Morgunblaðið - 12.12.2020, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 12.12.2020, Qupperneq 53
ÍÞRÓTTIR 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Ég mun sjá eftir Jóni Þór Haukssyni, landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu. Ég hafði mínar efasemdir þegar hann var ráðinn á sínum tíma enda nánast algjörlega óreyndur þegar kom að því að stýra knattspyrnuliði upp á eigin spýtur. Árangur hans með kvennalandsliðið talar sínu máli og enginn þjálfari í sögu landsliðsins er með betra sigur- hlutfall en hann. Það tala margir um það að við höfum verið í léttum riðli í und- ankeppni EM en var riðillinn eitt- hvað léttari en síðustu fjórar undankeppnir? Ísland er á leið- inni á fjórða Evrópumeistara- mótið í röð og miðað við upp- ganginn í kvennaboltanum undanfarin ár er alveg hægt að gera því skóna að riðlarnir sem liðið spilaði í undankeppninni fyrir lokamótin 2009 og 2013 hafi verið talsvert léttari. Landsliðsþjálfarinn fyrr- verandi tók líka sénsinn á ungum leikmönnum og gaf stelpum eins og Alexöndru Jóhannsdóttur, Sveindísi Jane Jónsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur al- vöru tækifæri. Þær eru búnar að spila einhverja nítján landsleiki samanlagt en eru samt orðnar ómissandi fyrir íslenska liðið. Og þær verða orðnar ennþá betri í lokakeppninni á Englandi 2022. Jón Þór var afar þægilegur þegar kom að allri fjölmiðla- umfjöllun í kringum kvenna- landsliðið og það var alltaf hægt að ná í hann. Það er búið að skrifa mikið um aðdragandann að því að þjálfarinn ákvað að hætta með liðið og það þarf ekki að ræða það frekar. Fyrir mitt leyti tel ég að fjöl- miðlar hafi fjallað um málið af fagmennsku, þótt það séu ein- hverjir ósammála mér auðvitað, en það er bara eins og það er. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is SVÍÞJÓÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnukonan Hlín Eiríks- dóttir er tilbúin að taka næsta skref á ferlinum en hún skrifaði undir tveggja ára samning við sænska úr- valsdeildarfélagið Piteå í gær. Sóknarkonan, sem er tvítug að aldri, er uppalin hjá Val á Hlíð- arenda en hún heldur utan til Sví- þjóðar strax eftir áramót og fer á sína fyrstu æfingu hjá liðinu 11. jan- úar. Hlín hefur verið á meðal bestu leikmanna úrvalsdeildar kvenna, Pepsi Max-deildarinnar, undanfarin tvö tímabil en hún á að baki 80 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 33 mörk. Þá á hún að baki 18 A-landsleiki fyrir Ísland þar sem hún hefur skor- að þrjú mörk en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Val árið 2015, þá nýorðin fimmtán ára göm- ul. „Það er gott að vera búin að klára þetta og skrifa undir í Svíþjóð,“ sagði Hlín í samtali við Morgun- blaðið. „Þetta var virkilega erfið ákvörð- un enda held ég að öllum finnist erf- itt að yfirgefa uppeldisfélagið sitt. Það kom sterklega til greina að vera áfram í Val en að lokum valdi ég að fara til Svíþjóðar á þessum tíma- punkti. Þegar allt kemur til alls fannst mér ég tilbúin að taka næsta skref og það vó þyngst í ákvörðun minni. Valur vildi að sjálfsögðu halda mér en á sama tíma fékk ég mjög góðar ráðleggingar frá þjálfurum Vals og ég fann fyrir miklum stuðningi inn- an félagsins. Það eru allir stoltir af mér innan félagsins enda ekki á hverju degi sem uppalinn leikmaður Vals fer í atvinnumennsku,“ bætti Hlín við. Eftirsótt á Norðurlöndum Það voru nokkur lið sem höfðu áhuga á sóknarmanninum efnilega. „Það voru nokkur lið sem höfðu áhuga á mér og það var erfitt að velja á milli þeirra. Það voru tvö lið sem ég þurfti að velja á milli og það var eitthvað sem sagði mér að velja Piteå. Mér fannst Piteå meira spennandi að lokum og ég er sátt með mína ákvörðun. Það sem ég hef séð af sænsku deildinni þá finnst mér hún vera sú sterkasta á Norðurlöndum. Allir leikir þarna eru mjög jafnir og það er lítið um stór úrslit. Piteå endaði í áttunda sæti deildarinnar á ný- afstöðnu tímabili en var samt sutt frá fimmta sætinu, sem segir manni ýmislegt. Hér heima er meiri styrkleika- munur á liðunum og leikirnir mis- krefjandi. Það eru mjög spennandi hlutir í gangi hjá Piteå og það verð- ur gaman að fá að taka þátt í þeim,“ sagði Hlín en lið Piteå varð óvænt sænskur meistari árið 2018 og vann þar sinn fyrsta meistaratitil. Hefur sannað sig á Íslandi Hlín er einungis tvítug að aldri en hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að þurfa standa á eigin fótum. „Ég ræddi við fullt af fólki sem ég treysti mjög vel áður en ég tók þessa ákvörðun, meðal annars eldri stelpurnar í Valsliðinu og svo auð- vitað þjálfarana líka. Ég sem mann- eskja er tilbúin í að prófa eitthvað alveg nýtt eftir góð síðustu ár á Ís- landi. Síðustu tvö tímabil hjá mér í Pepsi Max-deildinni hafa verið góð og mér finnst ég búin að sanna mig heima ef svo má að orði komast. Ég hef stimplað mig inn sem einn af betri leikmönnum deildarinnar og þá er góður tími til þess að takast á við nýja áskorun. Að sjálfsögðu langar mig að spila á EM í Englandi sumarið 2022 en ég er ekki að fara til Svíþjóðar til þess að auka möguleika mína eitt- hvað sérstaklega með landsliðinu. Ég er að hugsa þetta í stærra sam- hengi þótt ég sé líka með það á bak við eyrað að EM sé eftir tvö ár. Mig langar fyrst og fremst að verða betri fótboltakona og mig langar að gera ýmislegt eftir þetta skref. Ég ætla mér að ná langt í fót- boltanum og þetta skref er bara hluti af því markmiði,“ bætti Hlín við í samtali við Morgunblaðið. Hallbera lék með Piteå Piteå er frá samnefndri borg í Norður-Svíþjóð, einni af þeim nyrstu í landinu, enda á sömu breiddargráðu og Akureyri, en þar búa aðeins ríflega 23 þúsund manns. Hlín ætti að geta fengið góð ráð frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur, fyrirliða Vals, en hún er eini Íslend- ingurinn sem hefur spilað með Piteå, árin 2012 og 2013. Skref í átt að stærra markmiði  Hlín Eiríksdóttir fer í atvinnu- mennsku hjá Piteå í Svíþjóð Morgunblaðið/Eggert Svíþjóð Hlín Eiríksdóttir er á leið til Piteå í sænsku úrvalsdeildinni en hún skoraði ellefu mörk í sextán leikjum Vals á Íslandsmótinu í ár. Fyrsta keppnistímabil Fjölnis- mannsins Kristjáns Arnar Krist- jánssonar í atvinnumennsku í hand- boltanum gengur nánast eins og best verður á kosið. Aix hefur byrjað frábærlega og er í 2.-3. sæti í efstu deildinni í Frakklandi. Liðið hefur unnið sjö leiki af fyrstu átta í deildinni en átt- undi sigurinn kom í gær. Aix heimsótti Toulouse og sigr- aði 35:28. Kristján skoraði þrjú mörk og var með góða skotnýtingu því hann skaut fimm sinnum á markið í leiknum. kris@mbl.is Enn einn sigurinn hjá Kristjáni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Frakkland Kristján Örn Krist- jánsson er í toppbaráttu. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi haft sam- band við Svíann Lars Lagerbäck vegna karlalandsliðsins í knatt- spyrnu. Guðni sagði frá þessu í samtali við Fótbolta.net í gær en lít- ið kemur þar fram um hvað þeim fór á milli. Guðni segist hafa rætt við Lagerbäck um landsliðið og mögulega aðkomu en einnig kemur fram að rætt hafi verið við fleiri á síðustu dögum og vikum. Lars Lag- erbäck var landsliðsþjálfari frá 2011-2014 og frá 2014-2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni. Lagerbäck inni í myndinni hjá KSÍ Morgunblaðið/Eggert Landsliðið Ætli Lars Lagerbäck hafi áhuga á starifnu? Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í knatt- spyrnu og leik- maður Burnley í ensku úrvals- deildinni, er tæp- ur vegna meiðsla þessa dagana og því ólíklegt að hann spili með Burnley þegar liðið heimsækir Ars- enal á morgun. Þetta kom fram hjá Sean Dyche, stjóra Burnley, á blaðamannafundi í gær en Jóhann Berg hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin tvö tímabil. Gylfi Þór Sigurðsson er leikfær að venju hjá Everton en þar vantar samt fjóra menn vegna meiðsla. Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Everton sagði í gær að James Rod- riguez, Seamus Coleman, Lucas Digne og Fabian Delph væru allir á sjúkralistanum en Everton fær Chelsea í heimsókn í kvöld. 12. umferðin hófst í gærkvöld þegar West Ham vann Leeds 2:1 á Elland Road. West Ham er í 5. sæti en mörkin skoruðu þeir Tomas Soucek og Angelo Ogbonna með skalla. Mateusz Klich hafði komið Leeds yfir með marki úr víta- spyrnu. Ólíklegt að Jóhann mæti Arsenal Jóhann Berg Guðmundsson. Danir eiga enn möguleika á að komast í undanúrslitin á EM kvenna í handknattleik eftir naum- an sigur á Svíum, 24:22, í gær- kvöldi. Kristín Þorleifsdóttir var markahæst hjá Svíum. Kristín, sem er af íslensku bergi brotin, skoraði fjögur mörk fyrir Svíþjóð og gaf eina stoðsendingu. Er þetta í annað sinn í keppninni sem hún er markahæst í sænska lið- inu. Svíar eru þá úr leik í kapp- hlaupinu um sæti í undanúrslitum. Þær sænsku fóru illa að ráði sínu og brenndu af síðustu þremur víta- köstum sínum í leiknum. Danir komast áfram í undan- úrslit ef þeim tekst að vinna síðustu tvo leikina en sá síðasti er gegn Rússum og verður áhugaverður. Danmörk er með fjögur stig og á leik til góða á Frakka og Rússa, sem eru með sjö stig. Frakkland og Rússland gerðu í gær jafntefli, 28:28. Svíþjóð er með eitt stig í milliriðlinum. kris@mbl.is AFP Markahæst Kristín fagnar einu markanna í gær en Danir fögnuðu sigri. Kristín markahæst hjá Svíþjóð í gær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.