Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.12.2020, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Einnig getum við úvegað startara og alternatora í allskonar smávélar frá Ameríku Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði í alternator og startaraviðgerðum. Við höfum áratuga reynslu í viðgerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verkstæðið er með öll nauðsynleg tæki og tól til þessara verka. Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í prufubekk til að tryggja að allt sé í lagi. Þeim er einnig skilað hreinum og máluðum. Áratug a reynsla Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Gítarleikarinn Mikael Máni Ás- mundsson hefur nú gefið út plötu með tríói sínu Sólstöðum sem auk hans skipa einn efnilegasti píanisti Hollands, Floris Kappeyne, og einn efnilegasti kontrabassaleik- ari Sviss, Pierre Balda. Platan er samnefnd sveit- inni og er forsaga tríósins sú að þegar Mikael stundaði nám í djass- gítarleik í Amsterdam tók hann eftir því að fólk frá ólíkum löndum upp- lifði tónlist á ólíkan hátt og einnig að forgangsröðun í tónlist var ólík eftir þjóðerni. Í náminu kynntist Mikael þeim Kappeyne og Balda og eiga fé- lagarnir þrír sameiginlegt að upplifa tónlist með ólíkum hætti og hefur þeim í sameiningu tekist að finna sinn hljóm. Fallegra á íslensku Smekkleysa gefur plötuna út en hún var tekin upp í einu herbergi með fjórum míkrafónum og því engu hægt að breyta í eftirvinnslu. Tón- listin fékk því að standa eins og hún var flutt. Lagasmíðarnar eru allar eftir Mikael og samdi hann lögin með hljóðfærin þrjú í huga, þ.e. raf- gítar, píanó og kontrabassa. Er af- urðin í tilkynningu skilgreind sem kammerdjass og er spunakafla að finna í lögunum. Hvað nafn tríósins varðar segir Mikael að upphaflega hafi það átt að heita Soon there will be sun. „Það átti að tákna vonina þegar íslenska sumrið er að byrja, þá kemur tímabil þar sem er bara sól og nafnið átti að vera um það. En þetta er mjög langt nafn á hljómsveit og þá fórum við að hugsa hvað gæti endurspeglað sömu tilfinningu í færri orðum og þá kom píanóleikarinn með Solstice en við vildum hafa það sérstakara. Hann spurði þá hvert orðið væri á íslensku og okkur fannst það öllum flottara á íslensku en á ensku,“ útskýrir Mika- el. Villur hluti af sjarmanum „Við vildum hafa þetta „live“ og þessi tónlist er næst því að vera djass. Gömlu djassupptökurnar voru oft teknar upp í einu herbergi. Þegar maður hlustar á klassísku plöturnar, Kind of Blue og fleiri, heyrir maður alvega helling af villum og mistök- um. Það er partur af sjarmanum,“ segir Mikael um upptökuaðferðina. – Þú samdir öll lögin á plötunni. Eru þau ólík þeim sem þú hefur áður samið? „Já, ég myndi segja það. Dálítið af þeim samdi ég í BA-námi í Amster- dam 2014-18. Þetta eru lög sem ég var að semja þá og endurspegla þann tíma og haldast í hendur við vináttu okkar Pierres sérstaklega því við vorum saman í hljómsveitinni áður en píanóleikarinn bættist við. Við vorum mikið að vinna þetta sam- an þannig að þótt lögin séu eftir mig breyttust þau mikið með þeim. Auð- vitað breytist spunatónlist með spunanum en laglínan, hljómagang- urinn og stemningin kemur mikið til frá okkur öllum,“ svarar Mikael. Línulegri djass Tónlistin er skilgreind sem kammerdjass og segir Mikael skil- greininguna komna frá kennara hans í náminu í Amsterdam, Jesse van Ruller, einum fremsta djass- gítarleikara heims. „Hann er með grúppu sem er með gítar, bassa og bassaklarinetti. Þetta er trommu- laus tónlist og formin í djasstónlist eru venjulega hringlaga, sama form sem er endurtekið aftur og aftur en í þessari tónlist, kammerdjassi, er þetta línulegra, eins og söguþráður. Það er ekki alltaf sami parturinn sí- endurtekinn og breytist bara með spunanum,“ útskýrir Mikael. Hvað útgáfuformið varðar er plat- an fáanleg stafrænt og í formi geisladisks en ekki á vínil. „Við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Mikael um mögulega vínilútgáfu en á netinu er platan að- gengileg á Bandcamp. HJLKHJLKHJKLH Með sól í sinni  Tríóið Sólstöður gefur út samnefnda plötu  Mikael Máni samdi lögin og fellur tónlistin í flokk kammerdjass Samstilltir Mikael Máni Ásmundsson, Pierre Balda og Floris Kappeyne. Á sjö ára afmæli menningarhússins Mengis við Óðinsgötu verður í dag, laugardag, opnuð sýningin Mira! Orri Jónsson, ljósmyndari og tón- listarmaður, býður gestum þar að ganga inn í heim fjölskyldu sinnar í Mexíkó er hún hreiðraði um sig í litlu þorpi í Oaxaca-héraði í fjóra mánuði, með það fyrir augum að ráðast í tilraunakennt námsverk- efni, í samstarfi við Mengi. Tilgang- urinn var að endurhugsa nálgun á nám, búa til svigrúm til að vera saman, skapa og upplifa. Í Mengi gefst nú fólki kostur á að fá ofurlitla innsýn í þetta verkefni. Þar má finna hljóðbúta úr sam- tölum, sýnishorn af myndlist og dagbókarfærslum, skissur, glósur og teikningar eftir fjölskylduna. Opið verður í Mengi á milli kl. 13 og 18. Sóttvarnareglur eru virtar, það er grímuskylda og mest tíu manns í einu innandyra. Eftir lokun sýningarinnar munu Ólöf Arnalds og Þorleifur Gaukur Davíðsson leika lög sín fyrir áheyr- endur og geta forvitnir guðað á glugga en sjálfir tónleikarnir verða sendir út á miðvikudaginn kemur. Sýningin í Mengi verður síðan opin til jóla frá þriðjudegi til laugardags kl. 13 til 17. Námsverkefni fjöl- skyldu í Mengi Myndverk Hluti verks á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.