Friðrik Guðnason Friðrika Sigríður Eyjólfsdóttir húsmóðir í Hraunkoti Jónas Þorgrímsson bóndi í Hraunkoti,Aðaldal Sigrún Jónasdóttir húsmóðir og saumakona í Hraunkoti og Húsavík Jón Guðmundsson bóndi á Nípá og Hraunkoti og verkamaður á Húsavík Helga Jónsdóttir húsmóðir á Raufarhöfn Guðfinna Sigurveig Jónsdóttir bústýra í Miðhvammi,Aðaldal Guðmundur Björnsson frá LaxárdalA.-Hún. Friðný Sabína Friðriksdóttir húsmóðir á Hóli Guðni Kristjánsson bóndi á Hóli á Melrakkasléttu Þórhildur Guðnadóttir húsmóðir og prjónakona á Raufarhöfn Árni Stefán Jónsson símstöðvarstjóri, fiskmatsmaður á Raufarhöfn Hildur Jónsdóttir húsmóðir á Ásmundarstöðum Jón Árnason bóndi og smiður á Ásmundarstöðum á Melrakkasléttu Úr frændgarði Jónasar Friðriks Guðnasonar Guðni Þ. Árnason skrifstofustjóri, sparisjóðsstjóri á Raufarhöfn Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Oft hann gengur opna með. Úr henni margir sletta. Í fjalli langa laut hef séð. Loks er sauðkind þetta. Eysteinn Pétursson er ekkert að tvínóna við að svara: Opna gengur karl með klauf úr klaufunum sletta má. Í fjallaklauf vex lítið lauf. Þar Litluklauf ég sá. Guðrún B. á þessa lausn: Buxnaklauf hjá karli opin. Úr klaufunum má ekki sletta. Í klauf á fjalli sætur sopinn. Sástu klaufféð ná að detta? Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Buxnaklaufin opin er. Æ úr klaufum slett er hér. Klauf í fjalli sérhver sér. Sauðkind orðið klauf og ber. Sigmar Ingason svarar: Fótvissar og fimar beita kindur klauf- um. Karlar ættu að loka buxnaklaufum. Oft sletta ungir ærlega úr klaufum. Ærnar þrífast vel í Hólaklaufum. Þorgerður Hafstað á þessa lausn: Kenndur sveinn og klaufin opin, úr klaufum sletti ég oft um jólin, í grænni klauf er góður sopinn, Grána spyrnir klauf í hólinn. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Með opna klauf er karlfuglinn. Úr klaufinni margir sletta. Síðan klauf í fjalli finn. Féleg klauf er Bletta. Þá er limra eftir Guðmund: Höldurinn Björn á bala búfénu til að smala sér kaupamann réð klaufir með og ennfremur horn og hala. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Stormur æðir yfir völl með offorsi og látum, glymja ægis ölduföll og ekki er lát á gátum: Tún, sem gefur töðustrá. Tröllvaxinn er maður sá. Lítil börn þar leika sér. Loft í honum talsvert er. Þá er öfugmælavísa í lokin: Gott er að láta salt í sár og seila fisk með grjóti, best er að róa einni ár í ofsaveðri á móti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það sér í klaufirnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.